Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Norskt saltskip GETUR einhver upplýst mig um eftirfarandi: Hvað hét norska saltskipið sem Muggur tók sér far með til Ítalíu í mars 1921? Í þeirri ferð samdi hann snilldar- verkið Dimmalimm, ævin- týrið um kóngsdótturina, fyrir systurdóttur sína Helgu Egilsson (1918– 2001), sem einmitt var köll- uð Dimmalimm. Vinsamlegast hafið sam- band við undirritaðan í síma 551 3224 eða á faxi: 551 3227. Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, R. Um fákeppni DAVÍÐ Oddsson virðist ætla að sýna Baugi rauða spjaldið vegna fákeppni. En hvað með risana í sjávarútvegi? Hvað með fá- keppni í flugi? Hvað með stóru risana í flutningum á sjó? Svona mætti lengi telja. En það má líklega ekki stugga við hverjum sem er í þessu þjóðfélagi. Aðeins þeim sem stjórn- völdum hentar hverju sinni. Eitt er víst að meðal al- mennings sem hefur notið góðs af Bónus í 13 ár þá eru þeir ekki vinsælir sem eru með svona upphlaup. Fólkið sem hefur verslað í Bónus snýr bökum saman til varnar Jóhannesi Jóns- syni í Bónus sem hefur gert það fyrir heimilin í landinu sem stjórnvöldum, verka- lýðsfélögum og samtökum atvinnulífsins hefur ekki tekist að gera fyrir heimilin í landinu síðan Bónus leit dagsins ljós. Gunnar G. Bjartmarss., Hátúni 10, R. Tapað/fundið Tölvuleikir í óskilum TÖLVULEIKIR fundust sl. laugardag á bílastæði við Öldugranda. Uppl. í síma 866 1898. Trefill í óskilum HVÍTUR trefill úr flísefni, kögraður með ljósbrúnum myndum, fannst í síðustu viku á gangstéttinni við bókabúðina á Hlemmi. Uppl. í síma 552 8434. Hanskar í óskilum SVARTIR loðfóðraðir leð- urhanskar, karlmanns, eru í óskilum hjá Trygginga- stofun ríkisins á Lauga- vegi. Uppl. í síma 560 4487. Vettlingar týndust BLÁIR og grænir ullar- fingravettlingar týndust í strætó nr. 6 sl. fimmtudag. Skilvís finnandi hafi sam- band við Clémentine í síma 562 0053. Fundarlaun. Gleraugu týndust BRÚN Calvin Klein gler- augu týndust í nágrenni Langholtsskóla 11. febr- úar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 587 8735. Fundarlaun. Dýrahald Simbi er týndur SIMBI er gulbröndóttur högni með bláa hálsól. Hann týndist frá Vætta- borgum 38. Hann er líklega í ná- grenninu, í Borgahverfi. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um Simba hafi sam- band í síma 586 2157. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Víkverji skrifar... JAFN árviss og jólin og Þorrinn ogGóan og allt hitt er líka bóka- markaðurinn. Hann stendur nú yfir í Perlunni í Reykjavík og ekki sá Vík- verji betur en að Akureyringar fengju sinn bókamarkað á sama tíma og við hér sunnan heiða. Nánast svo lengi sem Víkverji man eftir sér (sem er næstum því jafn langt og þessir svonefndu elstu menn muna!) hefur Félag íslenskra bókaút- gefenda haldið þennan markað. Er hann eflaust til kominn af þeirri nauðsyn að grynnka á gömlu birgð- unum hjá útgefendum. Enda bæk- urnar mun betur komnar í hillum og náttborðum okkar en í geymslum út- gefenda. Spurning er hins vegar hvort þær verða endilega lesnar þótt þær séu keyptar, en þarna fáum við tækifæri til að kaupa bækur á góðu verði. Tvennt er það einkum sem gefur bókamarkaðinum gildi. Annars veg- ar þetta hagstæða verð, þegar hægt er að kaupa tiltölulega nýlegar bæk- ur á gjafverði. Hins vegar að geta séð „gömlu“ bækurnar, þ.e. bækur sem komu út fyrir ekki lengri tíma en þremur árum og maður man ekki lengur eftir. Í bókaflóðinu er það nefnilega svo að ýmisleg áhugaverð lesning færist algjörlega í kaf. Þær sem mest eru auglýstar og mest eru seldar og fá tilnefningar og verðlaun lifa fram eftir næsta ári og kannski árum. Aðrar falla í gleymskunnar dá í strax í janúar. Koma þær ekki fram í sviðsljósið fyrr en á bókamarkaði eftir fáein ár. Það þriðja góða við bókamarkað- inn er náttúrlega að þarna getur ungt fólk keypt nánast það sem það lystir án þess að fara á hausinn eða hengja sig í raðgreiðslum. Þannig getur það komið sér upp bókastofni til heimilis- ins því alltaf finnst nú Víkverja nauð- synlegt að nokkrar bækur séu til á hverju heimili. Enn einn kosturinn fyrir Víkverja er sá, að þar sem hann á afmæli á bókamarkaðstímanum hafa gjarnan flotið til hans nokkrar bækur af bókamarkaðsflóðinu. x x x OG TALANDI um afmæli geturVíkverji upplýst að hann mætir senn einum af stærri slíkum áföngum sínum hingað til. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað það er ánægjulegt að hóa í þá sem vilja fagna slíkum áfanga með afmælis- barninu. Ábending Víkverja í þessu sam- bandi er aðeins sú að ekki skyldu menn hræðast það að ná virðulegum aldri. Stundum heyrist nefnilega að menn séu að komast á seinni hálfleik, verða löglega gamlir eða eitthvað í þá áttina. Þetta er kannski sagt í hálf- kæringi en í þessu felst einhver broddur líka. Við komumst ekki hjá því að eldast (og kannski jafnvel þroskast eitthvað líka) en við getum hugsanlega ráðið einhverju um það hvernig við eldumst. Ekki kannski hvað varðar gráu hárin, fækkandi hár eða líkamlegt atgervi en þó má lengi vel leika á ellina í þessum efn- um. Aðalatriðið hlýtur að vera að halda sér nokkuð andlega unglegum. Niðurstaðan er sú að hvetja les- endur til að kvíða engu og muna að allt er fertugum fært, fimmtugir hljóta að eiga sér eitthvert geðslegt máltæki líka og það hlýtur líka að gilda um þá sem verða sextugir eða sjötugir. Og ef einhverjum finnst far- ið að slá alvarlega útí fyrir Víkverja þá er honum bara alveg sama! 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 kænskan, 8 vænar, 9 snjóa, 10 kraftur, 11 blundar, 13 út, 15 sætis, 18 vísa, 21 glöð, 22 ákæra, 23 möndullinn, 24 farartæki. LÓÐRÉTT: 2 fiskar, 3 hreinsar, 4 á líkama, 5 starfið, 6 mannsnafn, 7 þekkir, 12 reið, 14 veiðarfæri, 15 poka, 16 hugaða, 17 há- vaði, 18 glys, 19 bardag- anum, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 menga, 4 helft, 7 gáfur, 8 ungum, 9 ann, 11 sorp, 13 anga, 14 úlpur, 15 kurl, 17 klúr, 20 þrá, 22 potar, 23 sekks, 24 Ránar, 25 rómar. Lóðrétt: 1 magns, 2 gæfur, 3 akra, 4 hrun, 5 lygin, 6 temja, 10 napur, 12 púl, 13 ark, 15 kopar, 16 rætin, 18 lokum, 19 rósar, 20 þrár, 21 ásar. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss kemur og fer í dag. Arnarfell kemur í dag. Gissur fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom til Straumsvíkur í gær. Svanur kom í gær. Jo. Elm fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, flóamark- aður, fataúthlutun og fatamóttaka sími 552 5277 eru opin mið- vikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 og kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar uppl. í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13– 16 vefnaður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi, s. 586 8014, kl. 13–16. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Bingó í Gull- smára 13 föstudaginn 1. mars kl. 14. Opið hús verður í Gjábakka laug- ardaginn 2. mars kl. 14. Dagskrá: upplestur, danssýning o.fl. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fimmtud. 7 mars kl. 20 Borgarleik- húsið, Íslenski dans- flokkurinn, miðapant- anir í síma 565 6622 eftir hádegi. Miðvd. 27. kl. 11.15, kl. 12.15 og kl. 13.05 leikfimi, kl. 14 handavinnuhornið, kl. 16 trésmíði, nýtt og not- að, fimmtud. 28. feb. vinnuh. gler, kl. 12.15 spænska, kl. 13 postu- línsmálun, kl. 14 ker- amik og málun, kl. 19.30 bingó, föstud. 1. mars kl. 11 dans. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Myndlist kl. 13, pílukast kl. 13:30 á morgun, pútt í Bæj- arútgerð kl. 10–11:30, bingó kl. 13:30. Sælu- dagar á Örkinni 3.-8. mars. Þátttakendur láti vita um hvort þeir ætla að nota rútuna sem fersunnud. 3. mars kl. 16:30 í s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Miðvikud.: Göngu-hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45. Fimmtud.: Brids kl. 13 og brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sun- nud. kl. 16. Miðapant- anir í s.: 588 2111, 568 8092 og 551 2203. Árshátíð FEB verður haldin 1. mars í Versöl- um, Hallveigastíg 1. Húsið opnað kl. 19 og borðhald hefst kl. 19.30. Miðapantanir á skrif- stofu FEB, s.: 588 2111. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtud. 7. mars kl. 16.15, leið- beinandi Bjarni Ingv- arsson. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaík og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16, blöð- in og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn. Veitingar í veit- ingastofu. Fimmtudag- inn 28. feb. Leikhúsferð í Borgarleikhúsið, „Boð- orðin níu“, skráning hafin. Félagsvist verður 28. feb. kl. 13.15 í sam- starfi við Seljaskóla, umsjón Eiríkur Sigfús- son. Allir velkomnir, vegleg verðlaun. Uppl. um starfsemina á staðn- um og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10.30 boccia, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 félagsvist FEBK og glerlist, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Góugleði verður fimmtudaginn 28. feb. kl. 14. Góð skemmti- atriði. Þema dagsins: Þú ert það sem ofan í þig fer. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur- klippimyndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Fóta- aðgerð, hár- og hand- snyrting. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun, fimmtudaginn 28. febr- úar, á Korpúlfsstöðum kl. 10. Kaffistofan opin. Allir velkomnir. Uppl. í síma 545 4500, Þráinn. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9– 12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15– 16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13– 16 tréskurður. Höfum laus pláss í tréútskurði. Konur sérstaklega vel- komnar. Upplýsingar í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Bústaðakirkja – starf aldraðra. Kl. 13–16.30, spilað, föndrað, helgi- stund og gáta. Þeir sem vilja láta sækja sig: skráning hjá kirkju- verði, s. 533 8500, eða Sigrúnu, s. 864 1448. Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. ITC-deildin Melkorka, fundur í sal Flugvirkja- félags Íslands, Borg- artúni 22, í kvöld kl. 20. Stef fundarins er „Hver dagur er fágæt gjöf og dýrmætt tækifæri“. Uppl. í s. 553 1762, Jó- hanna, netfang: hannab@isl.is Bókmenntaklúbbur Hana-nú. Fundur í kvöld kl. 20 á lesstofu Bóka- safns Kópavogs. Verið er að lesa verk Halldórs K. Laxness. Skráning í Skálholtsferð. Í dag er miðvikudagur 27. febrúar, 58. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá sem treystir á auð sinn, hann fell- ur, en hinir réttlátu munu grænka eins og laufið. (Orðskv. 11, 28.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.