Morgunblaðið - 27.02.2002, Síða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra kynnti nýtt frumvarp til
laga um stjórn fiskveiða á fundi með
blaðamönnum í gærmorgun og var
frumvarpinu dreift á Alþingi í gær.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar tóku
málið þegar upp við upphaf þingfund-
ar og fór ekki á milli mála að þungt
var í þeim hljóðið. Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingarinnar,
sagði þannig að segja mætti að í frum-
varpinu fælist óskadraumur LÍÚ og
stórútgerðarinnar og að með því væri
endanlega staðfest að stjórnarand-
staðan vildi ná sáttum en ríkisstjórnin
vilji greinilega ófrið. Steingrímur J.
Sigfússon, formaður Vinstri grænna,
tók undir þetta og sagði ráðherra
kasta stríðshanska inn í þingið. Engin
sátt yrði um efni frumvarpsins og þá
leið sem væri farin með því, heldur
bullandi ófriður.
Lofað að stefna að sátt
Formaður Samfylkingarinnar rifj-
aði upp að stjórnarflokkarnir hefðu
lofað því hástöfum fyrir síðustu kosn-
ingar að gera allt sem í þeirra valdi
stæði til þess að ná sátt um stjórnun
fiskveiða.
„Það verður að segjast eins og er að
maður hélt að stjórnarflokkarnir
væru að stíga raunhæft skref til þess
með tillögum auðlindanefndar, því í
henni var að finna vísi að sátt sem við í
stjórnarandstöðunni hefðum getað
tekið þátt í. Nú liggur hins vegar fyrir
að það er ekkert rætt við stjórnarand-
stöðuna. Stjórnarandstaðan lagði eigi
að síður fram hér þingmál um það
hvernig hún taldi að ætti að reyna að
ná sátt um þetta mál. Við vildum
leggja fram hugmynd að nefnd þar
sem hver þingflokkur ætti fulltrúa
þar sem yrði reynt að ná sátt á grund-
velli þess að afnema gjafakvótann í
gegnum fyrningu,“ sagði hann og
benti á að umrædd tillaga hefði verið
lögð fram í ljósi þess að við blasi að
meirihluti sé fyrir því í landinu að fara
þá leið.
Össur gagnrýndi harkalega að ráð-
herra skyldi nú ekki einu sinni hafa
haft fyrir því að ræða við stjórnarand-
stöðuna, heldur ætlaði hann „að knýja
hér í gegn frumvarp sem byggðist
fyrst og fremst á óskadraumum LÍÚ
og stórútgerðarinnar“ og alveg ljóst
væri að stjórnarandstæðan tæki fast
á móti í þessu máli.
„Við munum ekki láta valta yfir
okkur og vilja þjóðarinnar í þessu
mikilvæga máli. Við viljum sátt í mál-
inu en ríkisstjórnin vill greinilega
ófrið,“ sagði Össur og líkti sjávarút-
vegsráðherra við smækkaða útgáfu af
Kristjáni Ragnarssyni, formanni
LÍÚ.
Framkoma ríkisstjórnarinnar
með endemum
Steingrímur J. Sigfússon tók undir
gagnrýnina og sagði að framkoma
ríkisstjórnarinnar í þessu máli væri
með endemum. Hann sagði að sú
mikla sáttagjörð sem lofað hafi verið í
málinu fyrir síðustu alþingiskosning-
ar væri væntanlega fólgin í því frum-
varpi sem nú verði „hent hér inn á
þingið“, eins og hann orðaði það.
Hann sagði tillögu stjórnarandstöð-
unnar, um að reyna að sætta sjónar-
mið í þessu máli, hafa legið fyrir
þinginu um mánaða skeið, en það
hefði verið einskis metið, ekki tekið
undir það einu orði og tillagan reynd-
ar ekki enn komin til umræðu.
Steingrímur sagði hér um að ræða í
aðalatriðum tillögu Sjálfstæðisflokks-
ins og embættismanna í svonefndri
endurskoðunarnefnd. „Auðvitað má
segja að það veki spurningar um það
hvort Sjáflstæðisflokkurinn meti það
svo nú að það sé honum hagstæðara
að reyna að beina umræðunni inn í
deilur um sjávarútvegsmál og frá
þeim spillingarmálum sem mjög eru
tengd flokknum og mjög eru til um-
ræðu þessa dagana. Þess vegna allt í
einu komi þessi stríðshanski hér flat-
ur inn í þingið.“
Sagði formaður VG að allir vissu að
engin sátt yrði um frumvarp sjávarút-
vegsráðherra, hvorki inni á þingi né
úti í þjóðfélaginu. „Það er allt logandi
í ófriði í kringum þessi mál og í raun
veru er það mjög áleitin spurning
hvað sjávarútvegsráðherra og Sjálf-
stæðisflokknum gengur til að standa
svona að verki,“ sagði Steingrímur J.
Sigfússon.
Ráðherra að gera
að gamni sínu?
Svanfríður Jónasdóttir (S) sagði að
ef málið væri ekki jafn alvarlegt og
raun bæri vitni, mætti halda að sjáv-
arútvegsráðherra væri fyrst og
fremst að gera að gamni sínu.
„Sáttagjörðin sem hér er boðuð
felst aðallega í því að breyta um nafn
á þeim kostnaðargreiðslum sem út-
gerðin greiðir þegar,“ sagði Svanfríð-
ur og benti á að sjávarútvegsráðherra
hefði haldið því fram að í góðu ári geti
upphæð veiðigjalds farið yfir 2 millj-
arða króna. Hins vegar hefði ekki
fylgt sögunni að þá ætti eftir að taka
tillit til þess að á móti eigi að falla nið-
ur veiðieftirlitsgjald upp á 250 millj-
ónir og þróunarsjóðsgjald upp á að
minnsta kosti 600 milljónir.
„Þá er nú heldur lítið eftir, eða
hvað? Rúmur milljarður er það, og
það er allt og sumt. Þetta er einungis
hluti þess kostnaðar sem skattgreið-
endur greiða í dag með útgerðinni. Ef
allt er reiknað eru það að minnsta
kosti 3 milljarðar sem þar eru til
kostnaðar og ef að þessar tillögur
verða að veruleika er kannski verið að
innheimta um það bil þriðjunginn af
þessum kostnaðargreiðslum og kalla
veiðigjald.“
Svanfríður sagði frumvarpið í engu
hrófla við því kerfi sem nú er við lýði.
„Það er verið að auka kostnaðar-
greiðslur útgerðarinnar mjög lítillega
og kalla veiðigjald, en það er ekki ver-
ið að fara fram á að útgerðin greiði
fyrir aðgang að auðlindinni. Áfram
verður það svo að þeir sem verða að
kaupa veiðiheimildir þurfa að leita á
náðir þeirra sem ríkið afhendir þær
án endurgjalds,“ sagði hún.
Málflutningur stjórnarandstöðu
kom ráðherra ekki á óvart
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði málflutning stjórnar-
andstæðunnar ekki koma sér sérstak-
lega á óvart. Hann sagði þingmenn
Samfylkingarinnar hafa ýjað að því
um nokkra hríð að þeir myndu leggj-
ast gegn veiðigjaldsfrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar. „Einhvern veginn hef-
ur maður haft það á tilfinningunni að
það skipti nánast engu máli hvernig
það frumvarp yrði, Samfylkingin
myndi leggjast gegn því,“ sagði hann.
Ráðherra sagði það leiðinlegt að
Samfylkingin hefði að engu afstöðu
þriggja þingmanna flokksins í auð-
lindanefndinni þar sem þeir hafi tekið
höndum saman ásamt öðrum um sátt
í atvinnugreininni. Það kæmi sér þó
ekki mjög á óvart.
„Ég verð að segja að mér þykir af-
ar leiðinlegt að þetta skuli vera af-
staða þessa stjórnmálaflokks, að það
skuli vera niðurstaða þeirra að standa
ekki við það sem undir var ritað en
eins og ég segi kemur það ekki alveg á
óvart.“
Um gagnrýni formanns VG sagði
ráðherrann að Steingrímur J. Sigfús-
son minnti sig helst þjálfarann í kapp-
liðinu sem ekki vildi einungis ráða því
hverjir væru í hans eigin liði heldur
líka hverjir væru í liði andstæðings-
ins. Steingrímur vildi þannig ekki ein-
asta ráða eigin málflutningi heldur
annarra líka.Lúðvík Bergvinsson (S),
sem sæti átti í nefndri auðlindanefnd,
sagði af þessu tilefni að það væri frá-
leitt að tala nú sem svo að frumvarp
ráðherra væri byggt á tillögum eða
vinnu auðlindanefndar.
„Það er alveg ljóst, eins og margir
héldu fram í aðdraganda síðustu al-
þingiskosninga, að auðlindanefnd var
aðeins sett á laggirnar í því skyni að
tefja umræðu um málið á meðan þær
kosningar gengu yfir. Það er alveg
ljóst af þeim hugmyndum sem hér
eru lagðar fram að það er algerlega
litið framhjá meginhugmyndum auð-
lindanefndarinnar. Mér finnst algjör-
lega fráleitt af sjávarútvegsráðherra
að leggja það upp með þeim hætti að
þær hugmyndir sem nú hafa verið
kynntar hafi nokkuð með hugmyndir
auðlindanefndar að gera. Og mér
finnst það vera útúrsnúningur af
bestu gerð, þær hugmyndir sem þar
voru lagðar fram gengu fyrst og
fremst út á það að skapa ákveðið jafn-
vægi í greininni, gefa öllum tækifæri.
Það voru grundvallaratriði. Ekki að
leggja litla skatta á greinina með
þeim hætti sem hér um ræðir,“ sagði
þingmaðurinn og bætti því við að
frumvarpið væri fyrst og fremst „árás
á minni útgerðir í landinu“.
Allt tal um sættir
blekkingar einar
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, sagði menn
ekki þurfa að reka upp stór augu yfir
þeirri málafærslu sem ráðherra stæði
nú fyrir.
„Frá upphafi þessa máls lá fyrir að
allt tal um sættir var blekkingar ein-
ar, settar fram til að telja þjóðinni trú
um að þannig stæðu mál og undir
þennan áróður gengust flestallir fjöl-
miðlar,“ sagði hann.
„Auðlindanefnd var til þess skipuð
á sínum tíma að fá nokkurn veginn þá
niðurstöðu sem yrði svo hægt að
halda áfram að túlka eftir pólitískum
leiðum. Auðlindagjald, þetta þykj-
ustugjald, sem á að breyta gjöldunum
sem útgerð stendur núna undir, án
þess að bæta þar nokkru við sem
nemur, verður ekki til að ná sáttum í
þessu máli,“ sagði hann.
Sverrir benti á að íslensk útgerð
njóti nú, að því er talið er, fyrir-
greiðslu hins opinbera sem svari til 6
milljarða og engu að síður gengju
menn um „ríki veraldar“ og skori á
menn að leggja af styrki við sjávar-
útveg, enda þótt við förum þar
fremstir í flokki.
„Ég hef áður spurt, margsinnis:
Skortir skattalagaákvæði í íslensk
skattalög til að leggja útsvar eða
skatta á útgerð eins og hún þolir og
sanngjarnt er? Ég hef ekki fengið
svör við því. Þetta er málamyndaað-
ferð til að reyna að skjóta skildi fyrir
þá staðreynd málsins að hér á að
ganga erinda útgerðarauðvaldsins í
einu og öllu,“ sagði formaður Frjáls-
lynda flokksins.
Hörð gagnrýni stjórnarandstöðu vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða
Sjávarútvegsráðherra
sagður kasta stríðshanska
Morgunblaðið/Golli
Össur Skarphéðinsson og Svanfríður Jónasdóttir gagnrýndu sjávarútvegsráðherra harðlega í gær.
Stjórnarandstaðan á Al-
þingi deildi hart á sjáv-
arútvegsráðherra í gær
fyrir að kynna frumvarp
um breytingar á lögum
um stjórn fiskveiða án
nokkurs samráðs við sig.
Þingflokkur VG um
Kárahnjúkavirkjun
Vill aflétta
leynd af
raforku-
verði
ÖGMUNDUR Jónasson, þing-
flokksformaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs, kvaddi sér
hljóðs við upphaf þingfundar á Al-
þingi í gær og gerði grein fyrir sam-
þykkt þingflokksins vegna umfjöll-
unar þingsins og þingnefnda um
frumvarp um Kárahnjúkavirkjun og
þá kröfu Landsvirkjunar að farið
verði með upplýsingar um raforku-
verð frá hinni fyrirhuguðu virkjun
sem trúnaðarmál.
„Þingflokkur Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs hefur rætt
kröfu Landsvirkjunar um að leynt
verði farið með upplýsingar um raf-
orkuverð frá fyrirhugaðri Kára-
hnjúkavirkjun. Þingflokkurinn hafn-
ar að taka við slíkum upplýsingum
undir þeim formerkjum og mun gera
allt sem í hans valdi stendur til að
knýja á um að upplýsingarnar verði
gerðar opinberar. Almennir orku-
notendur og allur almenningur á
skýlausa kröfu á þessum upplýsing-
um sem og þingmenn sem eiga að
taka afstöðu til málsins á þingi.
Fulltrúi þingflokksins í iðnaðar-
nefnd mun að sjálfsögðu virða trún-
að varðandi upplýsingar sem fram
hafa komið í nefndinni. Þingflokkur
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs mun á næstunni kanna og
eftir atvikum láta reyna á mögulegar
leiðir til að svipta leynd af þessum
upplýsingum,“ sagði Ögmundur.
Hart deilt um
byggðamál
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra mælti í
gær á Alþingi fyrir tillögu til
þingsályktunar um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002–
2005.
Töluverð umræða hefur skapast
um tillögurnar undanfarna daga
og umræða um þær tók allan dag-
inn í gær á þingi og þegar fundi
var frestað í gærkvöldi voru enn
fjölmargir ræðumenn á mælenda-
skrá.
Nokkuð bar á þeirri gagnrýni í
garð tillögunnar að í henni væri of
almennt fjallað um stefnu stjórn-
valda í byggðamálum en minna
beinlínis sagt til um hvernig eigi
að haga framkvæmdum.
Þingmenn stjórnarandstöðu
voru ekki einir um að gagnrýna
tillöguna, hörð gagnrýni kom einn-
ig fram hjá þeim Einari Oddi
Kristjánssyni og Einari K. Guð-
finnssyni, þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins á Vestfjörðum. Sagði
Einar Oddur t.d. að gera þyrfti
gagngerar breytingar á efni tillög-
unnar í nefnd, ætti hún að njóta
stuðnings hans.
Ráðherra sagði hins vegar að
mikilvægt nýmæli fælist í því að
eitt ráðuneyti kæmi nú að málinu
og hefði eftirlit með því að fram-
kvæmd væri í anda tillagnanna og
í því skyni að treysta byggð í land-
inu.
„Ég vænti þess að sú tillaga sem
hér hefur verið lögð fram geti orð-
ið liður í því að skapa meiri skiln-
ing í þjóðfélaginu á því að við þurf-
um rétt eins og aðrar þjóðir að
reka öfluga byggðastefnu. Slík
stefna á ekki að byggjast á því að
viðhalda tilteknu ástandi. Slík
stefna á að miða að því að skapa
jöfn skilyrði og vinna með fólki og
fyrirtækjum að því að örva frum-
kvæði og nýsköpun og aðstoða það
við útfærslu hugmynda sinna.“
Umræðan um byggðamál stóð
langt fram eftir kvöldi á Alþingi í
gær.
♦ ♦ ♦