Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Garðar Þor-steinsson fædd- ist í Reykjavík 26. janúar 1935. For- eldrar hans voru Þorsteinn Árnason vélstjóri, f. á Ísa- firði 9. desember 1895, d. 25. mars 1970, Gíslasonar yf- irfiskimatsmanns á Ísafirði og konu hans Kristínar Sig- urðardóttur, og Ásta Jónsdóttir, f. í Reykjavík 11. sept- ember 1895, Guð- mundssonar sjómanns frá Eiðs- stöðum við Bræðraborgarstíg, og konu hans Þórunnar Einarsdótt- ur frá Skólabænum í Reykjavík. Systkini Garðars eru: Ingigerður Nanna, f. 23. maí 1920, d. 5. júní 1982; Árni Kr., f. 5. mars 1922; Þórunn S., f. 24. desember 1927, d. 12. febrúar 1985; Þorsteinn J., f. 20. apríl 1931; Kristín, f. 12. nóvember 1932, d. 22. mars leidd), f. í Noregi 13. maí 1987. Garðar lauk gagnfræðanámi við Reykjaskóla í Hrútafirði 1950. Hann útskrifaðist frá far- mannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1957. Garðar hóf störf hjá Skipaútgerð ríkisins 1951 fyrst sem háseti, t.d. á varðskip- inu Þór, síðan stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum út- gerðarinnar, Þyrli, Skjaldbreið, Heklu, Esju og Herjólfi. Félagi í Stýrimannafélagi Íslands frá 1957 og í stjórn þess 1966-69. Fulltrúi félagsins á þingum FFSÍ frá 1963 og í stjórn þess sem gjaldkeri 1967-71. Fulltrúi fé- lagsins í Sjómannadagsráði frá 1965 og framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsins 1970. Í stjórn Sjó- mannadagsráðs sem varamaður frá 1970, ritari aðalstjórnar frá 1976 og að lokum framkvæmda- stjóri Sjómannadagsráðs 1981 til ársbyrjunar 1999, er hann lét af störfum vegna veikinda. Í stjórn- skipaðri nefnd, sem endursamdi drög að lögum um Stýrimanna- skólann í Reykjavík 1970. Var sæmdur heiðursmerki Sjómanna- dagsins 1997. Útför Garðars fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1933; og Gyða, f. 26. janúar 1935. Garðar kvæntist í Helsinki 17. júní 1968 eftirlif- andi konu sinni Christel Elisabeth Ahonius-Þorsteins- son, flugfreyju hjá Flugleiðum, f. í Hels- inki 17. júní 1944. Foreldrar hennar voru Björn-Eric Ah- onius og kona hans Beatrice Ahonius, búsett í Finnlandi, nú bæði látin. Garðar og Christel voru barn- laus en fyrir átti Garðar með Elsu Þórðardóttur, f. 18. sept- ember 1936, soninn Þór Garð- arsson, lögfræðing og mála- færslumann í Ósló í Noregi, f. 6. júní 1957. Kona hans er Ann- Cathrin Marcussen lögfræðing- ur, f. í Ósló 10. október 1967, börn þeirra eru Óðinn Þórsson, f. 18. desember 1992, og Jenny Charlotte V. Þórsdóttir (ætt- Bróðir minn, Garðar Þorsteins- son, fékk hægt andlát rétt fyrir miðnætti miðvikudagsins 20. febr- úar. Hann hafði þá legið sjúkur á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi í nokkurn tíma þar sem hann lést þennan dag eftir langvinn veikindi. Christel eiginkona hans stundaði Garðar af mikilli alúð og ólýsanlegum kærleika allan tím- ann, sem hann barðist við sjúkdóm þann, sem hann hlaut að bíða í lægri hlut fyrir að lokum. Sonur hans, Þór, kom til landsins 15. febrúar frá Ósló, þar sem hann og fjölskylda hans eru búsett, og dvaldi, ásamt Christel, óslitið við sjúkrabeð föður síns þar til yfir lauk. Garðar var innilega glaður að vita af þeim báðum við hlið sér all- ar allar þessar erfiðu stundir og lét á margan hátt, síðustu dagana, að vísu af veikum mætti, í ljós ást- úð sína og þakklæti til þeirra beggja og hins frábæra hjúkrunar- og læknaliðs líknardeildarinnar í Kópavogi. Allt þetta fólk, jafnt hjúkrunarfræðingar sem sjúkralið- ar, yfirlæknirinn og prestur deild- arinnar, allt konur, inna af hendi kærleiksrík störf, sem ekki verður með orðum lýst. Christel og Þór og allir nánustu aðstandendur Garð- ars færa öllu þessu fólki alúðar þakkir fyrir ástúð þeirra og hlý- leik. Garðar og tvíburasystir hans Gyða fæddust í Reykjavík 26. jan- úar 1935 og voru nýbúin að minn- ast 67 ára afmælisins ásamt nán- ustu ættingjum og vinum á heimili þeirra Garðars og Christel þegar boðin um að leggjast inn á líkn- ardeildina komu, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Ég kveð elskulegan bróður með söknuði og bið alvaldan Guð að styrkja og blessa Christel, Þór og fjölskylduna um alla ókomna tíð. Blessuð sé minning kærs bróður, Garðars Þorsteinssonar. Árni Kr. Þorsteinsson. Bernskuminni mitt um móður- bróður minn, Garðar Þorsteinsson, er mjög svo bundið stöku heim- sóknum austan yfir Fjall til Reykjavíkur á sinni tíð. Þar var hann í foreldrahúsum. Í svipmynd þeirra minninga hef ég jafnan fyrir sjónum ungan mann síbrosandi og léttan í lund. Og það var að sönnu ekki ósmá upphefð í barnshjarta úr Flóanum að líta til stýrimanns- ins í einkennisfötunum. Frá þessum dögum er liðinn drjúgur tími. Og eins og gengur og gerist gefur hlaup lífsins mismun- andi tilefni til þess að því sé mætt með brosi á vör dag hvern. Það hefur ugglaust átt við frænda minn eins og flesta aðra. En það breytir ekki þeirri staðreynd að enn er skörpust í hugskoti mínu þessi glaðværa æskumynd af honum. Þar bjó að baki lyndiseinkunn góðs drengs í fornri og bestri merkingu þeirra orða. Sú lyndiseinkunn hygg ég að hafi einkennt feril hans allan í leik og starfi sem og í véum fjölskyld- unnar. Og hún hefur verið máttur hans og meginn í löngum og erf- iðum veikindum síðustu ár. Hann kunni að gleðjast, en bar þó um- fram allt gott skynbragð á um- hverfi sitt og hafði sterka tilfinn- ingu fyrir þeirri ábyrgð og þeim skyldum, sem hvíla á herðum hvers og eins í mannfélagi samtím- ans. Í æðum Garðars Þorsteinssonar rann blóð sjómannsins. Hann sleit barnsskónum á sjómannsheimili í gamla vesturbænum í Reykjavík og átti aukheldur í föðurætt römm ættarbönd til sjósóknara og frum- kvöðla í Djúpinu. Og í móðurætt- ina hefur sterk angan þangsins úr Ánanaustunum ugglaust einnig orkað sem seiðmagn á ungan mann til starfa á þeim vettvangi. Lífshlaup hans og ævistarf var því sprottið úr frjósamri mold og átti þar djúpar rætur. Garðar var stýrimaður á skipum Skipaútgerð- ar ríkisins sem áður var. Hann gegndi um árabil margs kyns ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyr- ir samtök sjómanna, bæði Far- mannasambandið og Sjómanna- dagsráð, sem reyndar var starfs- vettvangur hans um langan tíma. Og í launþegasamtökum sjálfstæð- ismanna lagði hann einnig hönd á plóg. Á árum mínum í sjávarútvegs- ráðuneytinu bar fundum okkar endrum og sinnum saman svo sem vænta mátti vegna mála, er tengd- ust starfi Sjómannadagsráðs. Þá skynjaði ég einkar vel hversu hug- ur hans var rótgróinn þeim mál- efnum sjómanna, sem hann hafði með höndum. Engum gat dulist að einlægni hans og trúmennska í starfi var bundin órjúfanlegum böndum við íslenska sjómenn. Þar lá metnaður hans og sómi. Þrálát veikindi mörkuðu um síð- ir aðra og skarpari drætti í andlit hans en við þekktum frá fyrri tíð. Þó var eins og ávallt væri stutt í gamla mjúka andlitsfallið. Þannig gekk hann á hólm við þrautir veik- indanna með æðruleysi, reisn og þeirri þrautseigju, sem einkennir sterka lund og vakti bæði aðdáun og undrun þeirra samferðarmanna, sem til þekktu. Á efsta degi Garðars Þorsteins- sonar hvarf mannkostamaður úr röðum íslenskra sjómanna. Það hefur slegið fölva á rann fjölskyld- unnar. Hressilegt bros hans og létt lund heyra sögunni til. Á kveðju- stund er hugur okkar og samúð hjá Christel, eiginkonu hans, og syni hans Þór. Fáein fátækleg orð veita litla stoð og gefa smáa hugg- un. Arfur þeirra mannkosta og glaðværðar, sem hann skilur eftir, megnar einn að sefa sorg og sökn- uð og glæða minninguna fjöri á ný. Þorsteinn Pálsson. Kveðja frá Sjómannadagsráði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Garðar Þorsteinsson var kjörinn fulltrúi Stýrimannafélags Íslands í Sjómannadagsráð 1965. Frá 1970 sá Garðar um hátíðarhöld á Sjó- mannadaginn. Árið 1976 var hann kjörinn ritari í stjórn Sjómannadagsráðs og hóf störf á skrifstofu ráðsins árið 1977 þegar hann kom í land eftir langt starf sem stýrimaður hjá Ríkis- skipum. Hann annaðist, ásamt fleirum, ritstjórn Sjómannadags- blaðsins og hafði umsjón með ýms- um framkvæmdum á Sjómanna- daginn og var ötull talsmaður sjómannasamtakanna. Garðar var heiðraður á Sjómannadaginn 1997 fyrir störf að félags- og velferð- armálum sjómanna. Hin síðustu ár átti Garðar við sjúkdóm að stríða sem leiddi til starfsloka hans fyrir sjómanna- samtökin 1998. Ég fylgdist með Garðari í erfiðri baráttu við þann sjúkdóm sem að honum sótti eftir að hann lét af störfum. Það voru erfiðir tímar sem hann tók af æðruleysi og sló á létta strengi í samtökum okkar. Garðari Þorsteinssyni er þökkuð góð samfylgd og óeigingjarnt starf að málefnum sjómannastéttarinn- ar. Christel og öðrum ættingjum sendum við samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson, formaður. GARÐAR ÞORSTEINSSON KIRKJUSTARF Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gam- anmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10- 12. Þorrahátíð eldri borgara kl. 12.10. Helgistund, þorramatur o.fl. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17.30. Föstustund kl. 20. Íhuganir um ferð Jesú til Jerúsalem. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æf- ir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.-3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 4.-6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn kemur saman kl. 11-12. Spjallað yfir kaffibolla. Heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrð- ar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12- 12.30. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests og djákna í síma 520-1300. Kær- leiksmáltíð kl. 12.30. Matarmikil súpa, salat og brauð kr. 500. Samvera eldri borgara kl. 13-16. Kaffi og smákökur. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Tekið í spil, málað á dúka og keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar Guðmundssonar (kl. 13.30-15.15) í Guðbrandsstofu í and- dyri kirkjunnar. Boðið er upp á akstur að heiman og heim fyrir þá sem komast ekki að öðrum kosti til kirkju. Allir hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45- 7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10- 15.30 ætlaður börnum í 1.-4. bekk. Ferm- ingartími kl. 19.15. Forráðamönnum ferm- ingarbarna boðið í tímann og fá fræðslu með þeim um fermingarathöfnina og sjálfa altarisgönguna, tákn hennar og til- gang. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20. Gospelkvöld Laugar- neskirkju og ÖBÍ kl. 20 haldið í Hátúni 10 á 9. hæð. Guðrún K. Þórsdóttir djákni ann- ast undirbúning og stjórnun. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja og spjalla og fjöldi fólks innan húss og ut- an tekur þátt með gríni og alvöru. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkomin. Föstuguðsþjónusta kl. 20. Kór Neskirkju syngur. Organisti Reynir Jón- asson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Myndasýning og veitingar eftir guðsþjón- ustuna. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. 25. passíusálmur. Sólveig H. Krist- jánsdóttir guðfræðinemi. Biblíulestur og kaffi eftir messu. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöld- máltíð. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldr- aða frá kl. 13-16. Kirkjuprakkarar kl. 17- 18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Unglingastarf KFUM&K Digraneskirkju kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 16.30- 17.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 17.30-18.30. KFUK unglinga- deild kl. 19.30-21. Æskulýðsfélag Engja- skóla fyrir börn í 8.-9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Op- ið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börn- um í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Starf með 10-12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Er- lendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15-14.30. Foreldramorgnar í safnaðar- heimili frá kl. 10-12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurðar- dóttir, cand. theol. Æfing kórs Keflavíkur- kirkju frá kl. 19.30-22.30. Stjórnandi Há- kon Leifsson. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 op- ið hús í KFUM&K húsinu fyrir unglinga í 8.- 10. bekk. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3-12 ára, unglingafræðsla fyrir 13-15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestrar, bænastundir og vitnisburðarstundir. Það eru allir hjartan- lega velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall. TTT-starf kl. 17. Allir 10-12 ára krakkar velkomnir. Biblíu- lestur kl. 20.30. Krossins helga nál, Jes- ús dæmdur af Pílatusi, rómverskum land- stjóra. Mark. 15: 2-20a. Sr. Guðmundur Guðmundsson. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Helgistund, sakramenti og fyrirbænir. Létt- ur hádegisverður á vægu verði. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30 mannakorn fyrir 10-12 ára. Safnaðarstarf FÖSTUGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur í Neskirkju í kvöld, mið- vikudaginn 27. febrúar, kl. 20:00. Passíusálmar sungnir og lesið úr píslarsögunni. Að lok- inni guðsþjónustu verða veit- ingar, súkkulaði og rjómavöffl- ur og myndasýning í safnaðarheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson. Föstuguðsþjónusta í Neskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.