Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.02.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 15 FLESTIR þeirra sem stunda tónlistarnám eru innan við tvítugt, enda gildir það sama um tónlistarnám og svo margt annað í lífinu, því fyrr því betra. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa tök á því að fara þessa hefðbundnu leið. Sandgerðingurinn Marteinn Ólafs- son er einn af þeim, en þegar gamall draumur um tónlistarnám bankaði upp á við ákveðin þáttaskil í lífi hans, lét hann slag standa. Hann er kominn á fimm- tugsaldur og staðráðinn í að halda áfram á meðan hann hefur eins gaman af náminu og raunin er. Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur í mörgum tónlistarskólum síðastliðinn laugardag og er markmiðið að vekja áhuga fólks á tónlistarnámi og kynna starfsemi skólanna. Marteinn ber sínum tón- listarskóla, Tónlistarskólanum í Sandgerði, vel sög- una og segir að þar sé mikið og gott tónlistarlíf. Hann hefur stundað nám í klassískum gítarleik við skólann í 6 ár og er á 5. stigi. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvað dreif mann, kominn fast að fertugu í gítarnám. „Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á tónlist og ég hlusta mikið á tónlist og velti henni fyrir mér. Ég var hins vegar mjög ungur, rétt rúmlega fermdur, þegar ég byrjaði á sjó og allt annað vék á meðan. Þegar ég hætti á sjó, 32 ára gamall, lét bakterían á sér kræla og ég fór að hugsa um tónlistarnám. Ég kunni hins vegar ekki neitt og átti ekki einu sinni gítar. Ég nefndi þetta við konuna mína og það leið ekki á löngu þar til hún gaf mér gítar. Þetta er því allt henni að þakka,“ sagði Marteinn og það er auðheyrt að eiginkonan, Sigríður Ágústa Jónsdóttir, styður við bakið á honum í náminu. Eins og gefur að skilja verða tónlistarnemar að hafa góðan tíma og búa yfir miklum aga til þess að geta stundað námið af alúð. „Það er nú líka svo að því lengra sem maður fer, því meira þarf maður að æfa sig til þess að geta tekið framförum. Og hvað mig varðar hefur þróunin verið sú að eftir því sem ég læri meira finnst mér ég vita minna, löngunin til að vita meira verður alltaf sterkari og sterkari. Mesta vinnan er þó alltaf í kringum stigsprófin, þá verður maður að æfa stíft á hverjum degi í nokkrar vikur fyrir próf.“ Marteinn segist hafa byrjað á því að læra af bróð- ur sínum, sem að hans sögn er mjög góður gítarleik- ari. „Hann kom mér vissulega af stað, en mér fannst það ekki nóg. Ég labbaði því niður í Tónlistarskóla og ætlunin var að læra tónfræði. Guðmundur Hall- varðsson, kennari í klassískum gítarleik, plataði mig í tíma og ég sé sko ekki eftir að hafa byrjað. Mér finnst þetta ofsalega skemmtilegt og það er gleðin sem stjórnar þessu alfarið, þótt ég skynji að ég sé ekki á góðum aldri til að vera í þessu. Það opnaðist líka fyrir mér annar heimur eftir að ég hóf tónlist- arnámið. Í tónlistarskólanum er önnur lífsspeki en ég hafði kynnst á sjónum og þarna hef ég líka komist í kynni við svo margt gott fólk,“ sagði Marteinn að lokum. Gleðin stjórnar gítar- náminu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Marteinn Ólafsson æfir sig á gítarinn. Sandgerði niðurlögum eldsins á stuttum tíma. Eldurinn kom upp í bakherbergi í vesturhluta hússins þar sem geymd voru myndbönd. Samkvæmt upplýs- ingum slökkviliðsins var ekki mikill eldur í herberginu en þeim mun meiri reykur sem fór um húsið. Ekki lágu í gær fyrir upplýsingar um skemmdir á húsinu eða innanstokks- munum en þær voru taldar umtals- verðar. Brotinn gluggi Lögreglan rannsakar eldsupptök en grunur leikur á að kveikt hafi ver- ið í húsinu. Gluggi var brotinn í her- berginu þar sem eldurinn kom upp og lögreglan staðfestir að eldspýtur hafi fundist þar fyrir utan. ELDUR kom upp í íþróttavallarhús- inu við Hringbraut í Keflavík síðdeg- is í gær. Töluverðar skemmdir urðu á eignum en húsið var mannlaust þegar slökkvilið kom að. Íþróttavallarhúsið er í eigu Kefla- víkur, íþrótta- og ungmennafélags. Það hefur staðið ónotað um tíma en áður var þar meðal annars söluturn og myndbandaleiga. Vel gekk að slökkva Klukkan rúmlega fjögur í gær var tilkynnt um að eldur væri laus í hús- inu. Slökkvilið Brunavarna Suður- nesja og lögreglumenn komu á stað- inn skömmu síðar og réð slökkviliðið Grunur um íkveikju í íþróttavallarhúsi Keflavík Ljósmynd/Páll KetilssonTöluvert rauk úr húsinu en slökkviliðið var fljótt að slökkva eldinn. KONUR og bókmenntir, konur og saga, er yfirskrift kvennakvölds sem Bókasafn Reykjanesbæjar, menn- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesj- um standa fyrir á Flug kaffi á morg- un, fimmtudag, kl. 20. Rætt verður vítt og breitt um kon- ur og bókmenntir, skrif kvenna og kvennasöguna. Rithöfundarnir og fræðimennirnir Herdís Helgadóttir og Oddný Sen lesa úr nýútkomnum verkum sínum, Úlfhildur Dagsdótt- ir, bókmenntafræðingur, fjallar um hvernig skrif kvenna hafa verið met- in og Auður Styrkársdóttir, for- stöðumaður Kvennasögusafns Ís- lands, mun reifa kvennasöguna. Einnig mun óperusöngkonan Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir koma fram. Konur og bókmenntir Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.