Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 33 ✝ Betty Ann Huff-man Þorbjörns- son fæddist í Minnea- polis í Minnesota í Bandaríkjunum 5. nóvember 1920. Hún lést á Landspítalan- um Fossvogi 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lloyd Edward Huffman, ofursti í landher Bandaríkj- anna, f. 1895, d. 1967, og Hazel Hoag Huffman, starfs- mannastjóri hjá Northwest Bell Telephone Co. í Minneapolis, f. 25. ágúst 1900, d. 29. mars 1999. Betty giftist 23. júní 1945 Sigurbirni Þorbjörnssyni rík- isskattstjóra, f. í Reykjavík 18. nóvember 1921, d. 28. júní 1998. Foreldrar hans voru Þorbjörn Þorsteinsson, trésmíðameistari í Reykjavík, f. 13. júlí 1886, d. 31. Thorarensen, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, f. 24. september 1966. Börn þeirra eru: Ingunn Elísabet, f. 4. mars 1994, Sigurbjörn, f. 28. febrúar 1997, og Þorsteinn, f. 28. febrúar 1997. Dóttir Markúsar og Berg- ljótar Ingvarsdóttur myndmennt- arkennara, er Steinunn Guðrún markaðsstjóri, f. 31. janúar 1974, en dóttir hennar og Elíasar Elías- sonar er Bergljót Sunna, f. 29. des- ember 1995. Betty bjó í Minneapolis til ársins 1926, þegar hún fluttist með for- eldrum sínum til Minneota í Minnesota. Þar lauk hún fram- haldsskólaprófi 1938, en bjó næstu árin þar á eftir í Minneapolis, þar sem hún lagði um tíma stund á há- skólanám og vann að öðru leyti við skrifstofustörf. Fyrsta hjúskapar- ár þeirra Sigurbjörns bjuggu þau í Minneapolis og síðan New York, en fluttust síðan til Reykjavíkur í nóvember 1946, þar sem þau áttu heimili til æviloka. Betty vann á árunum 1947 til 1950 hjá Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna á Ís- landi, en sinnti húsmóðurstörfum upp frá því. Betty var jarðsungin frá Foss- vogskapellu 22. febrúar síðastlið- inn. Samkvæmt tilmælum hennar fór athöfnin fram í kyrrþey. mars 1970, og Sigríð- ur María Nikulásdótt- ir húsmóðir, f. 24. ágúst 1878, d. 10. des- ember 1928. Synir þeirra eru: 1) Björn Þór, æðaskurðlæknir í Þrándheimi í Noregi, f. 10. febrúar 1951, kvæntur Ragnheiði Gestsdóttur, rithöf- undi og myndlistar- manni, f. 1. maí 1953. Börn þeirra eru: Kol- brún Anna leikkona, f. 2. mars 1974, dætur hennar og Viðars Braga Þorsteinssonar eru Þórdís Ylfa, f. 6. mars 1994, og Elín Ylfa, f. 2. ágúst 1999; Kári Freyr, list- dansari við Norska þjóðarballett- inn í Ósló, f. 10. ágúst 1978; Kjart- an Yngvi, f. 16. mars 1984; og Kolbeinn Ingi, f. 8. febrúar 1993. 2) Markús hæstaréttardómari, f. 25. september 1954, kvæntur Björgu Þau höfðu verið gift í rúmt ár, tengdaforeldrar mínir, þegar Betty steig fyrst fæti á íslenska grund í nóvember 1946. Flugferðin frá New York var lengri og erfiðari þá en nú og það var komið fram á nótt þegar hún lagðist til hvíldar í fyrsta sinn í nýja heimalandinu sínu. Morguninn eftir vöknuðu þau við ilm af kjötsúpu úr eldhúsinu. Anna, fóstra Sigur- björns, ætlaði að gera þeim gott eftir ferðalagið, en heldur þótti Betty þetta þungur og framandlegur morg- unverður. Móðir mín hefur sagt mér frá því þegar þær Betty sátu saman í eldhús- inu á Skúlagötunni skömmu eftir að Sigurbjörn lést og hún spurði hana hvernig hefði verið að koma til Ís- lands á þessum tíma. Að koma frá Minneapolis og New York til smá- bæjarins Reykjavíkur, í skömmt- unina og vöruskortinn, næstum mál- laus þegar fáir hér töluðu ensku. Betty svaraði ekki undir eins, horfði andartak út um gluggann á Esjuna og Sundin blá, en sagði svo: – I was just so crazy about Slim. Í þeim orðum fólst allt sem máli skipti, sannleikurinn um langa og fal- lega ævi. Þau Betty og Sigurbjörn kynntust þegar hann var við nám í Minnesota. Nafnið hans reyndist skólafélög- unum of mikill tungubrjótur, svo þeir kölluðu hann bara Slim, enda bar hann það nafn með rentu, hávaxinn og tággrannur. Fjölskylda Sigurbjörns hafði feng- ið sendar myndir af þessari fíngerðu, dökkeygðu stúlku áður en þau flutt- ust til landsins og hún varð brátt hluti af litlu, samheldnu fjölskyldunni. Böndin milli bræðranna voru sterk og fjölskyldan varð henni líka kær. En þrátt fyrir allt hlýtur að hafa ver- ið erfitt að aðlagast þjóðfélagi sem var allt annað en opið fyrir því sem þótti framandlegt. Betty sagði stund- um fyndnar sögur af misskilningi og tungumálaerfiðleikum, en kvartaði aldrei eða lýsti vanþóknun yfir því sem íslenskt var. Hér var allt gott. Betty átti rætur að rekja til írskra, skoskra og velskra innflytjenda, en örlögin tengdu hana Íslandi löngu áð- ur en hún leit mannsefnið sitt augum í fyrsta sinn. Foreldrar hennar skildu þegar hún var sjö ára gömul og móðir hennar fór að vinna á símstöðinni í smábænum Minneota. Þar í bænum og í næsta nágrenni bjuggu allmargir Vestur-Íslendingar, meðal annarra Dalmann-feðginin, sem ráku verslun í bænum. Betty varð heimagangur hjá þeim og átti þar athvarf meðan móðir hennar var að vinna. Hún tal- aði um Stínu Dalmann með mikilli hlýju, hún var henni sem önnur móð- ir. Betty lærði svolitla íslensku af að hlusta á samræðurnar í búðinni og margir vinir hennar og skólafélagar voru af íslensku bergi brotnir. Meðal íslenskra siða sem hafðir voru í heiðri var auðvitað kaffidrykkja með til- heyrandi spádómum og einhvern tíma þegar Stína rýndi í bollann hjá Betty spáði hún því að hún myndi giftast Íslendingi. Ég var tæpra sextán ára þegar Björn Þór bauð mér að borða heima hjá foreldrum sínum í fyrsta sinn. Betty sagði mér seinna að henni hefði fundist miður að hafa bara hverdags- legan fiskrétt á borðum, en tilkynn- ingin um matargest var víst fyrir- varalítil. Ég hafði aldrei bragðað þvílíkan fiskrétt, enda var ýsan yf- irleitt annað hvort steikt eða soðin á þessum árum og kryddnotkun flestra einskorðaðist við salt og pipar. Nýr heimur matargerðar opnaðist mér í eldhúsinu hjá Betty. Hún var lista- kokkur sem byggði fyrst og fremst á hefðbundinni bandarískri elda- mennsku, óravegu frá skyndibitamat nútímans. Í eldhúsinu var hún drottning í ríki sínu. Alltaf var nóg af ljúffengum mat á boðstólum, en það fór heldur ekkert til spillis. Ég hef heyrt hana biðja guð að fyr- irgefa sér þegar hún hellti niður súrri mjólkurlögg, henni féllu aldrei úr minni bernskuárin í kreppunni miklu, þegar svangir bændur komu í búðina hjá Dalmann til að fá lánað fyrir lífs- nauðsynjum. Við Betty urðum fljótt góðar vin- konur og þar held ég að hafi ráðið nokkru að ég hafði lært ensku sem barn. Þótt Betty skildi íslensku vel og gæti talað hana, var enska alltaf töluð á heimilinu. Þegar synirnir fæddust kaus hún að kenna þeim sitt móður- mál frekar en að tala við þá bjagaða íslensku. Þannig urðu þeir tvítyngdir og síðar meir barnabörnin líka. Betty talaði óvenju fallegt mál, hafði mikinn orðaforða og naut sérstaklega orða- leikja og orðhnyttni, en hún hafði gott skopskyn. Meðan barnabörnin voru að læra ensku gerði hún sér far um að málið væri hreint og ómengað, en stundum leyfðum við okkur að tala hið ágæta tungumál sem hún kallaði bland; aðaluppistaðan var enska, en þegar íslenskan átti skemmtilegra eða skýrara orð var því skeytt inn í. Eldri barnabörnin áttu öruggt skjól hjá ömmu Betty meðan foreldr- arnir voru uppteknir við nám og störf og heimilið var áfram griðastaður í dagsins önn, staður þar sem litið var inn milli skóla og balletttíma eða íþróttaæfinga og í bæjarferðum. Við eldhúsborðið hjá ömmu og afa fengu þau ekki bara margan góðan bitann, heldur ekki síður andlega næringu, sögur og vísur og orðaleiki á máli ömmu sinnar. En fyrst og fremst ein- kenndust öll samskipti á heimilinu af ást, hlýju, reglufestu, friðsæld og ró. Barnabörnin voru Betty alltaf ofar- lega í huga, hún fylgdist með námi og starfi þeirra eldri af áhuga og gladd- ist yfir framförum þeirra yngri. Litlu langömmustelpurnar þrjár voru ekki síður uppspretta stolts og gleði. Betty var óvenju hraust kona, dugnaðarforkur til allra verka, fyrst á fætur og síðust til hvílu dag hvern. Það voru því mikil og erfið viðbrigði þegar hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum. Nú var það hún sem þurfti á hjálp og umönnun að halda, hún sem alltaf hafði annast aðra. Með hjálp Sigurbjörns tókst henni að laga sig að nýjum aðstæðum. Eftir brátt frá- fall hans sumarið 1998 var henni mik- ið í mun að sýna okkur að hún gæti séð um sig sjálf og búið áfram á heim- ili þeirra á Skúlagötunni. Það tókst henni með hjálp fjölskyldunnar, og þá fyrst og fremst með dyggri aðstoð Markúsar, sonar síns, sem hjápaði henni á þann hátt að hún hélt áfram sjálfstæði sínu og virðingu. Það var ekki fyrr en nú síðustu mánuðina að skuggar tóku að þrengja að og erf- iðara varð að greina milli drauma, minninga og veruleika. Hún lagðist inn á sjúkrahús um miðjan desember, en hrakaði ört og lést eftir tveggja mánaða legu. Það er erfitt að vera fjarstaddur þegar ástvinir veikjast, fylgjast með fréttum milli vonar og ótta og geta ekki sjálfur setið við sjúkrabeðinn. Björn Þór og Kári, sonur okkar, sem báðir stunda vinnu erlendis, komust heim um jólaleytið, en þá var ekki hægt að sjá með vissu hvert stefndi. Björn Þór náði sem betur fer að koma aftur og eiga nokkra daga með móður sinni meðan hún hafði enn meðvitund. Hún átti þá orðið mjög erfitt með að tjá sig með orðum, en brosið sem hún heilsaði honum með sagði allt sem segja þurfti. Tengdamóðir mín var þakklát fyrir sitt gæfuríka líf. Að hafa fengið að eiga svo lengi samleið með mannin- um sem hún elskaði og dáði, að hafa fengið að eignast heimili á Íslandi og ala syni sína upp hér. Hún unni þessu landi meir en margir sem hér fæðast og alast upp og ekkert vissi hún fal- legra en ótrúlega fjölbreytt litbrigðin í sjónum og Esjunni. Ég sé þau fyrir mér, tengdaforeldra mína, aftur sam- an við eldhúsborðið á Austurbrún- inni. Hún færir honum kaffibolla og horfir yfir öxlina á honum meðan hann leggur kapal. Fyrir utan vakir fjallið bláa yfir þeim. Kannski er ei- lífðin þeirra þannig. Við kveðjum ömmu Betty með óendanlegu þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur og var okkur. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Gestsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Betty Ann Þorbjörnsson, er látin eftir stutta sjúkdómslegu. Með henni er genginn á braut góður vinur og heitt- elskuð amma og langamma sem verð- ur sárt saknað. Þegar ég kynntist Betty fyrir tæplega áratug hafði hún nýlega orðið fyrir heilablæðingu sem setti verulegt mark sitt á hreyfigetu hennar og líkamlega krafta. Engu að síður skynjaði ég strax þann kraft sem bjó innra með henni og mikinn viljastyrk. Betty hafði dökk, svip- sterk augu og fráan augnsvip sem öll barnabörnin hennar átta fengu í arf frá henni, nema bláeygu tvíburarnir Sigurbjörn og Þorsteinn. Ég komst líka að því að þrátt fyrir nokkuð skerta hæfni til að tjá sig, gat hún með mögnuðu augnaráði sínu sagt meira en mörg orð. Úr þeim mátti lesa mikla tjáningu, þau beinlínis geisluðu af gleði þegar hún var um- vafin hópi hávaðasamra barnabarna, á meðan aðrir tóku fyrir eyrun. Ekki síður mátti lesa úr þeim prakkara- svip enda var hún mjög hláturmild og hafði hárfína kímnigáfu. Hún gat séð margar spaugilegar hliðar á tilver- unni og gert úr þeim skemmtilegar frásagnir. Það varð okkur áhyggjuefni þegar Sigurbjörn tengdafaðir minn féll skyndilega frá fyrir tæpum fjórum árum, hvernig Betty myndi komast af án hans, jafnnáin og óaðskiljanleg og þau höfðu verið. Sigurbjörn hafði annast Betty af einstakri alúð eftir að hún missti heilsuna, gætt hennar og verndað í alla staði, þótt hann væri sjálfur heilsuveill. Fráfall Sigur- björns varð Betty mikið áfall en hún lét ekki bugast. Það var lýsandi fyrir viljastyrk hennar að taka ekki annað í mál en að búa áfram í íbúð þeirra við Skúlagötuna þar sem þau höfðu kom- ið sér vel fyrir með fagurt útsýni yfir sundin. Það má segja að Betty hafi dregið fram áður óþekkta krafta sem hún jafnvel undraðist á sjálf að búa yfir. Alla þá hluti sem Sigurbjörn hafði áður annast fyrir þau bæði, þurfi hún nú sjálf að leysa af hendi og gerði það með stakri prýði. Aldrei kvartaði hún yfir sínu hlutskipti, þótt stundum hlyti tilveran að vera henni erfið og einmanaleg. Aldrei ætlaðist hún til neins af öðrum, en vildi allt fyrir aðra gera. Hún gladdist yfir hverju smáræði sem fyrir hana var gert og fannst yfirleitt alltof mikið til- stand í kringum sig. Það var því einkar ljúft og gefandi að fá að gera eitthvað fyrir Betty. Eftir fráfall Sigurbjörns fjölgaði mikið heimsóknum Bettyar til okkar fjölskyldunnar á Tjarnargötu. Það varð fastur siður að hún kæmi til okk- ar í kvöldverð að minnsta kosti viku- lega, sunnudagsbíltúrarnir út úr bænum urðu margir og eins göngu- ferðir í Laugardal, sem var fyrir henni næstum eins og paradís á jörðu. Sérstaklega naut hún þess að sitja með okkur í garðinum okkar á sólríkum sumardögum og skoða hvernig gróðurinn óx og dafnaði. Alltaf hafði hún eitthvað meðferðis, með kaffinu og fyrir krakkana okkar þrjá Ingu Betu, Bjössa og Steina. Þau hlupu til hennar og föðmuðu af slíkum krafti þegar hún birtist að minnstu munaði að hún ylti um koll. Þótt þau hefðu lítinn orðaforða í ensku, gátu þau talað saman eftir öðrum leiðum. Þau höfðu reyndar lært nokkur undirstöðuorð í ensku og voru nokkuð upp með sér af því. Voru það kveðjuorð þeirra til ömmu Betty þegar þau kvöddu hana eitt af öðru í síðasta skipti með kossi á vangann þar sem hún lá á sjúkrahúsi þrotin að kröftum. Það kom þó ekki í veg fyrir að glampi birtist í augum hennar og hún brosti breitt. Þannig sá ég ömmu Betty í síðasta skipti vakandi og verð- ur sú endurminning mér alltaf kær. Það væri óskandi að lífið og dauð- inn væru jafneinfaldir hlutir og fyrir barni sem þekkir hina stórbrotnu sögu Bróður minn Ljónshjarta. Þeg- ar fimm ára sonur minn fékk fregn- ina af andláti ömmu sinnar, lá auðvit- að beint við að spyrja hvort afi Sigurbjörn tæki ekki á móti henni í Nangijala þar sem hann sæti að veið- um við árbakkann. Hvort sem amma Betty fór til Nangijala eða ekki, er ljóst að hún hefur sameinast Sigur- birni á öðrum stað og er laus úr viðj- um þreytts líkama. Ég minnist Bettyar með miklum söknuði, en minningarnar um ein- staka konu og fjöldamargar sam- verustundir verða mér dýrmætt veg- arnesti. Björg Thorarensen. BETTY ANN HUFFMAN ÞORBJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Betty Ann Huffman Þorbjörns- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.                             !"    #$# %  &     '    &  %"   " $   (    (                 !"#   $%   &     ' ( %%%      &#%   )**+,)'          - .   /    $ &  )       * +  , +  -  "   (  +#%  $%0 +#%  $% + +#%   &% +#%  ("+ )+ %%  +"+ )+ %  ,,)  ,,,)' !" " #    11 2  .  &    /0   3 45 3'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.