Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 7
Alþjóðleg Kokkakeppni í Vetrargarði Smáralindar Laugardaginn 2. mars og sunnudaginn 3. mars munu 10 heimsfrægir kokkar spreyta sig á því að elda ljúffenga rétti úr íslensku hráefni. 7 manna dómnefnd skipuð íslenskum og erlendum dómurum mun velja besta forréttinn og besta milliréttinn. Á laugardaginn og á sunnudaginn verður keppt um besta aðalréttinn og eftirréttinn. Keppnin hefst kl. 13.00 báða dagana og allir eru velkomnir í Vetrargarðinn til að fylgjast með fjörinu. Verðlaunaleikur food&fun og Icelandair í Smáralind. Vinningar: 8 sælkeraferðir til Evrópu með Icelandair Skráning: Icelandair bás í Smáralind á meðan á kokkakeppninni stendur. Allar nánari upplýsingar á strik.is/maturogvin Sælkeradagar á veitingastöðum í Reykjavík 4-rétta sælkeramáltíð á 4900 kr. Eftirtaldir veitingastaðir eru þátttakendur í Food&Fun og bjóða Íslendingum að bragða á því besta sem íslensk matseld hefur upp á að bjóða með aðstoð og innblæstri frá heimsfrægum gestum. Gala kvöldverður í Súlnasal Hótel Sögu Radisson SAS Kokkar frá íslensku stöðunum sem taka þátt í sælkeradögunum laga glæsilegan 7 rétta matseðil fyrir erlendu gestina og íslenska matgæðinga undir stjórn Sigga Hall. Sunnudag 3. mars kl. 19.00. 7 rétta sælkeramatseðill og fordrykkur kr. 8,000,- Páll Óskar, Bjarni Ara og Milljónamæringarnir leika fyrir dansi. Veislustjóri er Arthur Björgvin Bollason. Miðasala á Hótel Sögu Radisson SAS. nánari upplýsingar er að finna á www.strik.is/maturogvin Grillið á Hótel Sögu: Yves Mattange frá Seagrill Radisson SAS hótelinu í Brussell er yfirkokkur á þessum frábæra tveggja Michelin stjörnu veitingastað í einni helstu sælkeraborg heims. Þessi mikli listamaður var orðinn kokkur á Hilton hótelinu í Brussell aðeins 17 ára gamall eftir að hafa fengið strangt uppeldi í eldhúsi föður síns á litlum veitingastað fjölskyldunnar við sjávarsíðuna. La Primavera: Timo Melto frá Radisson SAS í Finnlandi.Timo er frægasti kokkur Finnlands, sérfræðingur í ítalskri matargerð og margfaldur metsöluhöfundur auk þess að hafa fengið bókmenntaverðlaun fyrir kokkabók ársins í fyrra.Timo þykir listrænn og nýjungagjarn kokkur með mikla áherslu á skemmtilegheit. Apótekið: Stjörnukokkurinn Jeff Tunks frá DC Coast Restaurant í Washington kom inn í veitingastaðaflóruna í höfuðborginni með miklum látum. Hann opnaði veitingastað sinn DC Coast Restaurant árið 1998. Michael Jordan og Barbara Bush eru meðal fastagesta og Jeff Tunks er talinn heitasti fusion kokkurinn í Bandaríkjunum í dag. Við Tjörnina: Mickey Beriau frá Dole and Baily inc. er fyrrverandi formaður bandarísku kokkasamtakanna og núverandi heiðursfélagi, hann hefur þjálfað kokkalandslið Banda- ríkjanna og raðað á sig verðlaunum í kokkakeppnum til margra ára í Bandaríkjunum. Hann er mikill áhugamaður um frumlegt og nýstárlegt hráefni og er sannur listamaður. Humarhúsið: Chris Cowen frá Legal Sea Food í Boston er menntaður innan hinnar virtu keðju sjávarréttaveitingahúsa Legal sea food í Bandaríkjunum. Hann er nú einn af þremur stefnumótandi kokkum hjá því fyrirtæki sem setur hágæða eldamennsku á afbragðs sjávarfangi á oddinn. Siggi Hall á Óðinsvéum: Gilles Choukroun er franskur Michelin stjörnukokkur og sérhæfir sig í nútíma miðjarðarhafs matreiðslu. Hann rekur hinn vinsæla veitingastað Le Café des delicés í París sem er uppáhald unga og nýjungagjarna fólksins í borginni. “Sælkera kaffið“ er talið stefna í að verða sígildur Parísarstaður. Sommelier: Patrik Doakel frá Palác Kinskych í Prag er kokkalandsliðsmaður frá Tékklandi sem vill endurheimta forna frægð tékkneskra matargerðarlistar. Hin fransk- tékkneska háklassík sem Patrik boðar er með fusion blæ og bæði frumleg og spennandi. Með Patrik kemur forseti tékknesku vínþjónasamtakanna sem mun veita góð ráð um vín með matseðlinum. Hótel Holt: Filippo Volpi frá Menabuoi í Toscana er einn af sönnum meisturum ítalskrar matargerðar, hann hefur unnið á fjölmörgum tveggja stjörnu Michelin stöðum í Evrópu auk þess að vera 5 ár í eldhúsinu á Ristorante Vissani sem sagður er besti veitingastaður á Ítalíu. Volpi rekur nú eigin veitingastað í Donoratico í Toscana sem nefnist Menabuoi. Þrír Frakkar: John T. Maxwell frá Magnolia’s í Richmond. Í hinni fornu háborg Suður- ríkjanna er John Maxwell goðsögn í matarmenningunni. Hann hefur lagt mikla vinnu í að varðveita klassíska matreiðslu suðursins með sérstaka áherslu á kraftmikla sjávarrétti. Maxwell er einna þekktastur sem sjónvarpskokkur úr þættinum Chef Maxwells Kitchen. Argentína: Jeff Surma frá Capitol Grill í Washington DC er einn af meisturum klassískrar kjöteldamennsku enda starfar hann á virtasta steikhúsi Washington. Jeff Surma var lengi helsti kokkur Ritz Carlton hótelkeðjunnar og varð frægur fyrir að hafa opnað og skipulagt 6 ný eldhús fyrir keðjuna á einu ári. Perlan: Gary Coyle frá Tavern on the Green í New York hefur lengi verið einn af stjörnu- kokkunum í Bandaríkjunum enda yfirmaður öflugasta eldhúss í flokki betri veitingastaða þar í landi.Tavern on the Green sem er í miðjum Central Park er stór hlutur í menningarlífi New York borgar og þaðan eru afgreiddir 2000 málsverðir á dag. Iceland Naturally Food Festival 2002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.