Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is arinsdóttir, Dóa frænka, kvaddi þessa veröld aðfaranótt 20. febrúar og var jarðsett í kyrrþey. Dóa var einhver skemmtilegasta kona sem við höfum átt samleið með gegnum lífið. Hún var ekki ólík frænku sinni, Önnu Árnadóttur að þessu leyti, en amma Dóu og nafna, Þuríður Þórarinsdóttir, var systir séra Árna Þórarinssonar, föður Önnu. Það þýddi ekkert að heimsækja Dóu og byrja á að spyrja hvernig heilsan væri: ,,Elskan mín! Í guð- anna bænum farðu ekki að tala um veikindi! Þá nenni ég ekkert að fá þig í heimsókn!“ sagði hún hlæjandi. Hún hafði lífsviðhorf Pollýönnu; sá alltaf það jákvæða í öllu og öllum. Ef aðstæður voru erfiðar var ekkert lyf betra en leita til Dóu frænku og hlusta á hana. Hún átti ráð við ótrú- legustu aðstæðum; jafnvel þeim, sem hún hafði aldrei upplifað sjálf. Hún var lífsreynd kona sem hafði fengið brotsjói yfir sig í lífinu en hún tókst á við þá af æðruleysi. Það var mannbætandi að vera nálægt Dóu. Dóa frænka átti bestu börn í heimi og fallegustu dætur í heimi. Þau bera þess öll merki, að kærleik- urinn er það sem skiptir mestu í uppeldi barna. Dóa elskaði barna- börnin sín meira en allt annað og hvaða ömmu hitti maður til dæmis úti á myndbandaleigu á Vesturgöt- unni að leigja ,,Tarzan“, klædd í síða kápu yfir náttkjólinn seint á köldu vetrarkvöldi? Enga nema Dóu. Þá höfðu hún og Edda, dótturdóttir hennar, átt notalegt kvöld undir sæng að horfa á vídeó og Dóa var að tryggja að þær gætu vakað fram- eftir! Dóa kenndi þeim sem henni kynntust mörg holl ráð til að takast á við lífið – og sorgina. Hún sagði að þegar fólk færi að eldast, væri best að hugsa lítið og hlæja mikið. Hún kenndi manni jafn einfalda hluti og þá, að ef spennandi bók væri á heim- ilinu sem tveir vildu lesa í einu, ætti sá sem byrjaði bara að rífa úr þær blaðsíður sem hann hefði lesið og rétta hinum! Fyrir svona fimmtán árum gaf Dóa móður minni fallega veggplatta með jólasveinamyndum sem hún hafði saumað út. ,,Þetta máttu eiga,“ sagði hún. ,,Hún Dóa heitin saumaði þetta út!“ Um fimmtán jól hafa þessar fallegu skreytingar prýtt veggina á heimilinu á Ránargötu, plattarnir, sem hún ,,Dóa heitin“ saumaði. Og um öll jól framtíðarinn- ar munu þeir skipa veglegan sess á heimilinu. En við þurfum enga hluti til að muna alltaf eftir Dóu frænku. Við munum alltaf öll ráðin sem hún gaf okkur, alla hlýjuna sem frá henni streymdi, alla hógværðina og æðru- leysið. Og enginn, sem kynntist Dóu, mun nokkurn tíma gleyma því að hún bar það, sem kallað er feg- ursta blóm jarðarinnar, brosið. Við kveðjum elskulega frænku og vinkonu með þakklæti fyrir allt það góða sem hún færði inn í heiminn. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að vera hluti af hennar lífi. Dætrum hennar, syni, tengdabörn- um, barnabörnum og öllum þeim sem sakna þessarar yndislegu konu færum við hlýjar kveðjur. Hið sanna er eilíft. Hið rétta er eilíft. Hið fagra er eilíft. (E. Tegnér.) Elín Kristjáns, Lízella og Anna Kristine. „Það hlýtur að bíða manns eitt- hvert „overraskelse“, ég trúi ekki öðru,“ sagði Dóa við mig nokkrum dögum áður en hún dó. Það kom svolítið á mig að heyra hana tala um dauðann eða hvað biði sín, enda var það ekki í hennar stíl, hún Dóa var ekki í neinu grufli. Hún lifði í núinu og tók lífinu eins og það lá fyrir hverju sinni. En með þessum orðum fannst mér að hún væri að segja mér að hún væri tilbúin að fara, tilbúin að takast á við ný ævintýri sem biðu hennar. Dóa fór hún ekki varhluta af erf- iðleikum í lífinu og þurfti oft að beita sig hörku til að brotna ekki saman. Ef til vill var það líka ákveðin afneit- un sem kom henni til hjálpar, hún var t.d. ekki búin að meðtaka að frumburðurinn Þórarinn væri horf- inn og að augasteinninn hennar Steina væri orðin mikið veik. Það var einfaldlega of sárt. Dóa og Mummi, móðurbróðir minn, voru mjög samrýnd hjón. Eft- ir að Mummi dó talaði Dóa oft um hann og ég skynjaði óendanlega væntumþykju og hversu skotin þau voru, hann Mummi bar af í hennar huga. Hún átti bágt með að fyr- irgefa honum að skilja sig eftir enda voru þau ótrúlega mikil eining. Sem lítilli stelpu fannst mér heimilislífið hjá þeim mjög frábrugðið því sem ég hafði kynnst. T.d. mátti maður heima hjá Dóu vera í fötum upp í rúmi og lesa dönsku blöðin og það er sterk myndin sem kemur upp í hug- ann þegar Mummi og Dóa lásu jafn- vel sama reifarann á síðkvöldum í hjónarúminu, annað byrjaði og síðan voru blaðsíðurnar einfaldlega rifnar frá kilinum og réttar yfir. Þau létu ekki fastákveðnar reglur og siði gamla vesturbæjarins hamla sér í því að breyta að sínu lagi ef þeim þótti eitthvað huggulegra og voru í raun frumkvöðlar í ákveðnu frjáls- lyndi. Þau fundu t.d. upp á að hafa sunnudagsmatinn á laugardags- kvöldum og eitt laugardagskvöld var hringt í foreldra mína og þeim boðið í rjúpur og það voru ekki einu sinni jólin. Fyrsti vísir að komu jólanna var í byrjun desember í litla rauða húsinu þeirra „á móti“. Þá voru rúður hvítt- aðar og spegilfægðar, börnin send niður í VBK eftir pípuhreinsurum og kreppappír í öllum heimsins lit- um. Síðan urðu til ævintýri á ólíkleg- ustu stöðum með jólasveinum á harðakani niður bómullarbrekkur og allt í glimmeri og fínheitum. Dóu tókst að sveipa það sem hún tók sér fyrir hendur töfraljóma enda var ekkert hálfkák í alúðinni, þá skipti ekki máli hvort viðfangsefnið var bróderí, hvers kyns listframleiðsla eða matargerð. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þau sl. 10 ár sem við Dóa höfum verið nágrannar. Eitt sinn horfðum við á tenórana í sjónvarpinu og vorum hjartanlega sammála um að Pavarotti væri þeirra flottastur. Þá sagði Dóa: „Svenný mín, myndir þú ekki vilja raða upp á diskinn hans?“ Dóu hefði nefnilega aldrei dottið í hug að slengja fati og öðru meðlæti í að- skiljanlegum skálum fyrir framan hann Mumma sinn. Nei, Dóa raðaði kjötinu til vinstri og síðan brúnuðum til hægri, græn- metinu niðri við vinstra horn og sultutaui í efra hægra hornið, sósan var svo dreifð fallega yfir diskinn og útkoman varð listræn og lystug! Samneytið við Dóu hefur gefið mér og mínum ótrúlega mikið undanfar- in ár. Hún hafði þann eiginleika að manni leið alltaf vel í hennar af- slöppuðu návist. Ef ég fór til hennar lítil í hjarta púrraði hún mig alltaf upp þannig að ég fór upplitsdjarfari af hennar fundi, beinni í baki og lukkulegri. „Auðvitað bölvar hann,“ sagði hún einu sinni þegar ég barm- aði mér undan orðsöfnuði einkason- arins. Allir almennilegir strákar bölva og mér fannst það strax í stak- asta lagi af því að Dóa sagði það. Hún sparaði líka ekki hrósyrðin en orðalagið varð aldrei klént; auga- brúnir urðu ekki einungis vel rækt- aðar heldur líka bogadregnar og hversdagslegur sloppur varð ómót- stæðilegur af hennar vörum. Oft ræddum við liðna daga, hún hafði yndi af að segja mér frá gamla tím- anum og allt varð svo ljóslifandi og leiftrandi í hennar frásögn. Síðustu vikurnar dró mjög af henni líkam- lega og andlega, samt vantaði ekki glimtið í augun síðasta skiptið sem við hittumst. Dóa var alltaf á leiðinni heim, heim á Vesturgötuna þar sem henni leið best og þar sem hún lifði mestan sinn aldur. Dóa elskaði íbúð- ina sína, útsýnið út á litlu smábáta- bryggjuna, Esjuna, gömlu húsin og iðandi mannlífið. Ég á eftir að sakna hennar mikið og finnst ekki sami sjarminn yfir blokkinni minni þegar hún er farin burt. Við móðir mín, börn og barnabarn þökkum hjart- anlega samfylgdina og flytjum af- komendum hennar okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Sveindís Þórisdóttir. ÞURÍÐUR INGIBJÖRG (DÓA) ÞÓRARINSDÓTTIR ✝ SvanlaugurÓlafsson fæddist í Lyngholti í Glerár- þorpi 30. ágúst 1929. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Hulda Svanlaugsdóttir og Ólafur Aðalsteins- son. Þau eru bæði lát- in. Systir Svanlaugs er Kristbjörg Rúna, búsett á Akureyri. Hinn 15. mars 1952 kvæntist Svanlaugur eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Freyju Guðmundsdóttur. Synir þeirra eru: 1) Ólafur, eiginkona hans Jóna Frímannsdóttir, er lát- in, synir þeirra eru Svanlaugur, Dofri og Hrannar. Svanlaugur á dótturina Huldu. 2) Guðmundur Stefán, eiginkona hans er Sigríð- ur Kristín Sigtryggsdóttir, börn þeirra eru Birgir, Guðmundur og Anna Freyja. 3) Aðalbjörn Rúnar, eiginkona hans er Margrét Vest- mann, börn þeirra eru Aðalsteinn, Aníta og Almar. Svanlaugur hlaut hefðbundna barnaskólamenntun, lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri 1946. Hann hóf störf á BSA strax að loknum gagnfræðaskóla, fyrst á smurstöð en hóf síðan nám í bifvélavikjun þar árið 1948. Lauk sveinsprófi 1952 og fékk meistararéttindi 1957. Hann starfaði við bifvélavirkjun allt til í október síð- astliðnum, og var allan sinn starfstíma á BSA, lengst af sem verkstjóri. Svan- laugur kenndi á meiraprófsnám- skeiðum frá 1967 til 1986, kenndi fag- greinar bifvélavirkj- unar, með hléum, frá 1980 til 1986, fyrst í Iðnskólanum á Ak- ureyri og síðar í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri. Hann var einnig prófdómari í sveinsprófum bifvélavirkja. Svanlaugur var um tíma í stjórn Bílgreinasambandins. Svanlaugur starfaði mikið fyrir Flugbjörgun- arsveitina á Akureyri og mikinn átti þátt í því að Flugbjörgunar- sveitin eignaðist bifreiðir og snjó- bíl. Hann sá um viðhald og breyt- ingar bifreiðanna um langan tíma og var heiðraður fyrir störf í þágu Flugbjörgunarsveitarinnar. Svan- laugur var um tíma í Lions-klúbbi á Akureyri en frá 1979 var hann í Oddfellow-stúkunni Sjöfn á Akur- eyri og starfaði þar nær óslitið til dauðadags. Útför Svanlaugs fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 4. mars, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jæja, kallinn minn, þá ertu farinn. Ég vissi að þér var farið að leiðast þófið; skrokkurinn farinn að gefa sig, en hugurinn enn við efnið, tilbú- inn til stórátaka. Þegar þannig er komið er gott að fá frelsi til stærri verka, þótt kveðjustundin sé sár. Svanlaugur Ólafsson tók á móti mér þegar ég kom á mölina, sveita- strákurinn úr Skagafirðinum, til að læra að lækna bíla. Ég var ekki burðugur þegar ég mætti þessum umtalaða manni, verkstjóranum á verkstæði Bílasölunnar hf., sem áður var á vegum Bifreiðarstöðvar Akur- eyrar – BSA – og gekk almennt und- ir því nafni og gerir enn. Hann var hár, sterklegur, reistur og fram- gangan þannig, að það var alveg ljóst að þessi maður taldi sig ekki hafa neitt til að skammast sín fyrir. Fjallmyndarlegur hefði verið sagt í minni sveit. Ég lítillátur að skag- firskum sið, en hafði mig þó í að rétta fram höndina og kynna mig. Sjarmörinn þreif með þykkum hrammi í handfangið á sveitamann- inum og kreisti að, fastar og fastar. Ég finn enn sársaukann, sem leiddi alveg upp í öxl. Brátt fór ég að finna fyrir náladofa í tánum! Þetta var eins og skrúfstykki. Hann horfði beint í augun á mér á meðan og hvik- aði hvergi. Ég var hins vegar farinn að sjá stjörnur. Loks sleppti karlinn. Ég var marga daga að jafna mig, en mannaði mig upp í að spyrja, mörg- um árum síðar: Svanlaugur, hvers vegna gerðir þú mér þetta? Ég vildi prófa hvað þú þyldir, var svarið. Eftir þessa þolraun var ég tekinn í samfélag BSA-manna, sem var nú ekki nein kotungahersing í þá daga, og það gekk á ýmsu. Enda kom það eins og af sjálfu sér þegar verkstæð- ið var flutt í nýtt húsnæði, að gamla húsinu var breytt í vínstofu og skemmtistað! Annað kom ekki til greina. Svanlaugur hafði meira að segja á orði, að nýi staðurinn þyrfti ekki vínveitingaleyfi; það væri kom- in hefð á vínveitingar í húsinu! Þarna gekk Svanlaugur vinur minn um eins og herforingi meðal liðsmanna sinna. Hann var stórbotinn; tók í nefið svo um munaði; það hurfu hálfu dósirnar SVANLAUGUR ÓLAFSSON Elskuleg frænka mín, Erna Eggerz, hefur fengið frelsi frá þreyttum jarðneskum líkama sínum. Hún hafði lifað langa, far- sæla ævi. Erna var vammlaus kona sem skipti marga miklu máli. Þegar ég fæddist bjuggu foreldr- ar mínir við Suðurgötu, í næsta húsi við Ernu og Sólveigu móður hennar. Sigrún systir mín, tveimur árum eldri en ég, var þar daglegur aufúsugestur og í miklum metum hjá þeim mæðgum. Sólveig var besta vinkona Sigrúnar og eins konar „verndari“ fram á fullorð- insár. Sigrún var kotroskin, stillt og prúð og því lítil fyrirhöfn af ERNA EGGERZ ✝ Erna Eggerzfæddist 2. apríl 1909 í Vík í Mýrdal. Hún lést 6. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 2. mars. henni. Ég aftur á móti óx fljótt úr vöggunni og var snemma komin á fleygiferð, upp um allt og handóðari en margur annar. Þá tók Erna frænka ábyrgð á mér svo ég fékk stundum að taka þátt í „unaðssemdum lífs- ins“. Síðan fluttum við fjölskyldan inn í Voga- hverfi, en Erna og Sólveig á Suðurgöt- unni voru enn sem áð- ur sterkur þáttur í lífi okkar. Í garðinum þeirra var eina tréð í allri Reykjavík sem ég mátti klifra í. Í litlu stofunni hennar Ernu und- ir súðinni var grammófónn sem hún spilaði fyrir okkur plötur á. Þeir voru nú ekki í hvurs manns húsum í þá daga. Þegar við Sigrún systir vorum börn og unglingar, fór Erna frænka með okkur á sinfóníutón- leika, í leikhús og á fleiri menning- arviðburði og lagði þar drjúgan skerf til uppeldis okkar. Erna vann lengst af í Útvegs- bankanum við Lækjartorg og man ég vel eftir jólatrésskemmtunum þar sem hún bauð okkur á. Fyrir daga sjónvarpsins var að- fangadagur flestum börnum löng bið eftir helgi jólanna, jólamatnum og gjöfunum. Þetta þekktum við systkinin ekki, því um hádegi var farið í jólabaðið og sparifötin og síðan mætt í jólaboð hjá þeim mæðgum ásamt fleiri börnum úr fjölskyldunni klukkan 3. Þar var búið að tendra ljósin á jólatrénu fagurlega skreyttu og allt svo fínt og fallegt. Erna dansaði með okkur kringum tréð og svo fengum við að opna fyrsta pakkann, frá Ernu og Sólveigu, og frænka hafði einstakt lag á að vita hvað myndi gleðja litl- ar sálir, eins og hún læsi huga manns. Síðan var dúkað borð með alls kyns kræsingum, kökum og heitu súkkulaði með rjóma. Loks kom svo jólasveinn í heimsókn og það var ósvikinn jólasveinn beint ofan af fjöllum, sem Erna frænka hafði gert samning við. Hann hét Sokkasveinn og gaf okkur oftast prjónaleista. En þegar við stelp- urnar vorum orðnar táningar breyttust prjónaleistarnir í nælon- sokka og síðar sokkabuxur. Merki- lega flinkur jólasveinn sem fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.