Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 39
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar hf. boðar til
hluthafafundar
sem haldinn verður á Hótel KEA fimmtu-
daginn 28. febrúar 2002 klukkan 17:00
Á dagskrá fundarins verða tekin til afgreiðslu
eftirtalin mál:
1. Tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar
félagsins um stofnun dótturfélags sem tekur
yfir allan rekstur og rekstrarfjármuni félagsins.
2. Tillaga um breytingu á 3. grein samþykkta
félagsins þannig að hún hljóði svo:
Tilgangur félagsins er að starfa sem eign-
arhaldsfélag um félög og fyrirtæki sem
stunda eldi á fiski, rannsóknar- og þróun-
arstarf í fiskeldi og skylda starfsemi.
3. Tillaga um breytingu á 4. grein samþykkta
félagsins, þannig að heimilt verði að hækka
hlutafé félagsins í allt að 1,3 milljarða króna
með sölu nýrra hluta.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
Til félagsmanna í Félagi fasteignasala
AÐALFUNDIR 2002
Aðalfundir Félags fasteignasala, Ábyrgðarsjóðs
Félags fasteignasala og Frumkvæðis ehf. verða
haldnir fimmtudaginn 28. febrúar 2002 kl. 17.00
síðdegis í fundarsalnum Háteigi á 4. hæð á
Grand Hóteli Reykjavík.
Á dagskrá aðalfundar FF verða eftirtalin
mál:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu
starfsári.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar.
5. Kjör endurskoðenda.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Athygli er vakin á 8. gr. laga FF, en þar segir
að atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi hafi
félagsmenn, sem skuldlausir eru við félagið.
Á fundinum verða léttar veitingar að venju.
Stjórnin.
Handverksfólk athugið!
Handverksmarkaður verður á Garða-
torgi laugardaginn 2. mars.
Vinsamlega staðfestið básapantanir
í síma 692 6673 eða 861 4950.
Hafnarfjarðarbær:
Listaverkasamkeppni
vegna nýja bókasafnsins
Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar efnir til
samkeppni um listaverk í eða við nýtt húsnæði
Bókasafns Hafnarfjarðar á Strandgötu 1.
Auglýst er eftir tilbúnum verkum eða hug-
myndum, hvort heldur að inni- eða úti-
listaverkum.
Verðlaunarverkið verður gjöf bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar til safnsins, en einnig er um að
ræða hugsanleg kaup á öðrum verkum.
Verðhugmyndir skulu fylgja tillögum. Miðað
er við að heildarkostnaður verkefnisins fari ekki
yfir 1 milljón.
Sérskipuð dómnefnd mun meta verkin og skila
áliti til bæjaryfirvalda. Menningarmálanefnd
áskilur sér rétt til að kynna allar tillögur sem
berast við opnun bókasafnsins þann 5. apríl nk.
Teikningar af Strandgötu 1 er að finna á heima-
síðu bókasafnsins, www.hafnarfj.is/bokasafn/
Tillögur merktar Listaverkasamkeppni skulu
hafa borist á skrifstofu menningarmála
á Vesturgötu 8 þann 18. mars nk.
Menningarfulltrúi Hafnarfjarðar.
menning@hafnarfjordur.is .
Bjórvinafélag Íslands
Stofnfundur
Stofnfundur Bjórvinafélags Íslands verður
haldinn 1. mars nk. Uppl. um markmið og
starfsemi félagsins ásamt fundarstað er að
finna á netinu: www.ismennt.is/not/keg/bjor
Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér
með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin
svæði í Reykjavík:
Öskjuhlíð, Leynimýri, duftkirkjugarður, breyting á deiliskipulagi.
Tillagan tekur til svæðis er kallað hefur verið Leynimýri og er hluti deiliskipulags Öskjuhlíðar.
Afmarkast það í grófum dráttum af lóðarmörkum húsanna við Vesturhlíð til suðurs, göngustígum sem
liggja um svæðið til vesturs og norðurs og akveginum upp að Perlunni til austurs.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að í stað fjölnota grasflatar og hluta svæðis sem skipulagi var frestað á,
skv. samþykktu skipulagi Öskjuhlíðar, verði heimilt að gera duftkirkjugarð. Þá gerir tillagan ráð fyrir
færslu á legu göngustíga og 50 nýjum bílastæðum vegna garðsins vestan Vesturhlíðaskóla. Ekki er
gert ráð fyrir húsbyggingum á svæðinu. Landnotkun hluta svæðisins breytist úr almennu útivistar-
svæði í útivistarsvæði til sérstakra nota merktu K þ.e. kirkjugarð.
Árbær, Hraunbær, Bæjarháls, Bæjarbraut, breyting á eldra skipulagi/nýtt
deiliskipulag.
Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af Hraunbæ til suðurs og vesturs, Bæjarhálsi til norðurs og
Bæjarbraut til austurs.
Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið sem fella mun úr gildi eldra skipulag þess.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir óbreyttu ástandi á lóðinni nr. 107-107E nema hvað gert er ráð fyrir að lóðin
stækki og bílastæðum fjölgi. Austan lóðarinnar nr. 107 er gert ráð fyrir tveimur nýjum lóðum fyrir
félagslegt íbúðarhúsnæði. Þar rísi tvö tveggja hæða raðhús, syðst á hvorri lóð, með 6 íbúðum hvort.
Nyrst á lóðunum rísi tvö fjölbýlishús, á þremur hæðum, með 22 íbúðum hvort. Þá gerir tillagan ráð
fyrir tveimur lóðum austan þeirra. Á vestari lóðinni verði heimilt að reisa hús fyrir félagsstarfsemi á
allt að tveimur hæðum. Á austustu lóðinni, sem liggur að Bæjarbraut, er gert ráð fyrir að byggð verði
heilsugæslustöð eða hús fyrir aðra þjónustu á tveimur hæðum. Tillagan gerir því ráð fyrir að
byggingarmagn á svæðinu vaxi um 19.000 m2.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
10.00 – 16.00 frá 27. febrúar 2002 til 10. apríl 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til
skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 10. apríl 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 27. febrúar 2002.
Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1822278 9.0.*
Njörður 6002022719 I
I.O.O.F. 7 1822277½ Br.
HELGAFELL 6002022719 IV/V
GLITNIR 6002022719 I
Kjör Stm
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Flugmenn
- flugáhugamenn
Febrúarfundurinn um flugöryggismál
verður haldinn fimmtudagskvöldið
28. febrúar á Hótel Loftleiðum kl. 20.00.
Dagskrá:
Arngrímur B. Jóhannsson, flugstjóri,
ræðir hættur í listflugi.
Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur,
ræðir flugveður og nýtt veðurtilkynnnga-
kerfi á Íslandi.
Kvikmyndasýning.
Flugbjörgunarsveitirnar,
Flugmálafélag Íslands,
Flugmálastjórn,
Öryggisnefnd FÍA.