Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 13
auðlind: kopar. Hið „mannúðlega kerfi“, sem Kaunda gortaði sig tíðum af, varð að lokum gjaldþrota. At- vinnulífið var óskilvirkt og fram- leiðnin ónóg. Ekki bætti úr skák að verð á kopar hríðféll en erlendu lánin héldu áfram að hækka. Loks fengu íbúar Zambíu nóg af einræðislegum stjórnarháttum Kaunda og neyddu hann til að fallast á frjálsar kosning- ar. Árið 1991 var honum síðan hafnað þegar landsmenn ákváðu að styðja til valda verkalýðsleiðtogann Frederick Chiluba, sem hét róttækum umbót- um. Chiluba ákvað að fella niður tolla á innfluttum vörum. Bændur voru sviptir nánast öllum niðurgreiðslum af hálfu ríkisins, 300 ríkisfyrirtæki voru seld og með þeim koparnámurn- ar. Nánast sem hendi væri veifað var miðstýrt sósíalískt hagkerfi lagt nið- ur í Zambíu og nýtt innleitt; hagkerfi hins frjálsa markaðar. Árangurinn hefur ekki reynst sá, sem stefnt var að. Frá 1992 hefur störfum í Zambíu fækkað um 100.000. Nú í janúar gaf námurisinn Anglo American upp alla von um að námur fyrirtækisins í Zambíu muni nokkru sinni skila arði. Þar kunna 4.000 störf að hverfa. Innan við tíu prósent fólks á vinnualdri sinnir formlegum störfum í Zambíu. Af- gangurinn, atvinnulausu fátækling- arnir, reynir að draga fram lífið með því að selja allt það, sem menn kom- ast yfir, á útimörkuðum eins og hér í Maramba. Annars konar viðskipti eiga sér stað á götum úti þegar rökkva tekur; lögreglumenn segja að vændi hafi margfaldast á síðustu tíu árum, sérstaklega í þéttbýli svo sem í Lusaka, Livingstone og Kitwe. Niðurbrotinn í niðurníddum bæ „Mér finnst eins og ég hafi bara vaknað einn daginn og þá var allt á bak og burt,“ segir Rose þegar hún er innt eftir því hvernig það gerðist að hún fór að selja tómata. Nú eru fjögur ár liðin frá því hún hóf að stunda þessa vinnu. Maður hennar, sem var slökkviliðsmaður, missti vinnuna þegar ríkisstjórnin ákvað að „endurskipuleggja vinnu- aflið“. Skömmu áður hafði síðustu fataverksmiðjunum verið lokað í Liv- ingstone og Maramba. Þær gátu ekki keppt við notaðan fatnað, sem fluttur var inn frá Bandaríkjunum og Evr- ópu. Hvað átti hún að taka til bragðs? Hún var fertug fjögurra barna móðir og það fimmta á leiðinni. Enga vinnu var að fá þannig að hún þurfti ekki að leita. Engar atvinnuleysisbætur var að fá þannig að hún þurfti ekki að sækja um þær. Ölmusu var enga að fá þannig að hún lét ógert að betla. „Hvað stoðar það að fara grátandi til nágrannanna. Þeir eiga ekkert heldur. Þeir líða sömu þjáningar og ég,“ segir Rose. Vinirnir, sem höfuð misst vinnuna í verksmiðjunum, fóru út á götur og byrjuðu að selja þar grænmeti. Rose bættist í hóp þeirra. Fjöldi sölu- manna á markaðnum í Maramba var að mestu óbreyttur í 40 ár en hann var opnaður 1952. Nú starfa þar þrisvar sinnum fleiri en fyrir tíu ár- um. „Maðurinn minn veslaðist upp al- veg eins og bærinn,“ segir Rose um eiginmanninn, sem var orðinn dauð- veikur úr nýrnasjúkdómi. Hann dó fyrir einu ári, niðurbrotinn maður í niðurníddum bæ. „Ég held að það hafi alveg farið með hann að geta ekki séð fyrir fjöl- skyldu sinni. Hann var stoltur mað- ur. Hann þoldi ekki að geta ekki unn- ið fyrir sér. En við gátum aðeins lifað af svona. Nágrannar mínir vinna hér allir á markaðnum. Við lifum ekki af öðruvísi.“ „Teið róar magann“ Skyndilega skýtur lítil mannvera í rifnum kjól upp kollinum í kjöltu Rose eins og hún hafi fallið af himn- um ofan. „Mamma, ég er svöng,“ seg- ir Ennelis, tíu ára dóttir Rose. Hún er í fríi frá skólanum og fann engan mat að borða þegar hún vaknaði. „Hjálpaðu mér þá í vinnunni,“ seg- ir Rose. Lánið virðist fylgja stelpukrílinu. Hálftíma seinna standa þrír við- skiptavinir við borðið og borga sem svarar til átta króna fyrir nokkra tómata. Ennelis rífur niður síður úr frjálsa og óháða dagblaðinu af kunn- áttu. Hún kann þetta líka; í fyrra vann hún ein við tómatasöluna í þrjár vikur á meðan mamma hennar lá í malaríu. Í leiðara blaðsins er það tal- ið áhyggjuefni að efnahagsstefna Chilubas hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Ennelis vefur blaðinu utan um tómatana. Rose kallar í strákpatta og biður hann að færa sér tesopa. Fyrir hann borgar hún með smápening. Hún hefur ekkert borðað í tæpan sólar- hring. „Þetta er venjulega hádegismatur- inn. Teið róar magann,“ segir hún. Skyndilega birtast margir við- skiptavinir. Kona kaupir stærsta tómatinn fyrir um 12 krónur. Ungur maður með bindi kaupir annan. Kona, sem sækir sömu kirkju og Rose, kaupir þrjá litla og borgar fyrir átta krónur. „Ég er mjó, Rose, en þú ert alveg að hverfa,“ segir konan þegar Rose vefur tómötunum inn í dagblaðið. „Þú átt eftir að verða jafn ellileg og ég ef þú borðar ekki.“ „Þetta líf á eftir að gera okkur gamlar fyrir aldur fram,“ svarar Rose. Sólin er að setjast. Rose lítur í kringum sig til að athuga hvort hætta sé á ferðum. Hún tekur fram krump- aða seðlana og telur. Þetta eru þrjú þúsund og níu hundruð zambískir kwachar, um 97 krónur. Rose brosir þegar hún stend- ur á fætur og ákveður að kaupa maís- mélið, sem hún lofaði dóttur sinni. Gangan heim tekur um hálftíma. „Í dag erum við rík,“ segir hún og teygir hendur til himins. ’ Mæður vita ekkertum þjáningu, ekkert, fyrr en þær hafa horft upp á börn sín svelta. ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.