Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNENDUR Búnaðarbankans hafna því í yfirlýsingu í gær að bank- inn hafi „sloppið fyrir horn“, vegna „óskýrra laga“ eins og ráða megi af umfjöllun fjölmiðla um niðurstöðu rannsóknar efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum inn- herjaviðskiptum stjórnenda bankans með hlutabréf í Pharmaco. „Bankinn hafnar þessu alfarið og telur að nið- urstaða hefði orðið sú sama þótt frumvarp viðskiptaráðherra um breytingu á lögum hefði verið sam- þykkt,“ segir í yfirlýsingunni. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær ákvað efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra að hætta rannsókn á ætluðum innherjavið- skiptum stjórnenda bankans með hlutabréf í Pharmaco. ,,Mikil ábyrgð að ákveða svona“ Árni Tómasson, bankastjóri Bún- aðarbankans, sagði niðurstöðu rann- sóknar Ríkislögreglustjóra íhugunar- efni þeim sem fóru af stað með málið með tilliti til þeirrar ábyrgðar sem þeir hafi í málinu. Árni sagði er hann var spurður nánar um þessi ummæli að það hefði verið Fjármálaeftirlitið sem tók þá ákvörðun að senda málið áfram til Ríkislögreglustjóra á sínum tíma. „Þeir vita náttúrlega hvaða áhrif slík ákvörðun hefur. Það hefur gerst nokkuð oft að þeir hafa sent frá sér mál og þau hafa fengið misjafnar viðtökur,“ segir hann. Árni segir að rannsóknin hafi haft mikil áhrif á starfsfólk og viðskipta- vini bankans. „Það er mjög mikil ábyrgð að ákveða svona,“ segir Árni og bendir á að nú þegar komið er á daginn að engin ástæða hafi verið fyr- ir þessari rannsókn þá biðji hann við- komandi góðlátlega að íhuga þetta. „Fjármálaeftirlitið gerði rétt í að senda þetta áfram“ Páll Gunnar Pálsson, forstöðumað- ur Fjármálaeftirlitsins, segir bréf Ríkislögreglustjóra bera með sér að rétt hafi verið af Fjármálaeftirlitinu að beina málinu áfram til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. „Fjármálaeftirlitið vísaði þessu áfram og það er ríkislögreglustjóra að ákveða um saksókn. Niðurstaðan varð þessi, eins og útskýrt hefur ver- ið, og þar er vísað til dómafordæma sem síðar hafa komið upp en það er ljóst af bréfi Ríkislögreglustjóra að Fjármálaeftirlitið gerði rétt í að senda þetta áfram,“ sagði Páll Gunn- ar. Vísa á bug samanburði við málsatvik í Skeljungsmálinu Í yfirlýsingu Búnaðarbankans í gær segir m.a. að ekkert hafi komið fram í þessu máli sem bendi til eða staðfesti að upplýsingar yfirmanna bankans og deilda á verðbréfasviði um málefni Pharmaco hf. á umræddu tímabili hafi borist til starfsmanna sem höfðu með höndum verðbréfavið- skipti. „Þá hefur verið upplýst að bankinn og sjóðir í vörslu hans nýttu sér ekki þessar upplýsingar í hagn- aðarskyni eða til þess að forðast tap. Ef þróun hlutabréfaverðs Pharma- co á umræddu tímabili er skoðuð er ljóst að ofangreindar upplýsingar bárust ekki út fyrir þann hóp sem vann að eða hafði vitneskju um mál- efni Pharmaco á þessum tíma. Á öllu þessu tímabili var hlutabréfaverð Pharmaco hf. stöðugt á bilinu 13–14 eða á svipuðu róli og það hafði verið frá upphafi ársins 1999. Fyrir liggur að umrædd viðskipti bankans með hlutabréf Pharmaco á þessu tímabili voru mjög óveruleg og höfðu engin áhrif á rekstur hans,“ segir í yfirlýs- ingu bankans. Vísar bankinn því á bug að máls- atvik í þessu máli séu sambærileg málsatvikum í svonefndu Skeljungs- máli. „Af þeim sökum var að mati bankans alger óþarfi að tefja rann- sókn Pharmacomálsins hjá ríkislög- reglustjóra meðan beðið var niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Skeljungsmálinu eins og gert var,“ segir að lokum í yfirlýsingu bankans. Búnaðarbankinn gagnrýnir umfjöllun um rannsókn Ríkislögreglustjóra Hafna því að bankinn hafi „sloppið fyrir horn“ GUÐMUNDUR Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Búnaðarbanka Íslands, sagði að sér hefði þótt eðlilegra að fram hefði komið í sölulýsingu Lands- símans, að stjórnarformaður fyrir- tækisins hefði fengið greitt frá Símanum fyrir ráðgjafastörf. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Halldóri Erni Egilssyni, fyrr- verandi starfsmanni Landssímans, að PricewaterhouseCoopers hafi brotið trúnað við fjárfesta í Síman- um með því að láta þess ekki getið í sölulýsingu að Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssímans, hafi í gegnum fyrirtæki sitt, Góð- ráð ehf., fengið greiddar rúmar fimm milljónir króna á árinu 2001 fyrir ráðgjafastörf. Hann sakar jafnframt Óskar Jósefsson, starf- andi forstjóra Landssímans, um að vera ábyrgur fyrir þessu broti, en hann er starfsmaður PWC. Óskar sagði að þarna væri um misskilning að ræða. Búnaðarbank- inn en ekki PWC hefði unnið sölu- lýsinguna og bæri ábyrgð á henni. Hann vildi aðspurður ekki tjá sig um hvort hann væri þeirrar skoð- unar að þessar upplýsingar hefðu átt að koma fram í sölulýsingunni. Í sölulýsingunni sem er frá því í september á síðasta ári segir: „Á fyrri hluta 2001 námu heildarlaun til stjórnar 3 m.kr. og heildarlaun framkvæmdastjórnar 28 m.kr. Ekki er um að ræða óvenjuleg viðskipti né nokkurs konar lánveit- ingar, framvirka samninga, kaup- réttarsamninga né ábyrgðir félags- ins til stjórnar, stjórnenda eða endurskoðenda félagsins.“ Búnaðarbankinn vissi ekki um viðskiptin við Góðráð Guðmundur sagði að sölulýsingin hefði verið unnin á þann hátt að spurningalistar hefðu verið sendir til tengiliða Búnaðarbankans innan Landssímans. Upplýsingar í sölu- lýsingu væru unnar upp úr svörum sem hefðu borist við spurningun- um. Hann sagði að bankinn kann- aði svör Símans ef ástæða þætti til, en bankinn hefði ekki talið ástæða til að kanna sérstaklega svör um laun til stjórnarmanna. Búnaðar- bankanum hefði því ekki verið kunnugt um þessar greiðslur til fyrirtækis Friðriks Pálssonar, Góð- ráðs. Telur þú að þessar upplýsingar hefðu átt að vera í sölulýsingunni? „Mér hefði þótt eðlilegra að þessar upplýsingar hefðu komið þarna fram. Það er hins vegar spurning hversu stór hluti af þess- um greiðslum var vegna stjórnar- starfa og hve stór hluti var vegna annarra starfa fyrir Símann,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson forstöðumaður fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans Eðlilegt að upplýsingar um Góðráð væru í sölulýsingu AUSTFIRÐINGAR hafa fengið dá- góðan skerf af snjó eins og sjá má af þessari mynd sem tekin var á Egils- stöðum á mánudag. Ekkert lát virð- ist vera á vetrarríkinu því mjöllinni kyngir sífellt niður svo að hávaxin tré og þakskegg skrýðast hvítum vetrarskrúða. Er vissara fyrir mannfólkið að gera slíkt hið sama til að forðast beittar tennur kulda- bola þótt vissulega sé ekki skilyrði að klæðin mannanna séu hvít. Morgunblaðið/Steinunn Vetrarríki á Egilsstöðum HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ- Landmat gerði mistök við úrvinnslu gagna þegar unnið var að greiningu á starfsemi miðborgarinnar sem leiddi til rangra niðurstaðna um fjölda fyr- irtækja í veitingarekstri í Kvosinni. Þetta leiddi svo aftur til þess að um- ræða um stöðu mála í miðborginni hefur verið á röngum forsendum. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar sem lögð voru fram bréf Landmats og framkvæmdastjóra miðborgar um málið. Segir í bréfi framkvæmdastjóra miðborgar að í umræðunni hafi m.a. verið dregið fram að veitingahúsum í Kvos hafi fækkað um 24 prósent en við athugun hafi komið í ljós að þetta var rangt. Í raun hafi veitingahúsum í Kvos fjölg- að um tvö en ekki fækkað milli áranna 2000 og 2001. Í bréfi Landmats kem- ur fram að úrvinnslu á grunngögnum hafi verið verulega ábótavant og harmar fyrirtækið mistökin. Í bókun borgarráðs um málið segir: „Mistökin hafa m.a. leitt til þess að umræða að undanförnu um stöðu mála í miðborginni hefur verið á röng- um forsendum og ályktanir dregnar um hnignum starfsemi sem ekki eiga við rök að styðjast. Slíkt hefur nei- kvæð áhrif á ímynd miðborgarinnar og getur skaðað viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem þar starfa.“ Er farið fram á að fyrirtækið leiðrétti mistökin og sjái til þess að „aðferðafræði við söfnun og úrvinnslu gagna sé hafin yf- ir alla gagnrýni og hægt sé að treysta niðurstöðunum“, eins og segir í bókun borgarráðs. Umræða um hnignun miðborgar byggð á röngum forsendum Rangar upplýs- ingar í skýrslu um miðborgina STUÐNINGUR við virkjun Kára- hnjúka hefur aukist frá því sem var á síðasta ári ef marka má niður- stöðu könnunar Gallup í janúar/ febrúar nú sem skýrt er frá á vef Kárahnjúkavirkjunar. Nú eru 47% aðspurðra annað- hvort mjög hlynnt eða frekar hlynnt virkjun en síðastliðið vor var sambærileg tala 41%. Frekar eða mjög andvígt virkjun er nú 31% en síðastliðið ár var það 36,1%. Þá voru 23% nú hvorki hlynnt né and- víg virkjun sem er svipaður fjöldi og síðastliðið vor. Könnunin var framkvæmd 23. jan. til 6. feb. og var stuðst við 1.155 manna úrtak. Svarhlutfall var 69,4%. Spurt var: „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) byggingu Kára- hnjúkavirkjunar?“ Fram kemur að stuðningur við virkjun hefur aukist bæði meðal karla og kvenna og í Reykjavík og á landsbyggðinni og einnig hefur stuðningur meðal fólks á aldrinum 45–54 ára aukist verulega. Skoðanakönnun Gallup Stuðningur eykst við Kárahnjúka- virkjun Smokkar með am- fetamíni á salerni SMOKKAR sem innihéldu samtals um 250 grömm af amfetamíni fundust á kvennasalerni á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Hafði smokkunum verið hent í ruslafötu sem alla jafna er ætluð fyrir notuð dömubindi. Líklegast þykir að sú sem henti smokkunum hafi ætlað að smygla fíkniefninu innvortis til landsins en guggnað af einhverjum orsökum. Alþekkt er að fíkniefnasmyglarar beiti þessari aðferð við iðju sína. Komið hefur fyrir að smokkarnir bráðni meðan þeir eru í líkama smygl- arans en slíkt stofnar lífi viðkomandi í stórhættu en mun einnig vera afar sársaukafullt. Tollgæslan og lögreglan á Keflavík- urflugvelli vinna að rannsókn málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.