Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 21

Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 21 Í ODDA skarst í gær með Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og Richard May, yfirdómara í réttarhöldunum yfir Milosevic sem nú fara fram fyrir Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag. Sakaði Milosevic May um að gera sér erfitt fyrir með málsvörn sína og trufla gagnspurningar til vitna sem saksóknarar hafa kallað fyrir réttinn. Réttarhöldin yfir Milosevic hafa nú staðið í tíu daga. Krafðist Milosevic þess í gær að honum yrði sleppt úr gæsluvarðhaldi á þeirri forsendu að sími sem hann hefði aðgang að væri ónýtur og þ.a.l. væri honum ekki kleift að undirbúa vörn sína með fullnægjandi hætti. Skiptust þeir May síðan nokkrum sinnum á orð- um en dómarinn reyndi ítrekað að hraða málum er Milosevic gagnspurði fjögurra barna móður frá Kosovo, sem lýst hafði því hvernig hersveitir Serba hefðu myrt fjölda manns í heimabæ hennar 28. mars 1999. Taldi May að Milosevic staglaðist sí- fellt á sömu spurningunum, ræddi hluti sem ekki tengdust framburði þessa tiltekna vitnis og að hann væri of gjarn á að leiðast út í pólitísk ræðu- höld. Konan sem Milosevic lagði spurningar fyrir heitir Ajmane Behramaj og kemur frá Izbica í Kosovo. Hún lýsti því hvar Serbar hröktu íbúa þorpsins frá heimilum sínum en brenndu síðan lif- andi tvær gamlar konur sem ekki treystu sér til að ganga. Ennfremur greindi hún frá því að sex vikna gamalt barn hennar hefði látist á leiðinni til Alban- íu, þangað sem fólkinu hafði verið skipað að hafa sig. Milosevic deilir við dómarann Haag. AFP. Milosevic fyrir stríðsglæpadómstólnum. ÞRÍR helstu leiðtogar stjórnarand- stöðunnar í Zimbabwe hafa verið ákærðir fyrir landráð, þ.á m. Morg- an Tsvangirai, sem boðið hefur sig fram gegn Ro- bert Mugabe, for- seta landsins, í komandi forseta- kosningum. Þetta er í fyrsta sinn á tæplega 22 ára valdatíma Mug- abes sem hann hefur mótfram- bjóðanda. Dauðarefsing getur legið við landráðum í Zimbabwe. Tsvangirai var ákærður á mánudaginn, en í gær voru tveir aðrir háttsettir menn í flokki hans einnig kærðir fyrir aðild að samsæri um að ætla að ráða Mug- abe af dögum. Tsvangirai segir ekkert hæft í ásökununum á hendur sér, og að þær séu ekki til annars ætlaðar en að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í forsetakosningunum sem fara fram níunda og tíunda mars nk. Stjórn Mugabes hefur sætt mikilli gagnrýni á alþjóðavettvangi fyrir meintar tilraunir til að tryggja end- urkjör Mugabes. Ástralir hótuðu í gær að grípa til refsiaðgerða gegn Zimbabwe, og Bandaríkjamenn og Bretar fordæmdur ákærurnar og sögðu þær enn eitt dæmið um ein- ræðistilburði Mugabes. Kanadamenn hafa sagt að þeir muni hafa frumkvæði að því að sam- þykktar verði refsiaðgerðir gegn Zimbabwe á fundi Samveldisríkja í byrjun mars. Þrír kærðir Harare. AFP. Ákærum um landráð fjölgar í Zimbabwe Morgan Tsvangirai TALIÐ er, að Amedeo De Franchis, núverandi sendi- herra Ítalíu hjá NATO, verði næsti yfirmaður Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín. Mílanóblaðið Libero segir, að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hafi ákveðið, að De Franch- is tæki við embættinu af landa sínum, Pino Arlacchi, sem hætti um síðustu áramót. Síðan hefur Íslendingurinn Steinar Berg Björnsson gegnt starfinu en hann hyggst að sögn setjast í helgan stein mjög bráðlega. Arlacchi átti að gegna emb- ættinu fram í febrúar en lét fyrr af störfum er hann var gagnrýndur harðlega fyrir óreiðu og bruðl í skýrslu frá innra eftirliti samtakanna. Meginverkefni skrifstofunnar í Vín er að berjast gegn eitur- lyfjadreifingu og glæpum. De Franchis í stað Stein- ars Bergs helgarferð til Færeyja 8.–11. mars Verð: 30.200 kr.* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 1 67 00 02 /2 00 2 SMS FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.