Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þrúður ElísabetGuðmundsdóttir var fædd á Litlu- Borg í Húnaþingi 28. júlí 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 30. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urlaug Jakobína Sig- urvaldadóttir frá Gauksmýri í Vestur- Húnavatnssýslu, f. 17.12. 1893, d 28.12. 1968, og Guðmundur Pétursson, frá Stóru- Borg í Vestur-Húna- vatnssýslu, f. 24.12. 1888, d. 14.8. 1964. Foreldrar hennar bjuggu lengst á Refsteinsstöðum í Víði- dal, síðar á Hraunum í Fljótum. Þrúður Elísabet var elst níu systk- ina. Hún ólst upp á Refsteinsstöð- um hjá foreldrum sínum og systk- inum. Systkini hennar eru: Ólöf María, f. 1919; Vilhjálmur, f. 1922; Pétur Kristófer, f. 1923; Sigur- valdi Sigurður, f. 1925; Steinunn, f. 1927; Sigurbjörg, f. 1929, d. 2001; Jón Unnsteinn, f. 1931, d. 1988; og Klara, f. 1935. Þrúður El- ísabet er þriðja systkinið sem kveður en hin eru Jón Unnsteinn og Sigurbjörg. Öll systkinin giftust og eignuð- ust marga afkomendur. Eiginmaður Þrúðar Elísabetar var Kristján Sturlaugsson kenn- ari, f. 3.1. 1912, d. 16.6. 1974. Þau giftu sig á Ísafirði 20.12. 1940. Foreldrar hans voru Ásta Lilja Kristmannsdóttir, f. 6.12. 1869, d.15.5. 1946, og Sturlaugur Jóhann- esson, f. 21.10. 1873, d. 12.11. 1952, síðast búsett í Búðardal í Dalasýslu. Þrúður Elísabet og Kristján bjuggu fyrst í Súða- vík en síðar á Siglu- firði. Síðustu 20 árin bjó Þrúður Elísabet í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Sigur- laug sem giftist Ing- ólfi S. Sveinssyni og eru börn þeirra El- ísabet, Kristján Sturlaugur og Ingólfur Sveinn. Þau skildu 1993. 2) Einar Janus, kvæntur Margréti Sigurðardóttur og eiga þau þrjár dætur: Þor- gerði, Kristínu og Málmfríði. 3) Ásta Lilja, gift Sigurði Jóni Ólafs- syni og eiga þau Melkorku. 4) El- ísabet, gift Sæmundi Sæmunds- syni og eiga þau Huldu Hrönn, Sæmund, Helgu Fjólu og Kristján Dúa. 5) Sturlaugur, kvæntur Fanneyju Hafliðadóttur. Þeirra börn eru Jóhanna Hafdís, Kristján og Þrúður Elísabet. 6) Ólöf Ás- laug, gift Sigurði R. Stefánssyni. Synir þeirra eru Hákon Heimir og Birgir Agnar. 7) Arndís Helga, gift Þórarni Ásmundssyni. Dætur þeirra eru Ásdís Hrund og Hel- ena. Barnabörnin eru átján og langömmubörnin eru líka orðin átján. Útför Þrúðar Elísabetar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá börnunum sjö Þegar við látum hugann reika til þess að minnast móður okkar kemur fyrst upp í hugann hvað við vorum í raun lánsöm að eiga slíka móður. Við nutum þess að hafa hana alltaf heima tilbúna til að gera okkur gott. Mamma var konan sem ræktaði garðinn sinn, allt mannlegt var það sem skipti máli, umhyggja og alúð voru hennar einkenni. Hún var róleg, glaðvær og hafði góð áhrif á alla sem í kringum hana voru. Hún lærði á hljóðfæri sem barn og spilaði fyrst á harmoniku. Síðan áttum við gamalt orgel sem hún spil- aði á. Mikil var gleði okkar þegar við eignuðumst píanó, svo glaðværð og söngur var stór hluti af uppeldi okk- ar systkinanna. Einnig minnumst við þess hversu gestkvæmt var á heimilinu. Alltaf var pláss fyrir einn í viðbót enda frændgarðurinn stór og kom oft í heimsókn til Siglufjarðar. Tók hún á móti frændfólkinu með hlýju og gleði. Við minnumst hennar með þakk- læti fyrir umhyggju í okkar garð og fjölskyldna okkar. Við geymum þann fjársjóð sem hún miðlaði í hjörtum okkar. Söngur, gleði og stolt yfir barna- hópnum var hennar ævistarf. Nú er söngur hennar aðeins ómur frá liðnum tíma en söngurinn og gleðin munu óma áfram. Þrátt fyrir áföll og veikindi á síðari árum var alltaf stutt í fallega brosið. Þannig munum við minnast hennar. Megi móðir okkar hvíla í friði við hlið föður okkar, Kristjáns Stur- laugssonar, kennara á Siglufirði. Guð blessi foreldra okkar. Minningin lifir. Í dag, laugardaginn 9. febrúar, kveð ég tengdamóður mína, Þrúði Elísabetu Guðmundsdóttur eða Dúu eins og hún var alltaf kölluð. Það var mikil gæfa að fá að kynnast Dúu. Ég kynntist Dúu árið 1969. Hún var mikil sómakona sem sá um að all- ir fengju nóg að borða og öllum í kringum hana liði vel. Það var alltaf hægt að leita til hennar með ömmu- börnin í pössun. Jæja, Dúa mín, þá er þínum þján- ingum lokið, ég vona að þér líði vel núna. Ég kveð þig með þessum línum. Elsku amma Dúa. Nú er komið að kveðjustund því guð hefur kallað þig á sinn fund. En minninguna um þig ég geymi. Elsku amma Dúa, ég aldr- ei þér gleymi. Ég sendi börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Fanney Hafliðadóttir. Þú leggur yfir hafið með hárið hvítt sem ull, það hafði í æsku fallið um barm þinn, líkt og gull, þá varstu laukur ættar, og eldur brann á hvörmum, en afl og þrek til starfa í hverri taug í örmum. Ég man og þakka hugljúfu ævintýrin öll, sem ófstu um þína lífssögu, þó félli á hana mjöll. Í bjarma þinna orða varð bráðið gull hver straumur, og bjartari mín æska og fegurri minn draumur. (Arnfríður Sigurgeirsdóttir.) Með þessu ljóði viljum við minnast ömmu Dúu og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Þorgerður, Kristín og Málmfríður. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Amma Dúa hefur fengið lang- þráða hvíld, stórum kafla í lífsbók- inni er lokið. Minningarnar streyma fram, ótalmörg smáatriði rifjast upp. Allt frá okkar fyrstu minningum hef- ur amma verið stór þáttur í okkar til- veru. Staðið við hlið okkar í gleði og sorg. Þegar við fluttum suður varð amma eftir á Sigló, en ekki leið á löngu þar til sú gamla flutti til borg- arinnar. Hún bjó hjá okkur í Fífusel- inu, og einnig hjá systur sinni, þar til hún festi sér íbúð í Flúðaselinu. Amma kunni vel við sig í borginni. Það kom í okkar hlut að kenna henni á strætisvagnakerfið og því flutum við með í heimsóknir til ættingja og vina. Það var skemmtilegur tími. Amma var félagslynd, alltaf á ferð og flugi. Hún eyddi ekki tímanum í að sitja heima og láta sér leiðast. Reyndar var gert góðlátlegt grín að því á sínum tíma að hún væri svo sjaldan heima að þeir sem ætluðu sér í heimsókn þyrftu að panta tíma. Fé- lagsstarfið í Gerðubergi sótti amma í nokkur ár og söng þá m.a. með Kór aldraðra. Þar kynntist hún fjöl- mörgu fólki og hafði gaman af. Um nokkurra ára skeið vann amma við að gæta barna hluta úr degi. Mörg börn í hverfinu vissu hver amma Dúa var, enda þrammaði hún rösklega um hverfið eins og henni einni var lagið. Amma var tíður gest- ur á okkar heimili. Hún var dugleg að passa okkur krakkana og gefa okkur að borða, hún hafði alltaf áhyggjur af því að við borðuðum ekki nóg. Þegar við vorum farin að sjá um okkur sjálf, leit hún til með hund- inum okkar. Þegar amma veiktist að- stoðuðum við foreldra okkar við að annast hana, gátum þá passað hana eins og hún hafði passað okkur. En heilsunni fór hrakandi og undanfarin ár hefur amma dvalist á hjúkrunar- heimilinu Eir. Að leiðarlokum viljum við þakka ömmu Dúu samfylgdina. Hún kenndi okkur margt og þótt við tækjum ekki alltaf vel eftir hefur ýmislegt rifjast upp í seinni tíð. Nú er amma komin til afa og þar líður henni vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hulda Hrönn, Sæmundur, Helga Fjóla og Kristján Dúi. Þrúður Elísabet, sem ýmist var kölluð Dúa eða Elísabet, fæddist á Litlu-Borg í Vestur-Húnavatns- sýslu. Fyrsti veturinn í ævi Elísabet- ar var hinn frægi frostavetur 1918. Móðir hennar gat þess að nokkur vandi hafi verið að halda hita á ung- barninu í frostunum. En hún átti næga móðurmjólk, eigin líkamshita og ullarreyfi til einangrunar. Haga- mýsnar sóttu í ylinn og þurfti að halda þeim frá. Tveggja ára flutti Elísabet með foreldrum sínum að Refsteinsstöð- um í Víðidal, eignarjörð Guðmundar. Á sextán árum sem þau bjuggu þar fæddust átta systkin til viðbótar. Ekki gat hjá því farið að Elísabet þyrfti að annast yngri systkini sín. Ein af fyrstu bernskuminningum hennar var sú að burðast með þau á bæjarhólnum. Þá voru ekki barna- vagnar. Annirnar komu þó ekki í veg fyrir söng og gleði. Gestkvæmt var enda foreldrarnir höfðingjar í lund. Frá móðurömmunni á Gauksmýri, Ólöfu Sigurðardóttur, kom ríkuleg söng- hefð. Þessa daglegu tónlist, söngva móðurinnar, átti Elísabet alla tíð, ræktaði og flutti áfram til sinna barna. Heyrði hún nýtt lag kunni hún það. Haft er í minnum að þegar Sig- urlaug, elsta barn Elísabetar, var átján mánaða heimsóttu þær mæðg- ur móðurforeldrana sem þá höfðu flutt í Fljótin. Vilhjálmur Guðmunds- son elstur móðurbræðra Sigurlaugar reiddi frænku sína yfir Siglufjarðar- skarð fyrir framan sig á hesti og undraðist að hún söng vísur og þjóð- lög með ,,fullum texta alla leið“. Þótt Elísabet væri námfús og næm leyfðu efnin ekki skólanám eft- ir fermingu. Hún hlaut því að fara aðra leið til mennta. Hún fór m.a. í vist á Hvammstanga. Sextán ára fór hún til Vestmannaeyja og bjó hjá móðursystur sinni Guðríði Guð- mundsdóttur. Guðríður hélt heimili fyrir frænda sinn Húnvetninginn Sigurbjörn Sveinsson skáld og barnabókahöfund sem oft var nefnd- ur H.C. Andersen Íslands. Í Vest- mannaeyjum réð Elísabet sig í „formiddagsvist“ á heimili þar sem húsmóðirin þýskrar ættar kenndi henni á orgel síðdegis. Listamenn voru nokkrir í Vestmannaeyjum og héldu félagsskap og hittust gjarnan heima hjá Sigurbirni. Má nefna list- málarana Barböru og Magnús Á. Árnason. Þannig kynntist Elísabet ung mörgu menningarfólki. Frá Vestmannaeyjum lá leiðin til Búðardals þar sem Elísabet vann hjá Þorsteini sýslumanni Þorsteinssyni og konu hans. Þar lágu leiðir þeirra Kristjáns fyrst saman. Hann var þá kennaraskólanemi, útskrifaðist vorið 1938. Þau opinberuðu trúlofun sína í kröfugöngunni 1. maí það vor ásamt öðrum nýútskrifuðum kennara, Ragnari Þorsteinssyni og unnustu hans Sigurlaugu Stefánsdóttur. Urðu þau aldavinir, fyrsti maí varð hátíðisdagur og jafnaðarstefnan lífs- hugsjón þessara ungmenna. Kristján var farkennari einn vetur í Húnavatnssýslu en næstu fimm ár bjuggu þau í Súðavík þar sem Krist- ján var kennari, bílstjóri, sveitar- stjórnarmaður og oddviti hrepps- nefndar. Elísabet hafði sjómenn í fæði með heimilishaldinu. Tvö fyrstu börnin fæddust í Súðavík. Árið 1944 flutti fjölskyldan til Siglufjarðar þar sem Kristján kenndi 30 ár uns hann lést 1974. Á Siglufirði stækkaði barnahópurinn í sjö. Unnsteinn yngsti bróðir Elísa- betar dvaldi og nokkuð með þeim meðan hann var í skóla. Heimilið var gestkvæmt og húnvetnskir siðir í heiðri hafðir. Elísabet átti orgel og söngur var ríkur þáttur. Þegar börn- in komust í hinn ágæta tónlistarskóla á Siglufirði fjölgaði hljóðfærunum, píanó tók við af orgelinu. En lífið gat verið erfitt. Til er mynd sem sýnir þau hjón með fjögur elstu börnin. Hafði þá þreytan og vöðvagigtin gengið svo nærri Elísa- betu að andlitið var hálflamað vinstra megin og þykkt, hrokkið, dökkt hár hennar var orðið grátt vinstra megin og skiptist liturinn í miðju. Hún fór í tveggja vikna sprautumeðferð til Reykjavíkur sem bætti nokkuð en þá var komin síld og mál að drífa sig norður. Minnisstæð eru fyrstu kynni. Vor- ið 1962 hafði ég trúlofast Sigurlaugu skólasystur minni úr MA, elstu dótt- ur þeirra hjóna. Komu þau til Reykjavíkur í tilefni þessa með yngstu börnin fimm, Arndísi Helgu 4ára, Ólöfu Áslaugu 6 ára, Sturlaug 9 ára, Elísabetu 12 ára og Ástu Lilju 15 ára. Þetta voru forvitnir fjörmikl- ir krakkar með stór blá augu og sáu vel það sem fyrir bar. Foreldrarnir voru glaðleg og alúðleg hvort með sínum hætti en talsvert þreytuleg bæði. Kristján var hress í tali, og gat þess m.a. að hann hafði sofið tíu mín- útur nóttina áður. Stuttur svefn var þessum mikla starfsmanni hvers- dagsmál. Elísabet var hæglátari en hló oft eða brosti. Stundum varð brosið fjarrænt, næstum dreymið. Og þau sögðu sögur. Eftirá er eins og öll samtöl við þau hafi verið eintómar sögur. Mest sögur af fólki, flestar stuttar, litaðar kímni. Elísabet talaði aldrei illa um nokkurn mann. Há- mark neikvæðrar umræðu var góð- látlegt grín. Sigurlaug hafði tjáð mér fyrirfram að móðir sín væri ætíð já- kvæð í garð alls síns fólks. Rættist þetta sannarlega og naut ég þess æ síðan. Mjög er minnisstætt þegar við fór- um með börnunum og Kristjáni í Tív- olí sem þá var í Vatnsmýrinni. Þar hafði við innganginn myndast mikil þvaga af börnum og unglingum í hinni dæmigerðu íslensku biðröð – fyrirbæri sem líklega hefur hvergi náð meiri þroska en einmitt í Reykjavík. Í troðningnum veitti ýmsum betur, sumir rifust, aðrir grétu. Kristján tók að sér það ótrú- lega verkefni að skipuleggja þessa kös þótt hann væri einn af gestunum. Tókst honum það á innan við mínútu þannig að allir stóðu í röð og virtust sáttir. Seinna komst ég að því að tónninn í gagnorðum leiðbeiningum hans var sá sami sem dugði vel í verkstjórn á síldarplönum á Siglu- firði. Ég átti þess kost tvö sumur að vinna nokkrar vikur undir stjórn Kristjáns og dvaldi á heimili þeirra Elísabetar. Alúðlegra heimili hef ég varla kynnst. Eftir að Kristján féll frá hélt El- ísabet heimili á Siglufirði til 1981 en flutti þá til Reykjavíkur og eignaðist eigin íbúð. Hún naut þá ríkulegra samskipta við fjölmarga ættingja syðra. Hún starfaði í nokkur ár við það fag sitt að annast skólabörn á heimilum þar sem foreldrar unnu úti allan daginn. Aðstoðaði þau við heimanám og veitti þeim umhyggju. Er hún hætti störfum flutti hún í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Fé- lagslynd sem hún var naut hún fé- lagsskapar eldri borgara og söng jafnan í Kór aldraðra. Hún sinnti hlutverki sínu sem amma og langamma frábærlega og mundi af- mælisdaga allra afkomenda sinna sem nú munu vera 43. Um sjötíu og fimm ára aldur byrjaði minnið að bila. Hún dvaldi á Hjúkrunarheim- ilinu Eir síðustu sjö árin og naut afar góðrar umönnunar. Hún naut söngs og tónlistar allt til enda. Elísabet var ekki langskólagengin en menntaðist vel. Ríkulegan menn- ingararf sinn ávaxtaði hún og tileink- aði sér menntun hvar sem hún kom. Hún gekk um með alúð og ævistarf hennar var ræktunarstarf. Öllum sem kynntust henni var hún veitandi og við urðum auðugri og dálítið betri. Þannig mun hún lifa í þakklátum minningum okkar. Ingólfur S. Sveinsson. ÞRÚÐUR ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR                             !" #$%" & &' #$ ($  !& ! &' %" & $ !'  ! ($  !!& ! &' %" & )*  +'&$$ ($,    -   .#./ &0 "& $ 11  & 2"!3&  ! " #       $  %   &  ' "% !%             ' & +%" &,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.