Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 51 DAGBÓK Opið alla daga frá kl. 10 til 19 – einnig um helgar. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Reykjavík: Perlan, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, símar 461 5050 og 861 1780. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Glæsilegt úrval af drögtum frá Erum einnig með dragtir í styttri stærðum SAMRÆÐUR VIÐ GUÐ Námskeið um trúarheimspeki metsölubókanna Samræður við guð eftir Neale Donald Walsch verður haldið í Fjölbrautaskólanum við Ármúla kl. 19:45-21:45 alla þriðjudaga 12. mars til 9. apríl, (fimm skipti). Leiðbeinandi er Geir Rögnvaldsson. Námskeiðið er í formi fyrirlestra og umræðna. Fyrsta bókin í bókaflokknum hefur nú verið gefin út á íslensku og fjallað verður um hana á námskeiðinu. Verð 14.000 krónur. Skráning og nánari upplýsingar í síma 581 4022 fyrir hádegi og á vefnum www.fa.is/framvegis . FRAMVEGIS MIÐSTÖÐ UM SÍMENNTUN Í REYKJAVÍK Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í Hreyfilshúsinu í dag kl. 15.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Hljómsveitir félagsins, Tatukantomaa og hljómsveit Hjördísar Geirs. Allir eru velkomnir. Takið með ykkur gesti. Félag harmonikuunnenda STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel undirbúinn fyrir það sem þú tekur þér fyrir hendur. Það gefur þér færi á að hafa góða yfirsýn yfir þau markmið sem þú vilt setja þér. Af þeim sökum nærð þú góðum árangri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Notaðu daginn til þess að hvílast. Jafnvel þó að þú sért í vinnunni skaltu nýta fáein- ar mínútur til þess hvíla lík- ama og sál. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt eftir að ræða um ýmis mál sem snerta framtíðina. Sá sem þú ræðir við mun leggja ýmislegt til málanna og veita þér holl ráð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver er afbrýðisamur út í þig. Þér gengur allt í haginn og það vekur öfund hjá þeim sem ekki hefur gengið jafn vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ferð til útlanda eða ferðalög vekja áhuga. Þú munt miðla af reynslu þinni á þessum vettvangi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt fara yfir peninga- mál þín í dag og hefur mikla þörf til þess að komast út úr skuldum svo að framtíðin verði tryggari. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Náinn vinur þinn vekur undrun þína með því að hrósa þér. Sýndu því áhuga, þakkaðu fyrir þig og brostu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hyggst taka margt til endurskoðunar og endur- skipuleggja hluti í kringum þig. Það skiptir ekki máli hversu miklu þú kemur í verk, aðalmálið er að gera einhverjar breytingar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Smávegis daður getur veitt mikla ánægju. Njóttu dags- ins í návist með öðrum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Kauptu blóm til þess að lífga upp á heimilið. Þú ert ánægður með þig og það hef- ur áhrif á líf þitt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki ákveðna persónu standa í óvissu með hvaða tilfinningar þú berð til henn- ar. Láttu hana vita að þér stendur ekki á sama. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt sem snýr að peninga- málum vekur ánægju þína í dag, hvort sem það er tekju- flæði eða eyðsla á fé. Kaup á fallegum hlutum munu gleðja þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er fallegur dagur til þess að kaupa skó eða klæðaskáp. Þú ert í góðu skapi og dagurinn er tilval- inn til þess að versla eitthvað sem snýr að sjálfsímynd þinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT STÖKUR Sævar-ólgan grett og grá gremju-sólgin ærist, hríðar-kólgan himin á heiftarbólgin færist. Jón Árnason á Víðimýri Landsynningur leiður er, lýir fingur mína, barnaglingur ekkert er, í honum syngur heyrist mér. Ókunnur höfundur 1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. Rf3 e6 4. g3 Rc6 5. Bg2 d5 6. cxd5 Rxd5 7. O-O Be7 8. Rxd5 exd5 9. d4 O-O 10. dxc5 Bxc5 11. Bf4 He8 12. Dc2 Bb6 13. Had1 Df6 14. Hxd5 Be6 15. Rg5 g6 16. Hd6 Rd4 17. Dd2 Rf5 18. Re4 Dg7 Andrei Sokolov (2.512) frá Lettlandi er alnafni þess skákmanns sem stigahæstur verður á Reykjavíkurskák- mótinu sem hefst 7. mars næstkomandi. Í stöðunni hafði hann hvítt gegn Steffen Pedersen (2.440). 19. Hxb6! axb6 20. Bg5 Dd4 21. Rf6+ Kg7 22. Bh6+! Kh8 23. Rxe8 Hxe8 24. e4 Dxd2 25. Bxd2 Rd6 26. Bb4 Rb5 27. a4 Ra7 28. Bc3+ Kg8 29. Bd4 Rc6 30. Bxb6 Bb3 31. a5 He5 32. Ha1 Bc4 33. Hc1 Bd3 34. Hc3 Be2 35. He3 Bc4 36. b3 Ba6 37. Hc3 f6 38. f4 He7 39. Bf1 og svartur gafst upp. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1.-2. David Navara (2.531) og SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Alexander Rustemov (2.607) 6 vinninga af 9 mögulegum. 3. Andrei Sokolov (2.512) 5 ½ v. 4.-5. Klaus Berg (2.418) og Steffen Pedersen (2.440) 5 v. 6. Levon Aronjan (2.584) 7.-8. Jan Pedersen (2.413) og Normunds Miezis (2.498) 4 v. 9. Mihjalo Prusikhin (2.519) 3 v. 10. Erik Pedersen (2.400) 2 v. Hraðskákmót Íslands hefst kl. 16.00 og fer mótið fram á Kjarvalsstöðum. Hrafn Jökulsson hefur um- sjón með mótinu en á morg- un, 4. apríl, hefst Landssíma- mótið sem hann skipuleggur einnig. Það verður vel skipað af innlendum og erlendum meisturum. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 3. mars, er áttræð Ingibjörg S. Kristjánsdóttir, Grundar- firði. Hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Run- ólfsson, halda upp á daginn á Hótel Costa Meloneras á Kanaríeyjum. 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 3. mars, er 75 ára Guðmundur Magnússon byggingameist- ari, Einigrund 6, Akranesi. Eiginkona hans er Ástríður Þ. Þórðardóttir. Guðmund- ur verður að heiman á af- mælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 3. mars, er sjötugur Guð- mundur Kr. Erlendsson, ráðherrabílstjóri, Neðsta- leiti 2, Reykjavík. Eigin- kona hans er Sigursteina Margrét Jónsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 3. mars, er áttræð Guðrún Fanney Halldórsdóttir, Stekkum 20, Patreksfirði. Guðrún var kvænt Gunnari Ólafssyni frá Patreksfirði, hann lést 1976. Guðrún tek- ur á móti ættingjum og vin- um í dag, sunnudag, kl. 15 í sal Domus Vox að Skúlagötu 30, Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 3. mars, er sjötug Áslaug Hilmarsdóttir, Smáratúni 40, Keflavík. Eiginmaður hennar er Trausti Björns- son. Þau hjónin dveljast um þessar mundir í San Diego í Bandaríkjunum. UM síðustu helgi fór fram al- þjóðlegt sveitakeppnismót í Scheveningen í Hollandi, kennt við Forbo Linoleum. 64 sveitir hófu leikinn, sem lauk með sigri ítölsku stórsveitar- innar undir forystu Mariu Teresu Lavazza (Bocchi, Duboin, Lauria, Versace og Ferraro). Fyrir keppnina fór fram stutt sýningarmót fjög- urra þjóða, svokallðir „þjóð- leikar“, þar sem heimamenn Hollendinga spiluðu gegn Ítöl- um, Bandaríkjamönnum og Norðmönnum. Lavazza-lið Ítala vann þá keppni einnig. Spiluð var einföld umferð af 20 spila leikjum og hlutu Ítalir 58 stig. Hollendingar og Banda- ríkjamenn voru jafnir í næstu sætum með 52 stig, en Norð- menn voru fjarri sínu besta og fengu aðeins 13 stig. Spilið að neðan kom upp í fyrstu umferð „þjóðleikanna“: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 3 ♥ Á9753 ♦ D103 ♣DG97 Vestur Austur ♠ G976 ♠ D10852 ♥ DG84 ♥ 2 ♦ 98 ♦ G65 ♣Á82 ♣K543 Suður ♠ ÁK4 ♥ K106 ♦ ÁK742 ♣106 Ítalirnir Bocchi og Duboin voru í NS gegn Moss og Git- elman frá Norður-Ameríku: Vestur Norður Austur Suður Moss Duboin Gitelman Bocchi -- -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Allir pass Í kerfi Ítalanna sýnir opnun á tveimur laufum 17-19 punkta og jafna skiptingu! Svarið á tveimur tíglum er yfirfærsla í hjarta, sem leiddi til þess að suður varð sagnhafi á þrílitinn. Moss kom út með lítið lauf undan ásnum. Bocchi stakk upp drottningu og Gitelman lét kónginn eftir nokkra um- hugsun. Og skipti yfir í tígul. Bocchi tók slaginn á tíu blinds, spilaði hjarta á kónginn og litlu hjarta að blindum. Moss fylgdi fumlaust með smáspili og nú lagðist Bocchi undir feld. Hann gat tryggt sig gagnvart 4-1 legunni með því að láta níuna, en hafði hann efni á slíkum munaði? Það væri neyðarlegt að gefa austri slag á hjarta og gefa svo annan trompslag með stungu í tígli eða laufi. En Bocchi komst að réttri niðurstöðu – lét níuna. Stunguhættan var í raun hverfandi: Útspil vesturs virt- ist vera frá ás þriðja, svo þar var engin hætta, og varla hefði vestur komið út undan lauf- ásnum ef hann hefði átt einspil í tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.