Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 41
KENNARAHÁSKÓLI Íslands verður með kynningu á framhalds- námi fyrir haustið 2002, fimmtu- daginn, 28. febrúar kl. 16.15 í stofu M-301 í aðalbyggingu skólans við Stakkahlíð. Sautján námsbrautir verða í boði. Framhaldsnámið er ætlað kennurum, þroskaþjálfum og öðr- um uppeldisstéttum. Námið mun nýtast þeim sem vinna að eða hafa hug á að sinna þróunarverkefnum, rannsóknum eða öðrum fræðistörf- um, námsefnisgerð, ráðgjafar- og sérfræðistörfum, mati á skólastarfi eða starfsemi annarra stofnana. Námið er einnig ætlað fólki í for- ystu- og stjórnunarstörfum eða þeim sem eru að búa sig undir störf af þeim toga. Unnt er að ljúka framhaldsnámi við Kennaraháskólann með þrenn- um hætti, með formlegri viður- kenningu (diplómu), meistaraprófi (M.Ed.) eða doktorsprófi (Ph.D.). Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: Framhaldsnám fyrir þroska- þjálfa, Íslenska og íslenskukennsla, Kennslufræði og námsefnisgerð, Mat og þróunarstarf, Menntun tví- tyngdra barna, Nám og kennsla ungra barna, Námskrárfræði og skólanámskrárgerð, Náttúrufræði- menntun, Samfélagsgreinar og Kynning á framhaldsnámi við KHÍ kennsla þeirra, Sérkennslufræði, Stjórnun, Stærðfræðimenntun, Tölvu- og upplýsingatækni, Um- sjónarkennarinn, Uppeldis- og menntunarfræði og Rannsóknar- tengt framhaldsnám, tvenns konar rannsóknartengt framhaldsnám er í boði, (meistaranám (M.Ed.) og doktorsnám (Ph.D.)). Að þessu sinni eru allar náms- brautir í framhaldsdeild með fjar- námssniði, þannig að unnt er að stunda námið með starfi. Námið fer fram að stórum hluta með tölvu- samskiptum og á Neti, en einnig eru staðbundnar lotur þar sem nemendur og kennarar hittast. Rétt til að sækja um inngöngu eiga þeir sem lokið hafa fullgildu starfsmenntanámi á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar. Að jafnaði er miðað við að umsækj- endur hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2002. Kynningarfund- urinn er öllum opinn en þeir sem hyggjast sækja um nám við fram- haldsdeild skólaárið 2002–2003 eru sérstaklega velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðum framhalds- deildar, sjá vefslóðina: http:// www.khi.is/ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 41 ÞEKKINGARMIÐLUN ehf. stend- ur fyrir námskeiði í framsögn og ræðuflutningi 27. febrúar kl. 9-17 í Ásbyrgi á Hótel Íslandi. Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja öðlast meira sjálfstraust í að koma fram fyrir framan hóp af fólki. Meðal þess sem verður tekið fyrir á námskeiðinu er framkoma og tjáning í ræðu, samspil ræðumanns og um- hverfis, ótti og öryggi, kvíðavekjandi og sjálfstyrkjandi hugsanir. Leið- beinandi er Eyþór Eðvarðsson, þjálf- ari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Upplýsingar um námskeiðið er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á ingrid@thekkingarmidl- un.is. Námskeið í framsögn og ræðu- flutningi REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiði um öryggismál sumarbú- staða og hjólhýsa. Námskeiðin verða fimmtudaginn 28. febrúar og þriðjudaginn 5. mars kl. 20-23.30. Fyrra kvöldið verður farið yfir fyrstu viðbrögð ef slys verða eða menn veikjast. Seinna kvöldið verður farið yfir skipulag bústað- ar/hjólhýsis og að meta umhverfið með öryggi í huga. Einnig verður farið yfir hitunartæki og eldvarnir. Hvenær á að kalla til sjúkrabíl eða þyrlu. Námskeiðið verður haldið í Ár- múla 34, 3. hæð. Skráning og nán- ari upplýsingar hjá Reykjavíkur- deild RKÍ í síma kl. 8-16, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um öryggismál sumarbústaða og hjólhýsa LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar föstudaginn 22. febrúar um kl. 14.50. Þarna varð árekstur með dökkrauðri Volvo S70 bifreið, sem ekið var vestur Miklu- braut með vinstri beygju áleiðis suð- ur Háaleitisbraut og tveimur bifreið- um sem ekið var austur Miklubraut. Önnur bifreiðin var af gerðinni Izusu Trooper, blá að lit en hin bif- reiðin var af gerðinni Mercedes Benz, rauð að lit. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar um málið, og þá sérstaklega stöðu umferðarljós- anna þegar óhappið varð, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Einnig lýsir lögreglan eftir vitnum að atviki sem varð mánudaginn 25. feb. um kl.15.45. Þá var ekið á bif- reiðina BO-142, sem er Volkswagen bjalla fólksbifreið, græn að lit. Bif- reiðin stóð á stöðureit á Skálholts- stíg vestan gatnamóta Laufásvegar. Við áreksturinn kastaðist bifreiðin á garðvegg húss nr.8, við Laufásveg. Tjónvaldur fór af vettvangi og biður lögreglan alla þá sem geta gefið upp- lýsingar um málið að hafa samband. Þá lýsir lögreglan í Reykjavík eft- ir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið fyrir skömmu. Ekið var á græna Nissan Almera-fólksbifreið með númerinu LG-970 á tímabilinu frá kl. 23 hinn 25. febrúar til kl. 8 að morgni þess 26. Bifreiðin stóð kyrr og mannlaus á Tunguvegi 48 til 64. Tjónvaldur stakk af eftir atburðinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um atburðinn snúi sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum LILJA Mósesdóttir, hagfræðingur og dósent við Háskólann í Reykja- vík, verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum fimmtudag 28. febrúar kl.12-13 í Norræna húsinu. Rabbið ber yf- irskriftina: Samspil kyngervis, markaðar og ríkis. Lilja fjallar um bók sína, The Interplay between Gender, Mark- ets and the State, sem birtist ný- verið hjá bresku útgáfunni Ash- gate. Í bókinni er leitast við að útskýra þann mikla mun sem verið hefur á atvinnuþátttöku kvenna í Svíþjóð, Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Einnig greinir hún hvernig samspil vinnumarkaðar og velferð- arkerfis hefur mótað stöðu karla og kvenna frá 1960 í þessum þrem- ur löndum. Lilja mun jafnframt fjalla um hvaða þýðingu atvinnustefna Evr- ópusambandsins hefur fyrir stöðu karla og kvenna innan aðildarland- anna, segir í fréttatilkynningu. Rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum HELGIN var almennt róleg og á það sama við um umferðina. Höfð voru afskipti af 23 öku- mönnum vegna hraðaksturs, 13 vegna ölvunar við akstur og þá voru 45 umferðaróhöpp tilkynnt til lög- reglu. Upp úr hádegi á föstudag fór veð- ur versnandi við borgarmörkin og var ákveðið að loka Vesturlandsvegi og Hvalfjarðargöngum um tíma vegna ofsaveðurs norðan megin við göngin. Tilkynnt var um innbrot í vinnu- skúr á föstudagsmorgun en þaðan höfðu verið tekin verkfæri og tölvu- búnaður. Einnig var farið inn í mötu- neyti á föstudagskvöld og peningum og matarmiðum stolið. Á laugar- dagsmorgun var lögreglu tilkynnt að farið hefði verið inn í skip og rótað til en ekki var ljóst hvort einhverju hafði verið stolið. Þá var tilkynnt um innbrot í myndbandaleigu á laugar- dagsmorgun og náðust myndir af tveimur ungum mönnum athafna sig við innbrotið. Fáar tilkynningar um ofbeldisbrot Fáar tilkynningar komu vegna of- beldisbrota um helgina og á fámenni í miðborginni bæði á föstudags- og laugardagskvöld eflaust sinn þátt í því. Þó voru tveir menn fluttir á slysadeild aðfaranótt sunnudags vegna líkamsárása en meiðsli þeirra reyndust minniháttar. Aðfaranótt sunnudags hafði lögregla afskipti af manni sem gerst hafði boðflenna á kvennakvöldi íþróttafélags. Maður- inn, sem var mikið ölvaður, þótti falla illa inn í hópinn og var hann fjar- lægður af lögreglu og fékk að gista í fangageymslu sökum ástands síns. Ölvaður maður kom á lögreglustöð- ina við Tryggvagötu á sunnudags- morgun og óskaði eftir aðstoð lög- reglu við að ná aftur vínflösku sem tekin hafði verið af honum eftir að hann bar hana í leyfisleysi inn á vín- veitingastað. Er lögregla tjáði hon- um að ekki væri hægt að verða við ósk hans brást hann illa við og braut rúðu á lögreglustöðinni. Maðurinn gisti síðan í fangageymslu. Á mánudagsmorgun hafði kona í vesturborginni samband við lögreglu vegna ókunnugs manns sem farið hafði inn í íbúð hennar. Þarna hafði ölvaður maður farið húsavillt og var hann aðstoðaður við að komast heim. Úr dagbók lögreglunnar – 22. – 25. febrúar Helgin róleg hjá lögreglunni KVÖLDVAKA í sal Ferðafélags Ís- lands verður í kvöld, miðvikudags- kvöld, 27. febrúr kl. 20.30 í sal FÍ í Mörkinni 6. Örlygur Hálfdánarson verður með mynda– og fræðslusýningu um Við- ey og þá atburði sem þar hafa gerst, segir í fréttatilkynningu. Kvöldvaka hjá FÍ BÍLAR og fólk ehf., sem er nýtt fyrirtæki nokkurra eigenda rútu- bíla, tóku á dögunum við nýrri rútu frá MAN. Er hún af gerðinni Lions Top Coach, með sæti fyrir 57 farþega, 13,7 m löng og stærsta gerð sem MAN-verksmiðjurnar framleiða. Fór bíllinn í fyrstu ferð sína sl. laugardag. Hluthafar Bíla og fólks ehf. eru allir hluthafar í Hópferðamiðstöð- inni hf. Þeir eru Hópferðabílar Suðurlands, Bjarni Björnsson í Reykjavík, Valdimar Gunnarsson í Skagafirði, Erling Guðjónsson á Eyrarbakka og Vilhelm Guðbjarts- son á Hvammstanga sem er stjórn- arformaður félagsins. Vilhelm seg- ir að rútubílaflotinn sé alltaf að eldast og því leiti menn allra leiða til að endurnýja. Með því að sam- einast í sérstöku félagi sé unnt að ráðast í kaup á svo stórri og glæsi- legri rútu. Kaupverðið er rúmar 22 millj- ónir króna. Bíllinn verður boðinn fram í verkefni á vegum Hópferða- miðstöðvarinnar og markaðssettur þaðan en einnig á vegum hvers og eins hluthafa Bíla og fólks. Ráðinn verður fastur bílstjóri á bílinn og síðan grípa eigendur inní þegar álagið er mest. Eigendur nýja bíls- ins voru sammála um að bíll sem þessi gæti fært þeim ný og áhuga- verð verkefni. Þá töldu þeir hugs- anlegt að fara þessa leið við frek- ari bílakaup ef vel gengi. Samkvæmt upplýsingum frá MAN-umboðinu Krafti er rútan með 460 hestafla vél, 8 gíra kassa og diskahemlum á öllum þremur öxlunum. Aftasti öxullinn er með beygju sem eykur á lipurð bílsins. Þá er bíllinn búinn hemlalæsivörn og spólvörn. Af innri búnaði má nefna eld- húskrók með kaffivél og pylsu- potti, tvo sjónvarpsskjái, geisla- spilara, myndbandstæki og svefnaðstöðu fyrir auka bílstjóra. Sæti eru fyrir 57 farþega auk sæta bílstjóra og leiðsögumanns. Eru farþegasætin með hliðarfærslu, fótskemli, hallanlegu baki og borð- um. Þriggja punkta öryggisbelti eru við öll sæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja rútan var afhent fyrir helgina. Frá vinstri: Árni Oddsteinsson Vík, Vilhelm Guðbjartsson Hvammstanga, Valdimar Gunnarssson Skagafirði, Erlingur Guðjónsson Eyrarbakka og Bjarni Björnsson Reykjavík. Bílar og fólk kaupa nýja rútu frá MAN Í texta við mynd af áhöfn TF-SIF sem birtist í Morgunblaðinu í gær- voru nöfn áhafnarinnar ranglega sögð talin upp frá hægri. Hlutaðeig- andi eru beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Gerðu athugasemdir við verð Guðmundur Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjasviðs Búnað- arbankans, vill taka fram vegna fréttaskýringar sem birtist í sunnu- dagsblaðinu, að Búnaðarbankinn gerði úttekt á aðferðarfræðinni sem lá til grundvallar verðmati á Lands- símanum og lýsti sig sammála henni í meginatriðum. Það sé því ekki rétt, sem kom fram í fréttaskýringunni, að bankinn hafi lýst sig sammála sjálfri verðlagningunni í þessu bréfi. Hann segir hins vegar rétt að á fundi sem Árni Tómasson, bankaastjóri Búnaðarbankans og hann, áttu með einkavæðingarnefnd skömmu fyrir útboðið í september sl. hafi bankinn lagt til að verð hlutabréfanna yrði lækkað. LEIÐRÉTT Fundur með prófkjörsfram- bjóðendum SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Óðinn stendur fyrir opnum súpufundi laugardaginn 2. mars kl. 12-14 í Pakkhúsinu á Selfossi þar sem frambjóðendur fá tækifæri til þess að kynna sínar áherzlur og hvert þeir stefna í komandi prófkjöri. 11 frambjóðendur hafa boðið sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg sem fram fer laugardaginn 9. mars. Hægt verður að koma með fyrirspurnir. Súpa verður seld gegn vægu verði, allir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.