Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Happdrætti húsnæðisfélagsins SEM Vinninga ber að vitja á skrifstofu félagsins á mánudag, miðvikudag og föstudag á milli kl. 13 og 15 í síma 588 7470. Bifreið að eign vali frá Heklu kr. 1.500.000: 114018 Utanlandsferð að eign vali með Flugleiðum 150.000 kr.: Utanlandsferð að eign vali með Flugleiðum 50.000 kr.: 24. febrúar 2002 462 8129 17910 28321 34936 53202 67125 79831 98263 110580 970 9203 20069 30117 38507 54488 76171 92263 98649 111171 1843 13231 24373 30192 39821 58335 77777 92597 104329 116117 5056 14980 24663 31203 45480 59454 78969 95195 108397 118350 6092 16995 27217 31746 46493 66189 79452 95228 108955 119600 856 7536 20827 34793 43580 56230 66739 84029 94613 107767 119597 1453 10537 23199 34989 47432 57123 68967 84061 96196 108035 1740 12970 23592 35018 47519 60860 69754 84227 96940 108628 2150 13057 24154 36446 49195 61214 69904 85032 97631 109299 2443 13621 24264 36955 52717 61961 73667 85823 98541 109396 3065 14456 26041 37138 53000 63270 74257 88105 99729 110183 3478 14874 26969 37421 53968 63920 74545 88340 103449 111642 4135 15149 31692 40348 54140 64026 76212 90091 103990 113100 4563 15230 32254 41097 54267 65045 78235 91951 105132 115570 6501 15778 33468 41310 55589 65725 81237 91998 105273 115988 7272 18154 33574 42355 55709 66579 81787 94588 107513 119107 Vöruúttekt í Heklu að verðmæti 50.000 kr.: 209 8819 21890 33761 43464 55112 67613 76961 86547 98034 107438 894 9475 22019 33790 45362 55280 70610 77579 87430 98364 107457 1406 10042 23140 34082 46335 56421 72630 77926 88301 99110 108441 2467 10110 23420 35566 47560 56426 72824 78186 89556 100071 108620 3925 10445 24288 35789 52862 56490 72844 78356 91554 100366 109643 5035 11368 25839 36804 53774 58851 73010 78936 92201 101146 110096 6628 12008 30030 37669 53787 60184 73601 80280 93573 103267 112064 6994 13807 30782 38140 54133 62730 74966 81044 95983 103593 112983 7075 13847 31608 40289 54546 65194 75535 82929 97682 104043 113843 7555 16494 33006 42551 55010 66341 76139 83825 97801 107021 118224 FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út veglegan bækling „Discov- ery, Iceland’s Amazing Adventure“ í tilefni afmælis landafunda Leifs Ei- ríkssonar árið 2000. Bæklingurinn er prentaður í 100 þúsund eintökum og mun utanríkisráðuneytið dreifa honum í Bandaríkjunum og Kanada. Svanhildur Konráðsdóttir hafði umsjón með gerð bæklingsins, en auk stjórnvalda og landafunda- nefndar komu að gerð hans Flug- leiðir, Iceland Naturally og Morg- unblaðið. Fyrir hönd landafundanefndar hefur Einar Benediktsson sendiherra skipulagt útgáfuna, en með henni má segja að ljúki formlegu starfi nefndarinnar vegna afmælis landafundanna, en hápunktur þess var för vík- ingaskipsins Íslendingsins til vest- urheims og heimsókn þjóðhöfðingja Norðurlandanna til bandarísku for- setahjónanna í tengslum við opnun víkingasýningar í Smithsoniansafn- inu í Washington. Einar segist vera þeirrar skoð- unar að einstaklega vel hafi tekist til við gerð bæklingsins og Svanhildi hafi tekist að koma vel til skila Ís- landi hinu forna, siglingunni til vest- urheims og svo Íslandi nútímans. „Segja má að bæklingurinn sé af- rakstur samvinnu margra aðila og Smithsoniansafnið hefur verið ötull samstarfsaðili við gerð hans. Sér- fræðingar safnsins telja að vík- ingasýningin hafi heppnast alveg einstaklega vel, en hins vegar hefur verið fundið að því að kynningarefni á ensku um land og þjóð skorti. Þessum vandaða bæklingi er ætlað að bæta úr því,“ segir Einar. Í bæklingnum er sögulegur fróð- leikur um land elds og ísa og þá þjóð sem byggir Ísland og hefur gert frá því víkingar sigldu um höfin. Svan- hildur segir að miklu hafi skipt að samkomulag tókst við Morgunblaðið og ljósmyndara þess um myndefni, enda hljóti ljósmyndir að vera í önd- vegi í bæklingi af þessu tagi. „Ég hafði þrennt að leiðarljósi við gerð þessa rits,“ segir hún. „Í fyrsta lagi afmæli landafunda Leifs Eiríks- sonar og siglingu víkingaskipsins Ís- lendings til Ameríku, í öðru lagi vík- ingasýninguna í Smithsonian og gildi hennar fyrir sýningargesti, ekki síst námsmenn og skólabörn, og í þriðja lagi að fylgja eftir þeirri áherslu sem Íslendingar hafa lagt á menningartengda ferðaþjónustu hin síðari ár. Markmiðið var þannig að kynna Ísland og það sem Ísland hef- ur upp á að bjóða, en um leið að standa þannig að útgáfunni að til verði rit sem lifað getur áfram,“ segir hún. Víkingasýningin, sem hófst snemmsumars árið 2000 í Wash- ington, hefur verið færð til New York síðan og stendur nú yfir í Los Angeles. Ráðgert er að hún verði sett upp í Ottawa í Kanada nú í vor, en ráðgert er að henni ljúki á næsta ári. Einar segir að sýningin hafi not- ið mikilla vinsælda og að þegar hafi fjórar milljónir Bandaríkjamanna sótt hana. „Vissulega setja menn upp langtímamarkmið varðandi sýn- ingar af þessu tagi og því er líklegt að aukinn áhugi á menningu víking- anna og sögu Íslands skili sér í aukn- um mæli þegar til lengdar lætur,“ segir Einar. „En því er ekki að leyna að við merkjum þegar stóraukinn áhuga á Íslandi. Þannig hefur fyr- irspurnum bandarískra ferðamanna til Norrænu ferðamálaskrifstof- unnar í New York snarfækkað eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum, eða um allt að 40%, miðað við mælingar í janúar sl. og janúar árið áður. En á sama tíma hefur fyrirspurnum um Ísland fjölgað um 20%. Þannig að við getum ekki verið annað en ánægð með árangurinn,“ segir Ein- ar Benediktsson. Dreift í 100 þúsund eintökum í Kanada og Bandaríkjunum Morgunblaðið/Sverrir Einar Benediktsson sendiherra með bæklinginn nýja. Bæklingurinn „Discovery, Icelands’s Amazing Adventure“ gefinn út í tilefni landafundaafmælisins GEÐHJÁLP efnir til landssöfnun- ar laugardaginn 2. mars næstkom- andi þar sem verja á söfnunarfé til nýrra meðferðarúrræða og upp- byggingar starfa fyrir fólk með geðraskanir. Forráðamenn Geðhjálpar efndu til blaðamannafundar í gær og þar kom m.a. fram að þeir myndu vel sætta sig við 70 til 80 milljónir króna úr söfnuninni til að hrinda þeim verkefnum af stað sem talin eru brýnust. Að þeirra sögn er áþreifanlegur skortur á eftirmeðferð fyrir geð- sjúka, einkum þá er haldnir eru þunglyndi. Hátt í 300 manns hafa verið á biðlista eftir slíkri meðferð á Reykjalundi en formaður Geð- hjálpar, Sigursteinn Másson, telur þann lista ekki marktækan. Nær sé að halda að 800-900 manns þurfi á slíkri meðferð að halda þar sem geðlæknar séu hættir að ávísa á Reykjalund. Með söfnuninni er ætlunin að ganga til samstarfs við þá aðila sem hafa boðið upp á úrræði fyrir geðsjúka. Sigursteinn sagði á fundi með fréttamönnum að ekki stæði til að nota söfnunarféð í steinsteypu heldur að styrkja þau úrræði sem væru fyrir hendi, m.a. á Reykja- lundi og endurvekja starfsemi Bergiðjunnar. Stefnt væri að því að fá ein- staklinga með persónulega reynslu til að aðstoða við eftirmeðferðir, líkt og gert væri í áfengismeðferð. Sigursteinn sagði að Geðhjálp lof- aði því að afrakstur söfnunarinnar yrði gerður sýnilegur alla leið. Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði að áhersla yrði einnig lögð á að skapa störf við hæfi geðsjúkra þannig að um leið yrði nauðsyn á virkni og hlutverki einstaklingsins höfð að leiðarljósi. Koma ætti t.d. á fót innlendri framleiðslu eldiviðarkubba, unnum úr sagi og vaxi, sem fellur til úr timbur- og olíuiðnaði. Einnig væri verið að skoða að opna kaffihús þar sem fólk með geðraskanir gæti fengið vinnu. Það yrði hluti af þeirra eftirmeð- ferð. Hápunktur söfnunar í Sjónvarpinu Með aðstoð Kiwanis-hreyfingar- innar og nokkurra aðildarfélaga ÍSÍ verður gengið í hús um land allt á laugardag með söfnunar- bauka og leitað eftir fjárframlög- um landsmanna. Einnig á að dreifa upplýsingum um tilgang söfnunarinnar og hald- góðar upplýsingar um aðrar leiðir til að inna af hendi framlög. Hápunktur söfnunarinnar verð- ur svo í Sjónvarpinu á laugardags- kvöld í þætti Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, Milli himins og jarðar, sem verður í beinni útsend- ingu að þessu sinni og hefst kl. 20. Auk þess sem gengið verður í hús geta landsmenn um næstu helgi hringt í síma 907 2070 og skuldfærast þá sjálfkrafa 1.000 krónur af símreikningnum. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum í síma 590 7070 og bent er á reikning Geðhjálpar í SPRON þar sem númerið er 1158-26-65000. Morgunblaðið/Sverrir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Sigursteinn Más- son, formaður félagsins, kynntu landssöfnunina sem fyrirhuguð er næsta laugardag á fundi með fréttamönnum í gær. Geðhjálp efnir til landssöfnunar næstkomandi laugardag Söfnunarfé varið til nýrra úr- ræða og starfa fyrir geðsjúka  Einn af hverjum fjórum einstaklingum greinist með geðraskanir. Þetta samsvarar því að 60-70 þúsund Íslendingar þjást af geðsjúkdómum ein- hvern tímann á lífsleiðinni.  Talið er að geðsjúkdómar kosti íslenskt samfélag árlega á þriðja tug milljarða króna, sem svarar til 3-4% af vergri þjóðarframleiðslu.  Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, spáir því að geðraskanir verði algengasti sjúkdómurinn sem þjóðir heims standi frammi fyrir á 21. öld- inni.  Skráðir eru 50 heimilislausir einstaklingar hér á landi sem haldnir eru alvarlegum geðsjúkdómum.  Á árinu 2000 voru framin 50 sjálfsvíg, samkvæmt opinberum gögnum. Mörg undangengin ár hafa sjálfsvíg verið árlega á bilinu 25 til 30.  Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2010 er markmiðið að draga úr sjálfsvígum um 25% og geðröskunum um 10%.  Hundruð einstaklinga með geðraskanir bíða nú meðferðar og end- urhæfingar í landinu. Heimild: Geðhjálp. Staðreyndir um geðsjúkdóma PILTARNIR þrír, sem stóðu fyrir sprengingu í kennslustofu í Engja- skóla í byrjun mánaðarins, hafa verið reknir úr skólanum tímabundið. Að sögn Hildar Hafstað verða þeir vist- aðir í öðrum skóla þar til þeir koma aftur í skólann. Drengirnir, sem allir eru í 10. bekk, komu flugeldi fyrir í skúffu í kenn- araborði í kennslustofu í skólanum og kveiktu í með þeim afleiðingum að borðplatan þeyttist af og kviknaði í bókaskáp. Hildur segir tvo drengj- anna hafa verið vistaða í öðrum skóla fram að páskum en þriðji pilturinn, sem átti minni aðild að verknaðinum, verður í öðrum skóla í þrjár vikur samtals. „Þetta kallast tímabundinn brottrekstur en það er auðvitað nauð- synlegt að vista þá í öðrum skólum á meðan,“ segir Hildur. Reknir úr skóla tíma- bundið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni: „Mér undirrituðum barst í gær tilkynning um skattrann- sókn frá skattrannsóknarstjóra ríkisins, þar sem tilkynnt er að hafin hafi verið rannsókn á skattskilum mínum vegna tekjuáranna frá og með 1996 til og með 2001. Vegna frétta í fjölmiðlum að undanförnu vill undirritaður taka fram að framangreindar aðgerðir skattayfirvalda beinast að mér, en ekki að Norðurljósum hf. Ég hef engu að leyna gagn- vart skattayfirvöldum og mun kappkosta að vinna að lausn málsins í fullu samstarfi við yf- irvöld.“ Yfirlýsing frá Jóni Ólafssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.