Morgunblaðið - 09.02.2002, Side 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 43
enda sífellt á þönum við að þjóna öðr-
um.
Að loknu námi í München flutt-
umst við hjónin til Erlangen. Þor-
björg heimsótti okkur þar, og við
fengum tækifæri til að kynna henni
fagurt umhverfi borgarinnar. Hún
bauð okkur ásamt tveimur börnum
okkar til Diessen og að búa hjá henni
í sumarleyfi. Þar áttum við ógleym-
anlega daga. Við ferðuðumst með
henni um unaðsheim Alpahéraða og
nutum náttúrunnar og menningar-
verðmæta.
Eftir að við fluttumst heim, áttum
við þess kost að halda góðu sam-
bandi okkar við Þorbjörgu og fjöl-
skyldu hennar. Við komum í nokkur
skipti til Diessen á þessum árum og
heimsóttum hana á heimili Helga.
Þorbjörg kom nálega árlega á sumr-
um í heimsókn til ættjarðarinnar, og
við áttum þess líka kost að fá að
njóta samvista við hana hér heima á
ýmsan hátt, bæði á heimilum okkar
og æskuvinkonu hennar, frú Guðríð-
ar Jónsdóttur frá Seglbúðum, þar
sem hún bjó löngum í heimsóknum
sínum. Við nutum þess einnig að fá
vinkonurnar í heimsókn eða fara
með okkur í smáferðalög. Þær voru
glaðir og skemmtilegir ferðafélagar
og höfðu frá mörgu að segja.
Um þetta leyti fór Þorbjörg að
tala um að sig langaði til að flytjast
til baka til Íslands. Ættjörðin dró
hug hennar til sín og togaðist á við
löngun hennar að vera áfram í nánd
sona sinna og fjölskyldna. Að lokum
tók hún þá erfiðu ákvörðun að flytj-
ast heim frá ástvinum sínum í Diess-
en. Hér á landi átti hún einnig marga
ættingja og vini, sem voru reiðubún-
ir að rétta henni hjálparhönd og að-
stoða hana við að koma sér fyrir á
þann hátt, að henni liði sem best.
Hún fluttist inn á hjúkrunar- og
dvalarheimilið Klausturhóla á
Kirkjubæjarklaustri. Þar kom þjón-
ustulund hjúkrunarkonunnar Þor-
bjargar og fórnfýsi enn fram í því, að
fyrstu árin aðstoðaði hún starfsfólkið
við umönnun vistmanna og fór einnig
með þeim í gönguferðir. Hún lagði
sig fram við að koma veikri systur
sinni á dvalarheimilið og eftirlét
henni meira að segja herbergi sitt,
svo að henni gæti liðið sem best en
fluttist sjálf í minna herbergi.
Þorbjörg var fróðleiksfús og las
mikið meðan sjónin entist, en síðar
fékk hún lánaðar hljóðbækur, sem
hún hlustaði mikið á og sá um „sögu-
stundir“ á dvalarheimilinu með því
að leyfa öðru vistfólki að njóta þeirra
með sér.
Fyrstu árin eftir að Þorbjörg
fluttist að Klaustri kom hún nokkr-
um sinnum til Reykjavíkur, en við
hjónin heimsóttum hana einnig fyrir
austan. Við ókum saman um ná-
grennið, m.a. að Heiðarseli, þar sem
Þorbjörg gekk með okkur um grón-
ar götur og rifjaði upp minningar frá
fyrri árum, bæði frá Heiðarseli og
ekki síður frá Eintúnahálsi, þar sem
hún fæddist og ólst upp. Eitt sinn að
sumarlagi fyrir mörgum árum
dvöldumst við nokkra daga á
Klaustri. Við vorum mikið með Þor-
björgu þá. Hún lýsti æsku sinni, upp-
vexti og hjúkrunarnámi hér á landi
og í Danmörku. Enn fremur aðdrag-
anda þess og ástæðu, að hún fór ung,
nýgift kona með manni sínum til
Þýskalands, skömmu fyrir stríð og
bjó þar öll stríðsárin í litla þorpinu
Diessen. Hún lýsti einnig lífinu í
Þýskalandi á stríðsárunum, einkum
þó á vettvangi fjölskyldunnar. Dr.
Bruno var ekki áhangandi þess
stjórnarfars, sem réð örlögum
manna. Hann var vísindamaður og
fræðimaður. Það var erfitt á þessum
árum og ekki hættulaust að dylja
skoðanir sínar svo, að ekki yrði eftir
tekið, að þar færi ekki stuðnings-
maður ógnarstjórnar og einræðis á
stríðstíma.
Síðustu ár fann Þorbjörg mjög
fyrir því, að líkaminn var farinn að
gefa sig, en andinn var óbugaður og
skýr til síðasta dags. Hún fylgdist
alla tíð vel með fjölskyldu sinni í
Þýskalandi, vissi nákvæmlega hvar
öll barnabörnin voru stödd í námi og
starfi og naut þess að segja frá þeim.
Fyrir fáum vikum hringdi Þor-
björg og sagðist endilega vilja kveðja
okkur, þetta færi nú að styttast hjá
sér, sagði hún. Hún vildi þó ekki við-
urkenna, að eitthvað sérstakt væri
að. Hún sagðist ætla að hringja í þá,
sem hún vildi kveðja, en var ekki viss
um að það tækist. Hún bað okkur því
að skila kveðju til þeirra vina, sem
hún næði ekki til. Þeirri kveðju er
hér með komið á framfæri.
Þetta samtal var að öðru leyti ekki
óvenjulegt. Hugsun Þorbjargar og
frásagnargleði var söm og áður. Eft-
ir þetta símtal töluðum við nokkrum
sinnum við hana, í síðasta sinn fjór-
um dögum fyrir andlát hennar. Hún
var þá hress í bragði, spjallaði um
heima og geima, en þó aðallega um
fjölskylduna í Diessen.
Við erum þakklát fyrir langa og
trygga vináttu Þorbjargar. Blessuð
sé minning hennar.
Við vottum sonum hennar og fjöl-
skyldum þeirra innilega samúð.
Bergur Jónsson og
Ingunn Guðmundsdóttir.
Þorbjörg var á 99. aldursári er
hún lést á hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum á Kirkjubæjar-
klaustri þar sem hún hafði dvalið síð-
ustu æviárin. Hún var Skaftfellingur
að ætt og uppruna.
Hún lærði hjúkrun í Kaupmanna-
höfn og útskrifaðist 1931. Að loknu
framhaldsnámi starfaði hún á nokkr-
um sjúkrahúsum í Danmörku og á
Íslandi, lengst á Kleppsspítalanum
til ársins 1938, er hún giftist Bruno
Schweizer, þýskum málfræðingi, en
þau höfðu kynnst er hann dvaldi hér
á landi.
Bruno var frá Diessen við Ammer-
vatn í Suður-Bayern. Hann hafði
ferðast mikið á Íslandi árin á undan
og tekið ástfóstri við land og þjóð.
Hann var mikill ljósmyndari og hafði
tekið fjölda mynda af landslagi,
bóndabæjum og fólki á ferðum sín-
um hér á landi. Einnig átti hann
nokkra íslenska hesta. Ég kynntist
honum skömmu eftir að ég byrjaði
verkfræðinám í München á miðju
sumri 1937. Bauð hann mér stundum
í reiðtúra. Eitt sinn fórum við í nokk-
urra daga ferð á hestum suður undir
Alpaflöll til þess að skoða pílagríma-
kirkjuna í Wies. Hún er ein fegursta
Barock-kirkja Þýskalands og tók
Bruno þar margar myndir af fræg-
um listaverkum.
Eftir hjónavígsluna settust þau
Þorbjörg og Bruno að í Detmold í
Neðra-Saxlandi, þar sem hann var
ráðinn til starfa í sínu fagi. Um
páskana 1939 flutti ég til Berlínar en
kom aftur til München um vorið 1941
að loknu fullnaðarprófi til að leita
mér atvinnu. Þá voru þau Þorbjörg
og Bruno flutt til Diessen, þar sem
Bruno hafði nú vinnustofu sína og
fékkst við rannsóknir á mállýskum í
Bayern, Austurríki og Tyrol, en á því
sviði var hann manna lærðastur.
Þarna kynntist ég Þorbjörgu þegar
ég kom í heimsókn til þeirra. Diess-
en er smábær á vesturströnd Amm-
er-vatns í um klukkustundar fjar-
lægð frá München. Þar er mjög
fallegt, baðströnd við vatnið og bær-
inn umkringdur ökrum og skógum.
Íbúarnir stunda ýmiskonar iðnað og
þjónustu. Schweizer-ættin hefur
rekið tinsmiðju mann fram af manni
og eru þar m.a. framleiddir ýmiskon-
ar listmunir. Diessenbúar eru fast-
heldnir á gamla siði og seinteknir en
traustir við nánari kynni. Þeir eru að
sjálfsögðu kaþólskir og eiga eina af
fegurstu kirkjum landsins. Þorbjörg
kynntist nágrönnum sínum smám
saman og var mjög vinsæl enda varð
hún mörgum að liði bæði með kunn-
áttu sinni og meðfæddri hjálpsemi
og vinsemd. Samt held ég að hún hafi
aldrei náð að festa rætur í sínum
nýju heimkynnum – hugurinn var á
heimaslóðum.
Þorbjörg og Bruno eignuðust tvo
syni, Helga f. 1939, sem er prófessor
í heimspeki við háskólann í Inns-
bruck í Austurríki og Gunnar f. 1942
sem er tinsmiður og hefur nú tekið
við tinsmiðju forfeðranna. Þeir eru
báðir búsettir í Diessen.
Á stríðsárunum vorum við Sigurð-
ur Sigurðsson efnafræðingur einu
Íslendingarnir í München. Hann var
að vinna að doktorsritgerð sinni um
þessar mundir, en við vorum gamlir
skólafélagar frá menntaskólaárun-
um. Var það oft að annar hvor okkar
eða báðir fóru í heimsókn til Diessen.
Var okkur alltaf tekið eins og nánum
ættingjum. Voru þetta sannir hátíð-
isdagar og ómetanleg tilbreyting frá
gráum hversdagsleikanum í stríðs-
hrjáðri stórborginni. Það var eins og
Þorbjörg réði yfir einhverjum töfra-
mætti. Eftir því sem leið á stríðið
varð minna um matvæli í landinu, í
Diessen sem annars staðar, en Þor-
björg gat alltaf töfrað fram dýrindis
mat úr engu. Mér datt stundum í hug
biblíusagan um Jesús þegar hann
mettaði fimm þúsund manns með
tveim fiskum og fimm brauðum. En
svona var Þorbjörg í öllum hlutum.
Hún sá um að okkur leiddist ekki.
Það var farið í gönguferðir, bátsferð-
ir út á vatnið eða í sund við bað-
ströndina. Heimsóknirnar til Þor-
bjargar og fjölskyldu hennar í
Diessen voru okkur sem að koma í
vin í eyðimörk og gleymast ekki.
Í árslok 1945 komst Þorbjörg úr
rústum og ráðleysi stríðslokanna í
Þýskalandi heim til Íslands og tók
upp sín fyrri störf á Kleppi. Mun hún
til þess hafa notið aðstoðar starfs-
systur sinnar og vinkonu úr heima-
högum, heiðurskonunnar Guðríðar
Jónsdóttur frá Seglbúðum, sem þá
var forstöðukona á Kleppi. Synirnir
fylgdu móður sinni hingað en Bruno
kom nokkru síðar og dvaldi ekki
lengi. Þorbjörg og synirnir fóru síð-
an aftur út sumarið 1952, þegar farið
var að rofa til í hinum suðlægu heim-
kynnum þeirra. Bruno lést árið 1958.
Þegar synirnir voru vaxnir úr
grasi og búnir að stofna sín eigin
heimili héldu Þorbjörgu engin bönd
og flutti hún heim til Íslands árið
1987. Hefur hún síðan átt heima á
hjúkrunarheimilinu Klausturhólum.
Mér og fjölskyldu minni var Þor-
björg ævinlega sem náinn ættingi.
Hún var góð kona og mörgum hjálp-
arhella. Blessuð sé minning hennar.
Jóhannes Zoëga.
Fleiri minningargreinar um Þor-
björgu Jónsdóttur Schweizer bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
6 1
1
&
" &"
*
*
%
8
%
%
/4 ;"!!$%&1I
+'&+&,
9& :$ +$%" &
9 $
!' ($ 9& ;, $$ %" &
'7$
!' ($ ;"!3'+ ,&$ %" &
!&:$
!' ($ $$2&!% @,&A" %" &
& + $$
!' ($ ; !; !%" &
(<$<$,
.%"!
1
"!
* *
& " &"
*
4
;
;"!3+&C
,
&$%'$ $$ %" & ;$$47&:$ ($
!" $A" %" & &:$)7! %" &
# & $$ ($
(+&$%3 $$,
6 1 *% 1
& " &" *
%
%
%
-
4./ <"$%
3<2
5!' &,
!$$
!' %" &
$$4-"$ %" & $ %& & ($
4$: !( &-"$ ($ &:$#: %" &
;!!%"-"$ ($ 4$ 9! %" &
!'-"$ %" & &$%" ($
9& 7$&$-"$ ($ 9& $
!' %" &
<$<$(<$<$<$,
.% " &
" &! *
*
8
%
%
4-
# / !$
!' %" &
!' 4 &$ ($ 4* -"$ +"$ %" &
$$9& $4 &$ %" &(+& &$ ($
@( &$$4 &$ ($ 4$$&$ %" &
$% 4 &$ %" & $%&+& +3 $% ($
<$<$(<$<$<$,
0!
1
1
&
* " *
% %
%
;
&! $%1
,
1 8 *
+ * 8 %
$&<# < +3 $% $ %& ($
# ! < # &-"$ ($
+:$9(!< &$$;!% ;'$
&$$ $($&<# ,
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina