Morgunblaðið - 15.02.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 15.02.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra kveðst ekkert hafa um það að segja þótt gerð sé tilraun með einka- rekna læknastofu. Hann kveðst þó telja að ekki verði unnt að leysa vanda þeirra sem ekki hafa heimilislækni með þessu rekstrarformi, aðgangur að heilsugæslu verði að vera öllum að- gengilegur fyrir lágt verð. Tveir læknar hafa stofnað lækna- stofuna Læknalind sem tekur til starfa í byrjun mars. Er rekstri henn- ar þannig háttað að fólk skráir sig þar í þjónustu fyrir ákveðið mánaðar- gjald, 2.850 kr. fyrir einstakling. „Mín stefna er óbreytt og ég tel heilsugæsluna eiga að vera aðgengi- lega fyrir alla fyrir lágt verð og þetta hvetur okkur til að byggja hana upp á þeim forsendum,“ segir ráðherra. „Ég er ekki fylgjandi því að búa til tvenns konar kerfi í heilsugæslunni og leysa vanda hennar á þennan hátt en ég get ekki komið í veg fyrir það að menn prófi þessa leið og óska þeim góðs gengis í því. Við erum að skoða rekstrarformin í heilsugæslunni en ekki á þeim forsendum að selja sum- um dýrari aðgang en öðrum.“ Ráðherra segir þessa tilraun læknanna til komna vegna þess að menn hafi þurft að bíða eftir lækn- isþjónustu. „Það er takmark okkar að fá meira fjármagn í heilsugæsluna til að geta boðið öllum þjónustu hennar á lágu verði,“ sagði Jón Kristjánsson einnig og benti á að til stæði að bæta við stöð í Kópavogi á árinu. Farið hefði verið fram á það við fjármála- ráðuneytið að fá að nota heimildir til að kaupa eða leigja húsnæði í því skyni. Hann sagði að uppbygging heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæð- inu hefði ekki fylgt eftir þeirri miklu fólksfjölgun sem þar hefði orðið und- anfarið. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, fagnar frum- kvæði starfsbræðra sinna með þetta nýja rekstrarform. Segir hann þá bjóða þjónustu sem þeir hafi fullt leyfi til. „Þetta fyrirkomulag er ekki með öllu nýtt af nálinni, þar sem nokkrir sérgreinalæknar hafa undanfarna áratugi boðið þjónustu sína algerlega utan við almannatryggingakerfið og gengið prýðilega. Það er sérstakt fagnaðarefni, að læknarnir koma af öðru sviði heilbrigðisþjónustunnur og eru því viðbót við þann mannafla sem fyrir er í heimilislækningum,“ segir Sigurbjörn. Hlýtur að verða til þess að yfirvöld staldri við Formaðurinn segir að þessi tiltekni atburður hljóti samt sem áður að verða til þess að heilbrigðisyfirvöld staldri við, fari yfir þjónustu, sem rík- ið bjóði samkvæmt lögum, hvað verði til þess, að borgararnir séu tilbúnir að leggja viðbótarfé af mörkum til að fá viðunandi heilbrigðisþjónustu og hvað komi í veg fyrir að hin ríkisrekna heimilislæknaþjónusta dafni og þróist eðlilega. „Norðmenn breyttu nýlega kerfi sínu að verulegu leyti, starfsumhverfi og sjálfræði heimilislækna varð sveigjanlegra og auknir fjármunir komu inn í kerfið. Þetta varð til þess að 400 nýir heimilislæknar komu til starfa, bæði nýmenntaðir læknar og læknar úr öðrum sérgreinum. Ég er þeirrar skoðunar að hleypa þurfi að nýjum hugmyndum, taka þurfi upp djarfa pólitíska stefnu, serm gangi þvert á hugmyndafræðina um lækna sem opinbera starfsmenn, njörvaða undir reglufargan og stjórnlyndi, stefnu, sem gerir þá sjálfstæða, ber- andi ábyrgð á eigin verkum í verk- töku fyrir ríkið og aðra aðila. Þetta þarf alls ekki að þýða niðurbrot á heilsugæslustöðvunum, þvert á móti geta þær einnig orðið vettvangur nýrra tíma, þar sem þessir læknar leigja sér aðstöðu,“ segir formaðurinn að lokum. Ekki afsláttur á jafnræði í heilbrigðiskerfinu Sigurður Guðmundsson landlæknir telur ástæðulaust annað en að vera já- kvæður í garð Læknalindar, þar sé verið að veita góða heilbrigðisþjón- ustu, ekki betri en veitt sé á öðrum heilsugæslustöðvum en það sem skilji á milli sé það að þar verði boðin mun styttri bið en í almennri heilsugæslu. „Ég held að þetta sé hið besta mál enda eru þarna menn með lækninga- leyfi og til þeirra verða gerðar sömu kröfur og annarra um gæði, færslu sjúkraskráa, samskipti við sjúklinga og þjónustu þeirra. Okkur er samt sem áður annt um velferðarkerfið og þetta á ekki að vera vísbending um að við sem störf- um í heilbrigðiskerfinu viljum gefa neinn afslátt á jafnræðinu í heilbrigð- isþjónustunni. Við gerum enn þær kröfur að aðgengi sé jafnt og gott og viljum stefna að því að bæta það enn. Það er því engin eftirgjöf fólgin í þeim kröfum að heilbrigðisþjónustan sé fyrir alla og að velferð og samkennd sé haldið á loft í þjóðfélaginu,“ segir landlæknir. Heilbrigðisráðherra um einkarekstur í heilsugæslu Vandinn ekki leystur með þessu formi AÐALSTEINN Þorvaldsson guð- fræðingur og Svala Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi hjá Hafnarfjarð- arbæ, eru á leið til Palestínu í þeim tilgangi að taka þátt í mannrétt- indavakt í fimm mánuði á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Sjálfboðaliðarnir halda til Dan- merkur á sunnudag, þar sem þeir sækja tíu daga undirbúnings- námskeið ásamt dönsku hjúkr- unarfólki frá Hjálparstarfi dönsku kirkjunnar, en sjö eða átta manns verða í hópnum. Hjálparstarf kirkj- unnar leggur eina milljón króna til verkefnisins auk kostnaðar við undirbúningsnámskeiðið en hlut- verk hópsins verður síðan að fylgj- ast með mannréttindabrotum og starfa með félagasamtökum á svæðinu á sviði heilsugæslu, félags- mála og fjölmiðla þar til í lok júlí. Íslensku fulltrúarnir eru báðir einhleypir og barnlausir. Að- alsteinn Þorvaldsson, sem er 26 ára, segir að hann hafi lengi átt sér þann draum að fara í hjálparastarf, en hann gerir ráð fyrir að vinnan felist fyrst og fremst í því að skrá niður mannréttindabrot, hvort sem Ísraelsmenn eða Palestínumenn eigi hlut að máli. Með skráningu geti enginn hlaupist undan ábyrgð en mannúðarstörfin felist svo eink- um í því að auka samskipti á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, þannig að þeir geti talað saman. Aðalsteinn hefur unnið mikið að félagsstörfum í skátahreyfingunni í Vesturbæ Reykjavíkur og í barna- og unglingastarfi Neskirkju og Sel- tjarnarneskirkju. Svala Jónsdóttir er 35 ára og kemur hún til með að starfa með samtökunum Alternative Inform- ation Center, en Palestínumaður og Ísraelsmaður stjórna þeim í þeim tilgangi að miðla fréttum af ástandinu, einkum til erlends fréttafólks. Hún segir að sér hafi lengi þótt hjálparstarf áhugavert og gaman að fá tækifæri til að feta í fótspor Hörpu Jónsdóttur, systur sinnar. „Það er áhugavert og gam- an að fá tækifæri til að gera eitt- hvað sem skiptir máli,“ segir hún. Verkefnið er unnið í nafni Lúth- erska heimssambandsins og Al- kirkjuráðsins og hefur svonefndan alþjóðlegan stuðning. Þetta er í fyrsta sinn sem Hjálparstarf kirkj- unnar tekur þátt í mannréttinda- vaktinni. Morgunblaðið/Ásdís Aðalsteinn Þorvaldsson og Svala Jónsdóttir eru á leið á mannréttinda- vakt í Palestínu. Verða á mann- réttindavakt í Palestínu UNDANFARNA daga hefur verið unnið að því að aka grjóti á bakka Hvítár á landi jarðarinnar Auðsholts í þeim tilgangi að varna frekara landbroti af völdum árinnar. Svo sem sagt var frá í Morgunblaðinu varð mikið landbrot af völdum flóða í Hvítá og Stóru-Laxá hinn 10. jan- úar. Er nú verið að gera ráðstafanir til að frekari landspjöll verði ekki. Grjótið er tekið úr tveimur holtum þar sem eru blindhæðir á veginum við bæinn Bjarg, sem er nærri Auðs- holti. Eru blindhæðirnar því teknar af um leið. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti, segir að Hvítá sé að brjóta land á um 2,2 km land- svæði á jörðinni. Ekki er veitt meira fjármagn en sem nemur til að verja um 600 metra kafla af bakkanum að þessu sinni. Steinar sagðist fagna því að verkið sé hafið en afar leitt sé að ekki verði gert meira þar sem vélar og tæki séu komin á staðinn. Einnig verður sett um 1.500 rúm- metra grjóthleðsla á bakka Stóru- Laxár í landi Syðra-Langholts. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Snúist til varnar frekari land- skemmdum; grjótflutningabíll á bökkum Hvítár. Blindhæðir í varnar- garða Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. UPPSTILLINGARNEFND Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík hefur leitað eft- ir óbundnum tilnefningum fé- lagsmanna yfir hugsanlega frambjóð- endur vegna uppstillingar á Reykjavíkurlistann. Þrír einstaklingar innan VG hafa þegar greint frá að þeir gefi kost á sér á listann en það eru Árni Þór Sigurðs- son, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkur, Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur og blaðamað- ur, og Björk Vilhelmsdóttir, fram- kvæmdastjóri BHM. Árni staðfesti í samtali við blaðið í gær að hann gæfi kost á sér. Álfheið- ur segist gjarnan vilja vinna fyrir Vinstri græna á Reykjavíkurlistanum og segist aðspurð stefna á borgarfull- trúasæti. Fyrr í vikunni var greint frá því að Björk hefði ákveðið að gefa kost á sér. Allar tilnefningar eiga að liggja fyrir næstkomandi mánudag Stefnt hefur verið að því að allar til- nefningar félagsmanna liggi fyrir næstkomandi mánudag að sögn Helga Seljan, sem sæti á í uppstilling- arnefnd. Nefndin gengur endanlega frá listanum og er ekki bundin af nið- urstöðum könnunarinnar meðal fé- lagsmanna við uppröðun á listann. Kjörnefnd VG undirbýr uppstillingu Þrír hafa þegar gefið kost á sér til framboðs ÓSKAR Bergsson, varaborgar- fulltrúi og frambjóðandi í skoðana- könnun innan Framsóknarflokksins vegna vals frambjóðenda til setu á Reykjavíkurlistanum, hefur kært fyr- irkomulag við könnunina til laga- nefndar Framsóknarflokksins. Sex gefa kost á sér í könnuninni en fram- boðsfrestur rann út í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, segir að samþykkt hafi verið samhljóða á sameiginlegu kjör- dæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavík 2. febrúar, að viðhafa skoð- anakönnun. Rétt til þátttöku eiga þeir sem seturétt eiga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavík með atkvæðisrétti, þ.e. kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna fjögurra í kjördæm- unum og þeir fulltrúar sem sjálf- kjörnir eru. Á kjörskrá eru alls 344 einstaklingar. Kosið í fjögur sæti Guðjón sagði að að þetta fyrir- komulag hefði verið byggt á tillögu stjórnar allra framsóknarfélaganna í Reykjavík og stjórnum kjördæmis- sambandanna. Hann sagði að Óskar hefði fyrst kært til kjörstjórnar hvernig staðið var að vali á kjördæm- isþingsfulltrúum félaga ungra fram- sóknarmanna og varðandi ákvörðun um hvernig staðið er að vali á fram- bjóðendum. Óskar vildi í gær ekki tjá sig um málið á meðan það væri til meðferðar í laganefnd. Þátttakendur í skoðana- könnuninni eiga að velja fjóra fram- bjóðendur og merkja þá í sæti frá eitt til fjögur. Niðurstaða könnunarinnar er bindandi fyrir þessi fjögur efstu sæti. Eftirtaldir einstaklingar skiluðu inn framboðum: Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi. Anna Kristinsdóttir, stjórnmálafræðinemi. Guðrún Jóns- dóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi. Marsibil Jóna Sæmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri. Óskar Bergsson og Þorlákur Björnsson, formaður Kjör- dæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Sex gefa kost á sér í skoðanakönnun framsóknarmanna Fyrirkomulag könnunar kært til laganefndar FRESTUR til að skipta gjaldmiðl- um þeirra ríkja sem hafa tekið upp evruna rennur út í dag, 15. febrúar. Einhverjir bankar og sparisjóðir munu þó gefa viðskiptamönnum kost á að skipta næstu vikurnar, en kostnaður af því verður meiri. Skipt hefur verið um seðla í gömlum evr- ópumyntum að andvirði um 600 milljóna króna síðustu vikur. Síðustu forvöð að skipta er- lendri mynt FLUGLEIÐAVÉL frá Baltimore var væntanleg til Keflavík- urflugvallar nú í morgun þar sem meðal farþega voru fimm banda- rísk pör sem ætluðu að láta gifta sig á leiðinni yfir Atlantshafið. Tilefnið var Valentínusardagurinn í gær. Pörin koma hvaðanæva úr Bandaríkjunum. Ferðin hófst með brúðkaupsveislu á flugvellinum í Baltimore í gærkvöldi þar sem fjöl- skyldum og vinum brúðhjónanna var boðið að gæða sér á tertum og kampavíni. Á miðri leið til Íslands var svo fyrirhuguð borgaraleg gift- ingarathöfn. Flugleiðir auglýstu þessa ferð í Bandaríkjunum sem „Honeymoon Express“ og buðu sérstakt fargjald. Hver brúðhjón þurftu aðeins að greiða 30 þúsund krónur fyrir flug, gistingu, morgunverð og fleira. Gifting um borð í Flug- leiðavél ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.