Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTBJÖRN Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, segir ljóst að vakt- maður Tilkynningarskyldunnar hafi gert mistök þegar hringt var frá varð- skipinu Tý vegna neyðarkallsins sem skipverjar á Tý heyrðu á laugardags- morgun og reyndist vera frá Bjarma VE-66 sem þá var að sökkva. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að varðskipsmenn heyrðu neyðarkall- ið klukkan 10.57 en fengu ekki upp- lýsingar um að Bjarmi hefði lagt úr höfn um morguninn fyrr en rúmlega klukkustund eftir að neyðarkall barst. Þá voru þeir upplýstir um að Bjarmi hefði horfið úr sjálfvirku til- kynningarskyldunni, svokölluðu STK-kerfi, klukkan 10.44. Kristbjörn bendir þó á að í fyrstu hafi varðskipið talið að neyðarkallið hafi borist frá skipum austan við Vestmannaeyjar. Það hafi m.a. orðið til þess að horft var fram hjá Bjarma. Í næsta samtali hafi Týr óskað eftir því að Tilkynningarskyldan athugaði með öll skip á svæðinu. Detti skip út úr STK-kerfinu fer það í svokallaða skilaboðaskjóðu. Við- vörun um að Bjarmi hefði horfið úr kerfinu kom upp á skjá Tilkynning- arskyldunnar klukkan 10.52. Náist ekki samband við það innan hálftíma á að kalla til viðbragðsaðila en Til- kynningarskyldan reyndi ekki að hringja í Bjarma þennan morgun. Í þessu samhengi bendir Kristbjörn á að STK-tækið um borð í Bjarma hafi dottið fimm sinnum út eftir að skipið lagði upp um morguninn og það hafi verið að detta inn og út meðan skipið var í slipp í Vestmannaeyjum í janúar. „Það veldur því að viðbrögðin eru ekki samkvæmt því sem verklags- reglurnar segja,“ segir hann. „Vakt- maðurinn lítur í raun og veru fram hjá þessu skipi sem möguleika vegna þess að það er með bilað tæki. Það er það sem er alvarlegt í málinu. Hann hefði í raun og veru strax átt að upp- lýsa Landhelgisgæsluna um að þarna væri skip sem væri með bilað tæki.“ Á síðasta ári fékk Bjarmi 21 til- kynningu um að STK-tækið væri óstöðugt, það dytti út öðru hvoru. Spurður um hvaða að- gerða hafi verið gripið til segir Kristbjörn að út- gerðarmönnum hafi ein- faldlega verið bent á leiðir til að auka öryggi skipa og áhafna. Tilkynningar- skyldan hafi aldrei kært nokkurn mann fyrir að virða ekki reglur um tilkynningar- skyldu. 50–60 biluð tæki í fyrra Kristbjörn neitar því að STK-kerf- ið sem slíkt sé gallað. Um 1.500 skip séu með slík tæki og 50–60 voru með biluð tæki á síðasta ári. „Þegar menn eru að segja að þetta sé handónýtt kerfi, þá eru þeir að ofleika,“ segir Kristbjörn. Hafa verði í huga að þarna hafi kerfið sem slíkt ekki brugðist heldur hafi tækið um borð í bátnum verið í ólagi. Þá bendir hann á að þau gervihnattakerfi sem eru not- uð víða um heim gefi mun fleiri fals- boð en STK-kerfið. Aðspurður segir Kristbjörn að ekki séu eftir „svartir blettir“ í kerfinu þar sem sendingar náist ekki. Til séu skuggasvæði þar sem sendingar náist illa. Verið sé að vinna að því að leysa þau mál í sam- vinnu við Landssímann sem á og rek- ur fjarskiptakerfið sem tekur á móti boðum frá STK-tækjunum. Hann minnir ennfremur á að það sem veldur því að skipbrotsmennirnir af Bjarma finnast mjög fljótlega eftir að leit hefst er sú að Tilkynningar- skyldan gat gefið upp síðasta staðinn sem hann var á, auk upplýsinga úr radartölvu varðskipsins Týs. „Þetta tvennt gerir það að verkum að þyrl- unni var gefinn upp slysstaðurinn. Þannig að þó svo að tækið hafi verið bilað þá verður það samt þessum mönnum til lífs,“ segir Kristbjörn. Vill fá Tilkynningarskyldu til Landhelgisgæslunnar Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tekur undir að ýmislegt hafi farið úrskeiðis eftir að Bjarmi VE-66 sökk undan Þrídröng- um á laugardag. Skipherra Týs, sem einn heyrði neyðarkallið frá Bjarma hafi á hinn bóginn brugðist hárrétt við miðað við þær upplýsingar sem hann fékk frá Tilkynningarskyldunni. Aðspurður hvort Landhelgisgæslan hefði átt að kalla þyrluna út um leið og neyðarkallið heyrðist segir hann að slíkt hefði verið óráðlegt. Leitarsvæð- ið hefði orðið gríðarstórt, a.m.k. 30 sjómílur í radíus frá varðskipinu. Þá hafi neyðarkallið heyrst á rás 10, sem er vinnurás og mikið notuð en samt sem áður hafi einungis Týr heyrt kall- ið. Auk þess hafi ekkert komið fram um staðsetningu bátsins þegar hann sökk. Svo lengi sem staðsetningu bátsins vantaði hafi verið til lítils að senda þyrlu til leitar. Hafsteinn bend- ir á hinn bóginn á að Tilkynningar- skyldan hafi haft upplýsingar um að Bjarmi hafi horfið úr sjálfvirku til- kynningarskyldunni en þær upplýs- ingar fékk Landhelgisgæslan ekki fyrr en um klukkan 12, rúmlega klukkustund eftir að neyðarkallið heyrðist. Landhelgisgæslan hefur ítrekað bent á að eðlilegast sé að Landhelg- isgæslunni verði falinn rekstur á Til- kynningarskyldunni. Undir þetta hefur for- maður Landssambands útgerðarmanna tekið og sagt eðlilegt að Tilkynn- ingarskyldan og fiskveiði- eftirlitið verði á sömu hendi. Hafsteinn segir að þetta leggi hann til í þeirri vissu að með því aukist öryggi sjófar- enda. Með því yrði hægt að ná fram talsverðri hagræðingu og sparnaði. Aðspurður segir hann að ekki þurfi að skipta um það eftirlitskerfi sem Til- kynningarskyldan notar, heldur megi einfaldlega flytja það í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Frétt þessa efnis birtist í Morgunblaðinu 13. júlí í fyrra og var þá leitað viðbragða hjá Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra. Sagði hann að ekki væri „á döf- inni að færa þetta í þá átt sem for- stjóri Landhelgisgæslunnar gerir ráð fyrir.“ Slíkt væri ekki til hagsbóta auk þess sem Ríkisendurskoðun hefði lagt það til að verkefni tilkynningarskyldu færðust undir samgönguráðuneytið. „Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að forstjóri Landhelgisgæslunnar sé í blaðaviðtölum að gera tillögur opin- berlega um að seilast eftir verkefnum sem eru á vegum annarra ráðuneyta en þess ráðuneytis sem hann heyrir undir,“ sagði Sturla en Landhelgis- gæslan heyrir undir dómsmálaráðu- neytið. Ekki náðist í samgönguráðherra í gær en hann er í útlöndum. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri samgöngu- ráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að kannað yrði ofan í kjölinn hvað hefði farið úrskeiðis á laugardaginn. Hann minnir á að stjórnvöld hafi greitt á þriðja hundrað milljóna króna fyrir uppbygginu og rekstur kerfisins og þau krefjist þess að sjálfsögðu að það virki. Hann segir það afstöðu ráðuneytisins að ekki sé til bóta að sameina rekstur Tilkynn- ingarskyldunnar Landhelgisgæsl- unni. Þetta sé í samræmi við leiðbein- ingar sameiginlegra leiðbeininga sem Alþjóðasiglingastofnunin og Alþjóð- flugmálastofnunin hafi gefið út um stjórnun á leit og björgun. Sá sem þurfi að stjórna leit og björgun geti illa sinnt vöktun og eftirliti með skip- un enda hljóti leit og björgun alltaf að hafa for- gang. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir aðspurð að rétt sé að skoða hugmyndir Haf- steins Hafsteinssonar um að Tilkynningarskyldan renni inn í Landhelgisgæslu. „Í þessu samhengi er ekki óeðlilegt að til um- fjöllunar komi aukin samþætting verkefna á þessu sviði, svo sem hvað varðar stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar og hið almenna eftirlit með skipum á Íslandsmiðum sem Tilkynn- ingarskyldan hefur með höndum. Í öllu falli er ljóst að þessi mál þarf að skoða gaumgæfilega.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi undir höndum hafi Landhelgisgæslan þó staðið sig mjög vel við björgunina. „Þegar svona atburðir eiga sér stað er eðlilegt að farið sé yfir eftirlits- og við- bragðskerfi okkar. Því er ekki hægt að neita að í þessu máli koma fram ýmsar upplýsingar sem að mínu mati verður að bregðast við,“ segir Sólveig. Spurður um þær hugmyndir um að sameina Landhelgisgæslu og Til- kynningarskylduna undir einum hatti segir Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, að félagið hafi allt- af haldið því fram að sameina ætti stjórnstöðvar fyrir leit og björgun. Það sé á hinn bóginn ekki Lands- bjargar að ákveða það. Óskar eftir svörum frá seljanda STK-tækjanna Sjálfvirka tilkynningarskyldan eða STK-kerfið, var formlega tekið í notk- un 15. maí 2000 eftir um tveggja ára tilraunatímabil. Öll skip undir 24 metrum eiga að hafa svokallað STK- tæki um borð en þau eiga að senda frá sér upplýsingar á 10 sekúndna fresti um staðsetningu, stefnu og hraða. Sendingarnar berast í strandstöðvar Landssímans sem sendir þær í eft- irlitsstöð Tilkynningarskyldunnar í Gufunesi. Virkni STK-tækjanna var borin upp á fundi siglingaráðs í janúar en einn nefndarmanna hélt því fram að tækin virkuðu alls ekki sem skyldi, bilanatíðni væri há og erf- iðlega gengi að fá gert við þau. Ragnhildur Hjalta- dóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu og formaður siglingaráðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hún fregnaði af vandræðum með tæk- in. Búið væri að senda Vaka-DNG er- indi og óska m.a. eftir svörum við því hve mörg tæki hefðu verið seld, hversu mörg hefðu verið send inn til viðgerða, hversu langan tíma viðgerð hefði tekið og hvort fyrirtækið hefði séð sjófarendum fyrir lánstækjum meðan á viðgerð stóð. Óskað var eftir svörum fyrir fund ráðsins á fimmtu- dag en þau hafa ekki borist. „Þetta kerfi hefur margoft bjargað manns- lífum. Nú hafa komið upp gallar í því sem verður að taka á,“ sagði hún. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Vaka-DNG í gær en fyrirtækið er eini umboðsaðili STK-tækjanna hér á landi og sér jafnframt um viðhald þeirra. Mistök að láta ekki vita af bátnum fyrr Gæði tækja fyrir sjálfvirka tilkynning- arskyldu dregin í efa í siglingaráði Morgunblaðið/Jim Smart Frá strandstöð Landssímans í Gufunesi en Tilkynningarskyldan er þar til húsa. Í stöðinni er hlustað eftir neyðarköllum allan sólarhringinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipið Týr var eina skipið sem heyrði neyðarkallið frá Bjarma VE-66 á laugardag. Ægir er fjær. Segir að sjálfvirk tilkynningarskylda hafi orðið skipbrotsmönnum af Bjarma til lífs Á þriðja hundr- að milljóna var- ið í uppbygg- ingu og rekstur STK-kerfisins Forstjóri Gæsl- unnar telur að skipherra Týs hafi brugðist hárrétt við Umfangs- mikil leit á sjó og landi Herjólfur tók þátt í leitinni og voru far- þegar tíu tíma á sjó UMFANGSMIKIL leit var gerð að skipverjanum sem saknað er eftir að Bjarmi VE sökk vestur af Þrídröngum. Þegar mest var á laugardag tóku þrettán skip þátt í leit- inni ásamt tveimur þyrlum og tveimur flugvélum. Um 40–50 björgunarsveitarmenn gengu og óku fjörur frá Jökulsá á Sólheimasandi að Herdísarvík, varðskip og björgunarskipin Oddur V. Gíslason frá Grinda- vík og Þór frá Grindavík leit- uðu á sjó. Í gær var leitað á þekktum rekstöðum og þeir verða aftur gengnir á fimmtudag. Til stendur að þaulleita á strand- lengjunni um næstu helgi. Ferjan Herjólfur var eitt fjölmargra skipa sem tóku þátt í leitinni að skipbrots- manninum af Bjarma VE sl. laugardag. Herjólfur var að koma frá Þorlákshöfn er slys- ið átti sér stað. Að sögn Sæ- valdar Elíassonar, skipstjóra á Herjólfi, voru fjörutíu farþeg- ar um borð. Fólkið hafði ofan af fyrir sér með því að fylgj- ast með leitinni eða horfa á sjónvarp. Herjólfur kom síðan til hafnar í Eyjum á tíunda tímanum á laugardagskvöldið eftir tíu tíma útiveru. Nákvæmlega 49 ár frá Guðrúnarslysinu Þegar Bjarmi fórst voru lið- in nákvæmlega 49 ár frá því að vélbáturinn Guðrún fórst rétt inn af Elliðaey á svoköll- uðum Ál. Það var á mánudegi, 23. febrúar, og áhöfnin á Guð- rúnu var að draga öll netin í bátinn því spáð var brælu. Þegar lokið var við að draga netin í bátinn var haldið upp í storminn. Klukkan 12.30 var slegið undan í stjór, þá lagðist báturinn en virtist vera að rétta sig við þegar annað ólag fylgdi í kjölfarið og Guðrún lagðist alveg á möstur. Fimm menn úr áhöfninni létu lífið en fjórir komust lífs af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.