Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ H eilbrigði er orð sem allir skilja. Heil- brigði er notað um það sem er heilt heilsu, og heilbrigð manneskja er sú sem er hraust og laus við kvilla. En ætla má að ekki sé allur krankleiki mannskepn- unnar talinn til tilbrigða við heil- brigði; í það minnsta hefur verið búið til sérstakt orð, geðheilbrigði, um heilsufar eins þáttar í því apparati sem manneskjan er. Það er kannski orðhengilsháttur að fjargviðrast yfir þessu orði. Það er talað um líkamlegt heilbrigði – en ótvírætt er að líkamlegt heil- brigði er hlut- mengi í heil- brigði, enda er líkamlegt heil- brigði sá mek- anismi sem heldur manneskjunni á lífi. Líkamlega veil manneskja er ekki heilbrigð. Það er sérkennilegt að við skulum hafa þurft að búa til sérstakt orð yfir andlegt heil- brigði, þegar orðið heilbrigði ætti að ná jafnt til líkamlegs og andlegs heilbrigðis. Þegar talað er um geð- heilbrigði finnst mér eins og það fyrirbæri sé ekki hlutmengi í heil- brigði, það hefur í sér þann tón að það sé eitthvað öðru vísi. Hvers vegna þetta er svona veit ég ekki – og ég veit ekki heldur hverjum fannst ástæða til að tilgreina þetta heilbrigði sérstaklega umfram það „venjulega“. Ég velti því þó fyrir mér hvort þessi skilgreining á andlegri heilsu eigi einhvern þátt í því að gera geðheilbrigði á einhvern hátt frá- brugðið almennu heilbrigði í huga fólks og móta þá hugmynd að hægt sé að vera heilbrigður þótt geðheil- brigði sé ekki fyrir að fara. Ég velti því sem sagt fyrir mér hvort hægt sé að vera heilbrigður en um leið ekki geðheilbrigður. Í sund- urgreiningunni hlýtur þó að felast, að hægt sé að vera geðheilbrigður en ekki heilbrigður að öðru leyti. Þetta geðheilbrigðisorð er sér- staklega umhugsunarvert í ljósi þess að margir þeirra sem við geð- sjúkdóma glíma hafa sagt að þeir sjúkdómar séu ekki litnir sömu augum og aðrir. (Ég ætla ekki að veigra mér við því að nota orðið geðsjúkdómar; það nota ég með fullri virðingu fyrir þeim sem af þeim þjást. Mér er bara þvert um geð að nota tilgerðarlega og vonda nýyrðið geðraskanir.) Dæmi hafa verið tekin af hjarta- og krans- æðasjúkdómum. Það eru þekktir sjúkdómar og viðurkennt að þeir sem af þeim þjást þurfa bráða bót á þeim, annars gæti líf manneskj- unnar verið í bráðri hættu. Það þykir engum tiltökumál að tala um þessa sjúkdóma, og talið eðlilegt að fólk fái aðstoð og svigrúm til að ná bata. Geðsjúkdómar eru á hinn bóg- inn engan veginn jafn við- urkenndir opinberlega, hvað sem hver segir. Sjálfsagt er það þó mis- munandi eftir því hve einkenni þeirra eru alvarleg og sýnileg. Það er þó enn ekki orðið svo að þeir sem haldnir eru geðsjúkdómum treysti sér til að tala um þá á jafn opinskáan hátt og þeir sem þjást af hjartasjúkdómum, gigt, mígreni og slíkum líkamlegum kvillum. Samt virðist það svo, að flestum þyki það sjálfsagt mál að fólk með geðræn vandamál leiti sér hjálpar – einn varnagli þó; bara ef það hendir ekki það sjálft eða þeirra nánustu. Þunglynt fólk hefur talað um það, að því sé stöðugt ráðlagt að hrista af sér slenið og vera ekki með þessa bölvuðu vitleysu. Með því er verið að halda að þessu fólki að það sé ekkert að því, annað en það, að það þurfi sjálft að taka sig taki til að koma sér aftur á réttan kjöl. Með því er einnig verið að draga úr þeirri staðreynd að þung- lyndi sé sjúkdómur sem þarfnist aðhlynningar sérfræðinga á því sviði. Úrtölur af þessu tagi eru enn ótrúlega lífseigar og lýsa for- dómum sem geta haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir þann sjúka. Eftir stendur nefnilega það, að sá þunglyndi tekur sjálfur ábyrgð á sjúkdómi sínum, hikar við að leita sér hjálpar og hikar við að tala um hlutskipti sitt. Meðan viðhorf um- hverfisins eru enn svo úrelt er skiljanlegt að sá þunglyndi treysti sér ekki til að segja sannleikann þegar hann hringir í vinnuna og tilkynnir forföll. Hann segist vera kvefaður, illa fyrir kallaður, lasinn og slappur, en treystir sér ekki til að segja eins og er, að hann sé kvíðinn og dapur og treysti sér þess vegna ekki til að takast á við verkefni dagsins. En hvað er að því? Ekkert annað en ótti hins sjúka við fordóma. Hjartveikur maður er meðhöndlaður um- svifalaust. Annars er hætta á að hann deyi. Geðsjúkur maður er meðhöndlaður ef hann sjálfur treystir sér til að leita sér hjálpar. Samt er líka hætta á því að hann deyi leiti hann sér ekki hjálpar. Neyð hans er ekki síðri en hins hjartveika. En á meðan hann telur í sig kjarkinn má honum vera ljóst af þeim viðbrögðum sem illu heilli eru enn svo ríkjandi, að heilbrigði og geðheilbrigði er ekki sami hlut- urinn. Það hefur komið fram, að um fimmtíu þúsund Íslendingar séu að jafnaði haldnir geðsjúkdómum af ýmsu tagi, og þá sennilega jafnt „léttvægum“ sem alvarlegum. Einhvern tíma heyrði ég sagt frá því að forstjóri fyrirtækis hefði farið í veikindaleyfi og tilkynnt að það væri vegna geðrænna erf- iðleika. Ætli þeim manni hafi nokkurn tíma verið hrósað fyrir það þor sem hann sýndi með því að segja sannleikann? Ætli hann hafi gert sér grein fyrir því hve margir í hans sporum glöddust í hjarta sínu yfir því að einhver skyldi þora að viðurkenna á sig þetta sem er svo erfitt að tala um? Þeir geð- sjúku eru ekki endilega best til þess fallnir að standa upp til varn- ar sjálfum sér og sínum erf- iðleikum. Samfélagið þarf að sýna þeim að þeim sé óhætt; að það skilji að kvillar þeirra séu sjúk- dómar sem taka beri alvarlega og að hægt sé að tala um geð- sjúkdóma fordómalaust. Heilbrigði og geð- heilbrigði Eftir stendur það, að sá þunglyndi tekur sjálfur ábyrgð á sjúkdómi sínum, hikar við að leita sér hjálpar og hikar við að tala um hlutskipti sitt. VIÐHORF Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FER ekki að verða tímabært að skrifa minningargrein um einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar? spurði einn fjölmargra viðmælenda minna í vikunni sem tók mig tali út af málefnum Lands- símans. Spurningin er fullgild og ég fór í fram- haldinu að rifja upp fer- ilinn. Ekki vantaði lofsöng- inn um ágæti einka- reksturs þegar verið var að boða fagnaðarer- indið eftir stjórnar- skiptin 1991, fagnaðar- erindið um ágæti þess að einkavæða. Allt átti að verða svo ábyrgt, faglegt, vel rekið, skilvirkt og hagkvæmt og ekki þyrfti nú að hafa áhyggjur af spillingu, um það sæi aðhald hluthaf- anna. Eitt er að hæla einkarekstri og syngja honum lof og dýrð en annað og verra að rægja opinberan rekstur en það hefur leynt og ljóst verið gert til að undirbúa jarðveginn fyrir einka- væðinguna. Í raun hefur allur opin- ber eða félagslegur rekstur verið settur undir sama hatt og gengið út frá því sem vísu að hann sé lakari og óhagkvæmari en einkavædd stofnun eða starfsemi. Á mannamáli sagt hef- ur verið haldið uppi linnulausum rógi um opinbera starfsmenn og opinber- an rekstur eða félagslegan. Hvernig hefur svo til tekist? Hver silkihúfa einkaframtaksins upp af annarri var sett til verka, sérstakir trúnaðar- menn stjórnarflokkanna, sem nefnd- armenn í einkavæðingarnefnd, sem forstjórar í hinum hlutafélagavæddu eða einkavæddu fyrirtækjum, sem ráðgjafar eða verkamenn í víngarði einstakra ráðherra eða ríkisstjórnarinnar allr- ar. Útkomuna þekkja menn. Fyrirtækin hafa yfirleitt gerbreytt um áherslur, horfið frá því með öllu að skilgreina sig sem þjónustufyrir- tæki með skyldur því nú er það gróðinn einn sem blívur. Forstjórar taka að skammta sér og öðr- um toppum ofurlaun og fríðindi og fjármunum er hætt í áhættufjár- festingar í stað þess að bæta þjónustuna. Mörg fyrirtækjanna hafa sannanlega verið seld á undirverði, verklag hefur verið mismunandi og því iðulega áfátt sbr. ítrekaðar at- hugasemdir Ríkisendurskoðunar. Margsinnis hefur því verið lofað að fyrirtæki sem breytt væri í hlutafélög yrðu ekki seld. Þau loforð hafa end- urtekið verið svikin. Ágreiningur um réttarstöðu starfsmanna hefur leitt til málaferla sem ríkið hefur tapað, o.s.frv. Nú seinast tekur steininn úr þegar hulunni er svipt af hverju hneykslinu á fætur öðru sem þrifist hefur í skjóli ráðherranefndar um einkavæðingu, einstakra ráðherra og leyndarinnar sem yfir öllu hvílir. Lít- um á nokkur dæmi: Íslensk endurtrygging hf. þ.e.a.s. hlutur ríkisins í því fyrirtæki var seld- ur meðeigendunum, tryggingafélög- um án þess að vera auglýstur til sölu. Söluverðið var rúmar 162 milljónir króna byggt á gömlum upplýsingum um eigið fé en líklegt upplausnarvirði fyrirtækisins var talið 144 milljónum króna hærra þegar salan fór fram í árslok 1992. Síldarverksmiðjur ríkisins voru seldar í óðagoti rétt fyrir áramót 1993 þrátt fyrir að hvorugt kauptilboðið sem barst uppfyllti að mati Ríkisend- urskoðunar skilyrði útboðsskilmála. Söluverð var undir verðmæti fyrir- tækisins að mati sama aðila og nýir eigendur létu fyrirtækið snarlega greiða sér út ríflegan arð eftir að það var komið í þeirra eigu, sem sagt taka til við að borga sig sjálft. Bifreiðaskoðun Íslands hf. var stofnuð á miðju ári 1988 og átti ríkið fyrirtækið á móti ýmsum hagsmuna- aðilum sem tengjast bifreiðaeign og þjónustu. Lítil sátt var um rekstur fyrirtækisins, skoðanagjöld hækkuðu verulega og þjónusta þótti misgóð a.m.k. úti á landsbyggðinni. Rétt er þó að taka fram að skoðun og eftirlit varð fullkomnara en áður var með skoðunarstofum eða færanlegum búnaði. Fyrirtækinu var seinna skipt upp og það selt enda hafði þá sam- keppni verið innleidd. Í dag er megn óánægja með þjónustu á þessu sviði í ákveðnum byggðarlögum landsins og skoðunin kostar sitt. Áburðarverksmiðjan var seld í mars 1999 á u.þ.b. 1.250 milljónir króna. Kaupandi stefndi að því að halda áfram framleiðslu, dreifingu og sölu áburðar. Í ljós kom að fyrirtækið átti áburðarbirgðir að verðmæti um 750 milljónir, þannig að raunverulegt söluverð var varla nema um 500 millj- ónir. Með þessu er ekki endilega sagt Einkavæðingarstefnan – in memoriam Steingrímur J. Sigfússon Einkavæðing Græðgi, siðblinda og leynd, segir Stein- grímur J. Sigfússon, eru vondur kokkteil. FJÖLMARGT hefur áunnist í starfsemi Landspítala - háskóla- sjúkrahúss undanfarin misseri, bæði hvað varðar fjármál og þjón- ustu við sjúklinga. Nú, þegar um tvö ár eru liðin frá formlegri sam- einingu stóru sjúkra- húsanna í Reykjavík, er hollt að líta yfir far- inn veg og minna á sumt af því sem hefur verið gert og horfir til framfara í þjónustunni. Að mínu mati gætir nokkurs misskilnings í þjóðfélagsumræðunni um rekstur heilbrigðisstofnana, þar á meðal Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Vissulega fer stór sneið af ríkiskökunni til heilbrigðismála og því er almenn umræða um hvern- ig þessari þjónustu sé best háttað mjög eðlileg. Engin mannanna verk eru hafin yfir gagnrýni. En því má ekki gleyma að fyrir þetta fé fæst mikilvæg þjónusta sem almenn sátt er um í þjóðfélaginu að sé nauðsyn- leg. Við höfum að leiðarljósi að þjón- usta Landspítala – háskólasjúkra- húss standist að öllu leyti samanburð við það besta sem sam- bærilegar stofnanir í nágrannalönd- unum geta boðið. Á Landspítala er verið að þróa að- ferðir, samkvæmt alþjóðlegu kerfi, sem gerir kleift að bera saman kostnað við einstök spítalaverk. Þessi samanburður er Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi ákaflega hagstæður hvað varðar sjúkrahús á Norður- löndum, sem við viljum helst bera okkur sam- an við, svo ekki sé minnst á samanburð við Bandaríkin. Með öðrum orðum segir samanburðurinn okkur það að einstakar að- gerðir eru ódýrari á Landspítala en á sam- bærilegum sjúkrahús- um erlendis. Þær staðreyndir ætti að hafa í huga þegar töfralausnin í heilbrigðiskerfinu á að vera einka- væðing. Töluverð opinber umræða hefur verið um einkavæðingu heilbrigðis- stofnana. Talað er um einkavæðingu á ólíkan hátt, þ.e. hvort einstakling- urinn greiðir sjálfur fyrir aðgerðir eða hvort Tryggingastofnun ríkisins greiðir fyrir aðgerðir sem gerðar eru utan sjúkrahúsanna. Ég álít að þjóðin vilji ekki að einstaklingum sé forgangsraðað út frá efnum eða með öðrum orðum, að hægt sé að kaupa sig fram fyrir á biðlistum. Ef einka- væðingin felst í því að láta Trygg- ingastofnun borga brúsann, þá verð- ur að fylgja því ákveðinn ávinningur. Ég sé ekki að því fylgi betri þjónusta, né heldur sparnaður, samanber útboð á ræstingu á Land- spítala í fyrra sem leiddi ekki til sparnaðar fyrir sjúkrahúsið þótt lægsta tilboði væri tekið. Einnig má nefna samninga sem gerðir hafa verið við hið nýja hjúkrunarheimili Sóltún og fela í það minnsta ekki í sér sparnað. Kostnaður við rekstur Landspít- ala – háskólasjúkrahúss var nánast sá sami á föstu verðlagi árið 2001 og árið 2000. Þetta náðist þótt sjúkling- um hafi fjölgað um 3,5% á einu ári, komum á göngu- og dagdeildir fjölg- að um 1-2%, meðal legutími sjúk- linga styst úr 9,2 dögum í 8,4 daga og að sjúklingar sem lágu inni hverju sinni voru veikari en áður. Þennan merka árangur ber ekki síst að þakka því góða fólki sem starfar á sjúkrahúsinu. Hafa verður líka í huga að hann næst á sama tíma og verið er að sameina sérgreinar til hagsbóta fyrir sjúklinga, starfs- menn og reksturinn. Þeirri vinnu Þjóðin vill standa vörð um háskóla- sjúkrahúsið Guðný Sverrisdóttir Landspítali Brýnast á næstu mán- uðum, segir Guðný Sverrisdóttir, er að stytta biðlista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.