Morgunblaðið - 15.02.2002, Side 13

Morgunblaðið - 15.02.2002, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2002 13 GUNNSTEINN Sigurðsson, skóla- stjóri Lindaskóla, sem náði þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segist vonast eftir að Bragi Michaelsson sætti sig við niðurstöður prófkjörsins. Bragi lenti í 6. sæti og hefur sagt að hann sé að íhuga að bjóða fram sérstakan lista fyrir kosn- ingarnar í vor. Gunnsteinn var í 6. sæti framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum, en náði nú 3. sæti. Hann sagðist afar ánægður með niðurstöðu prófkjörsins. „Ég lagði mig mikið fram í þessari kosningabaráttu ásamt mjög góðum stuðningsmönnum og árangurinn varð þessi. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum kærlega fyrir stuðninginn.“ Gunnsteinn sagðist vona að ekki kæmi til þess að Bragi færi í sérfram- boð. „Ég þekki Braga mjög vel. Hann hefur unnið mjög lengi og vel fyrir bæjarfélagið. Ég vona svo sannarlega að hann virði niðurstöðu prófkjörsins og vinni með okkur í framhaldinu. Það er þannig í þessum prófkjörum að það eru ekki allir sem ná því sem þeir ætla sér. Ég var í þeirri stöðu fyrir fjórum árum. Það skildi að 21 at- kvæði á sjötta sætinu, sem ég lenti í, og fjórða sætinu. Ég sætti mig við niðurstöðuna þá og vann af fullum heilindum allt þetta kjörtímabil. Ég vona og trúi ekki öðru að niðurstaðan verði sú því að ég þekki Braga af góðu einu,“ sagði Gunnsteinn. Vona að Bragi sætti sig við nið- urstöðuna Gunnsteinn Sigurðsson ALLS hefur tæpum 339 milljónum króna verið veitt í landshlutabundin skógræktarverkefni frá árinu 1998 en lög um landshlutabundin skóg- ræktarverkefni voru samþykkt frá Alþingi vorið 1999. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannes- dóttur alþingismanns um lands- hlutabundin skógræktarverkefni og Suðurlandsskóga. Suðurlandsskógar hafa fengið framlög síðustu fjögur árin að upp- hæð 165 milljónir króna. Norður- landsskógar hafa fengið 75 milljónir á síðustu tveimur árum og Skjól- skógar á Vestfjörðum 47 milljónir og Vesturlandsskógar 51 milljón á sama tíma. Austurlandsskógar fengu 10 milljónir í fyrra og samtals gera þetta 338,7 milljónir króna. Tæpar 339 milljónir í landshluta- bundin skóg- ræktarverkefni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.