Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ hreinlætistæki margar stærðir og gerðir 25% afsláttur Heimilisdagar óregluleg 33x33 cm gólfflís til í ýmsum litum Ver› 2.390 kr. m í miklu úrvali 30% afsláttur. Sími 525 3000 • www.husa.is 2 2 2 Smellt plastparket (ekkert lím) gólfefni málning ljós 10-40% afsláttur Flísar Stofumottur Dreglar mikið úrval af gæða parketi c Ver› frá 3.250 kr. m Parket Ver› 1.690 kr. m 12 spora námskeið kirknanna Tólf sporin eru tæki til að leiðrétta lífið SVOKÖLLUÐ tólfspora námskeið,sem eru ætluð til að hjálpa fólki að styrkjast og hljóta innri frið, eru að hefjast á vegum kirkjunn- ar um þessar mundir. Uppsetningin er sótt í 12 spora kerfi sem notuð hafa verið til að hjálpa fólki að vinna bug á áfengissýki og halda sér þurru eftir með- ferð. Dagana 8.-9. febrúar sl. var haldið námskeið á vegum Biskupsstofu fyrir leiðbeinendur í tólfspora- vinnu í samvinnu við „Vini í bata“, sem er hópur sem stendur að framvindu þessa verkefnis. Nám- skeiðin fara fram í kirkjum víða. Í forsvari fyrir nám- skeiðin er Margrét Schev- ing og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Um hvað fjalla ykkar 12 spora námskeið og hverjum eru þau ætl- uð? „Tólf spora vinnan sem kirkjan hefur verið að bjóða upp á og er unnin samkvæmt bókinni „Tólf sporin – Andlegt ferðalag“ er ætl- uð öllum sem þrá að öðlast meiri lífsgæði með því að styrkjast hið innra. Samstarfskona okkar Helgu St. Hróbjartsdóttur, Mar- grét Eggertsdóttir, þýddi bókina. Sporin fjalla um 1.-3. að öðlast frið við Guð, 4.-6. að öðlast frið gagn- vart okkur sjálfum, 7.-10. að öðl- ast frið við aðra, 11-12. að viðhalda þeim friði.“ Hver eru hin 12 spor sem um ræðir? „Það er eiginlega allt of langt mál að fara út í það hér og ég held að fólk myndi e.t.v. ekki endast til að lesa lengra. En það er allt sam- an vel útlistað á námskeiðunum hjá okkur.“ Er einhver fyrirmynd að þessu formi? „Já, bókin er byggð á 12 spor- um AA-samtakanna, en í þessu samhengi er talað um aðskilnað frá Guði í stað áfengis. Þetta er til- finningavinna sem allir geta nýtt sér. Fyrir trúaða er þetta helg- unarleið.“ Hafið þið boðið upp á viðlíka námskeið áður? „Þessi námskeið hafa verið í gangi síðan í janúar 1999 í Laug- arneskirkju og fleiri kirkjur hafa hafið störf í kjölfarið, t.d. Ás- kirkja, Hallgrímskirkja, Dóm- kirkjan, Hjallakirkja í Kópavogi, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Egils- staðakirkja. Áhugasamir geta haft samband við leiðbeinendur í þessum kirkjum til skráningar á biðlista fyrir næsta haust. Ég hef einnig heyrt af slíku starfi í Ak- ureyrarkirkju og í Grafarvogs- kirkju. Við stóðum einnig fyrir nám- skeiði á vegum Biskupsstofu fyrir leiðbeinendur í þrem sóknum á Norðaustur- landi og núna nýlega aftur hér í Reykjavík. Leiðbeinendanám- skeiðin eru fyrir presta, djákna og leikmenn sem hyggjast gerast leiðbeinendur í kirkjum sínum, þau taka ferlið á sextán vikum í stað þrjátíu vikna. Þegar þau hafa lokið vinnu sinni má búast við nýrri byrjun í mörg- um kirkjum. Þeir sem áhuga hafa á leiðbeinendanámskeiði geta snúið sér til Halldórs Reynissonar verkefnisstjóra fræðslumála á Biskupsstofu.“ Er vitað um árangur námskeiða af þessu tagi? „Árangurinn er stórkostlegur hjá þeim sem þora að „leggja á djúpið“. Það þarf oft á tíðum kjark til þess að horfast í augu við sjálf- an sig, og ég segi að það eru hetj- urnar sem fara í þessa vinnu. Guð fullkomnar svo verkið og gefur það sem til þarf. Fólk kynnist sjálfu sér á nýjan hátt, öðlast sterkari sjálfsmynd, aukna tilfinn- ingagreind, þ.e. styrk og færni til að takast á við samskipti í daglega lífinu.“ Hvar og hvernig fara námskeið- in fram? „Í kirkjunum. Fólk kemur sam- an einu sinni í viku tvo tíma í senn og vinnur samkvæmt vinnubók- inni. Fyrst er kynningarfundur og næstu þrjú skiptin eru fundirnir opnir og fólk er að kanna hvort þessi vinna hentar því. Síðan hefst heildarferlið og þá er skipt niður í fimm til sjö manna kynskipta hópa og þar myndast yfirleitt mjög náin tengsl og trúnaður. Heildarferlið tekur tvær náms- annir, þátttakendum að kostnað- arlausu.“ Hver er þörfin fyrir námskeið af þessu tagi? „Þörfin er gífurleg. Fólk þráir innri frið og að geta lifað í sátt við sig og aðra. En það er fjöldinn allur sem situr uppi með erfiðar til- finningar vegna ein- hverra áfalla daglegs lífs og þarfnast leiða til að öðlast frið og lækningu og það er aukinn þorsti eftir Guði um all- an heim. Tólf sporin eru tæki til að leiðrétta lífið. Þau eru unnin í sjálfshjálparhópum þar sem vinnubókin veitir agann. Þetta er ekki meðferðarvinna en ef þörf krefur þá bendum við fólki á fag- aðila. Að öllu jöfnu nægir viðtal við trúnaðarmann eða aðila sem veitir sálgæslu í kirkjunni.“ Margrét Scheving  Margrét Scheving er fædd í Vestmannaeyjum 27. september 1944. Landspróf frá Skógaskóla 1961 og útskrifaðist síðan sem sjúkraliði og stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Frá 1993-1999 stundaði hún fjarnám í sálgæslu við European School of Abuse (sexual) Related Pastor- al Counseling og starfar nú sem sálgæsluþjónn Laugarneskirkju. Eiginmaður Margrétar er Þor- valdur Halldórsson tónlist- armaður og eiga þau saman son- inn Þorvald Kristin, 22 ára, og samtals fimm önnur börn. ...fyrir trúaða er þetta helg- unarleið Hvað sem um mellur og vín má segja er það hrein móðgun við sjómannastéttina að líkja þessum veruleikafirrtu fjársukkurum við þá. TRYGGINGAYFIRLÆKNIR hef- ur sent dreifibréf til lækna þar sem nýjar reglur tryggingaráðs um greiðsluþátttöku Tryggingastofnun- ar ríkisins, sem gilda eiga frá 1. mars næstkomandi, eru ítrekaðar. Félag íslenskra sjúkraþjálfara krefst þess að bréfið verði dregið til baka. Um miðjan mánuðinn setti trygg- ingaráð nýjar reglur um endur- greiðslur vegna sjúkraþjálfunar sem gilda eiga frá 1. mars nk., takist ekki samningar við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Miðast reglurnar einkum við öryrkja og langveik börn, sem munu sjálfkrafa fá endur- greiðslur áfram, en aðrir munu þurfa að sækja sérstaklega um endur- greiðslur til Tryggingastofnunar með tilvísun frá lækni undir höndum. Núgildandi reglur munu þó gilda áfram fyrir þá sjúkraþjálfara sem hafa samning við TR en þar er eink- um um að ræða sjúkraþjálfara inni á heilbrigðisstofnunum. Sigurður Thorlacius tryggingayf- irlæknir segir bréfið sem slíkt ekki boða nein þáttaskil í deilu sjúkra- þjálfara og TR. „Tilgangurinn með bréfinu er í rauninni að setja lækna inn í hvað er að gerast og hvert þeirra hlutverk er núna. Áður var þeirra hlutverk að gefa sjúkraþjálf- urunum upplýsingar og jafnframt okkur þannig að við gætum áttað okkur á stöðu viðkomandi einstak- lings en nú má búast við að drjúgur meirihluti þeirra sem fara í sjúkra- þjálfun verði bara að borga sjálfur. Þarna er ég að útskýra fyrir læknum þessar reglur Tryggingaráðs eins og þær koma út núna eftir að þetta kom upp.“ „Aðför að sjálfstæðum rekstri sjúkraþjálfara“ Í ályktun sem aðalfundur Félags íslenskra sjúkraþjálfara samþykkti síðastliðinn laugardag er dreifibréfi tryggingayfirlæknis mótmælt og sagt að með því letji hann lækna til að skrifa beiðnir til sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfara sem ekki séu á samningi við TR. „Með bréfinu sýnir tryggingayfirlæknir óvirðingu gagn- vart fagi og starfi sjúkraþjálfara. Vakin er athygli stjórnvalda á túlkun tryggingayfirlæknis á 33. grein laga um almannatryggingar en í raun er lagagreinin notuð til mismununar gagnvart sjúkratryggðum almenn- ingi í landinu. Jafnframt telur fund- urinn efni bréfsins vega að dóm- greind lækna. Aðalfundur FÍSÞ krefst þess að tryggingayfirlæknir dragi bréfið til baka,“ segir í álykt- uninni. Adda Sigurjónsdóttir, formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfara, segir félagsmenn vera mjög undrandi yfir þessu bréfi. „Við telj- um að með þessu hljóti trygginga- yfirlæknir að vera að brjóta jafnræð- isreglu á sjúklingunum okkar. Með þessu hlýtur hann einnig að vera að brjóta samkeppnislög því hann gerir upp á milli rekstrarforma.Við mun- um skoða þetta mjög vel og athuga hvort hægt sé að grípa til einhverra lögfræðilegra úrræða því þetta hlýt- ur að teljast hrein aðför að sjálfstæð- um rekstri sjúkraþjálfara.“ Dreifibréf til lækna um end- urgreiðslu sjúkraþjálfunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.