Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 1
48. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. FEBRÚAR 2002 GYÐINGUR les Esterarbók í gamla testamentinu í tilefni af púrímhá- tíðinni sem var í gær. Gyðingar halda hátíðina árlega til að minnast þess að gyðingastúlkan Ester, sem varð eiginkona Persakonungs, bjargaði gyðingum frá útrýmingu í Persaveldi á 5. öld fyrir Krist. Á bak við gyðinginn er ísraelskur hermað- ur við varðstöð á vegi milli gyð- ingabyggðanna Efrat og Nokdim á Vesturbakka Jórdanar. Reuters Gluggað í Esterarbók SJÖ menn fórust og fimmtán slös- uðust, þar af fjórir lífshættulega, þegar tvær flutningalestir rákust saman í þorpinu Wampersdorf ná- lægt Vín í gær. Er þetta mann- skæðasta lestarslys í Austurríki í þrjátíu ár. Flestir þeirra sem létu lífið eða særðust voru ungverskir starfs- menn lestar sem var á leið til Ung- verjalands. Hin lestin var á leið til Vínar og átti ekki að vera á sama spori og ungverska lestin. Slökkviliðsmenn fjarlægja hér flak eins lestarvagnanna. Reuters Sjö menn farast í lestarslysi FLÓTTAMANNAHJÁLP Sam- einuðu þjóðanna, UNHCR, skýrði frá því í gærkvöldi að rannsókn hefði leitt í ljós að margir starfs- menn hjálparstofnana hefðu gerst sekir um að misnota kynferðislega ungar stúlkur í flóttamannabúðum í Vestur-Afríkuríkjunum Líberíu, Sierra Leone og Gíneu. Skýrsla um rannsóknina hefur ekki enn verið gerð opinber en nið- urstöður hennar hafa þó spurst út og vakið hörð viðbrögð. Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna og bresku góðgerðarsamtökin Save the Children stóðu fyrir rann- sókninni og hún bendir til þess að starfsmenn meira en fjörutíu hjálp- arstofnana hafi misnotað aðstöðu sína til að svala kynþörf sinni. Ungar stúlkur sögðu skýrsluhöf- undunum að þær hefðu neyðst til að hafa mök við hjálparstarfs- mennina til að tryggja sér mat og aðrar nauðsynjavörur. Að sögn breska útvarpsins BBC kemur fram að í langflestum tilfellum er um að ræða hjálpar- starfsmenn frá viðkomandi landi, þ.e. heimamenn frá Líberíu, Sierra Leone eða Gíneu. Nokkrar stúlkur sögðu þó að þær hefðu verið svívirtar af friðargæslulið- um á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar Save the Children segjast hafa í hyggju að nota upp- lýsingarnar til að skera upp herör gegn hegðun hjálparstarfsmann- anna. Hafa samtökin sjálf þegar rekið þrjá starfsmenn, sem unnið höfðu að hjálparstörfum á þeirra vegum. Flóttabörn misnot- uð kynferðislega KEN Livingstone, borgarstjóri London, tilkynnti í gær að bíl- stjórum yrði gert að greiða 5 pund, andvirði 720 króna, á dag fyrir að aka inn í miðborgina frá 17. febrúar á næsta ári. Markmiðið með gjaldinu er að draga úr loftmengun og minnka umferðarþungann um 10–15%. „Þetta er í fyrsta sinn sem reynt er fyrir alvöru að taka á þrálátu umferðaröngþveiti í miðborg London,“ sagði Livingstone. Ráðgert er að setja upp 230 myndavélar til að taka myndir af bílnúmerum og athugað verður í gagnabanka hvort bílstjórarnir hafi greitt gjaldið. Þeir sem ekki gera það verða sektaðir. Áætlað er að tekjurnar af gjaldinu verði andvirði 21,6 milljarða króna og féð á nota til að bæta almenn- ingssamgöngurnar. Félag enskra bifreiðaeigenda mótmælti áformunum og sagði að lesta- og strætisvagnakerfið réði ekki við álagið á almenn- ingssamgöngurnar sem fylgdi gjaldtökunni. Gjald lagt á akstur í miðborginni London. AFP, AP. hringdi í hann til að þakka honum fyrir að beita sér fyrir friðarviðræð- um. Evrópusambandið hefur einnig fagnað tillögunum. Solana ræðir við krónprinsinn Javier Solana sagði Sharon vilja „ræða við hvaða fulltrúa sádi-arab- ískra stjórnvalda sem er“. „Hann lét í ljósi mikinn hug á að fá frekari upp- lýsingar um hugmyndina.“ Solana ákvað að breyta ferðaáætl- un sinni til að ræða friðartillögurnar við krónprinsinn í sádi-arabísku hafnarborginni Jeddah í dag. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, sagði í gær að Ísraelar ættu ekki að hafna friðartil- lögunum. Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Ísraels, hefur sagt að hug- myndir krónprinsins séu „áhugaverðar og hrífandi“ en ráð- gjafar Sharons segja að þær séu enn óljósar. Áhrifamikið dagblað í Ísrael, Haaretz, hvatti Sharon til að taka friðartillögurnar til vandlegrar at- hugunar. „Með áætlun Sáda gefst okkur tækifæri til að undirrita frið- arsamning við mestallan arabaheim- inn (fyrir utan lönd eins og Líbýu og Írak), meðal annars Palestínumenn,“ sagði blaðið í forystugrein. Ísraelskir, palestínskir og banda- rískir embættismenn komu saman í Tel Aviv í gær til að hefja að nýju við- ræður um samstarf í öryggismálum. Palestínumenn slitu viðræðunum um helgina eftir að Ísraelsstjórn neitaði að heimila Yasser Arafat, leiðtoga þeirra, að fara frá Ramallah á Vest- urbakkanum þar sem hann hefur verið í herkví frá því í byrjun desem- ber. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn að ræða við leið- toga Sádi-Arabíu um nýjar friðartil- lögur þeirra, að sögn Javiers Solana, æðsta embættismanns Evrópusam- bandsins í utanríkismálum, sem ræddi við Sharon í Jerúsalem í gær. Krónprins Sádi-Arabíu, Abdullah bin Abdul Aziz, lagði tillögurnar fram nýlega og hafa þær vakið vonir um að stjórn Ísraels hefji friðarviðræður að nýju við Palestínumenn. Tillögurnar fela í sér að arabaríkin taki upp vin- samlegri samskipti við Ísrael gegn því að Ísraelar dragi allt herlið sitt frá svæðunum sem þeir hernámu 1967. Tillögunum hefur verið vel tek- ið í heimastjórn Palestínumanna, Egyptalandi, Jórdaníu, Líbanon og arabaríkjum við Persaflóa. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði tillögum krónprinsins og Sharon vill ræða við leiðtoga Sádi-Arabíu Bush fagnar friðarhugmyndum Sáda Jerúsalem. AFP, AP. HUGO Chávez, forseti Venesúela, sagði í viðtali sem birt var í gær að engin hætta væri á valdaráni í land- inu þótt hann yrði ekki við þeirri kröfu fjögurra yfirforingja í hernum að hann segði af sér. Bandarískur embættismaður sagði hins vegar að herforingjar í Venesúela hefðu rætt þann möguleika að taka völdin í sín- ar hendur. Chávez sagði í viðtali við franska dagblaðið Le Monde að líkurnar á valdaráni væru „engar“ því stjórnin nyti stuðnings almennings. Embættismaður í Washington sagði að herforingjar í Venesúela hefðu innt bandaríska stjórnarerind- reka eftir því hvernig Bandaríkja- stjórn myndi bregðast við valdaráni. Þeim hefði verið sagt að stjórnin væri andvíg hvers konar aðgerðum sem græfu undan lýðræðinu. Valdarán í Venesúela?  Endalokin/20 Caracas. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.