Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRUMVARP SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-ráðherra hefur lagt fram á Al-þingi frumvarp, sem felur í sér að sjávarútvegurinn skuli greiða auðlinda- gjald. Framlagning þessa frumvarps er einn stærsti áfanginn hingað til í baráttu fyrir því að gjald skuli tekið fyrir afnot af auðlindum, sem teljast sameign íslenzku þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum hefði enginn trúað því, að sú stund mundi renna upp að slíkt frumvarp yrði lagt fram af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Áður en þetta frumvarp var lagt fram höfðu þau þáttaskil orðið, að flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi höfðu gert gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda í eigu þjóðarinnar að grundvallarstefnu sinni. Morgunblaðið fagnar því að sjávarút- vegsráðherra hefur lagt þetta frumvarp fram og telur það einn veigamesta áfanga hingað til á langri vegferð þeirra, sem barizt hafa fyrir þessum sjónarmið- um. Þótt ágreiningur sé enn til staðar, bæði um upphæðir og leiðir, hefur gíf- urlegum árangri verið náð með þessu frumvarpi. Morgunblaðið er ekki sammála frum- varpi ráðherrans í einu og öllu. Sá ágreiningur varðar hins vegar ekki grundvallaratriði málsins. Og það er ekki hægt að ná öllu fram í einu. Þótt sjávarútvegsráðherra hafi lagt fram frumvarp, sem útfærir veiðigjald á töluvert annan hátt en gert var í niður- stöðu meirihluta endurskoðunarnefndar- innar svokölluðu, er kjarni málsins þó sá, að ráðherrann gerir ráð fyrir mjög svip- uðum tölum og meirihluti endurskoðun- arnefndar lagði til, þ.e. að sjávarútvegur- inn greiddi samtals í kostnaðargjöld og veiðigjald rúmlega tvo milljarða króna. Um þetta sagði í forystugrein Morg- unblaðsins hinn 26. september sl.: „Það hefur aldrei verið markmið Morgun- blaðsins með málflutningi sínum í þessu máli, að hvetja til þess, að níðzt verði á sjávarútveginum. Vandinn er hins vegar sá, að eftir að almenningur hefur fylgzt með því, hvernig útgerðarfyrirtækin hafa haft efni á að greiða ekki bara millj- arða heldur milljarðatugi fyrir veiði- heimildir í viðskiptum sín í milli á all- mörgum undanförnum árum, mun sá sami almenningur ekki skilja hvers vegna þessi fyrirtæki geta ekki borgað eiganda auðlindarinnar nema 500 millj- ónir eftir langan aðlögunartíma.“ Þessi vandi er óbreyttur frá því sl. haust. Það er hægt að reikna þann kostn- að, sem skattgreiðendur greiða um þess- ar mundir vegna sjávarútvegsins sem at- vinnugreinar með ýmsum hætti. Lægsta talan, sem nefnd hefur verið, er um 1500 milljónir en það er hægt með efnislegum rökum að komast upp í 5 milljarða. En um leið og bæði endurskoðunar- nefndin og sjávarútvegsráðherra eru með of lágar tölur í sínum tillögum fer ekki á milli mála, að ýmsir aðrir, sem hafa lagt orð í belg um þessi mál, ætlast til of mikils. Nú fer frumvarp sjávarútvegsráð- herra í vinnslu hjá Alþingi. Þar til annað kemur í ljós verður að vænta þess, að þingmenn geri þær breytingar á frum- varpinu, sem stuðla að því að sátt geti orðið meðal landsmanna almennt um þetta mál, þótt hitt sé alveg ljóst, að það verður sennilega aldrei viðunandi sátt á milli hagsmunaaðila í sjávarútvegi, af þeirri einföldu ástæðu, að þar berjast ólíkir hópar fyrir sínum sérhagsmunum. Það er hins vegar grundvallarmisskiln- ingur að barátta þeirra hagsmunahópa endurspegli viðhorf þjóðarinnar al- mennt. Fullyrða má, að landsmenn al- mennt telji eðlilegt að útgerðin sem og aðrir greiði gjald fyrir afnot af sameig- inlegum auðlindum þjóðarinnar, en það gjald þarf að vera sanngjarnt frá sjón- arhóli beggja aðila, sem hlut eiga að máli. ÁRNI M. Mathiesen sjávar-útvegsráðherra kynnti ígær frumvarp til laga umbreytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að innheimt verði sér- stakt magn- og afkomutengt veiði- gjald af handhöfum aflaheimilda. Miðað við áætlaðan afla þessa árs hefði veiðigjaldið orðið 2,1 milljarður króna á árinu. Segja má að frumvarpið sé að uppistöðu til miðað við álit meiri- hluta nefndar sem endurskoða átti og leggja til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða frá því í september 2001 og skýrslu auðlindanefndarinn- ar svokölluðu frá því í september ár- ið 2000. Auðlindanefndin var þeirrar skoðunar að stefnt skyldi að greiðslu fyrir afnotarétt af öllum auðlindum í eigu ríkis eða þjóðar. Voru nefndar tvær meginástæður í þessu sam- bandi; annars vegar til að greiða kostnað ríkisins af stjórn og eftirliti með viðkomandi auðlind, hins vegar til að tryggja þjóðinni sýnilega hlut- deild í þeim umframarði sem nýting auðlindarinnar skapaði. Meirihluti endurskoðunarnefnd- arinnar lagði til að veiðigjald yrði tvískipt; annars vegar fastur hluti sem tæki mið af kostnaði ríkisins vegna stjórnunar fiskveiða og hins vegar breytilegur hluti sem tengdist afkomu í greininni, þar sem miðað var við framlegð umfram 20%. Eitt gjald í stað tveggja Í stað þessara gjalda er í frum- varpi sjávarútvegsráðherra gert ráð fyrir því að lagt verði á eitt magn- og afkomutengt veiðgjald. Það er gert með því að miða gjaldið við reiknaða afkomu síðasta árs og tengja gjaldið við það magn veiðiheimilda sem út- hlutað er á næsta fiskveiðiári. Gjald- stofn veiðigjaldsins er fundinn út með þeim hætti að á tímabilinu frá 1. maí til 30. apríl er reiknaður launa-, olíu og annar rekstrarkostnaður dreginn frá aflaverðmæti tímabils- ins. Gjaldstofninum er síðan deilt upp í þorskígildi og skal veiðigjaldið vera 9,5% af þeirri fjárhæð, reiknað í krónum fyrir hvert þorskígildi kom- andi fiskveiðiárs. Fiskistofa annast útreikninga og innheimtu veiði- gjaldsins. Til þess að fyrirtæki geti lagað rekstur sinn að breytingunum er lagt til að veiðigjaldið verði tekið upp í áföngum á árunum 2004–2009, þannig að árið 2004 verður gjaldið 6%, 6,6% árið 2005, 7,3% árið 2006, 8% árið 2007, 8,7% árið 2008 og 9,5% árið 2009. Tillit tekið til sveiflna í fiskverði og afla Afkomutengingin sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu er útfærð þannig að miðað er við að frá heildarafla- verðmæti ákveðins tímabils séu dregnir stærstu kostnaðarliðir út- gerðarinnar, þ.e. reiknuð laun, olíu- kostnaður og annar rekstrarkostn- aður. Þær tekjur sem eftir standa þegar þessi kostnaður hefur verið greiddur verður notaðar sem grund- völlur gjaldtökunnar á komandi fisk- veiðiári. Með þessu móti er verið að taka tillit til þeirra þátta sem mest áhrif hafa á afkomu útgerðarinnar, þ.e. sveiflum í fiskverði og afla og sérstaklega skilgreindum kostnað- arliðum útgerðarinnar. Magntenging gjaldsins sam- kvæmt frumvarpinu kemur til með tvennu móti. Annars vegar sem hluti af afkomutengingunni þar sem afla- magn mun hafa mikil áhrif og hins vegar við álagningu gjaldsins þar sem miðað er við að fast gjald sé lagt á hvert þorskígildiskíló. Með þessu er tryggt að álagning gjaldsins taki tillit til breytinga sem kunna að verða á afla og aflaheimildum. Árni sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að heildarniðurstaða þessarar gjaldtökuleiðar væri nokk- urn veginn sú sama og rætt var um í skýrslu endurskoðunarnefndar. Þegar framlegðin í sjávarútvegi væri á bilinu 25–30%, væri gjaldið vel á þriðja milljarð króna. Hann sagði að með þessum hætti væri að- ferðin hins vegar einfaldari og að- gengilegri og um leið gegnsærri. Auknar álögur á útveginn Sýnt er að verði frumvarpið að lögum hefur það auknar álögur á út- veginn í för með sér. Sagði Árni það vera í samræmi við niðurstöðu bæði auðlinda- og endurskoðunarnefndar um að almenningi beri sýnileg hlut- deild í hagnaði af nýtingu fiskveiði- auðlindarinnar. Jafnframt sé horft til þess að útgerðin standi undir kostnaði sem ríkið hafi af nýtingu auðlindarinnar. „Það er hins vegar ekki um neina beina kostnaðarteng- ingu að ræða, það verður ekki til neinn markaður tekjustofn fyrir stofnanir sjávarútvegsráðuneytis- ins. Gjaldið fer beint og óskipt í rík- issjóð.“ Gangi frumvarpið eftir er gert ráð fyrir að veiðigjald geti staðið undir ¾ hluta af núverandi rekstrarkostn- aði Hafrannsóknastofnunarinnar. Að auki er gert ráð fyrir að veiði- gjaldið geti staðið undir þeim kostn- aði Fiskistofu sem snýr að fiskveiði- stjórnun og eftirliti. Í frumvarpinu er hins vegar ekki fjallað um aðra ráðstöfun veiði- gjaldsins en um hana var fjallað ít- arlega í skýrslu endurskoðunar- nefndarinnar. „Það er ekki hlutverk sjávarútvegsráðuneytisins að fjalla um þau mál, heldur fjármálaráð- herra og ríkisstjórnarinnar í heild í tengslum við fjárlög og ríkisfjármál- in,“ sagði Árni. Veiðieftirlits- og Þróunar- sjóðsgjöld falla niður Líkt og endurskoðunarnefndin lagði til falla niður ýmis gjöld sem útgerðin ber nú, enda taldi nefndin afkomu í sjávarútveginum ekki gefa tilefni til frekari sérstakrar gjald- töku. Í fjárlögum árins 2002 er gert ráð fyrir að útgerðin greiði samtals um 850 milljónir króna í litsgjald og til Þróunarsjó útvegsins. Í frumvarpinu við að þessi gjöld falli niðu þessu samhengi rétt að ha að fyrir Alþingi liggur nú til hafnalaga sem felur í sé ur á sjávarútveginn mun nokkuð, væntanlega um 40 ir króna á ári. Miðað við að frumvar óbreytt að lögum má gera að veiðigjald geti skilað rík 1,1 til 1,2 millörðum króna en árið 2009 skili gjaldið 2, króna, á verðlagi ársins í á ráð fyrir að veiðigjald verð arbært frá tekjuskatti o tekjustofn fyrirtækjanna s ur gjaldinu að öðru óbrey issjóður verður því að þei en tekjuskattar fyrirtækja um námu samtals um 300 m króna á síðasta ári. Ef mi að innheimtu veiðieftir Fiskistofu og Þróunarsjóð skip og aflamark verði hæ áhrifin á tekjuskatt minni tekjur ríkisins af gjaldinu a u.þ.b. 1,2 milljarða króna gjaldið verður að fullu framkvæmda. Markmiðið að ná s víðtækastri sátt Í frumvarpinu er ekki t til tillagna endurskoðuna innar um rýmri heimildir sals aflamarks eða tilla mannasamtakanna og útve um takmörkun á framsali a Þá fjallar frumvarpið ekk hlutun kvóta til fiskvinn líkt og endurskoðunarnefn til. Árni segir að frumva ekki á þessum þáttum, end Sjávarútvegsráðherra kynnti í gær frumvarp um          4   %  4     7$          &      #      Árni M. Mathiesen sjáv inga á lögum um stjórn Honum á vinstri hönd e sjávarútvegsráðuneytin Hefði orðið 2,1 millj- arður á þessu ári Veiðigjald verður í fyrsta sinn lagt á aflaheimildir nái nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra fram að ganga. Miðað við áætlaðan afla á þessu ári hefði gjaldið, sem er magn- og afkomutengt, orðið um 2,1 milljarður króna. Sjávarútvegsráðherra von- ast til að víðtæk sátt náist um frumvarpið. SJÁLFVIRKA TILKYNNINGARSKYLDAN Sjóslys hafa verið tíð undanfarið og álaugardag fórust tveir menn þegar báturinn Bjarmi VE-66 frá Vestmanna- eyjum sökk. Tveimur skipverjum tókst hins vegar að bjarga og þykir ganga kraftaverki næst að þeir skyldu lifa af tveggja og hálfs tíma hrakninga í köld- um sjónum á meðan þeir biðu eftir björgun. Klukkutími leið frá því að skip- herra varðskipsins Týs heyrði neyðar- kall þar til varðskipsmenn fréttu að Bjarmi hafði lagt úr höfn í Vestmanna- eyjum þá um morguninn og hefur slysið um helgina vakið spurningar um sjálf- virku tilkynningarskylduna. Siglingaráð hefur dregið í efa gæði tækjanna sem notuð eru. Sjálfvirk tilkynningarskylda eða svokallað STK-kerfi var tekið upp árið 2000 og eiga skip undir 24 metrum að vera með STK-tæki um borð. Tækin eiga að senda frá sér upplýsingar um staðsetningu, stefnu og hraða á 10 sek- úndna fresti og berast þær í eftirlitsstöð Tilkynningarskyldunnar í Gufunesi. Varðskipsmenn heyrðu neyðarkallið frá Bjarma klukkan 10.57 um morgun- inn, en Bjarmi hvarf úr sjálfvirku til- kynningarskyldunni klukkan 10.44, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Viðvörun um það kom upp á skjá Tilkynningarskyldunnar klukkan 10.52. Náist ekki samaband við viðkomandi bát innan hálftíma eftir að hann dettur út á að bregaðst við, en þennan morgun var ekki reynt að hringja í Bjarma. Krist- björn Óli Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, bendir á að STK-tækið um borð í Bjarma hafi dottið fimm sinnum út eftir að skipið lagði upp um morguninn og hafi áður sýnt merki þess að vera bilað. Vaktmaður hafi því litið fram hjá því að um þetta skip gæti verið að ræða þar sem það hafi verið með bilað tæki. Í máli Kristbjörns kemur fram að um 1.500 skip séu búin STK-tækjum og á síðasta ári hafi milli 50 og 60 skip verið með biluð tæki. Hann segir að útgerð- armönnum þeirra skipa sé einfaldlega bent á leiðir til að auka öryggi skipa og áhafna. Tilkynningarskyldan hafi aldrei kært nokkurn mann fyrir að virða ekki reglur um tilkynningarskyldu. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að virkni STK-tækjanna hafi verið borin upp á fundi siglingaráðs í janúar þegar einn nefndarmanna hélt því fram að þau virkuðu ekki sem skyldi, bilanatíðni væri há og erfiðlega gengi að fá gert við þau. Því má hins vegar ekki gleyma að þeg- ar útkall barst loks vegna Bjarma gekk björgun greiðlega og segir Kristbjörn að það megi meðal annars þakka að síðustu boðum STK-búnaðar Bjarma hafi fylgt nákvæm staðarákvörðun. Ef það er svo algengt að bilaður ör- yggisbúnaður sé um borð í bátum að það verði til þess að ekkert er aðhafst þegar merki frá þeim hætta að berast er ljóst að það á ekki að líða að bátar leggi úr höfn með bilaðan búnað. Það hefur kost- að 300 milljónir króna að koma STK- kerfinu upp og það hlýtur að vera hægt að tryggja skilvirkar viðgerðir og fram- boð á tækjunum. Öryggi til sjós skiptir Íslendinga öllu máli. Þegar brotalamir finnast á öryggiskerfinu verða allir að leggjast á eitt um að lagfæra þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.