Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                           !"##  $ % &"!###  '  ( ! )(    *  +  $      '   *      *  ,     !   * ++ %  *  , (  - %  ++ *     %           BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A VANTAR - VANTAR - VANTAR EINBÝLISHÚS ÓSKAST Höfum fjársterka kaupendur að einbýlishúsum á Reykjavíkursvæð- inu. Nauðsynlegt er að í húsin séu a.m.k. 4 góð svefnherbergi og að húsið sé í góðu ásigkomulagi, bæði að innan sem utan. PARHÚS EÐA RAÐHÚS Í LINDUNUM Einnig vantar okkur rað- eða parhús í Lindahverfi í Kópavogi, Haukalind er sterkust en aðrar götur koma sterklega til greina. Mjög góðar greiðslur í boði fyrir réttu eignina. Maríubaugur 125-143 Sölusýning í dag, sunnudag, frá kl. 13-16 • Glæsilegt útsýni • Sérþvottahús og sérgeymsla fylgir hverri íbúð og mögu- leiki á að kaupa bílskúr • 4ra herb. íbúðir, 120 fm íbúðir • Aðeins þrjár íbúð- ir í hverju stigahúsi eða ein íbúð á hæð • Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna • Seljandi tekur á sig afföll á húsbréfum allt að kr. 7,7 m. • Afhending fljótlega • Verð 15,1-15,6 m. Byggingaraðili: Meginverk ehf. GRAFARHOLT Í TILEFNI af gagnrýni Neytenda- samtakanna á íslenska banka með vísun í nýútkomna skýrslu norræna ráðherraráðsins um bankaþjónustu á Norðurlöndum vilja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja koma á fram- færi: Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að á Norðurlöndunum, þ.á m. á Ís- landi, standi neytendum til boða til- tölulega ódýr grunnþjónusta banka í samanburði við önnur lönd. Víða erlendis er ekki tryggt að allir borgarar hafi aðgang að lágmarks- bankaviðskiptum, s.s. opnun innláns- reikninga. Íslenskir bankar hafa leitast við að tryggja sem best hag neytenda. Þannig undirrituðu SBV endurnýjað samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga með Neytenda- samtökunum og viðskiptaráðherra í nóvember 2001. Greining á vaxtamun hjá íslenskum bönkunum og sparisjóðum sem unnin var af Fjármálaeftirliti og Seðlabanka fyrir viðskiptaráðherra í janúar 2002 staðfestir að vaxtamunurinn hefur minnkað verulega á síðasta áratug og er nú sambærilegur við það sem þekkist í helstu viðskiptalöndum Enginn kostnaður eða aðrar hindr- anir eru því samfara að færa viðskipti sín á milli banka á Íslandi frekar en á hinum Norðurlöndunum, eins og gef- ið er í skyn í skýrslunni. Nýbreytni í þjónustu íslenskra banka er með því mesta sem gerist á Norðurlöndunum. Ísland býr við eitt af tæknivædd- ustu bankakerfum í heiminum. Þróun netbanka hefur óvíða verið hraðari en á Íslandi. Samkvæmt könnun PwC í janúar 2002 eru um 48% viðskiptavina bankanna skráð notendur netbanka, en það er meira en tvöfalt meira en víðast í Evrópu. Notkun netbanka fer stöðugt vaxandi og gefur viðskiptamönnum tækifæri til að eiga flest bankaviðskipti hvenær sólarhringsins sem er. Með tilkomu svokallaðs kröfupotts bankanna eru fyrirtæki og ríkisstofn- anir í auknum mæli að tengja greiðslukröfur sínar við netbanka- þjónustu, sem mun færa enn stærri hluta af hefðbundinni bankaþjónustu yfir á rafrænt form. Hægt er að senda greiðslur raf- rænt á milli aðila á sömu sekúndunni hér á landi, en erlendis taka slíkar millifærslur oft nokkra daga og liggur þá fjármagnið vaxtalaust á meðan. Þeir sem hafa búið erlendis þekkja vel að skilvirkni og þjónustustig ís- lenskra banka er í fararbroddi í heim- inum. Mælingar á þjónustu banka og sparisjóða benda til að gæði þjónustu íslenskra banka séu almennt meiri en þekkist erlendis. Nægir í því sam- bandi að benda á niðurstöður Evr- ópsku ánægjuvogarinnar, sem bygg- ist eins og nafnið gefur til kynna á könnunum á ánægju viðskiptamanna með þjónustu fyrirtækja í Evrópu. Ís- lenskir bankar eru í 2. sæti (74,2 stig) á eftir finnskum bönkum (74,8 stig) af þjóðunum sex í ánægjuvoginni. Mun- ur á meðaltali banka hjá hæstu þjóð og lægstu er 6–7 stig og meðaltal allra er 71,7 stig. Bandarískir bankar eru nokkru lægri að meðaltali í ánægju- voginni, eða með 70,0 stig (sjá með- fylgjandi mynd). Upplýsingar skýrslunnar um kjör og skilmála í bönkum byggjast á töl- um frá árinu 1998, en örar breytingar hafa orðið á íslenskum fjármálamark- aði síðan. Verulega virðist hafa skort á að leitað væri eftir upplýsingum beint frá íslensku bönkunum við gerð skýrslunnar. Um bankaþjón- ustu á Íslandi               !"#$% &  ' (  (   (  (  (  (  (  (  ) % * %!!"#$ '%!+ ,%# !  -+ ,!# '#!. !/,$% %!0'     Samtök banka og verðbréfafyrirtækja svara gagnrýni Neytendasamtakanna HÁSKÓLINN í Reykjavík og IMG standa fyrir nám- stefnu um áhrif mannauðsstjórn- unar á afkomu fyrirtækja hinn 7. mars 2002 kl. 13– 17 í Háskólanum í Reykjavík. Markmið ráðstefnunnar er að kynna árangursríkar aðferðir til að bæta ákvarðanatöku í rekstri fyrirtækja og stofnana, með kerfisbundnum mælingum í stjórnun mannauðs og tengingu mannauðsmælikvarða við aðra rekstrarmælikvarða. Fjallað verður um mikilvægi þess að breyta mannauðsstjórnun úr kostnaðaraukandi stoðkerfi í virðisaukandi einingu innan fyrirtækis eða stofnunar. Kynntar verða aðferðir til að meta virðisauka af ferlum og ákvarðanatöku í öllum þáttum mannauðsstjórnunar, s.s. ráðn- ingum, launastjórnun, starfs- mannatengslum og starfsþróun. Áhersla er lögð á mælingar sem tæki við ákvarð- anatöku, fremur en sem markmið í sjálfu sér. Tek- in verða dæmi sem sýna út- færslu þessara aðferða og þann ávinning sem hægt er að ná. Einnig verða kynntar rannsókn- ir sem dregið hafa fram átta til- teknar aðferðir í mannauðs- stjórnun til að greina afburða- fyrirtæki frá öðrum, segir í fréttatilkynningu. Þar segir ennfremur: Fyrirlesarinn – dr. Jac Fitz- enz – er einn helsti sérfræð- ingur heims á sviði mannauðs- stjórnunar og viðurkenndur sem frumkvöðull á sviði mælinga og samanburðaraðferða í mann- auðsstjórnun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skráning á námstefnuna fer fram hjá IMG, á netfangið rad- stefna@img.is. Námstefna um mannauðsstjórnun ÞRIÐJUDAGINN 5. mars heldur Ragnheiður Kristjánsdóttir sagn- fræðingur fyrirlestur í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélagsins sem hún nefnir: (Ó)þjóðlegt fólk? Um viðhorf til róttækrar vinstri- stefnu. Fundurinn hefst kl. 12.05 í stóra sal Norræna hússins og lýkur stund- víslega kl. 13. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um viðtökur vinstristefnu á Íslandi, einkum á fyrri hluta 20. aldar. Sér- staklega verður litið til umræðna um hvort íslensku þjóðerni stafaði hætta af sósíalískum hugmyndum og boð- berum þeirra á Íslandi. Í því sam- bandi kemur við sögu ótti við bolsév- íska byltingu hérlendis, alþjóða- hyggja Alþýðuflokksins, umdeild þjóðernishyggja kommúnista og sósíalista, sem og spurningin um Moskvuhollustu sama fólks, segir í fréttatilkynningu. Ragnheiður Kristjánsdóttir er með BA-próf í sagnfræði frá Há- skóla Íslands og M.Phil.-próf í sömu grein frá háskólanum í Cambridge. Hún vinnur nú að doktorsritgerð við sagnfræðiskor HÍ um kommúnisma og þjóðerni. Fyrirlestur um viðhorf til róttækrar vinstristefnu HÓPVINNUKERFI ehf. halda námskeið um alþjóðlegan staðal í skjalastjórn, ISO-15489, miðviku- daginn 6. mars kl. 13.30 á Grand hót- eli í Reykjavík. Fyrirlesari á námskeiðinu verður Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og ráðgjafi hjá Gangskör sf. Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem bera ábyrgð á skjala- og upplýsingamálum stofn- ana og fyrirtæka, skjalastjórum og starfsmönnum sem bera ábyrgð á skjalastjórn og skjalasöfnum og tölvukennurum sem kenna á rafræn skjala- og upplýsingakerfi. Á námskeiðinu er fjallað um alla efnisþætti staðalsins og tengsl hans við íslenskan raunveruleika. Þátt- takendur geta skráð sig á námskeið- ið með því að senda tölvupóst á svala@hopvinnukerfi.is, í gegnum heimasíðu Hópvinnukerfa ehf: http://www.hopvinnukerfi.is eða í síma, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um hóp- vinnukerfi SKÁKFÉLAGIÐ Hrók- urinn býður börnum og unglingum til skákveislu í Kringlunni sunnudag- inn 3. mars kl. 13 þar sem meistarar miðla ungum skákmönnum af reynslu sinni og tefla fjöltefli. Meðal þátttakenda í skákveislunni verða Iv- an Sokolov, sem er í hópi bestu skákmanna heims, og Luke McShane, 18 ára enskur landsliðsmaður, stórmeistari og fv. heimsmeistari barna. Börn og unglingar undir átján ára aldri, sem vilja spreyta sig gegn meisturunum, geta skráð sig til leiks í netfanginu hrokur- inn@hotmail.com eða í síma 6969658 hjá Ró- bert Harðarsyni, vara- formanni Hróksins. Þátttaka í fjölteflinu er ókeypis, segir í fréttatilkynn- ingu. Boðið upp á fjöltefli við stórmeistara Ivan Sokolov
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.