Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Þorfinnsson sigraði á Meistaramóti Taflfélagsins Hellis 2002 sem lauk á mánudaginn og varð jafnframt skákmeistari Hellis í fjórða sinn eftir harða keppni við Þorvarð Fannar Ólafsson. Áður hefur Björn orðið meistari félagins 1997-99. Björn lagði Sigurð Daða Sigfússon í lokaumferðinni og hlaut 6 vinninga í 7 skákum, en Þorvarður tapaði fyrir Braga Þor- finnssyni. Þrátt fyrir að þetta sé í fjórða sinn sem Björn verður skákmeistari Hellis er þetta í fyrsta sinn sem hann sigrar á meistaramótinu. Helstu úrslit í lokaumferðinni: Bragi Þorf.s. - Þorvarður F. Ólafss.1-0 Sigurður D. Sigfúss. - Björn Þorfinnss.0-1 Björn Þorsteinss. - Jón Á. Halldórss. 0-1 Gunnar Björnss. - Leifur I. Vilmun.s. 1-0 Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Björn Þorfinnsson 6 v. 2.-3. Bragi Þorfinnsson, Jón Árni Halldórsson 5½ v. 4.-5. Þorvarður F. Ólafsson, Gunnar Björnsson 5 v. 6.-10. Björn Þorsteinsson, Sig- urður Daði Sigfússon, Hall- dór Garðarsson, Páll Sig- urðsson, Halldór Pálsson 4½ v. 11.-14. Rafn Jónsson, Leifur I. Vil- mundarson, Kjartan Thor Wikfeldt, Valdimar Leifs- son 4 v. 15.-21. Óskar Haraldsson, Sigur- jón Haraldsson, Arnar Ing- ólfsson, Aldís Rún Lárus- dóttir, Ben Liese, Anna Björg Þorgrímsdóttir, Arn- ar Sigurðsson 3½ v. 22.-25. Haraldur Magnússon, Gylfi Davíðs- son, Kristján Þór Sverris- son, Örn Stef- ánsson 3 v. o.s.frv. Alls tóku 36 skák- menn þátt í mótinu. Fjöldi aukaverð- launa var veittur. Björn Þorfinnsson fékk aukaverðlaun sem Skákmeistari Hellis. Aldís Rún Lárusdóttir hlaut kvennaverðlaun mótsins. Bestum ár- angri undir 2.000 stigum náði Halldór Garðarsson. Páll Sigurðs- son náði bestum árangri undir 1.800 stigum, Valdimar Leifsson undir 1.600 stigum og Ben Liese í flokki stigalausra. Unglingaverð- laun fengu Arnar Sigurðsson, Gylfi Davíðsson og Örn Stefáns- son. Stúlknaverðlaun komu í hlut þeirra Margrétar Jónu Gestsdótt- ur, Hallgerðar Helgu Þorsteins- dóttur og Elsu Maríu Þorfinns- dóttur. Kasparov og Ponom- ariov í Linares Linares-skákmótið er nú haldið í 19. sinn og sem fyrr taka margir sterkustu skákmanna heims þátt í mótinu sem er í 20. styrkleika- flokki. Keppendur eru sjö, þannig að einn situr yfir í hverri umferð og því er erf- iðara að átta sig á stöðunni en ella. At- hyglin beinist ekki síst að hinum nýbak- aða heimsmeistara FIDE, Ruslan Pon- omariov, sem tekur þátt í sínu fyrsta móti eftir að vera krýndur heimsmeistari. Í fyrstu umferð vildi þannig til að hann mætti andstæðingi sínum úr heimsmeist- araeinvíginu, Vassily Ivanchuk. Ponomariov sýndi að það var ekki eingöngu hinn stutti umhugsunartími sem réð úrslitum í einvígi þeirra, því nú þegar um- hugsunartíminn var mun rýmri sigraði hann Ivanchuk enn á ný. Ponomariov náði þó ekki að fylgja þessari góðu byrjun eftir, því í annarri umferð tapaði hann sinni fyrstu skák sem heimsmeistari gegn enska stórmeistaranum Michael Adams. Kasparov fer nokkuð rólega af stað á mótinu og varð að sætta sig við jafntefli gegn stigalægsta þátt- takandanum í mótinu, hinum 19 ára gamla Paco Vallejo (2.630), í fyrstu umferð mótsins. Þegar frammistaða Vallejo er skoðuð eft- ir þrjár umferðir kemur reyndar í ljós að hann er ekki auðveld bráð, því auk jafnteflisins við Kasparov hefur hann einnig gert jafntefli við þá Anand og Ivanchuk. Linares-mótið spannar að þessu sinni allan aldursskalann meðal 20 sterkustu skákmanna heims, fyrir utan Anatoly Karpov sem er lang- elstur á þeim lista. Hann er nú 51 árs, en næstelstur er sjálfur Kasp- arov sem er 39 ára. Enginn annar skákmaður í heiminum milli 39 og 51 árs er í efstu 20 sætum heims- listans. Þeir hafa því sérstöðu þarna eins og víðar þessi tvö of- urmenni skáksögunnar. Vegna aldursbilsins sem Lin- ares-mótið spannar að þessu sinni má líta á það sem viðureign eldri kynslóðarinnar og þeirrar yngri. Elstu skákmennirnir í hópnum, þeir Kasparov, Anand og Ivanch- uk eru allir fæddir 1960-70 en menn framtíðarinnar, þeir Vallejo og Ponomariov, eru fæddir 1982 og 1983. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig barátta kyn- slóðanna fer á mótinu. Staðan eftir þrjár umferðir er þessi: 1. Michael Adams 1½ v. af 2 2.-4. Anand, Shirov, Vallejo 1½ v. af 3 5.-6. Ponomariov, Kasparov 1 v. af 2 7. Ivanchuk 1 v. af 3 Fjórða umferð mótsins var tefld í gær, en í dag er frídagur á mótinu. Margir bíða spenntir eftir sjöttu umferð mótsins (1. mars), en þá mætast þeir Ponomariov og Kasparov. Fjórir efstir í Cannes Dagana 22. febrúar til 3. mars fer fram skákmót í 18. styrkleika- flokki í Cannes í Frakklandi. Með- al keppenda eru Alexander Mor- ozevich, fimmti stigahæsti skák- maður heims, og Evgeny Bareev, sem er í 14. sæti á FIDE-listanum og náði nýlega sínum glæsilegasta árangri á skákferlinum þegar hann sigraði á Corus-mótinu í Wijk aan Zee í síðasta mánuði. Kasparov átti einnig að taka þátt í því móti, en hætti við á síðustu stundu og bar fyrir sig vírussýk- ingu. Þegar Nigel Short var hér á landi vegna einvígisins við Hannes Hlífar hló hann að þessari skýr- ingu Kasparovs og svipað gerir skákpistlahöfundurinn John Henderson sem telur að hafi ein- hver vírus herjað á Kasparov þá hafi hann verið í tölvunni hans. Auk þeirra Morozevich og Bar- eev má nefna Anatoly Karpov sem hefur farið ágætlega af stað á mótinu og er í hópi þeirra fjögurra sem efstir eru eftir fjórar umferðir með 2½ vinning. Það sama verður ekki sagt um Morozevich sem er neðstur með hálfan vinning. Röðin er þessi þegar fjórum umferðum er lokið: 1.-4. Bareev (2.707), Karpov (2.693), Gelfand (2.708), Fressinet (2.591) FRA 2½ v. 5.-8. Topalov (2.739), Lautier (2.687), Bacrot (2.649), Leko (2.713) 2 v. 9. Nataf (2.546) FRA 1 v. 10. Morozevich (2.742) ½ v. SKÁK Hellisheimilið MEISTARAMÓT HELLIS 11.–25.2. 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Björn Þorfinnsson sigr- aði á Meistaramóti Hellis Björn Þorfinnsson ✝ Bragi Óskarssonfæddist á Ísafirði 11. janúar 1951. Hann lést af slysför- um 18. febrúar síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Val- gerðar Hönnu Jó- hannsdóttur vita- varðar, f. 29.1. 1922, og Óskars Aðalsteins Guðjónssonar, rit- höfundar og vita- varðar, f. 1.5. 1919, d. 1.7. 1994. Bræður Braga eru Flosi, f. 30.12. 1946, og Gylfi, 5.6. 1948, kvæntur Sigríði Kon- ráðsdóttur. Systur Braga, samfeðra, eru Sigríður Ósk, f. 23.10. 1940, gift Hermanni Sigfússyni og Halldóra Björt, f. 21.9.1943, gift Guðmundi Jónssyni. Bragi var ókvæntur og barnlaus. Bragi flutti þriggja ára gamall með foreldrum sínum frá Ísafirði í Galtarvita og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sam- hliða menntaskóla- náminu lauk hann námi í píanó- og gít- arleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Bragi stundaði nám í fjölmiðlun í Há- skóla Íslands og í Árósum í Dan- mörku. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu í 12 ár en kenndi síðan, m.a. á Raufarhöfn og á Birkimel á Barðaströnd. Einnig starfaði hann við ferðaþjónustu og síðustu misseri hjá Hagvögn- um hf. Útför Braga fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast Braga Ósk- arssonar frænda míns og æskuvinar með örfáum orðum. Þegar lífshlaup manns er truflað á jafn sviplegan hátt og hér varð á raunin, duga skyn- samlegar vangaveltur okkar sem hjá stöndum skammt. En við reynum það samt og ég læt hugann reika nokkra áratugi til baka, lengst vestur á Vestfirði. Þar dvaldi ég nokkur bestu sumur lífs míns og leikfélagi minn og vinur var ljóshærður hraust- ur strákur sem gat frætt ungan Reykvíking um það sem fyrir augu bar í Keflavík vestur, með útsýni beint út á Halamið. Hann kenndi mér að ríða berbakt án þess að nota beisli og að stikla á steinum án þess að blotna í fæturna. Við rerum út í hafsauga og drógum þorsk sem fékk að síga í hjallinum og einn daginn birtist Bragi með kaðal sem við bundum í handriðið á heið- gulum Galtarvitanum með tveim rauðum röndum á hverri hlið. Við fundum upp nýja útgáfu af sprangi, urðum afburðamenn í faginu og þeg- ar vestfirska sumarblíðan ætlaði að steikja okkur, stakk Bragi upp á að við skyldum klæða af okkur hitann og vísaði í gamlan fróðleik. Þrátt fyr- ir vandaðar Gefjunarúlpur í fullorð- insstærðum misheppnaðist tilraunin og löðursveittir máttum við lýsa okk- ur sigraða. Bragi var nýsköpunarsinnaður hugvitsmaður eins og þeir Galtar- vitabræður allir og átti heiðurinn af tímamótafarartæki sem við byggðum úr gamalli hestkerru og þutum í liggjandi á bakinu með fæturna í villtu hlaupi afturábak. Það er erfitt að lýsa því svo skiljist en er jafn- merkilegt samt. Það verður seint sagt að Galtarviti liggi í þjóðbraut, en heimili Óskars afabróður míns og Hönnu og sona þeirra þriggja, Flosa, Gylfa og Braga, var athafna- og menningar- heimili með einhverjum besta bóka- skáp sem ég hef komist í tæri við. Bragi var búinn að lesa hann þveran og endilangan og manaði mig óspart til að reyna að ná sér, rétt eins og hann gerði þegar við bárum sements- pokana upp úr fjörunni. Ég gæti haldið áfram lengi en læt mér nægja að rifja upp með sjálfum mér öll þau uppátæki okkar frænda sem dagarn- ir og sumur æsku okkar entust varla til að koma í verk. Ég færi Braga frænda mínum hjartans þakkir fyrir þessa löngu liðnu samveru, sem hefur fylgt mér allar götur síðan. Hönnu, Flosa og Gylfa sendi ég samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu góðs drengs. Valgeir Guðjónsson. Mánudaginn 18. febrúar bárust þær hörmulegu fréttir að Bragi hefði fundist látinn. Það sló þögn á okkur samstarfsfólkið hjá Hagvögnum. Ótal spurningar vakna. Af hverju gerist svona lagað? Af hverju Bragi? Hann sem gerði engum mein. Sak- laus maður á leið heim úr vinnu verð- ur fórnarlamb aðstæðna. Bragi hafði starfað hjá okkur nokkur undanfarin ár og var hann einn okkar traustustu starfsmanna. Alltaf mátti reiða sig á hann og ef við vorum í vandræðum með aukavaktir var það oftar en ekki Bragi sem bjargaði því. Hann var hæglátur maður, sem ávann sér traust vinnu- veitenda sinna og samstarfsfélaga. Um leið og við þökkum Braga samfylgdina viljum við enda á nokkr- um orðum úr Hávamálum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við vottum móður hans, Valgerði, bræðrunum Gylfa og Flosa ásamt öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjarta okkar og létta stundirnar á þessum erfiðu tím- um. Fyrir hönd Hagvagna hf., Hrafn Antonsson og Guðrún Gísladóttir. Það var hringt í mig seinniparts 18. febrúar og var þá Hrafn Antons- son, yfirmaður minn, í símanum að segja mér að vinnufélagi minn til þriggja ára, Bragi Óskarsson, hafi látist um nóttina, rétt eftir að vinnu lauk hjá okkur kvöldið áður. Þegar ég heyrði þetta brá mér mikið meðal annars vegna þess að ég var búinn að heyra í fréttunum um atburðinn sem gerðist á Víðimel. Kvöldið áður vor- um við saman á vakt og aldrei bjóst ég við því að sú vakt ætti eftir að verða okkar síðasta saman. Kynni mín af Braga voru alla tíð góð, hann var ætíð rólyndur og átti mjög gott með að koma manni í gott skap með stuttum en laggóðum setn- ingum. Það voru ófá málin sem við ræddum saman, bókmenntir skipuðu þar stóran sess; ég var alltaf með bók með mér á vaktinni og las. Hann var alltaf með eitthvert lesefni með sér og var það frá tölvubókum uppí bók- menntir. Enda fór oft mikill tími í að spjalla um bókmenntir af ýmstu tagi. Oftast eftir vakt voru við samferða í strætó uppí Grafarvog en þar var Bragi að heimsækja Valgerði móður sína, en það gerði hann oft eftir vakt. Ég vil að lokum votta systkinum Braga og móður hans mína dýpstu samúð. Minning hans mun lifa í hjarta okkar allra. Gísli Reynisson. Gömlum samstarfsmönnum Braga Óskarssonar á ritstjórn Morgun- blaðsins hnykkti illilega við ótíðindin 18. febrúar sl., þegar það spurðist að hann hefði fallið fyrir morðingja hendi. Þótt blaðamenn séu sjóaðir í meðferð válegra tíðinda bregður þeim jafn illa og öðrum, þegar nærri þeim sjálfum er hoggið. Bragi hóf störf á ritstjórn Morg- unblaðsins við Aðalstræti í sumar- byrjun 1980 og lét þar af störfum í lok ársins 1993, árið, sem blaðið flutti úr miðbænum í nýbyggingu sína í Kringlunni 1. Starf Braga við blaðamennsku var fjölbreytt, því hann vann bæði við skrif innlendra sem erlendra frétta, annaðist ýmsa fasta þætti og síðar greinarskrif. Öll sín verk vann hann af samvizkusemi og jós af þeim menningarbrunni, sem hann ólst upp við hjá rithöfundinum föður sínum í Galtarvita. Bragi var einstaklega ljúfur í sam- vinnu og samskiptum og samstarfs- menn hans á Morgunblaðinu minnast hans með söknuði og senda móður hans, systkinum og öðrum ástvinum samúðarkveðjur við óvænt fráfall hans. Björn Jóhannsson. BRAGI ÓSKARSSON INNLENT MANNELDISFÉLAG Íslands boð- ar til málþings um mataræði og hreyfingu fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Fyrirlesarar eru: Helga Sigurðar- dóttir, næringarfræðingur, Alfons Ramel, næringarfræðingur (flytur fyrirlestur sinn á ensku). Fundar- stjóri er Sölvi Fannar Viðarsson einkaþjálfari. Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn, segir í fréttatilkynningu. Stjórn Manneldisfélags Íslands. Málþing um matar- æði og hreyfingu KONUR sem hafa fengið eggja- stokkakrabbamein ætla að hittast í húsi Krabbameinsfélagsins í Skóg- arhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðviku- daginn 27. febrúar, kl. 17. Anna Sal- varsdóttir læknir, sérfræðingur í kvenlækningum og kvenkrabba- meinslækningum, kemur á fundinn. Stefnt er að því að slíkir rabbfund- ir verði síðasta miðvikudag í hverj- um mánuði. Allar konur sem hafa fengið eggjastokkakrabbamein eru velkomnar á fundinn, segir í frétta- tilkynningu. Rabbfundur um eggjastokka- krabbamein VINALÍNA Reykjavíkurdeildar Rauða krossins heldur kynningar- fund um sjálfboðastarf í Sjálfboða- miðstöð á Hverfisgötu 105, fimmtu- daginn 28. febrúar kl. 20. Hjá Rauða krossinum koma sjálf- boðaliðar að margskonar verkefn- um. Sum eru í gangi árið um kring og önnur standa yfir í skamman tíma, frá nokkrum tímum upp í nokkrar vikur. Að jafnaði er miðað við um 6–10 tíma sjálfboðið starf á mánuði í föstum verkefnum, oft 2–3 tímar í senn, segir í fréttatilkynn- ingu. Kynningarfundur um sjálfboðastarf Vinalínu RK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.