Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 11 ÍBÚAÞING var haldið í Vestur- Skaftafellssýslu fyrir tæpu ári. Þingið var hluti af stefnumótunar- vinnu fyrir sveitarfélög sýslunnar, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, í tengslum við byggðaþróunarverk- efni í sýslunni, sem staðið hefur í fjögur ár. Á vegum verkefnisins hef- ur verið lögð áhersla á að vinna með þá þrjá þætti sem taldir eru orsaka byggðaröskun þ.e. einhæft atvinnu- líf, aðstöðumun til menntunar og verri almenn lífsgæði. Helga Þorbergsdóttir er oddviti Mýrdalshrepps og sagði hún að þingið hefði í alla staði heppnast mjög vel. Um 70 manns sóttu þingið en fyrir þingið var unnið sérstak- lega með hreppsnefndarmönnum, grunnskólanemum, fulltrúum fé- lagasamtaka og stofnana hreppsins og var áhersla lögð á að ná til allra aldurshópa. Í þeirri vinnu tóku 79 einstaklingar þátt þannig að alls komu tæplega 150 manns að verki eða um 30% íbúa í hreppnum. Mýrdalshreppur til framtíðar Yfirskrift þingsins var Mýrdals- hreppur til framtíðar – öflugt at- vinnulíf, hrein og óspillt náttúra og gott mannlíf. „Þarna var samfélagið að vinna með sjálft sig, með það að markmiði að styrkja innviði og bæta ytri að- stæður,“ sagði Helga. „Við fjölluð- um um það, sem hugsanlega stæði okkur fyrir þrifum og hvernig við gætum unnið úr því. Í hverju styrk- leikarnir fælust og hvernig við hugsuðum okkur að nýta þá og hvernig bæri að forgangsraða. Einnig var sérstaklega hugað að því hvað væri raunverulega á okkar valdi.“ Sagði Helga að margt hefði komið fram og eindregnar áherslur í ein- staka málum. „Eitt af því sem kom sterkt fram var að fólki fannst vanta hér aðstöðu til íþróttaiðkunar og styrkti það sveitarstjórnina í þeim áformum sem uppi höfðu verið um úrbætur í þeim málaflokki og eru byggingaframkvæmdir við íþrótta- hús nú hafnar.“ Eins og fram hefur komið eru nið- urstöður þingsins nýttar til framtíð- arstefnumótunar í sveitarfélaginu og sagði Helga að sá grunnur sem lagður var á íbúaþinginu væri brunnur sem nýttist til framtíðar. Í skýrslu sem gefin var út að þingi loknu má sjá að umfjöllun íbú- anna spannaði vítt svið. Meðal ann- ars komu fram áhyggjur af stöðu Mýrdalshrepps, fólksflutningum, fá- menni, fábreytni atvinnutækifæra og lágum launum. Nauðsynlegt væri að fjölga atvinnutækifærum í sveit- arfélaginu og styrkja þannig efna- hag sveitarfélagsins og íbúa. Sam- dráttur væri í landbúnaði en framtíð málaflokksins réðist að miklu leyti af stefnu stjórnvalda. Bent var á að aukin kynni af landbúnaði og sam- starf við skóla gæti skilað jákvæð- um viðhorfum og eflt greinina. Betra samfélag Þrátt fyrir áhyggjur íbúanna kom fram að menn sjá marga styrkleika og möguleika til að gera gott sam- félag betra. Rætt var um aukin sóknarfæri í ferðaþjónustu og kom fram að hagsmunaaðilar og aðrir áhugasamir yrðu að vinna markvisst saman. Ábendingar komu fram um að skortur væri á atvinnu- og íbúð- arhúsnæði og jafnframt að hátt orkuverð gæti staðið nýsköpun inn- an sveitarfélagins fyrir þrifum. Áhersla var lögð á að nýta þau landgæði sem eru til staðar í sveit- arfélaginu með tilliti til ferðaþjón- ustu. Bæta þyrfti aðgengi og byggja upp aðstöðu á helstu ferðamanna- stöðum, þar sem sjónarmið nýtingar og verndar færu saman. Meðal leiða til úrbóta að mati þátttakenda var að ráða ferðamála- og markaðsfulltrúa og koma á markvissri fræðslu um það sem ver- ið væri að vinna að innan sveitarfé- lagsins og ánægja var með og kanna hjá brottfluttum íbúum hvers vegna þeir fluttu. Ýmsar hugmyndir um nýsköpun á sviði atvinnumála komu fram, m.a. að komið yrði á fót smá- iðnaði, svo sem að Kötluvikur yrði nýttur, fyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu yrði kynntur stöðugleiki trausts atvinnulífs á svæðinu með það í huga að laða þau að, íbúar kaupi sokka í Víkurprjóni og að jurtir verði ræktaðar fyrir lyfjaiðn- aðinn, svo fátt eitt sé talið. Opin og hreinskiptin umræða Helga sagði að þátttakendur hafi velt mikið fyrir sér samskiptum manna á milli í samfélaginu og hvernig mannauðurinn yrði best virkjaður. Meðal ábendinga sem fram hafa komið þar að lútandi voru atriði eins og samstaða um veiga- mikil mál, opin og hreinskiptin um- ræða milli íbúanna og mikilvægi þess að standa vel við bakið á frum- kvöðlum. „Það er engin spurning að það var gott fyrir samfélagið að fara í gegn- um svona ferli, ferlið var í sjálfu sér gefandi. Eins er gagnlegt fyrir sveitarstjórn að fá fram skýrar skoðanir og vilja íbúanna,“ sagði Helga þegar hún var spurð hvort íbúaþingið hefði haft áhrif á fleiri málaflokka en byggingu íþrótta- húss. „Þarna stóð að verki stór hluti íbúanna sem á agaðan hátt tók þátt í að skoða samfélagið og leggja um leið sitt lóð á vogarskálarnar til að þróa það áfram. Það er auðvelt að láta skoðanir sínar í ljós þegar unnið er eftir þessari aðferð. Fólk skrifar það sem það vill koma á framfæri á miða, sem síðan er safnað saman og þeir flokkaðir á skipulegan hátt. Enginn veit hvaðan ábendingar og athugasemdir eru komnar. Þeir sem eru feimnir við að standa upp á fundum eða hafa eitthvað fram að færa, sem þeim finnst erfitt að tjá sig um, geta þannig auðveldlega komið sinni skoðun á framfæri.“ Annar bæjarbragur Sagði hún að fljótlega eftir íbúa- þingið hefði mátt merkja mun á bæjarbragnum. „Við hentum aðeins gaman að þessu,“ sagði hún. „Eitt af því sem einhverjir nefndu var að fólk mætti vera alúðlegra og brosa meira. Sveitarstjórinn greip það á lofti og mjög fljótlega eftir íbúa- þingið var búið að setja upp merki með stórum gulum og brosandi körlum á nokkra ljósastaura í þorp- inu og ég er ekki frá því að þeir hafi einhvers staðar kallað fram bros.“ Helga sagði að í framhaldi af íbúaþinginu hafi verið settur á lagg- irnar svokallaður samráðshópur sem opinn er öllum íbúum. „Mark- miðið með þeim hópi er að taka upp þráðinn frá íbúaþinginu og spinna hann áfram. Eins hefur hópurinn staðið fyrir ýmiss konar uppákom- um, sem hafa verið gott krydd í til- veruna,“ sagði Helga. Framtíðar- stefnumótun Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Helga Þorbergsdótttir, oddviti í Vík í Mýrdal, segir tæpan þriðjung íbúa hafa komið að verkefninu. bestu sérfræðingarnir, hver á sínu sviði. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Alta, hefur haft yf- irumsjón með þessari vinnu, sem er nú að mestu lokið og þá mun liggja fyrir Staðardagskrá 21 fyrir Kópa- vog.“ Gagnlegar niðurstöður Birgir sagði að niðurstöður íbúa- þingsins hefðu verið afar þýðing- armiklar fyrir þessa vinnu. „Aðferða- fræðin, sem beitt var á þinginu miðar að því að hjálpa bæjaryfirvöldum til að átta sig á því hvaða væntingar íbú- arnir hafa til málaflokkanna,“ sagði hann. „Þarna var tekið á mjög mörg- um málaflokkum og niðurstöðurnar eru svo sannarlega gagnlegar fyrir embættismennina og einnig fyrir stjórnmálamenn til að átta sig á hvar þunginn liggur í stjórnun bæj- arfélagsins. Íbúaþingið auðveldaði okkur að greina markmiðin og þegar þau liggja fyrir að lokum verður leit- að leiða til að ná fram sáttum. Þegar því er náð er komið að fram- kvæmdaáætlun fyrir hvern málaflokk og er sú vinna í gerjun núna en hún snýst um hvernig við getum mætt því, sem kallað er sjálfbær þróun og hvernig við getum búið til betra sam- félag. Þetta er mjög umfangsmikil vinna, sem felst í tiltekt í öllum mála- flokkum.“ Spennandi aðferð Birgir sagði að Kópavogsbær hefði, fyrstur allra sveitarfélaga ákveðið að tvinna saman vinnu við að- alskipulag fyrir bæinn og vinnu við Staðardagskrá 21. „Vinnan byggist á því að við tengjum markmið og leiðir saman og væntanlega verður nið- urstaðan samhljóma framkvæmda- áætlun,“ sagði hann. „Þessi aðferð er ný og svolítið óplægður akur í stjórn- sýslunni en að mínu mati mjög spenn- andi. Víða erlendis hefur hún verið notuð á afmörkuðum svæðum og íbú- ar spurðir álits um ýmis mál. Ég held að í framtíðinni muni sveitarfélög efna oftar til íbúaþings og ég vonast til að stjórnmálamenn komi til með að lesa rétt úr skilaboðum íbúanna. Ég finn ekki annað en að þeir geri það.“ sterk aðferð og ég hef séð ótrúlega hluti gerast í þeim verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“ Pólitísk stefnumótun Sigurborg sagði að íbúaþing kall- aði í raun fram óskalista íbúanna yfir framkvæmdir og þær breytingar sem þeir vildu sjá. „Það er og verður alltaf stjórnvalda að forgangsraða verkefnunum, þannig að þetta er og verður alltaf pólitísk stefnumótun sem þarna fer fram,“ sagði hún. „En þessi aðferð er þannig að hún dregur frekar fram það sem sameinar en það sem ágreiningur er um. Það sem gerist í ferlinu er að íbúarnir sjá að það verður að finna leið til úrlausnar sem meirihlutinn sættir sig við. Þeg- ar þeim áfanga er náð sætta menn sig fljótlega við að fá ekki allt sitt fram. Þeir hafa jú að minnsta kosti fengið tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Annað er að oft kemur í ljós að þegar er hafinn undirbúningur að verkefnum á óska- listanum, sem íbúarnir vissu ekki um.“ Sigurborg sagði að nær enginn munur væri á fjölda þátttakenda á íbúaþingunum hver svo sem íbúa- fjöldinn væri. „Þetta er reynslan hér á landi hingað til en ég er ekki viss um að það sé algilt,“ sagði hún. „Reyndar hafa samstarfsaðilar okk- ar á Bretlandi, John Thompson & Partners, haldið þing með þúsund manns.“ Á þeim þingum sem hér hafa verið haldin hafa þátttakendur verið milli 100 og 250 og vekur at- hygli að hlutfallslega mæta flestir í fámennari sveitarfélögunum. Umhugað um næsta nágrenni „Það koma álíka margir hvort sem um er að ræða lítið svæði eða íbúa af öllu höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún. „Íbúum er umhugað um næsta nágrenni sitt, hvort sem svæðið er stórt eða lítið og ef þeir á annað borð hafa trú á að þarna sé opinn vett- vangur til að koma skoðunum á framfæri. Að hlustað verði á þeirra viðhorf og að eitthvað verði gert með niðurstöðurnar. Þessi vinna snertir auðvitað fólk öðruvísi í smærri sam- félögum. Það er alveg rétt. Það myndast ákveðin stemning sem smitar frá sér eftir því sem hlutfall íbúanna á þinginu er hærra. Ég er viss um að þegar íbúarnir sjá hug- myndir sínar í framkvæmd mun þeim fjölga sem koma á næsta íbúa- þing. Það verður að byggja upp traust milli almennings og stjórn- valda en því miður ríkir ekki alltaf svo mikið traust þar á milli. Íbúarnir eiga oft bágt með að trúa því að stjórnvöld séu tilbúin til að hlusta og reyndar eru þau það ekki alltaf. Við verðum því að hefja þetta ferli og opna fyrir aukið samráð.“ Að þingi loknu er unnið úr niður- stöðunum á tveimur dögum og þær kynntar íbúunum. „Í raun er það mælikvarði á hvernig til hefur tekist hvort íbúar eru sáttir við kynn- inguna,“ sagði Sigurborg. „Sveitarstjórnarmenn, fagmenn og embættismenn vinna síðan úr nið- urstöðunum og í þeirri vinnu geta þær tekið breytingum. Á það sér- staklega við um skipulagstillögur og veit ég dæmi þess að skipulagstillaga hafi breyst sjö sinnum eftir að íbúa- þing var haldið en samt sem áður voru ekki gerðar neinar grundvall- arbreytingar.“ Íbúar vilja samráð Sigurborg hefur unnið með fimm sveitarfélögum á undanförnum ár- um, sveitarfélaginu Hornafirði, Skaftárhreppi (Kirkjubæjar- klaustri), Mýrdalshreppi (Vík í Mýr- dal) og Kópavogsbæ og nú síðast var efnt til íbúaþings á Kjalarnesi á veg- um Reykjavíkurborgar, en þar var í fyrsta sinn leitað til íbúa um samráð í tengslum við skipulagsvinnu hér á landi. „Það sem er merkilegt og stendur í raun upp úr er að í öllum sveitar- félögunum, bæði stórum og smáum, kalla íbúarnir eftir meira samráði af hálfu stjórnvalda,“ sagði hún. „Nú skyldi maður ætla að í minni sveit- arfélögum væri allt opið og greiður aðgangur að sveitarstjórnarmönn- um á förnum vegi og möguleikar fyr- ir íbúana á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, nálægðin er svo mikil. En það er eins og fólk upplifi það ekki þannig. Það þarf að búa til formlegan vettvang eins og að efna til íbúaþings, sem virkar þá eins og formleg yfirlýsing af hálfu stjórn- valda um að nú verði hlustað.“ Svipaðar óskir Sigurborg sagði að óskir íbúanna væru mjög svipaðar í sveitarfélögun- um. „Væntingar barnanna eru ótrú- lega líkar, sama hvaða sveitarfélag á í hlut,“ sagði hún. „Þau vilja komast í meira samband við dýr, fá fleiri leik- tæki á skólalóðina, minni bílaumferð, minni mengun og fleiri verslanir, en þær vega að vísu misþungt eftir sveitarfélögum. Síðan má segja að flestir íbúanna óski eftir því sem kallað hefur verið almenn lífsgæði. Fólk vill búa við ákveðið öryggi, umhverfi, gróður, lágmarksáreiti af mengun og at- vinnumálin eru líka gjarnan fyrir- ferðarmikill málaflokkur. Í sumum sveitarfélaganna var mikið talað um viðhorf íbúanna og bent á að ef þeir væru jákvæðir stæði sveitarfélagið betur að vígi og eins að íbúarnir þyrftu að standa betur sam- an. Það er atriði sem brennur meira á í fámennum samfélögum, sem oft eru að berjast fyrir tilveru sinni.“ Engin takmörk Að mati Sigurborgar eru engin takmörk fyrir því hvar og hvernig hægt er að beita þessari samráðs- aðferð sem beitt hefur verið á íbúa- þingunum. „Aðferðin gengur alls staðar,“ sagði hún. „Þess vegna mætti reyna hana innan fyrirtækja, stofnana, við sameiningu sveitarfé- laga eða landshluta. Ég sé líka fyrir mér að aðferðin eigi mjög vel við í mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Að líffræðilegar aðstæður eða umhverfisþættir verði ekki ein- göngu skoðuð heldur líka félagslegir þættir og reynt að svara þeirri spurningu hvernig íbúarnir vilja sjá sitt næsta nágrenni eða eins og mál- tækið segir: „Ef þú vilt vita hvernig skórnir passa spurðu þá þann sem gengur í þeim en ekki þann sem framleiddi þá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.