Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. OLÍUFÉLÖGIN Skeljungur, Olíu- félagið og Olíuverslun Íslands hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Samkeppnisstofnun verði gert að eyða öllum afritum skjala á tölvutæku formi sem stofn- unin gerði upptæk hjá félögunum 18. desember sl. Að mati Gests Jónsson- ar, lögmanns Skeljungs, var fram- kvæmd haldlagningar af hálfu Sam- keppnisstofnunar verulega ábótavant og ákvæði laga um með- ferð opinberra mála ekki virt. Fljótlega eftir að Samkeppnis- stofnun lagði hald á gögn á skrif- stofum olíufélaganna gerði stofnunin olíufélögunum grein fyrir að tölvu- gögn yrðu ekki opnuð fyrr en hún hefði gert félögunum grein fyrir því hvernig staðið yrði að framkvæmd- inni. Þetta hugðust starfsmenn Sam- keppnisstofnunar gera sl. mánudag. Á fundinum kom hins vegar fram hjá lögmönnum olíufélaganna að þeir ætluðu að vísa málinu til Héraðs- dóms og krefjast úrskurðar um það hvort stofnuninni væri almennt heimilt að skoða tölvugögnin. Málið var þingfest í Héraðsdómi í gær. Um er að ræða þrjú dómsmál, en hvert og eitt olíufélag höfðar sérstakt mál þótt líklegt sé að rökstuðningur fé- laganna verði sambærilegur. Telja framkvæmd hald- lagningar ábótavant Gestur Jónsson, lögmaður Skelj- ungs, lagði fram greinargerð í mál- inu í gær. Í henni er vísað í stjórn- arskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem vikið er að skerð- ingu á einkalífi manna. Í greinar- gerðinni er stjórn leitarinnar gagn- rýnd og nefnd dæmi því til stuðnings. Meginröksemd lögmannsins er að við framkvæmd haldlagningar hafi ekki verið gætt ákvæða 78. gr. laga um meðferð opinberra mála þar sem fjallað er um að leggja skuli hald á muni „ef ætla má að þeir hafi sönn- unargildi í opinberu máli“. Því fari fjarri að þessa hafi verið gætt í þessu máli því lagt hafi verið hald á það mikið af gögnum að ljóst sé að það hafi verið gert án þess að nokkurt efnislegt mat hafi verið lagt á gildi gagnanna fyrir rannsóknina. Gestur bendir á í því sambandi að einungis tölvupósturinn sem afritað- ur var hafi innihaldið um 546.000 skjöl. Gestur segir einnig að samkvæmt lögum eigi að skrá nákvæmlega alla þá muni sem lagt var hald á. Veru- legur misbrestur hafi verið á þessu. „Það hefur aldrei reynt áður á þessi atriði fyrir íslenskum dómstól- um. Það er augljóst að tölvupóstur getur geymt mjög persónulegar upplýsingar þeirra einstaklinga sem eru sendendur hans. Það var enginn greinarmunur gerður hjá Skeljungi á þeim tíma sem þetta gerðist á því hvort gögnin væru persónulegs eðlis eða annars eðlis. Í haldlagningunni er enginn greinarmunur gerður á því sem kynni að vera persónuleg mál- efni eða því sem kynni að varða mál- efni félagsins,“ sagði Gestur. Olíufélögin kæra framkvæmd Samkeppnisstofnunar til Héraðsdóms Samkeppnisstofnun eyði öllum tölvugögnum LAGT verður 9,5% veiðigjald á hand- hafa aflaheimilda samkvæmt frum- varpi sem Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Gjaldið leggst á eftir að tekið hefur verið tillit til ýmissa af- komutengdra þátta í útgerðinni sem þyngst vega. Miðað við áætlaðan afla þessa árs hefði veiðigjaldið orðið sam- tals um 2,1 milljarður á árinu. Um er að ræða útfærslu á hug- myndum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Í stað þess að leggja tvenns konar gjöld á sjávar- útveginn, líkt og nefndin lagði til, er í frumvarpi sjávarútvegsráðherra gert ráð fyrir því að lagt verði á eitt magn- og afkomutengt veiðigjald. Það er gert með því að miða gjaldið við reiknaða afkomu síðasta árs og tengja gjaldið við það magn veiðiheimilda sem úthlutað er á næsta fiskveiðiári. Með þessu segist ráðherrann taka tillit til þeirra þátta sem mest áhrif hafa á afkomu útgerðarinnar, þ.e. sveiflna í fiskverði og afla og sérstak- lega skilgreindra kostnaðarliða út- gerðarinnar, s.s. olíu- og launakostn- aðar. Til þess að fyrirtæki geti lagað rekstur sinn að breytingunum er lagt til að veiðigjaldið verði tekið upp í áföngum á árunum 2004–2009. Þá er lagt til að hámarkshlutdeild einstakra aðila í þorski verði 12%, en hámarkshlutdeild í öðrum bolfiskteg- undum verði 50%. Í frumvarpinu er ekki tekið tillit til tillagna endurskoðunarnefndarinnar um rýmri heimildir til framsals afla- marks eða tillagna sjómannasamtak- anna og útvegsmanna um takmörkun á framsali aflamarks. Þá fjallar frum- varpið ekki um úthlutun kvóta til fisk- vinnslustöðva, líkt og endurskoðunar- nefndin lagði til. Árni segir að frumvarpið taki ekki á þessum þátt- um þar sem ljóst sé að þeir séu ekki fallnir til að ná víðtækri sátt um fisk- veiðistjórnunina. Forystumenn samtaka sjómanna og útgerðarmanna eru andvígir frum- varpi sjávarútvegsráðherra. Þeir segja það vonbrigði að ekki skuli tekið tillit til tillagna þeirra um takmörkun á leiguframsali aflaheimilda. Forystu- menn sjómanna lýsa allir andstöðu sinni við auðlindagjald og fram- kvæmdastjóri LÍÚ segir að auðlinda- gjald eins og lagt er til í frumvarpinu sé allt of hátt. Þeim ber öllum saman um nauðsyn þess að hefta stækkun flotans og koma í veg fyrir brottkast og nærtækasta leiðin til þess sé veru- leg takmörkun á framsali aflaheim- ilda. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar á Alþingi voru einnig þungir á brún þegar frumvarpinu var dreift á þinginu í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þannig að segja mætti að í frumvarp- inu fælist óskadraumur LÍÚ og stór- útgerðarinnar og að með því væri endanlega staðfest að stjórnarand- staðan vildi ná sáttum en ríkisstjórnin vildi greinilega ófrið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, tók undir þetta og sagði ráðherra kasta stríðshanska inn í þingið. Engin sátt yrði um efni frumvarpsins og þá leið sem væri farin með því, heldur bullandi ófriður. Sjávarútvegsráðherra leggur til 9,5% veiðigjald Samtök sjómanna og útvegsmanna andvíg frumvarpi ráðherra og vilja takmörkun á framsali aflamarks  Hefði orðið 2,1/26–27  Allir andvígir/27  Sjávarútvegsráðherra/10 MIKIL og góð loðnuveiði hefur ver- ið síðustu daga og í gær voru skipin að moka loðnunni upp austan við Vestmannaeyjar, við Bjarnarey. Loðnan gekk þá hratt vestur með landinu og elti flotinn hana. Hrognafylling er nú nægileg til frystingar fyrir markaðinn í Japan og er frysting hafin. Vinnsla hrogna hefst síðar, er hrognin verða nægilega þroskuð. Samkvæmt upplýsingum Sam- taka fiskvinnslustöðva í gær höfðu um 470.000 tonn þá borizt á land á vetrarvertíðinni. Á sumar- og haustvertíð veiddust tæplega 150.000 tonn og því er heildaraflinn orðinn langleiðina í 620.000 tonn. Leyfilegur heildarafli er tæp 970.000 tonn og því standa um 350.000 tonn eftir enn óveidd. Mestu hefur verið landað hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, um 61.500 tonnum. Hjá SR-mjöli á Seyðisfirði hefur verið landað 55.300 tonnum og Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið á móti 48.200 tonnum. Loðnan mokveiðist við Eyjar Morgunblaðið/Sigurgeir SÖNGKONAN Cesaria Evora frá Grænhöfðaeyjum, sem oft er kölluð berfætta dívan, mun halda tónleika 24. apríl næstkomandi í Laug- ardalshöll. Er þetta liður í Evr- óputúr söngkon- unnar. Síðast kom hún hingað til lands sumarið 2000 og hélt þá tvenna tónleika á Hótel Íslandi fyr- ir fullu húsi. „Hún kemur hingað með hljómsveit sinni og þetta verða lokatónleikar í Evr- óputúr sem hún er að fara í,“ sagði Kári Sturluson, sem skipuleggur tónleikana, í samtali við Morg- unblaðið. Tónleikar Evoru verða haldnir 24. apríl eins og fyrr sagði, en þá er síðasti vetrardagur. Evora snýr aftur  Berfætta/46 Cesaria Evora NÝJUM íbúðum fjölgaði um rúmlega þrjú hundruð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þær voru 1.277, en voru 967 á árinu 2000 og höfðu þá ekki ver- ið færri frá árinu 1994 þegar nýjar íbúðir voru 907 talsins. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Þar segir ennfremur að frá árinu 1984 hafi 1.145 íbúðir að meðaltali verið fullgerðar árlega. Íbúum hafi fjölgað að meðaltali um 2,25 fyrir hverja íbúð á árunum 1984–97, en um 2,80 fyrir hverja nýja íbúð árin 1998– 2001. Þá kemur fram að í fyrra fjölg- aði lánum Íbúðalánasjóðs til nýbygg- inga frá fyrra ári um 23% og að byrj- að var á 1.343 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu en það sé 10% aukning. Í hagvísum er einnig fjallað um kreditkortanotkun og kemur fram að kreditkortum fækkaði á síðasta ári um 16 þúsund frá árinu áður og voru þau í árslok liðlega 176 þúsund. Velt- an dróst saman á síðasta fjórðungi síðasta árs um 2% frá sama tíma árið áður. Mest munar um 30% samdrátt í notkun kreditkorta erlendis, en velta innanlands jókst um nálega 3%. Þeg- ar allt árið er skoðað kemur fram 20% samdráttur í kreditkortavelt- unni erlendis í fyrra, en 9,5% aukning innanlands. 1.277 nýjar íbúðir í fyrra Höfuðborgarsvæðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.