Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 9 KVIKMYNDAHÚSIÐ Stjörnubíó, sem rekið hefur verið við Laugaveg í rúm 50 ár, hætti starfsemi á föstudag. Segir framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Norðurljósa fyrirtækið í viðræðum við aðila sem hafa lýst áhuga á að festa kaup á húsinu. Í auglýsingum sem birtust í Morgun- blaðinu þakkaði Stjörnubíó gestum sínum fyrir komuna í húsið síðastliðna hálfa öld. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Norðurljósa, segir vissulega vera eftirsjá að kvikmyndahús- inu, enda hafi það verið starfandi í rúm 50 ár. „Þetta á nú ekki að koma á óvart því húseignin hefur verið auglýst til sölu og það eru nokkrir aðilar búnir að sýna áhuga en við erum að skoða þau mál. Það hefur staðið til hjá okkur að loka Stjörnu- bíói allt frá því að við opnuðum Smárabíó í Smáralindinni og við ákváðum að nota þennan tímapunkt til þess. Við erum með annan kvikmyndahúsarekstur í mið- bænum sem er Regnboginn og það er óhætt að segja að við værum ekki að loka bíóinu nema vegna þess að aðsóknin að því hefur verið að dala undanfarin ár og mánuði.“ Björn segir nýja kynslóð kvikmynda- húsa, á borð við Smárabíó, draga kvik- myndahúsagesti í æ ríkari mæli til sín. „Þá er mjög erfitt að vera með þrjú bíó- hús í miðbænum nánast á saman punkt- inum. Við styrkjum bara hin húsin okkar á móti og sýnum þar þær myndir sem annars hefðu farið í Stjörnubíó.“ Morgunblaðið/Billi Þeir dagar eru liðnir að biðraðir eftirvæntingarfullra bíógesta myndist fyrir framan innganginn á Stjörnu- bíói því kvikmyndahúsið hætti starfsemi í gærdag. Stjörnubíó hættir starfsemi DÝRAVERNDARRÁÐ kom saman til fundar á fimmtudag þar sem mál- efni hundaræktarbús í umdæmi Reykjavíkur voru m.a. til umfjöllun- ar. Borist höfðu á þriðja hundrað áskoranir frá „dýravinum“, sem Hundaræktarfélag Íslands stóð fyr- ir, um að endurskoða starfsleyfi bús- ins, sem heimilar því að halda allt að 120 hunda. Lýsti Dýraverndarráð yfir áhyggjum sínum af fjölda hunda á búinu en að sögn Maríu Harðardótt- ur, ritara ráðsins, getur það ekki beitt sér fyrir afturköllun starfsleyf- isins. Hún sagði að ráðið ætlaði hins vegar að beita sér fyrir skipun nefndar til að kanna möguleika á reglugerð um meðferð gæludýra í ræktunarbúum en slík reglugerð er ekki til staðar í dag. Þá ætli Dýra- verndaráð að kalla eftir endurskoð- un á reglugerð um dýrahald í at- vinnuskyni. Áhyggjur yfir fjölda hunda á búinu Dýraverndarráð um hundaræktarbú í Reykjavík KJARASAMNINGUR milli Kenn- arasambands Íslands (KÍ) fyrir hönd Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands annars vegar og Íslensku menntasamtak- anna hins vegar var undirritaður í Áslandsskóla í Hafnarfirði í fyrra- dag. Einnig var undirritaður kjara- samningur milli KÍ fyrir hönd Fé- lags leikskólakennara og Íslensku menntasamtakanna. Skv. upplýsingum KÍ felur samn- ingurinn í sér að laun og starfskjör kennara við Áslandsskóla í Hafnar- firði verða í aðalatriðum hin sömu og kennara í öðrum grunn- og leikskól- um landsins. Samið við kennara Ás- landsskóla ALÞJÓÐLEGT atskákmót hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur eftir helgina og munu fimmtán erlendir stórmeistarar mæta til leiks, auk níu íslenskra stór- meistara, en alls eru þátttak- endur sextíu og fjórir talsins. Mótið hefst á mánudaginn og lýkur 6. mars og heitir Síma- skákmótið 2000 – Minningar- mót Dans Hanssonar. Keppnin verður með útsláttarsniði og nema heildarverðlaun um níu þúsund Bandaríkjadölum. Meðal stigahæstu þátttakenda má nefna Ivan Sokolov, Jan Timman, Jaan Ehlvest, Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson, en mótinu lýkur með úrslitaeinvígi þeirra skák- manna sem lagt hafa alla and- stæðinga sína. Hægt verður að fylgjast með skákunum í beinni útsendingu á netinu á Internet Chessclub. Þá verður opnaður sérstakur vefur á mbl.is þar sem hægt verður að fylgjast með fréttum af mótinu og úrslitum, auk þess sem þar er að finna upplýsingar um keppendur og dagskrá mótsins. Vefur um atskákmót á mbl.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.