Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAGAR Íslands kom fyrst út 1994, en endurbætt útgáfa bókarinnar kemur út nú um helgina. Tímann sem liðið hefur frá fyrstu útgáfunni hefur höfundurinn, Jónas Ragnarsson, notað til að kafa dýpra í eldri atburði og bæta við nýjum. „Ég reyni að finna fleiri en eina heimild fyrir hverjum atburði, til að hægt sé að treysta á dagsetningarnar,“ segir Jónas og kveður mikla rannsóknarvinnu liggja að baki skrifunum. Fjölgun rútuslysa á undanförnum ár- um kom Jónasi nokkuð á óvart við skrif- in, sem og hversu misjafnlega atburðir virðast raðast á daga ársins. Máli sínu til stuðnings, bendir Jónas á, að 24. júní hafi reynst viðburðaríkur dagur í gegnum tíðina á meðan erfiðara sé að finna at- burði sem beri upp á 13. október. Þá hafi tvö Kötlugös hafist sama dag svo dæmi um fleiri tilviljanir séu nefnd. „Það er til málsháttur sem segir: „Ekki ber allt upp á sama daginn,“ og það kem- ur raunverulega í ljós í þessari vinnu, því dagarnir reynast mjög misjafnir án þess að fyrir því séu alltaf einhver rök.“ Gripið er hér niður í nokkrum köflum bókarinnar. Jónas Ragnarsson Dagarnir misviðburðaríkir Morgunblaðið/Ómar Á annað þúsund manns festust í margra kílómetra langri bílalest á Þrengslavegi í afar slæmu veðri 27. febrúar 2000. Skopteikning eftir Sigmund Jó- hannsson birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu 25. febrúar 1964. 9. janúar 1799: Básendaflóðið, mesta sjávarflóð sem sögur fara af, varð um landið suðvestanvert. Þá tók verslunarstaðinn í Básendum (Báts- endum) á Suðurnesjum af með öllu. Stórstreymt var og stormur með ofsaregni og var „sem himinhvelf- ingin þrykktist niður að jörðunni“, sagði í Minnisverðum tíðindum. Kirkjur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn og Grótta breyttist úr nesi eða tanga í eyju. Á annað hundrað skip og bátar skemmdust. 13. janúar 1954: Edmund Hillary kom til Íslands og hélt fyrirlestra um ferð sína á tind Everestfjalls 29. maí árið áður, en þangað komst hann fyrstur allra ásamt Nepalbúanum Tenzing Norgay. „Mig langar mest til þess að geta brugðið mér á skíði meðan ég hef hér viðdvöl,“ sagði Hillary í sam- tali við Morgunblaðið. 25. janúar 1943: Kvikmyndin „Á hverfanda hveli“ (Gone with the Wind) með Clark Gable og Vivien Leigh var frumsýnd í Gamla bíói. Hún var sýnd tvisvar á dag í nær heilan mánuð, sem þótti mikið. Súrsaður og morkinn matur 6. febrúar 1958: Naustið bauð þorra- mat, fyrst íslenskra veitingahúsa, reiddan fram í trogum. Í frétt Morg- unblaðsins var tekið fram að með þorramat væri átt við „íslenskan mat, verkaðan að fornum hætti, reyktan, súrsaðan og morkinn“. 8. febrúar 1929: Rúmlega tvítugur Skagfirðingur, Stefán Guðmunds- son, sló í gegn þegar hann söng Öku- ljóð (Áfram veginn) með Karlakór Reykjavíkur í Nýja bíói. „Mun hvorki fyrr né síðar hafa orðið vart annarrar eins hrifningar á söng- skemmtun hér á landi,“ segir Indriði G. Þorsteinsson í ævisögu Stefáns, sem síðar kallaði sig Íslandi. 27. febrúar 2000: Á annað þúsund manns festust í margra kílómetra langri bílalest á Þrengslavegi í afar slæmu veðri. Björgunaraðgerðir, þær mestu síðan í Eyjagosinu 1973, stóðu fram á næsta dag. Margir veg- farendanna höfðu verið að skoða Hekluelda. Fyrsta íslenska bítlaplatan 12. mars 1965: Fyrsta íslenska bítla- platan kom út. Á henni voru tvö lög með Hljómum, Bláu augun þín og Fyrsti kossinn, bæði eftir Gunnar Þórðarson en Ólafur Gaukur gerði textana. Hljómar störfuðu frá 1963 til 1969. 19. mars 1995: Við Skeiðsfoss í Fljót- um í Skagafirði mældist snjódýpt 279 sentimetrar. „Snjódýpt hefur aldrei fyrr mælst svo mikil á ís- lenskri veðurathugunarstöð,“ sagði í Veðráttunni. 24. mars 1931: Fluglínutæki voru not- uð í fyrsta sinn við björgunarstörf hér við land þegar franski togarinn Cap Fagnet strandaði austan Grindavíkur. Tókst að bjarga allri áhöfninni, 38 mönnum. Skömmu síð- ar valt togarinn á hliðina og sökk. 13. apríl 1844: Jón Sigurðsson var kos- inn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísa- firði. Hann hlaut 50 atkvæði af 52. Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti. 14. apríl 1695: Hafís rak inn á Faxa- flóa í fyrsta sinn í áttatíu ár og þótti það „undrum gegna“, eins og segir í Vallaannál. Ísinn hafði rekið suður með Austfjörðum og vestur með Suðurlandi. 24. apríl 1982: Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet á móti í Sjón- varpinu, lyfti 362,5 kg í réttstöðu- lyftu og samanlagt 940 kg. Orð hans að afrekinu loknu urðu fleyg: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.“ Golf í fyrsta sinn 6. maí 1981: Bandaríski framhalds- þátturinn Dallas var í fyrsta sinn á dagskrá Sjónvarpsins. Hann fjallaði um „hina geysiauðugu og voldugu Ewing-fjölskyldu í Texas“, eins og sagði í dagskrárkynningu. 12. maí 1935: Golf var leikið í fyrsta sinn á Íslandi þegar sex holu völlur Golfklúbbs Íslands var vígður í landi Austurhlíðar í Laugardal í Reykja- vík. 19. maí 1969: Kjarasamningar milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda voru undirritaðir. Meðal annars var samið um stofnun lífeyrissjóða. Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ sagði í samtali við Morgunblaðið: „Samkomulagið um lífeyrissjóð er mikilsvert framtíðarmál sem mun verða fagnað.“ 17. júní 1954: Ísland er land þitt, ljóð Margrétar Jónsdóttur, birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu, á tíu ára afmæli lýðveldisins. Ljóðið varð vinsælt þegar Magnús Þór Sig- mundsson gerði lag við það og lagið var gefið út á hljómplötu í nóvember 1982. 20. júní 1980: Ítalski tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti söng í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík á vegum Listahátíðar. Viðtökur voru frábær- ar og fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. „Einstök stund upplifunar og ef til vill einstæð á heilli mannsævi,“ sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins. 24. júní 1000: Kristnitakan. Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöll- um við Öxará. Þar hafði skorist í odda með kristnum mönnum og heiðnum en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði úrskurðaði að „all- ir menn skyldu kristnir vera“ og sagði: „Höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt er vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn.“ Haglél um hásumar 1. júlí 1886: Landsbanki Íslands, fyrsti banki á landinu, hóf starfsemi í Reykjavík. Fyrst í stað var hann op- inn tvo daga í viku, tvo tíma í senn. Bankinn var til húsa við Bakarastíg en nafn stígsins breyttist fljótlega í Bankastræti. 8. júlí 1903: Síldarsöltun hófst á Siglu- firði. Norskt skip, Marsley, kom með 60–70 tunnur af síld sem veidd var í reknet nóttina áður. Þetta var upp- haf síldarævintýrisins sem stóð í 65 ár. 10. júlí 1875: Haglél gerði í Biskups- tungum og stóð það í þrjá tíma. Él- inu fylgdi ofsastormur með þrumum og eldingum. „Haglkornin voru á stærð við titlingsegg og mörg þrjú föst saman,“ að sögn Þjóðólfs. 5. ágúst 1958: Hvalavaða var rekin á land í Friðarhöfninni í Vestmanna- eyjum. Um tvö hundruð marsvín voru skorin en hundrað rekin á haf út tveimur dögum síðar, vegna þess að þjóðhátíðin var að hefjast. Vest- mannaeyingar „eru slíkri heimsókn óvanir“, sagði í Morgunblaðinu. Þekkja ekki Kiljan 9. október 1963: Skáldatími kom út. Þetta var fyrsta bók Nóbelsskálds- ins sem var merkt Halldóri Laxness en ekki Halldóri Kiljan Laxness. „Það þekkir mig enginn útlendingur undir nafninu Kiljan,“ sagði skáldið í viðtali við Alþýðublaðið og taldi ástæðulaust að hafa annan hátt á varðandi höfundarnafnið hér á landi en erlendis. 16. október 1902: Landakotsspítali í Reykjavík var formlega tekinn í notkun, en St. Jósefssystur létu reisa hann. Í Þjóðólfi var sagt: „Er það gleðilegt að hér er komið á fót sjúkrahús er getur veitt sjúklingum öll þægindi sem veitt verða.“ 22. október 1903: Ásgrímur Jónsson opnaði fyrstu málverkasýningu sína í Melsteðshúsi við Lækjargötu í Reykjavík og sýndi fimmtíu myndir. „Virðist hann vera mjög gott efni í listamann,“ sagði í Þjóðólfi. Í Ísafold var sagt að Íslendingar væru að eignast listmálara „sem til fulls skil- ur íslensku náttúruna og getur því túlkað hana“. 9. ágúst 1908: Jóhannes Sveinsson, síðar nefndur Kjarval, opnaði fyrstu málverkasýningu sína í Reykjavík, 22 ára. Í Lögréttu var spurt: „Hvað verður nú Íslandi úr þessu lista- mannsefni?“ 21. ágúst 1238: Örlygsstaðabardagi var háður í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féll á sjötta tug manna. Bardagi þessi er talinn einn sá örlagaríkasti hér á landi en þá börðust þrjár vold- ugustu ættir landsins. Kolbeinn ungi Arnórsson vann sigur, með styrk Gissurar Þorvaldssonar. Sighvatur Sturluson og Sturla sonur hans féllu. Átta ára undrabarn 1. september 1910: Kveikt var á gas- ljósum í fyrsta sinn á götum bæj- arins. „Margir bæjarbúar þustu út á götu með blað og bók í hönd. Þeir vildu reyna hvort lesbjart yrði við ljóskerin,“ segir í endurminningum Knud Zimsen borgarstjóra. 15. september 1947: Þórunn S. Jó- hannsdóttir (síðar eiginkona Vladim- ir Ashkenazy) hélt sína fyrstu píanó- tónleika hér á landi, en hún var þá aðeins átta ára. Í gagnrýni í Morg- unblaðinu var sagt: „Þórunn er undrabarn; á því leikur enginn vafi.“ 16. september 1963: Lyndon B. John- son, þáverandi varaforseti Banda- ríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Íslands og var vel fagnað. Í ávarpi sagði hann: „Íslendingar standa með þeim sem vilja frelsi og frið.“ Rúm- um tveimur mánuðum síðar tók hann við forsetaembættinu þegar John F. Kennedy var myrtur. Atburðir úr sögu og samtíð 2. nóvember 1913: Morg- unblaðið kom út í fyrsta sinn. Í ávarpi til lesenda sagði Vil- hjálmur Finsen ritstjóri: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt á fyrst og fremst að vera áreið- anlegt, skemmtilegt og lipurt rit- að fréttablað.“ Hvert blað kost- aði 3 aura. „Morgunblaðið byrjaði með 38 áskrifendum en lausa- sala varð þegar allmikil,“ segir í bókinni Blöð og blaðamenn. 26. júní 1930:Morgunblaðið gaf út hátíðarblað í tilefni af Alþing- ishátíðinni. Þetta var „stærsta blað sem nokkru sinni hefur verið út gefið á Íslandi“, alls 84 blað- síður. Yfirleitt var blaðið 6 síður. 9. nóvember 1930:Reykjavíkur- bréf birtist í fyrsta sinn í Morg- unblaðinu, á sunnudegi. Það var stílað á gamlan vin í sveitinni og flutti einkum stjórnmálafréttir. „Menn lifa og hrærast í pólitík og tala sumir varla um annað,“ sagði höfundurinn sem nefndi sig Nóa. Tæpu ári síðar fóru bréfin að birt- ast reglulega í blaðinu. 19. ágúst 1959: Á forsíðu Morg- unblaðsins birtust tvær myndir frá knattspyrnulandsleik Dana og Íslendinga í Kaupmannahöfn daginn áður, en leiknum lauk með jafntefli. Þetta voru fyrstu sím- sendu fréttamyndirnar sem birt- ust í íslensku blaði. 25. febrúar 1964: Teikning eftir Sigmund Jóhannsson birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu, en hún var af landgöngu í Surtsey. 20. maí 1979: Íslenskt mál, þátt- ur Gísla Jónssonar, birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu. Þættirnir voru vikulega í blaðinu í rúm 22 ár og urðu alls 1.138. 2. febrúar 1998: Fréttavefur Morgunblaðsins á Netinu, mbl.is, var opnaður. Fyrsta mánuðinn voru að meðaltali um 5.000 heimsóknir á dag en nú eru þær yfir 50.000. Brot úr sögu Morgun- blaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.