Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 23 Heimsferðir selja nú síðustu sætin um páskana þar sem þú getur valið um sól og strönd á Kanarí, Benidorm eða Costa del Sol, eða heillandi menningarviku í Prag, þessari fegurstu borg heimsins. Í öllum tilfellum er beint flug á áfangastað og þar taka reyndir farar- stjórar Heimsferða á móti þér til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu og bjóða þér spennandi kynnisferðir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 57.805 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Pinar. Almennt verð kr. 60.695. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 69.900 M.v. 2 í stúdíó, Aguamarina. Alm. verð kr. 73.395. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Síðustu sætin um páskana með Heimsferðum Costa del Sol 27. mars – 11 nætur Verð frá kr. 59.705 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 69.000 M.v. 2 í íbúð, El Faro. Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir. Benidorm 27. mars – 14 nætur Verð frá kr. 73.562 Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Green Sea. Alm. verð kr. 77.240. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Verð kr. 88.850 M.v. 2 í stúdíó, Green Sea. Alm. verð kr. 93.293. Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar. Kanarí 28. mars – 2 vikur Verð frá kr. 36.900 Flugsæti fyrir manninn. Flugvallarskattar, kr. 3.550, bætast við fargjald. Verð kr. 57.700 Flug og hótel, m.v. 2 í herbergi, Quality með morgunmat. Skattar kr. 3.550, ekki innifaldir. Prag 28. mars – Vikuferð Sunnudagur 3.mars Kl. 10.00–17.00 Garðskáli Grasagarðs Reykjavíkur: „Ekkert líf án ljóss“. Mynda- og veggspjaldasýning í samstarfi við skólastofnanir í nágrenni Laugardals. Kl. 10.00–20.00 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fjölbreytt dagskrá. Kl. 11.00 Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Messur í kirkjum borgarinnar þar sem þemað verður ljós og myrkur. Nemendur 7. bekkjar grunnskóla taka þátt í messunni. Kl. 13.00–20.00 Rafheimar Orkuveitunnar í Elliðaárdal opnir almenningi í fyrsta sinn. Kl. 14.00 Fyrirlestrar tengdir ljósi og orku á Reykjavíkurtorgi Borgarbókasafns Reykjavíkur. Guðjón Friðriksson fjallar um Einar Benediktsson og myrkrið og Viðar Hreinsson flytur erindið „Að vita myrkrið svart“, hugleiðingu sprottna af kvæðinu Skuggsýni eftir Stephan G. Stephansson. Kristinn Schram fjallar um skógarnytjar sem orkugjafa og menningarlega uppsprettu og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor flytur erindið „Hvað er ljós?“. Júlía Mogensen leikur á selló milli fyrirlestra. Kl. 15.00 Bókabúð Máls og menningar – Súfistinn: Hljómsveitin Rússíbanarnir leikur m.a. tónlist úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Cyrano. Kl. 16.00 Borgarleikhúsið: Common Couple – Paramyndir. Leikin myndlistarsýning. Kl. 16.00 Stórsveit Reykjavíkur spilar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Kl. 17.00 Tónleikar í Norræna húsinu. Sænski slagverksleikarinn Jonas Larsson frumflytur m.a. verk eftir Áskel Másson. Norræn og amerísk tónlist í brennidepli. Kl. 19.00 Laugardalslaug: Vígsla á nýju listaverki. Kl. 20.00 Kvöldvaka í Hallgrímskirkju í tengslum við Æskulýðsdag þjóðkirkjunnar. Páll Rósinkrans syngur, hópur frá Listdansskóla Íslands dansar, tónlistaratriði, upplestur o.fl. Kl. 20.00–24.00 Myndverkinu „Sjáðu“, upplifun barnsins af töfrum ljóssins, eftir Þorvald Þorsteinsson varpað á framhlið Aðalstrætis 6. Kl. 20.00–21.00 Lokahátíð: Hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna í Elliðaárdalnum. Ljósaleikir, dans, leikhús og flugeldasýning í lokin. Kl. 21.30 Gaukur á Stöng: Hljómsveitin NÓVA. TILBOÐ ÓSKAST í Landrover Defender 90 árgerð 2001 (ekinn 6 þús. km.) m/ Turbo dieselvél, og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 5. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA „Við Björg höfum oft sungið sam- an, mér til mikillar ánægju og von- andi hafa hún og áheyrendur notið þess líka. Björg er söngkona, sem hefur þegar sannað sig og á eftir að láta að sér kveða á næstu misserum. Sömu sögu er að segja um Björn Steinar, sem sýndi mér mikið traust á síðasta ári, þegar hann kallaði mig til tónleika með sér á kirkjulistaviku. Stuttu síðar fékk hann bjartsýnis- verðlaunin! Hann er snillingur við orgelið og ljúfur drengur, sem gott er að vinna með,“ segir Óskar. Er að gera upp gamla bjöllu Óskar starfar við sitt fag fyrir há- degið en hefur svo tíma til að sinna söngnum. Það er raunar spurning, hvort er hans fag, söngurinn eða bíl- arnir. Hann hefur til dæmis mikið dálæti á gömlum bílum. Þess vegna hefur hann að undanförnu verið að dunda sér við að gera upp „fólksvagn“, gamla „bjöllu“. Sú er 35 ára gömul og hefur númerið A-44. Óskar fékk bíl- inn frá Helgu Maggý Magnúsdóttur, en hún og eiginmaður hennar, Lén- harður heitinn Helgason, áttu hann allt frá upphafi. „Ég lít svo á að með því að gera bjölluna upp sé ég að bjarga menningarverðmætum,“ seg- ir Óskar, en hann hefur tekið bjölluna í sundur stykki fyrir stykki og má gera ráð fyrir að hún verði sem ný þegar þau Helga Maggý fara á fyrsta rúntinn í sumarbyrjun. Auk bjöllunn- ar á Óskar Ford Taunus árgerð ’65. Sá er með númerið A-25, var í eigu Steindórs heitins Steindórssonar, skólameistara frá Hlöðum, og fjöl- skyldu hans. Þá má ekki gleyma Bensinum, sem er fjölskyldubílinn, 12 ára gamall og ber númerið A-1. „Ég er svolítill númerakall,“ segir Óskar, „sé eftir gömlu númerunum, sem sögðu manni ekki bara hvaðan bíllinn var; það mátti oft á tíðum rekja ættfræði í gegn um þessi núm- er. En til mikillar guðslukku hefur nú verið leyft að setja þessi gömlu núm- er á þá fornbíla, sem hafa skartað þeim áður. Stundum rekur mig í vörðurnar í samræðum, átta mig ekki á því um hverja verið er að tala. En um leið og viðkomandi er tengdur við bílnúmer kviknar á perunni.“ En í lokin, hefur Óskar aldrei séð eftir því að hafa ekki nýtt sér röddina með því að læra meira og gera söng- inn að atvinnu. „Það hlaut að koma að þessari spurningu,“ svarar hann með skelm- issvip. „Hver hefði þá átt að gera upp bjölluna?! Nei, í alvöru, það hvarflar aldrei að mér. Ég er vel kvæntur og á barnalánai að fagna. Hvað er hægt að biðja um meira. Ég hef sungið vegna þess að ég hef gaman af því og nýt þess þegar aðrir geta haft af því ánægju. Það þarf sterka strengi til að sigra heiminn. Þá hef ég ekki og og þar að auki ekki löngun til þess. Ég nýt þess að vera þar sem ég er, hjá mínu fólki, samferðafólki, sem treyst- ir mér til söngs á stórum stundum í lífinu. Stundum er það gleði, sem er gefandi, en stundum sár sorg, ekki síst þegar fólk er kvatt í blóma lífsins. Slíkar kveðjustundir geta gengið nærri manni, þær taka mikla orku. En í mínum huga eru þær eitt það vandasamasta sem söngvara er treyst fyrir. Þær verða ekki endur- teknar. En þær geta líka verið gef- andi, ef maður finnur til þess að hafa gert kveðjustund léttbærari. Ég ætla að njóta þess að hafa tíma til að sinna söngnum næstu mánuðina sem bæjarlistamaður. Oftast hefur maður hlaupið af stað með litlum fyr- irvara, jafnvel dauðþreyttur á vara- tankinum. Nú ætla ég að sýna fólki að ég kann að meta það sem fyrir mig er gert. Ég er ákveðinn í að njóta þessa tímabils til fulls og ætla að gefa fólki kost á að njóta þess með mér. Ég er afar þakklátur að fá þetta tækifæri og mun reyna að endurgjalda það með söng, gleðisöng,“ sagði Óskar. með gleðisöng Morgunblaðið/Kristján Óskar Pétursson vinnur hjá Kraftbíl- um á Akureyri og hér er hann að pússa vélarhlíf á fólksbíl sem hafði orðið fyrir tjóni. Fyrir aftan Óskar stendur Volkswagen-bjalla árgerð 1967, sem hann á og er að gera upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.