Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ hann var lítill drengur í Laxnesi og þar til hann var kominn á fullorð- insár. Þá voru flutt ýmis þekkt lög við texta Halldórs. Það voru kennarar í Hvolsskóla sem settu dagskrána saman en leik- HALLDÓR Laxness var viðfangs- efni nemenda 1.–7. bekkjar Hvols- skóla á árshátíð skólans að þessu sinni. Flutt voru brot úr ýmsum verkum skáldsins s.s. Heimsljósi, Brekkukotsannál, Kristnihaldinu og Sjálfstæðu fólki. Einnig voru ýmis æviatriði skáldsins rakin allt frá því stjóri var Margrét Tryggvadóttir. Um tónlistina sá Ingibjörg Erlings- dóttir tónmenntakennari og einnig sáu nokkrir nemendur um undirleik. Haldnar voru tvær sýningar og mætti á þriðja hundrað gesta til að horfa á skemmtileg leiktilþrif barnanna. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Nóbelsskáldið á árshátíð Hvolsskóla Hvolsvöllur LAUGARDAGINN 9. febrúar sl. var opnuð að Sólheimum í Gríms- nesi heilsuræktaraðstaða með til- heyrandi tækjum, í kjallara íþrótta- leikhússins á staðnum. Halldór Sævar Guðbergsson, tómstundastjóri Sólheima, opnaði stöðina með formlegum hætti, en hann hefur haft umsjón með verk- inu. Fram kom í máli Halldórs að margir stuðningsaðilar Sólheima hefðu komið að því að styrkja þá til verksins, nefndi hann Lionsklúbb- inn Ægi í því sambandi. Margir ein- staklingar hefðu unnið í sjálfboða- vinnu við að hreinsa út úr húsnæðinu og koma tækjum fyrir. Þar sem líkamsræktaraðstaðan er nú var áður vinnustofa og kerta- steypa, því var nokkurt átak að hreinsa út og gera húsnæðið klárt. Líkamsræktin nýja er í kjallara íþrótta- leikhússins og aðstaða sjúkraþjálfara er einnig á sama stað. Á Sólheimum er einnig sundlaug og knattspyrnuvöllur auk þess sem heimilisfólk er duglegt við að ganga úti sér til heilsubótar Sólheimar í Grímsnesi opna lík- amsrækt- arstöð Laugarvatn Skemmti- legt þorra- blót áttunda bekkjar SÚ hefð hefur skapast í Borgarhóls- skóla að nemendur áttunda bekkjar ásamt kennurum sínum halda þorra- blót í skólanum. Það var haldið nú fyr- ir skemmstu í sal skólans og buðu börnin foreldrum sínum og kennur- um til þessarar samkomu. Á meðan á borðhaldi stóð sáu nemendur um hin ýmsu skemmtiatriði eins og söng, ljóðalestur, tískusýningu o.fl. Þá voru foreldrar kallaðir upp á svið og þeim att út í alls konar leiki, söng, glens og gaman. Þegar búið var að tæma þorratrog- in var haldið í gömlu dansana við und- irleik þeirra Sigurðar Hallmarssonar og Ingimundar Jónssonar. Nemend- ur höfðu fyrr í vetur fengið tilsögn í gömlu dönsunum sem kom þeim vel nú og var skemmtilegt að sjá hvað krakkarnir höfðu gaman af dansin- um. Þá steig á svið hljómsveit sem sögð var nafnlaus en til bráðabirgða kölluð The Music Boys. Meðlimir hennar eru úr áttunda og níunda bekk skól- ans, sveitin flutti þarna eigin lög og texta. Ína Valgerður Pétursdóttir sté einnig á stokk og söng með sveitinni nokkur lög og að endingu var diskó- tek þar sem þeir DJ Gvari Lú og DJ Lund sáu um að þeyta skífum. Húsavík ÚTGERÐIN Sæból ehf. hefur keypt bát sem gerður verður út frá Grund- arfirði. Báturinn heitir Sigþór ÞH 100 og er 170 brúttólestir að stærð. Hann var smíðaður í Svíþjóð árið 1963 og er vel útbúinn tækjum og veiðarfærum. Báturinn er kvótalaus og verður útgerðin því að kaupa eða leigja kvóta. Hann verður gerður út á net í vetur og síðar á rækju. Skip- verjar hafa unnið hörðum höndum að því að gera bátinn kláran og mun hann fara í sína fyrstu ferð nú í vik- unni. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Menn að störfum í bátunum. Nýr bátur til Grundarfjarðar Grundarfjörður MIKILL kuldakafli, sem hófst um 20. janúar, hefur verið við Breiða- fjörð síðustu daga og hefur sjávarhiti lækkað mikið og er kominn niður fyrir frostmark í höfninni. Hefur orðið mikil breyting á, því í haust og fram eftir vetri var hitastig í sjónum með mesta móti hér um slóðir. Mikill lagnaðarís er nú fyrir utan höfnina í Stykkishólmi. Ísinn kemur úr Hvammsfirði og hvöss austanátt- in síðustu daga hefur brotið ísinn og rekið hann á flótta út Breiðafjörðinn. Netabátar sem fóru í róður á mánu- dagsmorgun gáfust upp á að sigla inn í höfnina vegna íssins og fóru í stað þess út í Skipavík þar sem ís- laust var og lönduðu þar. Meðan ís- inn liggur fyrir utan höfnina komast smábátar ekki á sjó. Allmörg ár eru síðan ís hefur myndast í fjörðum og víkum inn úr Breiðafirði. Hætta er á að minkurinn nýti sér þennan samgöngumáta og leggi leið sína um eyjarnar og bíði þar vorsins tilbúinn að taka á móti fuglalífinu, eyjabændum til lítillar gleði. Ís tefur umferð í höfninni Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það er vetrarlegt um að litast í Stykkishólmi. Mikill lagnaðarís er fyrir utan höfnina eins og myndirnar sýna. ÁRSHÁTÍÐ Laugargerðisskóla var haldin sl. fimmtudag eftir að hafa verið einu sinni frestað vegna veð- urs. Guðmundur Margeir Skúlason nemandi í 10. bekk og formaður nemendafélagsins ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. 1.–4. bekkur flutti leikritið um Litlu Ljót, nem- endur á miðstigi fluttu brandara og leikþætti og 9. og 10. bekkur fluttu atriði úr Englum alheimsins. Stúlk- ur í 9. og 10. bekk sýndu dans og á milli atriða var fjöldasöngur. Gest- um var boðið upp á kaffi og með því en nemendur í 7.–10. bekk komu eins og venjulega með eina tertu hver. Annað var bakað í skólanum og m.a. bökuðu nemendur í heim- ilisfræði stórar marsipantertur sem bornar voru á borð. Nemendur Laugargerðisskóla eru 45 í vetur og eru þá tvær stúlkur taldar með sem eru fimm ára en fá að koma í skól- ann einn dag í viku. Skólastjóri frá því í haust er Jóhanna H. Sigurð- ardóttir. Árshátíð Laugar- gerðisskóla Morgunblaðið/Guðrún Vala Nemendur 9. og 10. bekkjar fluttu atriði úr Englum alheimsins. Eyja- og Miklaholtshreppur Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 2. flokkur, 26. febrúar 2002 Einfaldur kr. 1.792.000.- Tromp kr. 8.960.000.- 16646B kr. 8.960.000,- 16646E kr. 1.792.000,- 16646F kr. 1.792.000,- 16646G kr. 1.792.000,- 16646H kr. 1.792.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.