Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISRÁÐSFUNDUR var haldinn á Bessastöðum í gær þar sem Tómas Ingi Olrich tók sæti í ríkisstjórninni sem menntamálaráðherra en hann tekur sem kunnugt er við embættinu af Birni Bjarnasyni. Á myndinni eru frá vinstri: Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Davíð Oddsson for- sætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Sturla Böðvarsson samgöngu- málaráðherra. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var erlendis. Morgunblaðið/Sverrir Fyrsti fundur nýs ráðherra FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hleypti landssöfnun Geðhjálpar af stokkunum í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7 í gær. Sjálfboðaliðar gengu í gær í hús um land allt með söfn- unarbauka og leituðu eftir fjárframlögum landsmanna. Geðhjálp stefnir að því að efla og móta ný og breytt meðferðarúrræði fyrir geðsjúka auk þess sem brýn þörf er fyrir að skapa arðbær störf sem löguð yrðu að þörfum og getu fólks með geðraskanir. Er markmiðið að koma á fót innlendri framleiðslu eldiviðarkubba. Á myndinni má sjá Ólaf Ragnar ræða við þá Sigurstein Másson, formann stjórnar Geðhjálpar, og Svein Magnús- son framkvæmdastjóra við baukana góðu sem komu að góðum notum við söfnunina í gær. Morgunblaðið/Jim Smart Safnað fyrir geðsjúka GUÐMUNDUR B. Ólafsson, lög- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að upp á síðkast- ið hafi í auknum mæli leitað til fé- lagsins konur sem vilji fá að vita réttarstöðu kvenna á vinnustöðum þegar þær eru að koma úr fæðing- arorlofi. Dæmi séu um að konum sé sagt upp störfum um leið og þær koma úr slíku orlofi. „Það hafa komið upp tilvik þar sem sagt er við konur sem eru að koma úr fæðingarorlofi: þér er vel- komið að koma aftur en þér verður sagt upp um leið og þú kemur,“ seg- ir Guðmundur. Þá segir hann eitt- hvað um það að konum séu boðin allt önnur störf en þær höfðu áður en þær fóru í fæðingarorlofið. Veltir hann því fyrir sér hvort verið sé að láta konurnar gjalda þess að verið sé að hægja á ráðningum hjá fyr- irtækjum. Í lögum um fæðingar- og for- eldraorlof segir að starfsmaður skuli eiga rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu fæðingar- eða for- eldraorlofi. Sé þess ekki kostur skal hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda í samræmi við ráðningarsamning. Guðmundur seg- ir að vinnuveitendur beri oft fyrir sig að það hafi orðið það miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins að þeir geti ekki boðið sambærilegt starf. Hugsanlega látið reyna á málið fyrir dómi „Það eru dæmi þess að það hafi orðið miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins og þá er stundum ekk- ert við því að gera. En á hinn bóginn eru til dæmi þar sem það er ekki eins auðsjáanlegt að um miklar breytingar hafi verið að ræða. Í þeim tilvikum er spurning hvort verið sé að mismuna fólki sem er að koma úr fæðingarorlofi,“ segir hann. Guðmundur segir að VR muni skoða það vandlega hvort það stand- ist lög að konum sé sagt upp um leið og þær komi aftur til starfa eftir fæðingarorlof. „Við erum að skoða hvort við eigum að láta reyna á slíkt mál fyrir dómi. Lögin kveða á um að tryggja réttarstöðu þessara kvenna. Því verðum við að standa vörð um rétt þeirra.“ Dæmi um að konum sé sagt upp eftir fæðingarorlof Guðmundur B. Ólafsson, lögfræðingur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur SJÖ starfsmönnum í Hagkaupum í Smáralind var sagt upp nú um mán- aðamótin og fækkað var um 14 til 15 stöðugildi hjá Kaupási, en í báðum tilfellum er fækkun starfsfólks til komin vegna hagræðingar. Að sögn Finns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaupa, eru upp- sagnirnar vegna breytts vaktakerfis þar sem til stendur að stytta af- greiðslutímann í Smáralind frá og með þessum mánaðamótum. „Þetta er fyrst og fremst vegna þessarar afgreiðslutímabreytingar í Smáralind og því leggst af vaktafyr- irkomulag sem var áður,“ segir Finnur. „Á þessari stundu myndi ég segja að það væri ekkert útilokað að þetta fólk yrði endurráðið en það er með þriggja mánaða uppsagnar- frest.“ Kaupás hf. rekur Nóatún, KÁ, 11– 11, Krónuna, Húsgagnahöllina og Intersport. Ingimar Jónsson for- stjóri segir að vegna þess að verið sé að breyta nokkrum búðum úr KA og 11–11 í Krónuna þurfi færra starfs- fólk. Afgreiðslutíminn sé styttri, frá 12 til 19 í stað til kl. 22 eða 23 í hinum búðunum. Í þessu sambandi nefnir hann að í gær hafi 11–11-verslun við Dalshraun í Hafnarfirði verið breytt í Krónuna og því fylgi óhjákvæmi- lega fækkun á starfsfólki en verið sé að fara í mun styttri afgreiðslutíma og mun minni þjónustu. Að sögn Ingimars nemur fækkun- in 14 til 15 stöðugildum en uppsagn- arfrestur er almennt þrír mánuðir. Mikil fjölgun atvinnulausra Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að VR hafi ekki vitneskju um uppsagnir hjá einstökum fyrirtækj- um nema þegar um stóruppsagnir sé að ræða og engar slíkar séu á borði VR. Hins vegar liggi fyrir tölur at- vinnulausra og þær hafi ekki verið hærri í mörg ár. Hann segir að VR borgi atvinnuleysisbætur fyrir fleiri en félaga í VR og nefnir í því sam- bandi að í febrúar í fyrra hafi VR greitt 525 manns atvinnuleysisbætur og þar af 335 VR-félögum. Samsvar- andi tölur í nóvember hafi verið 675 og 426 en í febrúar 2002 hafi 1.200 manns fengið greiddar atvinnuleys- isbætur hjá VR og þar af 760 félagar VR. Uppsagnir hjá Hagkaupum og Kaupási Atvinnulausum hefur fjölgað mikið á undanförnum þremur mánuðum MUN minni samdráttur er í sölu nýrra fólksbíla í febrúar en verið hef- ur síðustu mánuði. Alls dróst salan saman um 28,3% en allt síðasta ár var samdrátturinn 46% og rúmlega 50% í desember. Samdrátturinn í janúar 2002 var 33,7%. Alls seldust 843 bílar í nýliðnum mánuði. Minnstur var samdráttur- inn í sölu Toyota, 5%, og er meira en fjórði hver seldur bíll í mánuðinum af Toyota-gerð. Minni samdrátt- ur í bílasölu ÁKVEÐIÐ hefur verið að selja tæp 82% af hlutafé í Steinullar- verksmiðjunni fyrir tæplega 600 milljónir kr., en gengið á hluta- bréfunum er 2,65. Kaupendur eru BYKO, Húsasmiðjan og Kaupfélag Skagfirðinga, en seljendur ríkis- sjóður, sveitarfélagið Skagafjörður og Paroc Group í Finnlandi. Fram kemur að fyrirtækin þrjú sem standa að kauptilboðinu hafi í hyggju að stofna nýtt fyrirtæki um eignarhaldið á verksmiðjunni og er gert ráð fyrir að hvert þeirra eigi 24% og starfsmenn verksmiðjunn- ar 15% auk nýrra aðila. Þá kemur fram að samþykkt til- boðsins sé bundin skilyrðum um heimild Alþingis, sveitarstjórnar Skagafjarðar og stjórna viðkom- andi félaga. Þá verði minni hlut- höfum í fyrirtækinu sem eigi sam- anlagt tæplega 1% gert sam- bærilegt tilboð. Gert sé ráð fyrir að kaupsamningur verði undirrit- aður 30. apríl næstkomandi og muni þá nýir eigendur taka við fyrirtækinu. Samþykkt að selja Steinull- arverk- smiðjuna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.