Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 25 Málþing um launamun kynjanna Félagsmálaráðuneytið, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa og Vinnumálastofnun boða til málþings í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni) fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13:00 til 17:00. Þau erindi sem þar verða flutt eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að benda á leiðir og aðferðir sem hægt er að beita til að útrýma launamun kynjanna. Málþingið er öllum opið. Dagskráin er þannig: 13:00 - 13:10 Ávarp félagsmálaráðherra 13:10 - 13:40 Ímyndir og raunveruleiki. Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs Baugs, fjallar um könnun meðal starfsfólks Baugs og vinnu að gerð jafnréttisáætlunar fyrirtækisins í kjölfarið. 13:40 - 14:10 Svæðisbundinn launamunur. Hvað er til ráða? Kjartan Ólafsson frá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri útskýrir af hverju launamunur kynja er meiri á landsbyggð en í höfuðborg og hvernig megi bæta úr. 14:10 - 14:40 Sjálfstraust og sjálfsstyrkur. Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, fjallar um aðferðir til að ýta undir sjálfsöryggi kvenna. 14:40 - 15:00 Kaffi 15:00 - 15:30 Rauðu strikin í fjölskyldulífinu. Valgerður Magnúsdóttir, starfsmaður Fjölskylduráðs, ræðir stöðu karla og kvenna í átökum fjölskyldulífs og atvinnulífs. 15:30 - 16:00 Það er hægt að minnka kynbundinn launamun! Svali H. Björgvinsson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers, fjallar um aðferðir til að innleiða starfsmat á almennum vinnumarkaði og í einstökum fyrirtækjum. 16:00 - 17:00 Léttar veitingar og lausnalínur lagðar í óformlegum samtölum. Málþingsstjóri er Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs. Þátttaka tilkynnist til Gestamóttökunnar ehf., í síðasta lagi fyrir 27. febrúar nk. Sími 551 1730, fax 551 1736, gestamottakan@yourhost.is Málþingsgjald er kr. 2.000 ÞAÐ hlýtur að vera afar fátítt að sami höfundur eigi þrjú leikverk í sýningu samtímis í einni og sömu borginni en svo skemmtilega vill til um þessar mundir um Þorvald Þor- steinsson, sem er í mikilli sókn sem rithöfundur og skrifar jöfnum hönd- um fyrir börn og fullorðna, sögur og leikrit. Í Borgarleikhúsinu er verið að sýna leikgerð af skáldsögum Þor- valds um Blíðfinn; aðeins þrjár vikur eru síðan Stoppleikhúsið frumsýndi leikverkið Það var barn í dalnum… sem er farandsýning ætluð efri bekkjum grunnskólans; og síðastlið- inn sunnudag frumsýndi Möguleik- húsið Prumpuhólinn sem er sýning ætluð yngsta áhorfendahópnum og mun einnig vera ætlunin að ferðast með sýninguna í grunnskóla og leik- skóla. Líkt og í fyrri leikritum sem Þor- valdur hefur skrifað fyrir börn (Skilaboðaskjóðunni og ofan nefndu Það var barn í dalnum…) sækir hann til þjóðsagna- og ævintýra- hefðarinnar í þessu verki. Hér eru það sögur af tröllum sem breytast í stein ef sólin skín á þau sem unnið er út frá. Borgarbarnið Hulda (Mar- grét Kaaber) villist úti í náttúrunni og rekst á tröllastrákinn Steina (Bjarni Ingvarsson) sem sýnir henni tröllaukið höfuð föður síns (Hólm- steins) sem reynist ekki alveg dauð- ur úr öllum æðum þótt steinrunninn sé. Sögur af vináttu barns og trölls eru ekki nýjar af nálinni í íslenskum barnabókmenntum (minna má t.d. á sögurnar af Siggu og skessunni eftir Herdísi Egilsdóttur og leikritið um Lómu eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur (sem reyndar er einnig verið að sýna í Möguleikhúsinu þessa dagana)) en Þorvaldur vinnur á frumlegan og einkar skemmtilegan hátt úr þess- um efniviði. Sérstaklega á hann hrós skilið fyrir vandaðan og vel saman settan texta og slær hann ekki af kröfunum þótt skrifað sé fyrir börn. Texti Þorvalds er oft á tíðum skemmtilega lagskiptur og býður upp á aukamerkingar fyrir hina full- orðnu meðal áhorfenda án þess þó að verða nokkurn tíma of flókinn fyrir börnin. Prumpuhóllinn hefst á sniðugu at- riði þar sem Hulda lýsir upplifun sinni af náttúrunni sem framandi landi án nokkurra kennileita, svo sem skilta og vegvísa, sem reynist borgarbarninu erfitt að átta sig á. Andstæðan borg og náttúra er nokk- urs konar leiðarstef í leikritinu sem gaman gæti verið að taka upp og ræða um við börnin að sýningu lok- inni. Þá má ræða um ýmis önnur efni í tengslum við sýninguna, svo sem um vináttuna, tröllasögur, þjóðtrú og hjátrú – svo fátt eitt sé nefnt. Vel er vandað til sýningarinnar að öllu leyti. Messíana Tómasdóttir hannar búninga og leikmynd af sinni alkunnu list: steinrunninn trölla- hausinn var sniðugur, falleg fjalla- og jöklasýn í bakgrunni og búningur Steina tröllastráks frábær í tilvísun- um sínum til höfuðskálda og höfuð- málara íslenskrar náttúru. Guðni Franzson semur tónlist og hannar hljóðmynd og á því líklega heiðurinn af skemmtilegum búkhljóðum og vindgangi úr hólnum og sönglögin settu líflegan blæ á sýninguna. Bjarni Ingvarsson leikur Steina tröllastrák af mikilli innlifun og þrótti og á ekkert nema heiður skil- inn fyrir frammistöðuna. Bjarni býr að langri reynslu sem leikari og leik- stjóri en mótleikari hans, Margrét Kaaber, sem leikur Huldu er hins vegar að hefja sinn leikferil og var greinilega nokkurt misvægi á leik þeirra tveggja. Margrét stóð sig ágætlega að mörgu leyti, átti til dæmis mörg skemmtileg svipbrigði og tókst vel að samræma leik, söng og flautuleik. En hún var hins vegar fulldaufleg á köflum og má kannski kenna um frumsýningarskrekk. Ég trúi því að Margrét eigi eftir að ná betri tökum á hlutverkinu, smitast af krafti Bjarna og blómstra í kom- andi sýningum. Prumpuhóllinn er sýning sem ætti að geta átt langa líf- daga fyrir höndum því hún er prýð- isskemmtun fyrir bæði börn og full- orðna. Möguleikhússtjórinn Pétur Eggerz sem leikstýrir sýningunni getur verið ánægður með sitt verk og leikhúsið sitt sem hefur frumsýnt á þriðja tug íslenskra barna- og ung- lingaleikverka frá stofnun þess árið 1990. Úti í guðs- grænni náttúrunni LEIKLIST Möguleikhúsið Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Leik- stjóri: Pétur Eggerz. Leikarar: Bjarni Ingvarsson og Margrét Kaaber. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Tón- list og hljóðmynd: Guðni Franzson. Möguleikhúsið við Hlemm 24. febrúar. PRUMPUHÓLLINN Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Ingvarsson og Margrét Kaaber í Prumpuhólnum. ÞRJÁR hljómlistarkonur af yngri kynslóð efndu til tónleika í Laugarneskirkju undir fyrirsögn- inni Næturljóð og franskir flautu- tónar. Aðsókn hefði svosem mátt vera betri, en hins vegar var mikill stuðningur af hljómburði kirkj- unnar. Laugarneskirkja hefur ekki verið mikið notuð sem tón- leikahús, en varla getur það verið vegna hljómgunarleysis. Kirkju- heyrðin lagði til ómmikla umgjörð um bjarta sópranrödd og flautu sem hlýtur að hafa verið uppörv- andi, þótt varla mætti öllu meiri vera fyrir píanóið. Allra sízt við dramatískara verkefnaval en hér átti í hlut. Gerður Bolladóttir og Júlíanna Rún Indriðadóttir fluttu fyrst þrjú bráðfalleg lög eftir Gabriel Fauré, Mandoline, Aprés un rève og La Berceaux. Söngrödd Gerðar verk- aði í byrjun svolítið hrá og ótil- keyrð í hæðinni, en frönskufram- burðurinn var aftur á móti töluvert skýrari en vant er hér um slóðir. Píanóleikarinn gætti sín hér sem síðar í öguðum meðleik sínum að ofbjóða ekki akústíkinni. Af þeirri gætni veitti sannarlega ekki í Fantaisie Faurés fyrir flautu og píanó; íbyggnu litlu samleiks- stykki sem naut sín vel í kirkjunni í rennilegri meðferð þeirra Berg- lindar Maríu Tómasdóttur. Þrjú hugljúf sönglög efir Claude Debussy voru næst á skrá, Nuit d’étoiles, Beau Soir og Romance, sem Gerður söng látlaust með fal- legri raddbeitingu en kannski ívið of mikið eins í textatúlkun. Mor- ceau de Concours fyrir flautu og píanó ku Fauré hafa samið fyrir blaðlesturspróf tónlistarháskólans í París og birtist verkið sem „eter- ískt“ þyngdarlaus ljóðrænn sálm- ur í meðförum þeirra Berglindar. Dúóin tvö eftir Albert Roussel fyrir sópran og flautu pössuðu af- burðavel fyrir Laugarneskirkju. Í hinu fyrra, Rossignol, mon mign- on, lék flautan hlutverk næturgala sem kvakaði lystilega í sáðbjörk- inni á móti ástarhugleiðingum söngvarans. Í Ciel, air et vent, sömuleiðis við ljóð endurreisnar- skáldsins Pierre de Ronsard, var stemmningin ekki ólík, en farið að gæta meiri túlkunar í mótun. Flautuleikarinn lauk af miklum þokka og öryggi sínu hlutverki með öðru stykki eftir Rousell og stærra, Jouers de flûte fyrir flautu og píanó, þar sem fjórir ólíkir „flautuleikarar“, skógargoðið Pan, smalinn Títýrus, indverski guðinn Krisjna og hinn skringilegi herra de la Péjaudie, fá hvern sinn þátt. Fjögur íslenzk gullaldarsönglög voru síðast á dagskrá, Nótt eftir Árna Thorsteinsson, Sofðu unga ástin mín og Þey, þey og ró eftir Björgvin Guðmundsson og Sofnar lóa eftir Sigfús Einarsson. Gerður Bolladóttir kom skemmtilega á óvart í lagi Árna, sem teygir sig langt niður um tónsviðið, með því að dekkja röddina af fágætri smekkvísi og laða þannig fram meiri raddfyllingu en mann óraði fyrir að fyndist á botnnótum bjartra sóprana. En góð tækni var samt fráleitt hið eina eftirtektar- verða við sönginn, sem miðlaði kyrrð lagsins af hugfengri yfirveg- un og með óvenjuskýrum texta- framburði. Píanóið skartaði eins og vera bar mjúkum sönghæfum tóni, sem hélzt áfram í síðari lög- unum af mikilli fylgni við söngv- arann. Lög Björgvins voru borin uppi af innilegum fínleika. Í Sofnar lóa hefði hann m.a.s. jafnazt á við róm- aðan nettleika Gunnars Guð- björnssonar á ofurveikum toppn- ótum, hefði röddin ekki fyrir- varalaust, og alveg óverðskuldað, rofnað á einum stað, þanng að undur augnabliksins brast eins og sápubóla. Að Gerður væri búin hinu at- hygliverðasta hljóðfæri fyrir ljóða- söng fór þó vart fram hjá neinum. Né heldur ætti tækniskortur að standa henni fyrir þrifum. Það verður því ekki lítið tilhlökkunar- efni að sjá hvernig túlkunarhæfi- leikarnir spjara sig við fjölbreytt- ari viðfangsefni og meiri átök en hér þurfti að glíma við. Franskar nætur TÓNLIST Laugarneskirkja Verk eftir Fauré, Debussy, Roussel, Árna Thorsteinsson, Björgvin Guð- mundsson og Sigfús Einarsson. Gerð- ur Bolladóttir sópran; Berglind María Tómasdóttir, flauta; Júlíanna Rún Indr- iðadóttir, píanó. Sunnudaginn 17. febrúar kl. 20. EINSÖNGS- OG KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson VETRARHÁTÍÐ Reykjavíkur, Ljós í myrkri, hefst í dag og stendur til 3. mars. Dagskráin í dag er eftirfarandi: Kl. 9: Grafarvogur: Dagskrá fyrir leikskólabörn í Grafarvogi. Kl. 10–17: Fjölskyldu og húsdýra- garðurinn. Fjölbreytt dagskrá í Garðskála Grasagarðs Reykjavíkur. „Ekkert líf án ljóss“. Mynda og vegg- spjaldasýning. Ráðhúsið: Þuríður Sigurðardóttur opnar sýninguna „Í öðru ljósi“. Kl. 13–17: Gallerí i8. Sýning á verkum Helenu Hiatanen. Ljósleið- araverk sem minna á ýmis náttúru- fyrirbæri sem einkenna norðurslóðir eins og dýpt myrkursins um langar stjörnumprýddar nætur. Kl. 18: Listasalurinn Man, Skóla- vörðustíg: Opnun sýningar „Ljós og ljósker“. Kl. 18:30. Gallerí Reykjavík. Her- dís Þorvaldsdóttir leikkona flytur ljóð tengd ljósinu. Þrír listamenn opna sýningu: Guðfinna A. Hjálmarsdóttir, Ingibjörg Klemensdóttir og Guð- mundur Björgvinsson opnar ÖR-sýn- ingu í Selinu. Guðmundur sýnir ný og eldri akryl málverk er tengjast ljós- inu. Galleríið er opið til kl. 22 í kvöld. Páll Óskar og Monika flytja nokkur lög kl. 20. Kl. 19: Elliðaárdalur. Drauga- ganga undir leiðsögn Helga Sigurðs- sonar sagnfræðings. Lagt af stað frá Árbæjarsafni. Kl. 19:30: Lækjartorg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setur hátíðina. Karlakórinn Fóstbræður syngur Reykjavíkursyrpu. Götuleikhúsið verður á ferðinni. Barnakór Selja- kirkju syngur. Ljósin tendruð á stál- mastri Landsvirkjunar á Arnarhóli. Kl. 20: Íslenska óperan. Áheyrend- ur syngja íslensk sönglög með Kór Ís- lensku óperunnar undir stjórn Garð- ars Cortes. Auk þess flytur kórinn nokkrar þekktar óperuperlur. Tón- leikarnir verða endurteknir kl. 22. Kl. 21: Norræna húsið. Gjörninga- klúbburinn í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fremur gjörn- ing. Ljós í myrkri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.