Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GREININ í Daily Mail errituð af Andrew Jenn-ings, margverðlaunuð-um rannsóknarblaða-manni, en það var einmitt hann sem svipti hulunni af spillingarmálum innan Alþjóðaól- ympíuhreyfingarinnar ekki alls fyrir löngu. Aðalheimildarmaður Jennings er Farah Addo, forseti knattspyrnu- sambands Sómalíu og varaforseti Knattspyrnusambands Afríku. Jennings segir að Havelange hafi valið Blatter sem eftirmann sinn til þess að ekki kæmist upp um fjármála- spillingu Brasilíumannsins sem var samfleytt í 24 ár í embætti. Undir stjórn Havelanges breyttist FIFA úr fjárvana hreyfingu í voldugasta íþróttasérsamband heims með nánast stjarnfræðilega fjármagnsveltu. Bauð mér 100 þúsund dollara fyrir atkvæðið Farah Addo sagði við Daily Mail að þegar leið að kjöri forseta FIFA árið 1998 hafi öll atkvæði Afríku, 51 að tölu, verið lofuð Lennart Johansson, hinum sænska forseta Knattspyrnu- sambands Evrópu, UEFA. Á loka- sprettinum hafi hinsvegar eitt og ann- að gerst. „Ég fékk símhringingu frá sendi- herra Sómalíu í einu af Persaflóaríkj- unum. Hann sagðist eiga vin sem vildi bjóða mér 100 þúsund dollara (10 milljónir króna) fyrir að kjósa Blatter. Helminginn í reiðufé og helminginn í íþróttavörum. Ég fengi féð sent, eða þá að ég kæmi til Persaflóaríkisins og sækti það sjálfur.“ Addo kvaðst hafa hafnað tilboðinu, en þegar hann mætti til leiks á þing FIFA í París komst hann að því, sér til mikillar furðu, að hann hafði ekki atkvæðisrétt í forsetakjörinu, en í staðinn var kominn annar Sómali sem hafði ákveðið að kjósa Blatter. Jo- hansson og Issa Hayatou, forseti Knattspyrnusambands Afríku, beittu sér fyrir því að þetta væri leiðrétt og Addo fengi að kjósa. Tveimur mánuðum síðar, á auka- þingi sómalska knattspyrnusam- bandsins, viðurkenndu tveir stjórnar- menn þess að hafa þegið um eina milljón króna fyrir að falsa kjörbréf til að útiloka Addo frá því að kjósa. Addo sagði að greiðslan hefði komið frá Mohammad Bin Hamman frá Qat- ar, sem á sæti í framkvæmdastjórn FIFA, og hann hefði greitt ferða- kostnað, hótelreikninga og dagpen- inga fyrir fjóra meðlimi sómalska sambandsins. Söfnuðust saman til að taka við greiðslunum Addo kvaðst hafa séð með eigin augum þegar fulltrúar frá Afríku söfnuðust saman á Le Meridien-hót- elinu í París, kvöldið fyrir forsetakjör FIFA, til að taka við greiðslum fyrir atkvæði sín. „Ég horfði á þetta og nokkrir þessara manna sögðu mér að þeir hefðu fengið 5 þúsund dollara (hálfa milljón króna) fyrirfram og sömu upphæð daginn eftir, að kjörinu loknu. Ég rannsakaði málið upp á eig- in spýtur og komst að því að 18 fulltrúar Afríku höfðu hætt við að styðja Johansson og kusu Blatter,“ sagði Addo sem kvaðst viss um að Blatter hefði vitað allt um það sem fram fór. Forsetakjörinu lauk á þá leið að Blatter fékk 111 atkvæði en Johans- son 80. Ef þessir 18 hefðu kosið Jo- hansson hefði hann hlotið 98 atkvæði gegn 93 atkvæðum Blatters og verið kjörinn forseti FIFA. Jennings segir í grein sinni að Havelange hafi unnið hörðum hönd- um að því að Blatter yrði kjörinn og meðal annars sent Knattspyrnusam- bandi Austur-Afríku bréf þar sem hann hefði lofað því 50 þúsund doll- urum, 5 milljónum króna, fyrir stuðn- ing við Blatter. „Vinsamlegast sendið FIFA númerið á bankareikningi ykk- ar,“ segir Jennings að hafi staðið í bréfinu. Í greininni kemur ennfremur fram að talið sé að Sádi-Arabar hafi ásamt Qatarmönnum lagt fram fimm millj- ónir dollara (500 milljónir króna) til að fjármagna kosningabaráttu Blatters. „Heimsknattspyrnan var þarna kom- in á ósvífinn hátt í eigu olíufursta úr Persaflóaríkjum, sem aldrei hafa sett svip sinn á íþróttina sjálfa. FIFA er að hrynja undan þunga eigin spilling- ar,“ segir Jennings meðal annars í uppgjöri sínu á stöðu mála. Gífurlegt tap FIFA vegna gjaldþrots ISL Blatter kvaðst fyrir skömmu hafa stuðning 112 ríkja af þeim 204 sem eiga aðild að FIFA. Það var áður en greinin í Daily Mail birtist, og hún er ekki eina vandamálið sem forsetinn þarf að glíma við þessa dagana. Ann- að og ekki síðra er gjaldþrot mark- aðsfyrirtækisins ISL, samstarfsaðila FIFA, sem Blatter segir að muni kosta sambandið um þrjá milljarða króna. Aðrir fullyrða að hægt sé að allt að því tífalda þá tölu. Ekki bætir úr skák að nýi samstarfsaðilinn, Kirch Group frá Þýskalandi, riðar líka til falls en Blatter segir að Þjóðverjarnir hafi þegar staðið skil á megninu af sínum skuldbindingum gagnvart FIFA vegna heimsmeistarakeppn- innar í sumar. Mike Lee, talsmaður UEFA, sagði eftir að greinin birtist í Daily Mail að þó ásakanir blaðsins væru alvarlegar myndi Lennart Johansson einbeita sér að ISL-málinu í undirbúningi sín- um fyrir forsetakjörið í vor. Þar er talið að Johansson muni styðja áður- nefndan Issa Hayatou sem forseta- efni. „Johansson og margir félaga hans í framkvæmdastjórn FIFA hafa tekið skýrt fram að þeir vilji að rannsókn- arnefnd verði skipuð til að skoða öll fjármál og stjórnun FIFA á ítarlegan hátt. Þar er mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Lee. Rógsherferð á hendur mér, segir Blatter Blatter hefur sjálfur brugðist hart við ásökunum um spillingu og fjár- málaóreiðu og segir af og frá að hann hafi náð völdum í FIFA með mútum. „Ég er ekki hissa á því að þessar ásakanir komi fram einmitt núna. Þetta er allt liður í rógsherferð á hendur mér sem hefur staðið í nokk- urn tíma og FIFA hefur haft vitn- eskju um að myndi blossa upp. Ég hef tjáð mig um þessi mál nokkrum sinn- um og gerði það mjög ítarlega þegar sambærilegar ásakanir komu fram eftir að ég var kjörinn í embættið árið 1998,“ sagði Blatter eftir að grein Ásakanir um spillingu og yfirvofandi gjaldþrot Alþjóðaknattspyrnusambandsins „Sannleikurinn mun alltaf elta menn uppi að lokum“ Reuters Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. ’ Ég fékk símhring-ingu frá sendiherra Sómalíu í einu af Persaflóaríkjunum. Hann sagðist eiga vin sem vildi bjóða mér 100 þúsund dollara (10 milljónir króna) fyrir að kjósa Blatter ‘ Mörg spjót standa á Sepp Blatter, forseta Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, þessa dagana. Vanga- veltur um spillingu og fjár- málaóreiðu hjá sambandinu hafa verið í gangi um skeið en eftir að enska blaðið Daily Mail birti á fimmtu- dag ítarlega frétt um meint atkvæðakaup Blatters fyrir kjör hans í embætti árið 1998 hefur kastljósið held- ur betur beinst að þessum 65 ára gamla Svisslendingi, sem var framkvæmdastjóri FIFA um árabil á meðan Brasilíumaðurinn Joao Havelange réð þar ríkjum. Víðir Sigurðsson rekur gang mála síðustu daga og segir frá harðorðum grein- um ensks blaðamanns sem telur að Blatter eigi erfiðan fund fyrir höndum í vikunni. Sepp Blatter og Joao Havelange, fyrrverandi forseti FIFA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.