Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 11 Dæmi um hvað vítamín og steinefni gera fyrir þig ANDERS Flodstrom, rektor Tækniháskólans í Stokkhólmi í Svíþjóð, segir að svo geti farið að vetni verði notað á flutningabíla í Svíþjóð innan fimm ára. Anders Flodstrom kom til landsins í tengslum við ráðstefnu um vetni og efnarafala en við það tækifæri var undirritaður sam- starfssamningur milli Háskóla Ís- lands og Tækniháskólans í Stokk- hólmi varðandi nemendaskipti í framhaldsnámi í námi sem tengist orku. Samningurinn tekur bæði til verkfræði- og raunvísindadeildar og eykur hæfni HÍ til að vera með menntun á þessu sviði, að sögn Sveins Ólafssonar, sérfræðings hjá Raunvísindastofnun, en 10 til 15 Íslendingar starfa við Tækniháskólann í Stokkhólmi. Svíar leggja mikla fjármuni í rannsóknir á orkugjöfum í þeim tilgangi að losna við orku frá kjarnorkuverum. Anders Flodst- rom segir að vetnisrannsóknir séu mikilvægar í þessu sambandi og sé einkum horft til almennings- samgöngutækja að þessu leyti, vöruflutningabíla, áætlana- bifreiða og báta, en aðrar rann- sóknir varðandi orkumál séu líka í gangi. Hann segir að hugmyndir Íslendinga um vetni sem orku- gjafa í flutningatækjum séu mjög áhugaverðar, ekki síst í skipaflot- anum, auk þess sem hugsanlegri breytingu geti fylgt hagkvæmni og náttúruvernd. Anders Flodstrom segir að fyrir um þremur árum hafi verið um- ræða um orkumál í Svíþjóð og þá hafi framleiðendur flutningabíla sagt að vetni yrði ekki notað á slíka bíla næstu 10 til 20 árin. Því væri betra að þróa dísilvélar en nú væri svo komið að valið stæði líka um vetni sem orkugjafa í þessa bíla og gera mætti því skóna að notkun þess yrði að veruleika innan fimm ára. Fyrst og fremst í flutningatækjum, þ.e. bílum, bátum og ferjum, og síðar í einkabílum. Að sögn Anders Flodstrom eiga vísindamenn miklar rannsóknir fyrir höndum á þessu sviði. Til dæmis þurfi að finna út hvernig best sé að geyma vetnið og hvort mismunandi tæki þurfi mismun- andi geymsluaðferðir, hvort geymslan verði með öðrum hætti í bílum en í skipum og svo fram- vegis. Margar lausnir eigi eftir að koma fram á sjónarsviðið og tíma taki til að finna réttu lausnina, verði aðeins um eina rétta lausn að ræða. Vetni á flutningabíla innan skamms Morgunblaðið/Sverrir Anders Flodstrom og Sveinn Ólafsson. MAGNÚS Stefánsson, annar tveggja fulltrúa Framsóknarflokksins í stjórn Landssímans, segist geta fallist á réttmæti þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á að Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, sat stjórn- arfund í síðustu viku þar sem fjallað var um greiðslur til fyrirtækis hans vegna ráðgjafarstarfa. Magnúsi þykir sér einnig misboðið í því að stjórnin var hvorki upplýst um samkomulag samgönguráðherra og Friðriks um þessar greiðslur né um fimm ára ráðningarsamning sem gerður var við Þórarin V. Þórarins- son, fyrrverandi forstjóra, á sínum tíma. „Auðvitað var mér misboðið í báð- um þessum tilvikum að stjórnin væri ekki upplýst um þessi mál. Það var óeðlilegt í báðum tilfellum,“ segir hann. Ætlar að hætta í stjórn Símans á næsta aðalfundi Magnús hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni á næsta aðalfundi Lands- símans. Hann segist ekki telja það samrýmast störfum sínum sem al- þingismanns að sitja í stjórn Símans. Gert er ráð fyrir að aðalfundurinn verði haldinn í næsta mánuði. Magn- ús hefur setið í stjórn Símans frá 1997. Hann gegndi ekki þingmennsku þegar hann var síðast kjörinn í stjórn- ina á síðasta ári en tók sæti á Alþingi sl. vor. Segist hann fljótlega hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki fyllilega samrýmanlegt að vera þing- maður og sitja í stjórn þessa fyrirtæk- is, sérstaklega á tímum mikilla breyt- inga sem kölluðu á mikla pólitíska umræðu. „Mér fannst mjög óþægilegt að vera í þessari stöðu og tók þá ákvörðun að víkja úr stjórninni við fyrsta tækifæri. Ég mun því ekki gefa kost á mér á næsta aðalfundi til áframhaldandi stjórnarsetu ef farið verður fram á það,“ segir hann. Spurður hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að stjórn Símans hafi staðið rétt að málum þegar fjallað var um greiðslur til fyrirtækis Friðriks Páls- sonar vegna ráðgjafarstarfa á stjórn- arfundi 18. febrúar sl. segist Magnús geta fallist á að gagnrýni á að Friðrik Pálsson hafi setið umræddan stjórn- arfund sé réttmæt: „Menn hafa gagn- rýnt að við höfum kannski verið of fljót á okkur. Gagnrýnt hefur verið að Friðrik hafi setið fundinn og út af fyrir sig tek ég þeirri gagnrýni. Mér finnst það ekki hafið yfir gagnrýni. En það var okkar mat á þeim tíma að ljúka mál- inu eins og við gerðum,“ segir hann. Magnús Stefánsson gagnrýnir að Friðrik Pálsson sat stjórnarfund Misbauð að stjórn- in var ekki upp- lýst um samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.