Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍR-ingar áfram á sigurbraut í handboltanum /B3 Búnir að brjóta samstöðu norsku liðanna /B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SIGURÐUR Þórðarson ríkisend- urskoðandi segir að þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum um spill- ingu eða mistök í stjórnsýslunni geti komið þeim á framfæri við Ríkisendurskoðun. Slíkar ábend- ingar hafi borist stofnuninni og þær séu kannaðar ef ástæða þyki til. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í fyrradag í um- ræðum um starfsmann sem lak upplýsingum frá Landssímanum til DV, að starfsmaðurinn hefði getað farið þá leið að ræða málið við for- stjóra, stjórn eða Ríkisendurskoð- un. „Ég tel að þetta sé farvegur fyr- ir menn ef aðra möguleika þrýtur hjá þeim. Ég er sammála forsætis- ráðherra um að menn eigi að byrja á því að vekja athygli á því sem þeir telja miður fara. Það liggur líka fyrir að við fáum ýmiss konar ábendingar með óformlegum hætti.“ Sigurður sagði að það væri metið í hvert eitt sinn hvort ábendingar gæfu tilefni til sérstakra viðbragða. „Oftast er það þannig að þegar við förum og skoðum viðkomandi aðila þá höfum þessar ábendingar í huga og skoðum þetta þá sérstaklega. Það er sjaldnast að við förum beint í málið út frá svona ábendingum. Það fer eftir eðli þeirra, en við söfnum þessu saman og höfum þetta í huga.“ Starfsmaður Landssímans sem kom upplýsingum um greiðslur Landssímans til fyrirtækis Frið- riks Pálssonar, stjórnarformanns og eiganda fyrirtækisins Góðráðs ehf., hafði engar sannanir í hönd- unum þegar DV bað hann um að kanna viðskipti Símans við Góðráð þó að orðrómur hefði verið uppi um að slík viðskipti hefðu átt sér stað. Hefðu grunsemdir hans ein- hverju breytt þó að þeim hefði ver- ið komið til Ríkisendurskoðunar? „Menn verða aðeins að velta fyr- ir sér hvaða hlutverk viðkomandi starfsmaður eða starfsmenn hafa í þessu máli. Ef hann hefur ekki yfir upplýsingum að ráða og getur ekki sjálfur sannað það fyrir sér að þessi orðrómur sé réttur og þarf að fara að brjóta starfsreglur til að gera það, þá held ég að viðkomandi maður ætti að íhuga stöðu sjálfs sín,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að þrátt fyrir að mikið væri rætt þessa daga um spillingu og mistök í stjórnsýslunni bærust ekkert frekar ábendingar til Ríkisendurskoðunar þessa dag- ana en aðra daga. „Ég held sjálfur að það sé orðum aukið að það sé mikil spilling í stjórnsýslunni þó að þessi mál komi upp,“ sagði Sig- urður. Ábendingar um mistök í stjórnsýslu hafa borist Ríkisendurskoðun Eðlilegur farvegur að mati ríkisendurskoðanda VATN er til margra hluta nýtilegt eins og alkunna er og má meira að segja fara í útreiðartúra á því, eins og sést á þessari mynd sem tekin var við Rauðavatn í gær. Það þarf svo sem ekki kraftaverk til heldur dugar að fá hressilegt frost og hefur verið nóg af því á höfuðborg- arsvæðinu síðustu daga. Á sama tíma hellir sólin geislum sínum yfir frostbitna jörð og varpar ljóma á spegilslétt svellið, þar sem menn og dýr njóta samvistanna. Morgunblaðið/RAX Hestar á hálum ís DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ákvað á þeim tíma er hann gegndi störfum samgönguráðherra að fela Sigurði Þórðarsyni ríkisendurskoð- anda að meta hvort eðlilega hefði verið staðið að sölu Landssímahúss- ins við Austurvöll. Komst ríkisend- urskoðandi að þeirri niðurstöðu að salan hefði verið eðlileg. Davíð greindi frá þessu í Kastljósi Ríkis- sjónvarpsins í gærkvöldi. Davíð sagðist hafa kallað ríkisend- urskoðanda á sinn fund í tilefni fjöl- miðlaumfjöllunar um söluverð á hús- eign Landssímans. „Ég fór yfir málið með honum og bað hann að fara sérstaklega ofan í þennan þátt, hvort þar væri eitthvað um óeðlilega hluti að ræða. Hann hafði síðan sam- band við mig tveimur eða þremur dögum síðar og sagðist telja að þetta hefðu verið góð kaup fyrir Símann og það hefði verið ágætlega að þessu staðið,“ sagði Davíð. Davíð Oddsson forsætisráðherra Sala Lands- símahúss- ins eðlileg ♦ ♦ ♦ STARFSFÓLKI Múlalundar verður ekki sagt upp störfum sínum um mánaðamótin og útlit er fyrir að ekki komi til upp- sagna í framtíðinni. Þetta var tilkynnt á fundi með starfs- mönnunum í gær. Að sögn Steinars Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Múlalundar, er enn þá verið að skoða reksturinn en von er á endanlegri niðurstöðu í þessari viku. „Það er ráðgjafi hérna, kostaður af ráðuneytinu, sem er að taka út staðinn og hann er ekki kominn með sínar tillögur á blað en það sem hann er búinn að láta okkur í té munnlega bendir til þess að starfsemin muni halda áfram. Það er ekki komin endanleg staðfesting á því en það er von á henni í vik- unni.“ Múlalundur verður að taka til og hagræða í rekstri Hann segir ljóst að Múlalund- ur verði að taka til og hagræða í rekstrinum. „Ég reikna með að ráðuneytið komi þá til móts við okkur og uppfylli betur þennan þjónustusamning sem við höf- um verið með.“ Hann segir um- ræddan samning hafa verið gerðan til tveggja ára árið 1998 en ekkert hafi orðið úr því að endurnýja hann þar sem Múla- lundur fór fram á breytingar. Hins vegar hafi stjórnvöld greitt áfram samkvæmt gamla samningnum en nú sé stefnt að því að gera nýjan samning. Steinar segir því ekkert benda til þess að starfsmönnum verði sagt upp. „Þeir eru búnir að vera eins og hengdir upp á þráð og hafa kviðið fyrir þessu allan mánuðinn þannig að vissu- lega er þetta léttir fyrir þá,“ segir hann. Ekki uppsagn- ir hjá Múla- lundi LÖGREGLA handtók tvo menn sem voru staðnir að verki við að stela úr yfirhöfnum í safnaðarhúsi Fíladelfíu- safnaðarins, Hátúni 2, í gær. Höfðu mennirnir þá áður látið greipar sópa um yfirhafnir í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni 14 en þýfi, sem var upprunnið úr vösum fólks sem þar hafði verið statt, fannst í poka sem mennirnir báru með sér. Að sögn lögreglu voru þeir færðir til yfirheyrslu þar sem til stóð að kanna hvort þeir væru viðriðnir stuld úr fleiri húsum í nágrenninu. Þeir eru báðir á 18. aldursári að sögn lögreglu. Stálu úr vösum safnaðarfólks RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum vegna alvarlegra átaka sem urðu á bifreiðastæði við íþróttahús ÍR við Skóg- arsel í Reykjavík í fyrravor. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og játaði einn mannanna sök. Mennirnir eru á aldrinum 24 til 32 ára, en brotin fela í sér líkamsárásir, þar sem með- al annars var beitt skotvopnum og bifreiðir not- aðar til að aka menn niður. Einum mannanna er gefið að sök að hafa slegið annan með krepptum hnefa í andlit svo hann missti meðvitund, féll í götuna og fékk heilahrist- ing. Játaði hann sök sína. Öðrum er gefið að sök að hafa slegið með steypustyrktarjárni í framrúðu bifreiðar sem var á ferð með tveimur mönnum innanborðs þannig að framrúðan sprakk. Hann neitaði sök. Þeim þriðja er gefið að sök að hafa slegið með felgulykli í framrúðu annarrar bifreiðar. Hann var fjarverandi þingfestingu málsins. Sá fjórði er sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið bifreið á annan mann sem tókst að stökkva upp á vélarhlíf bifreið- arinnar þar sem hann kastaðist á framrúðuna og þaðan upp á þak bifreiðarinnar og féll að lokum í götuna fyrir aftan bifreiðina. Hann neitaði sök. Í ákæru er síðan fimmta manninum gefið að sök að hafa skotið átta skotum úr hálfsjálfvirkri skammbyssu á bifreið á ferð, en tveir menn sátu í framsætum bifreiðarinnar. Í ákæru er því lýst að tvö skot hafi lent í vélarhlífinni, þrjú skot í hægri afturhurð og þrjú í afturstuðara bifreiðarinnar. Fram kemur að samtals voru tíu menn á fjórum bifreiðunum á bifreiðastæðinu og sátu þeir ýmist inni í bifreiðunum eða voru fyrir utan þær. Ákærði hélt því fram fyrir dómi að skotin hefðu ekki verið eins mörg og lýst er í ákæru og neitaði að hafa stefnt lífi annarra í hættu. Aðalmeðferð í málinu verður 4. apríl. Fimm menn ákærðir vegna alvarlegra átaka í fyrravor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.