Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 27 „ÞAÐ eru gífurleg vonbrigði að sjávarútvegsráðherra skuli ekkert tillit taka til tillagna okkar um takmörkun á framsali aflamarks. Hitt hefur svo legið lengi fyrir að við erum á móti auðlindagjaldi,“ segir Árni Bjarnason, for- maður Far- manna- og fiskimanna- sambandsins. „Það sem var efst í huga okk- ar var að stoppa þessa endalausu stækkun flot- ans. Þótt Jesú hafi getað mettað þúsundir manna með nokkrum fiskum og brauðum, er ljóst að slíkt hið sama gengur ekki í íslenzkum sjávarútvegi. Þetta eru mikil vonbrigði því mað- ur var búinn að berjast fyrir því af fullum heilindum að koma ein- hverju til leiðar sem maður hélt að yrði til góðs til lengri tíma lit- ið,“ segir Árni. Hvað auðlindagjaldið varðar bendir Árni á ályktun sambands- ins á sínum tíma og segir að auð- lindagjald, eða veiðileyfagjald, hvort sem það sé kallað hóflegt eða óhóflegt geti ekki á nokkurn hátt aukið líkur á sáttum um fisk- veiðistjórnun. Ekki sé heldur hægt að sjá hvað slík skattheimta yfir höfuð hafi með fiskveiði- stjórnunarkerfið að gera. „Ég get ímyndað mér að hugs- anlega geti almenningur, sem ekki er nátengdur greininni, talið að réttlætinu sé fullnægt svona. Þeim sem betur þekkja til er örugglega brugðið,“ segir Árni Bjarnason. Árni Bjarnason Gífurleg vonbrigði Árni Bjarnason Allir andvígir Forystumenn samtaka sjómanna og útgerðarmanna, sem Morgunblaðið ræddi við um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórnun fiskveiða, eru andvígir því. Það eru þeim vonbrigði að ekki skuli tekið tillit til tillagna þeirra um takmörkun á leiguframsali aflaheimilda. Forystumenn sjómanna lýsa allir andstöðu sinni við auðlindagjald og fram- kvæmdastjóri LÍÚ segir að auðlindagjald eins og lagt sé til í frumvarpinu sé allt of hátt. Hjörtur Gíslason ræddi við þá Árna Bjarnason, formann FFSÍ, Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, Helga Laxdal, formann VSFÍ, og Sævar Gunnarsson, formann SSÍ. Þeim ber öllum saman um nauðsyn þess að hefta stækkun flotans og koma í veg fyrir brottkast, nærtækasta leiðin til þess sé veruleg takmörkun á framsali aflaheimilda. „ÞETTA er allt slæmt. Alltof hátt auðlindagjald, ekkert tillit tekið til nauðsynjar þess að takmarka fram- salið, aukinn byggðakvóti og áfram dekrað við smá- báta,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Það auð- lindagjald sem lagt er til í frum- varpinu er alltof hátt. Við stönd- um við það sem við höfum ályktað, að við séum til- búnir til að greiða hóflegt gjald enda verði það til að ná víðtækri sátt, var- anleika og stöðugleika í greininni og það sé gætt jafnræðis við aðrar at- vinnugreinar. Þetta vantar allt sam- an. Það er verið að leggja á okkur eina og að auki gríðarlega hátt gjald í öllu tilliti. Það er verið að tala um nálægt 10% af því sem eftir er, þeg- ar búið er að greiða rekstrarkostnað og laun. En þá eru bara eftir vextir, afborganir, afskriftir, nýfjárfesting- ar og arðgreiðslur. Þegar það bætist við að þetta leggst fyrst og fremst á fyrirtæki á landsbyggðinni og það er mjög óvíst hvort ríkið hafi nokk- uð út úr þessu, þegar upp er staðið, eða tapi jafnvel á því, samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar, get ég ekki annað en verið mjög ósáttur við þetta.“ Friðrik segir að enn- fremur eigi enn að færa aflaheim- ildir frá aflamarksskipum í byggða- pottinn og áfram dekrað við smábáta. Ættu að hætta að tala um ábyrga fiskveiðistjórnun „Tökum sem dæmi mann með 12 tonna bát í aflamarkskerfinu, sem búið er að hirða af endalausan kvóta og flytja á smábátana vegna þess hve litlir þeir eru. Nú á að leyfa stækkun á bátunum í smábátabáta- kerfinu upp í 15 tonn, þannig að þeir eru orðnir miklu stærri en bátarnir, aflaheimildarnar hafa verið hirtar af. Svipaða sögu er að segja af daga- bátunum, sem hafa ákveðinn daga- fjölda en engin takmörk á vélarafli og þar með sóknargetu. Ég legg það til að sjávarútvegsráðherra og Al- þingi hætti að tala um ábyrga fisk- veiðistjórnun, meðan svona er látið viðgangast. Það er skömm að þessu.“ Friðrik segir að það hafi áður komið fram hvers vegna LÍÚ og sjómannasamtökin hafi lagt til tak- mörkun á framsali. Það sé leitt að ekki skuli vera tekið tillit til þeirra tillagna, en sjávarútvegsráðherra taki undir greiningu þeirra á mál- inu, hvað varði brottkastið, stærð flotans og svo framvegis. „Það eru auðvitað veruleg von- brigði að ráðherrann skuli ekki fara í þetta með okkur, en ég horfi þá til þess að hann segir að taka þurfi á þessu og býður upp á samstarf um það. Við hljótum að vonast til að markmiðin náist. Það er ekki líðandi að menn geri út á það að henda fiski,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Friðrik J. Arngrímsson Þetta er allt slæmt Friðrik J. Arngrímsson „ÞAÐ hefur lengi legið fyrir hjá Vélstjórafélaginu að við erum á móti öllum viðbótarálögum á út- gerðina. Það liggur alveg ljóst fyrir í hvaða formi sem það er, hvort það sé auðlindagjald eða fyrningar- leiðin. Við erum búnir að álykta um þetta á fé- lagsfundum, þannig að sú afstaða liggur alveg ljós fyrir,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. „Þessi afstaða er einfaldlega til- komin vegna þess að við stöndum býsna oft í kjaraviðræðum við út- gerðina. Okkur hefur gengið illa að ná fram kjarabótum. Við telj- um að útgerðin eigi fyrst að greiða það sem þeim ber til sinna starfs- manna, áður en farið verður að skattleggja þá sérstaklega.“ Um það að framsal aflaheimilda skuli ekki takmarkað samkvæmt frumvarpinu, segir Helgi að farið hafi verið í samvinnu við LÍÚ um að móta tillögur til takmörkunar á framsali vegna þess að þar hafi náðst heildstæð lausn á fleirum en einu máli. „Eitt þessara mála er framsalið sem mjög lengi hefur verið þyrnir í augum sjómanna. Til þess eru margar ástæður. Eft- ir því sem framsalið er rýmra er meira af fiski sem gengur kaupum og sölum. Því miður er það stað- reyndin að þeim skipum sem lifa eingöngu á keyptum kvóta tengist mikið af vandamálum. Þær út- gerðir gera ekki alltaf upp við sína sjómenn í samræmi við gildandi kjarasamninga. Síðan liggur það líka fyrir frá Fiskistofu, að það eru meiri líkur á því að þessi skip kasti meiri afla í sjóinn. Við vild- um því reyna að minnka útgerð þessara skipa eins og kostur er í þessum íslenzka flota. Það liggur fyrir að ráðherra hefur greinilega ekki treyst sé til að verða við ósk- um okkar. Það hörmum við, því þarna var kominn ákveðinn grundvöllur fyrir ákveðinn sátt milli útgerðar og sjómanna, sem ekki veitti nú af,“ segir Helgi Lax- dal. Helgi Laxdal Erum á móti auð- lindagjaldi Helgi Laxdal „ÁKVÖRÐUN ráðherra er mér mikil vonbrigði. Það er alveg skýrt að Sjómannasambandið hefur alla tíð hafnað auðlinda- gjaldi. Við full- yrðum að auð- lindagjald komi fiskveiðistjórn- un ekkert við. Það er bara pólitísk ákvörð- un hvort á að leggja auðlinda- gjald á þetta eða hitt, hvort sem það er vatnsafl, gufa eða fiskurinn í sjónum,“ segir Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bands Íslands. „Afstaða okkar til framsalsins er jafnskýr og hefur verið það síðan 1984. Við höfum viljað koma í veg fyrir leiguframsal. Við höfum viljað að leyft væri að skipta á tegundum og færa til varanlegar veiðiheimildir. Leigu- framsali höfum við lagzt gegn og það er eingöngu út af því að við teljum að það sé óeðlilegt að út- gerðarmenn séu að fá veiðiheim- ildir til að selja öðrum aðgang að veiðunum. Hitt er svo orðið stór- kostlegt vandamál í íslenzkum sjávarútvegi í dag, en það er hve flotinn hefur stækkað undanfarin ár. Nánast allir botnfiskstofnar hafa minnkað undanfarin ár, en flotinn hefur stækkað. Við erum líklega eina þjóðin á norðurhveli jarðar sem ekki má takmarka flotastærðina. Það leiðir til þess að verið er að flytja inn og taka skip í notkun sem hafa legið í mörg ár. Ég skil ekki hvernig stjórnvöld ætla að stýra veiðun- um við þær aðstæður sem eru að skapast. Ég varð því svolítið hissa að heyra ráðherrann nánast taka undir tillögur okkar, en nota samt ekkert úr þeim. Vandinn vex og vex og það verður að taka á honum. Það þarf að gera það núna, hann verður ekkert minni eftir nokkur ár, en hann er í dag ef ekkert er að gert,“ segir Sæv- ar Gunnarsson. Sævar Gunnarsson Á móti kvótaleigu Sævar Gunnarsson veiðieftir- ðs sjávar- er miðað ur. Þó er í afa í huga frumvarp ér að álög- nu aukast 00 milljón- rpið verði a ráð fyrir kissjóði um a árið 2004 1 milljarði ár. Gert er i frádrátt- og lækkar sem nem- yttu. Rík- m tekjum í fiskveið- milljónum ðað er við rlitsgjalds ðsgjaldi á ætt verða i og nettó aukast um þegar að komið til sem t tekið tillit arnefndar- r til fram- agna sjó- egsmanna aflamarks. ki um út- nslustöðva, ndin lagði arpið taki da sé ljóst að þeir séu ekki fallnir til að ná víð- tækri sátt um fiskveiðistjórnunina. „Það sem ræður því hvað er og hvað er ekki í frumvarpinu er sú setning í skipunarbréfi endurskoðunarnefnd- arinnar að markmið breytinga á lög- unum sé að ná sem víðtækastri sátt landsmanna um fiskveiðistjórnunar- kerfið. Ég er sjálfur sammála sjó- mönnum og útvegsmönnum um þann vanda sem við stöndum frammi fyrir vegna stækkunar flot- ans og fjölgunar kvótalausra skipa. Það var hins vegar lagt til grundvall- ar að ná sem víðtækastri sátt um fiskiveiðistjórnunina. Á þessu stigi met ég það þannig að breytingar á þessum þáttum væru vægt til orða tekið mjög umdeildar og myndu hafa áhrif á þó nokkuð stóran hóp fyrirtækja og einstaklinga í rekstri sem hafa byggt ákvarðanir og fram- tíð sína á þessum þáttum kerfisins. Þess vegna tel ég að það sé ekki til þess fallið að auka sáttina að taka 180 gráða beygju í þessum efnum.“ Árni sagðist hafa átt viðræður öll sjómannasamtökin og útvegsmenn um þessi atriði og boðið þeim sam- starf til að leysa úr þessum vanda- málum, með öðrum ráðum og tækj- um. „Ég vona að það takist því það skiptir gríðarlega miklu máli að þessir aðilar skuli hafa náð saman um að skilgreina þennan vanda og það er grunnur þess að hægt verði að takast á við hann.“ Hámarksaflahlutdeild verði rýmkuð Í frumvarpi sjávarútvegsráðherra er auk þess lagt til að tillögum meiri- hluta endurskoðunarnefndarinnar um hámarksaflahlutdeild verði fylgt, en meirihlutinn taldi ákvæði laga um stjórn fiskveiða óþarflega þröng hvað þetta varðar. Núverandi lög kveða á um að hámarksaflahlut- deild einstakra aðila eða tengdra aðila í einstökum tegundum séu 20%, nema í þorski og ýsu þar sem mörkin eru 10%. Enn fremur heim- ila núgildandi lög að samanlögð hlutdeild einstakra aðila eða tengdra aðila nemi allt að 8% af heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda. Að mati meirihluta endurskoðunarnefndar koma þess- ar reglur í veg fyrir að hagkvæmni stærðarinnar sé nýtt og hamla sér- hæfingu fyrirtækja. Er því í frum- varpinu lagt til að hámarkshlut- deild einstakra aðila í þorski verði 12%, en hámarkshlutdeild í öðrum bolfisktegundum verði 50%. Þá er lagt til að þetta hlutfall verði ekki umfram 20% í síld, loðnu og úthafs- rækju né í öðrum tegundum sem bundnar eru í kvóta. Enn fremur er lagt til að samanlögð aflahlutdeild einstakra aðila verði 12% óháð því hvort fyrirtækin eru í dreifðri eign- araðild. Af þessum sökum fellur úr gildi sérregla núgildandi laga um hámarks samanlagða hlutdeild að- ila í dreifðri eignaraðild. Flutningur aflamarks rýmkaður Í frumvarpinu er lagt til að settar verði ákveðnar reglur um hvenær unnt er að flytja aflamark milli skipa. Samkvæmt þessri grein er það fyrst unnt þegar aflamarkinu hefur verið úthlutað og lýkur fresti til þess 15 dögum eftir að veiðitíma- bili lýkur. Þá er lagt til að heimild til flutnings sé takmörkuð þannig að aflaheimildir séu ekki bersýnilega umfram veiðigetu skipsins. Gerðar eru tillögur um breytingar á þeim reglum sem nú heimila Fiskistofu að samþykkja að vikið sé frá tak- mörkun á heimild til flutnings afla- marks. Þá er gert ráð fyrir að heimild ákvæðis til flutnings aflaheimilda milli skipa innan sömu útgerðar verði rýmkuð. Í frumvarpinu er tillaga um að sjávarútvegsráðherra geti, að höfðu samráði við Byggðastofnun, ráð- stafað allt að 1.500 lestum af óslægðum botnfiski til skipa sem gerð eru út frá byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Er gert ráð fyrir að þessar 1.500 lestir verði teknar af þeim 12.000 tonna heimildum sem ráðherra hefur nú samkvæmt lög- um um stjórn fiskveiða, til að mæta áföllum sem fyrirsjáanleg eru vegna verulegra breytinga í afla- marki einstakra tegunda. Heimild þessi hefur aðeins verið nýtt að hluta og einkum vegna skerðingar í innfjarðarrækjuveiðum. Tillögum endurskoðunarnefnd- arinnar um stjórnun veiða króka- báta hefur flestum þegar verið hrint í framkvæmd með lagabreyt- ingum. Í frumvarpinu sem lagt var fram í gær er hins vegar gert lagt til að takmarkanir á stærð krókabáta verði rýmkaðar úr 6 brúttótonnum eins og nú er í 15 brúttótonn. Þykir 6 tonna takmörkunin of þröng, m.a. af öryggisástæðum. Þetta ákvæði á einungis við um krókaaflamarks- báta og gildir því ekki um dagabáta. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í gær og vonaðist Árni til þess að um það yrði ágæt sátt og hægt yrði að afgreiða það á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að finna í heild á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is. m 9,5% magn- og afkomutengt veiðigjald         !   "    ##$  / )'* 1( ,/. /. ,-)   ' ##%  ! / )/) 1( *,1 /1 ('-  !" '  ##&  ! ' ,/- 1+ 1)) /' ..)  # ' ##' ' +,* 1+ (-/ // ,1*  # #  ' ##(   / ')) 1+ -'' /' -)'   "" '% ### " ! ' (.. 1, /-' /( /)/  ! ' ! , ..1 1- .,' /( +/*  ! ! # '  """ , '(/ 1* 1++ /- ,.. " " " '  """ + **. 1* +)) '1 /.. !! !  '   ()* #+ , ' -     Morgunblaðið/Golli varútvegsráðherra kynnir frumvarp til breyt- n fiskveiða á fundi með fréttamönnum í gær. eru þau Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í nu, og Arndís Steinþórsdóttir, skrifstofustjóri í ráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.