Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 22
SKÓLAMÁL 22 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ sem einkennir Áslandsskóla er er ræktun hins góða í fari nem- endanna. Hvarvetna í skólastarf- inu er komið inn á siðferðileg gildi og í hverjum mánuði er vak- in athygli nemenda á sérstakri dyggð, eins og t.d. gildi heið- arleika og góðsemi. Á morgnana safnast nemendur og kennarar saman í sal skólans í 20 mínútur. Börnin byrja á því að kveikja á kertum og leikin er falleg tónlist í hljómtækjum skólans. Þar er and- inn síðan efldur með lífsleikni og farið er með skólaheit um að fylgja góðum siðum. Eldri nem- endur og yngri eiga þar um leið stutta samveru stund áður en námið hefst. „Ég hef alltaf lagt mesta áherslu á í skólastarfi að börn- unum líði vel og þau séu ánægð. Það er grunnurinn að því að þau þroskist og læri,“ segir Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri, sem nú er skóla- stjóri Áslandsskóla. Rætt var við hana og kennarana Þórunni Helgadóttur og Helgu Helgadótt- ur, í tilefni af því að langt er liðið á fyrsta starfsár skólans. Stuttmynd um Mósambik Áslandsskóli er heilsdagsskóli. Þar er boðið upp á heitan mat í hádeginu sem er matreiddur á staðnum, en að loknum skóladegi er nemendum boðið upp á fjöl- þætta dagskrá, sem 128 af 130 nemendum skólans hafa kosið að taka þátt í. Annars vegar er um að ræða tómstundastarf eins og dans, leiklist, kvikmyndagerð og myndmennt. Hins vegar eru bók- legir námsþættir, svo sem heima- námsaðstoð og íslenska, stærð- fræði og tungumál. Innræting siðferðisgilda á undanhaldi Þórunn er leiklistarleiðbeinandi og vinnur nú með nemendum að gerð leikrita og kvikmynda. Tíu ára bekknum sem hún kennir skiptir hún upp í þrjá átta nem- enda hópa og hver hópur er að gera stuttmynd. Fyrsta myndin, Um heiðarleikann, hefur þegar verið sýnd í skólanum og nú vinn- ur annar hópurinn að gerð stutt- myndar um Mósambik. 12 ára bekkurinn hefur verið að gera stuttar auglýsingar þar sem flétt- að er inn í frásögnina siðferð- isgildum, sem eins og áður hefur komið fram er jafnan stór þáttur í allri kennslu. Hún segir að skólinn sé afar vel búinn tækjum og áhugi nemenda er mikill. Skólinn byggir á hugmynda- fræði samtakanna „Global Council for Education“ og voru Íslensku menntasamtökin stofnuð í anda þeirra samtaka. Áslaug hafði kynnst skóla af þessum tagi á Indlandi og heillast af hugmyndafræðinni. Hún gerðist ráðgjafi við Áslandsskóla í tengslum við foreldrasamstarf. Málin æxluðust þó þannig að Ás- laug tók við skólastjórastarfinu í haust. „Þjóðfélagið hefur breyst svo mikið og innræting á heimilum um góða siði og það að vera góð manneskja, hefur kannski verið á undanhaldi. Auðvitað eru margir góðir foreldrar sem innræta börn- um sínum dyggðir en staðan er breytt í þjóðfélaginu, fáir á heim- ilunum og vinnan mikil. Þess vegna þarf skólinn að leggja meiri áherslu á þennan þátt,“ segir Ás- laug um hugmyndafræði skólans. Blandaðir árgangar Áslandsskóli er nýr skóli. Síðast liðið haust var þetta aðeins tóm og mannlaus bygging og því eðli- legt að starfið þar sé þar sé enn að mótast. Nemendur eru 130 tals- ins í 1.–7. bekk, 6–12 ára gömul, en reiknað er með að nemendur verði um 500 talsins þegar hverfið er fullbyggt. Næsta vetur bætist við 8. bekkur og 9. og 10. bekkur síðar. Þó hófu, að sögn Áslaugar, fleiri nemendur nám sl. haust en búist hafði verið við. Skólinn er í nýju hverfi sem er að byggjast upp og því eru ekki allar fjöl- skyldur barnanna enn fluttar í hverfið. Það leggur skólanum aukna ábyrgð á herðar, til dæmis varðandi það að halda börnunum í skólanum. Það er til dæmis ekki inni í myndinni að senda börnin heim þótt kennari sé veikur. Í bekkjunum eru blandaðir ár- gangar og ekki er flokkað í bekki eftir getu. Áslaug segir að þetta byggist á því að þroski barna sé mismunandi og ekki háður aldri eingöngu. Einnig venjast börnin því að umgangast aðra en ein- göngu jafnaldra sína, líkt og ger- ist í systkinahópi eða bara úti í þjóðfélaginu. Þau þurfi að venjast því að vera jafnt með yngri og eldri börnum. Þó er í mesta lagi eins árs munur á nemendunum í hverjum bekk. Hún segir að reynt sé að efla sem mest einstaklingsbundið nám, þ.e. að kennarar sinni meira ein- staklingun um og finni út hæfi- leika hvers og eins á hinum ýmsu sviðum. Eftir hádegi er nám í stærðfræði og íslensku og nem- endum er þá skipt upp í hópa eftir getu. „Ljóst er að það reynir mjög á kennara og starfslið að skapa nýj- an skóla með nýrri hugmynda- fræði,“ segir Áslaug. „Kennarar hafa mismunandi reynslu og nálg- ast viðfangsefnið á mismunandi hátt. En þrátt fyrir ýmsa byrj- unarörðugleika hefur kennurum tekist að vinna frábært starf, sem hefur skilað sér í ánægðum og glöðum börnum og í jákvæðum foreldrum. Nú er nýlokið foreldra- viðtölum í annað skipti á vetrinum og við erum stolt og ánægð með útkomu þeirra,“ segir Áslaug. Helga Helgadóttir útskrifaðist úr Kennaraháskólanum vorið 2000 og er að kenna í fyrsta sinn. „Þetta er spennandi verkefni. Það er mikið að gera og ég fæ að ráða mér dálítið sjálf og get nýtt mér margar góðar hugmyndir sem ég fékk í Kennaraháskólanum,“ segir Helga. Hún segir að það sé jafnframt krefjandi fyrir kennarann þegar árgöngum er blandað saman í bekki. „Það getur valdið því að námsefnið þurfi að spanna vítt svið. Við höfum þá stefnu að hver og einn fái að vinna á sínum hraða og þetta gerir óneitanlega meiri kröfur til kennara,“ segir Helga. Áslaug kveðst ánægð með skólastarfið það sem af er og svo virðist sem nemendur og for- eldrar þeirra séu það einnig, ef marka má niðurstöðu í skriflegri foreldrakönnun sem skólinn gerði um síðustu jól. Ánægja foreldra virðist vera mikil því 96% þeirra merktu við mjög gott, ágætt eða gott og aðeins um 4% að meðaltali gáfu einkunnina sæmilegt. Bestu meðaltölin voru fyrir þroska og dyggðir en verst var niðurstaðan fyrir heimavinnu. Ás- laug nefnir sem dæmi um þann góða anda sem ríkir meðal barnanna í skólanum að svo virð- ist sem einelti eigi sér ekki stað. „Þessi vetur hefur verið krefj- andi og vissulega höfum við þurft að takast á við byrjunarörð- ugleika, en hér hefur verið unnið frábært starf, sem leggur góðan grunn að framtíðinni,“ segir Ás- laug Brynjólfsdóttir að lokum. Gildi þess að vera góð manneskja Áslandsskóli í Hafnarfirði er á sínu fyrsta starfsári. Hann er starfræktur af Íslensku mennta- samtökunum í samræmi við hug- myndafræði Global Education. Guðjón Guðmundsson ræddi við Áslaugu Brynjólfs- dóttur skólastjóra og kennarana Þórunni Helgadóttur og Helgu Helgadóttur. Tvær stúlkur flytja erindi um dyggðir og börnin fylgjast með. Morgunblaðið/Golli Þórunn Helgadóttir leiðbeinir nemendum í stuttmyndagerð. Áslaug Brynjólfsdóttir, skóla- stjóri Áslandsskóla. gugu@mbl.is LISTIR FYRIR ekki alls löngu hitti spánski leikstjórinn, handritshöfundurinn og leikarinn Santiago Segura í mark hjá þeim áhorfendum sem unun hafa af neðanmittisbröndurum, subbuskap og klámkjafti. Þessi blanda getur vak- ið hrossahlátur hjá þeim sem taka ekki uppá þeim fjára að hneykslast yfir slíkum meðölum, þá hafa þeir lítið erindi í bíó á þessum síðustu og … Segura fékk yfirleitt góða aðsókn í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, og veit ég um nokkrar sálir sem bíða spennt- ar endurkomu hins vambmikla spaugara. Enda minnir Segura, þeg- ar best lætur, örlítið á meistara Oliver Hardy. Ekki aðeins í útliti heldur einnig látbragði. Báðir vonlausir en fjallbrattir lúserar. Aular með ótak- markaða sjálfumgleði. Í mynd 2 fylgjumst við með Torr- ente, nú brottreknum úr lögreglunni, freista gæfunnar á sjálfum leikvelli auðjöfranna; Marbella á sólarströnd Spánar. Karli hefur áskotnast talsvert fé sem hann sólundar í upphafi mynd- arinnar og stendur fljótlega uppi á volkaðri nærbrókinni. Sem er ekki ýkja alvarlegt hvað heilsuna snertir, í þessari sólarparadís. Torrente vill lifa hátt og setur því upp skóla fyrir verð- andi einkaspæjara. Flækist inní ógn- arlega fjárkúgun bófans Spinetti (Moreno) og í greipar glæpaforingj- ans Mauricio (Leblanc), sem vill sinn hluta af sneiðinni. Sá reynist faðir söguhetjunnar. Ekki er ráðlegt að fara nánar útí ættfræðina né söguþráðinn, myndin rúllar áfram í sínu sóðagamni og for- heimsku, án þess að vera beinlínis óforskömmuð. Hægri hönd Torrente er Cuco (Diego), slíkur fáráður að aul- inn húsbóndi hans virkar einsog snill- ingur við hlið hans. Það má hafa lúmskt gaman af þeim félögum á köfl- um, enda persónurnar farsakenndar einsog myndin. Hún rembist við að skopast að James Bond og þeim fé- lögum öllum, án þess að það grín virki eitthvað að ráði. Heilnæm Spánarsól- in lífgar eiginlega meira uppá sál- arhró Mörlanda á þessum árstíma. Flón og fól í sumarsól KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri og handritshöfundur: Santiago Segura. Kvikmyndatökustjóri: Guillermo Granillo. Tónlist: Roque Banos. Aðalleik- endur: Santiago Segura, Gabino Diego, Tony Leblanc, José Luis Morenó (III), Inés Sastre. Sýningartími 90 mín. Spánn. Lolafilms 2001. TORRENTE 2: MISIÓN EN MARBELLA (TORRENTE 2) Sæbjörn Valdimarsson Cyrano hefur að geyma 12 lög eftir Hjálmar H. Ragn- arsson í flutningi Rússibananna úr leikritinu Cyrano de Bergerac eftir Edmond Rostand sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í desember 2001. Rússíbana skipa: Einar Kristján Einarsson, gítar, Tatu Kantomaa, harmóníka, Jón Skuggi, kontrabassi, Matthías MD Hem- stock, slagverk, og Guðni Franzson, klarínetta. Sérstakur gestur er Atli Rafn Sigurðsson sem syngur í lag- inu Souvent souspire. Útgefandi er Edda - miðlun og út- gáfa. Upptökur fóru fram í Jónshúsi í janúar. Verð 2.199 kr. Leikhústónlist ♦ ♦ ♦ Vefur um Davíð Stefánsson OPNAÐUR hefur verið áhuga- mannavefur um Davíð Stefánsson, þjóðskáldið frá Fagraskógi, á slóð- inni http://fagriskogur.cjb.net. Á vefnum er meðal annars að finna umfjöllun um líf og störf skáldsins, ljóð dagsins, myndir og tengingar á skyldar vefsíður. Höfundur vefjarins er Anton Karl Ingason, háskólanemi og kennari við Verzlunarskóla Íslands. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.