Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 43 GRENSÁSVEGUR IÐNAÐARHÚSNÆÐI Til sölu er 365 fm húsnæði á jarðhæð við Grensásveg. Húsnæðið hentar vel sem iðnaðar- eða geymsluhúsnæði. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 551 2600 og 552 1750. FRAMNESVEGUR JÖRFABAKKI 28 - 3. HÆÐ Opið hús frá kl. 14-17 í dag, sunnudag HVERFISGATA 74 Laus strax - Opið hús frá kl. 14-16 STELKSHÓLAR 12 Laus strax - Opið hús frá kl. 14-16 Glæsileg 4ra herb. ca. 100 fm íb. á jarðhæð. Stór parketlögð stofa. 3 góð svefnherb. Íbúðin hefur töluvert verið standsett. Sérgarður með hellulagðri verönd. Áhv. 5 m. húsb. V. 11,2 m. (3208) Sigurður tekur vel á móti ykkur. Vorum að fá mjög snyrtilega 79 fm nýstandsetta 4ra herb. íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi. Þrjú góð svefnherb., stofa með s-svölum. Flísar og parket á gólfi. Áhv. ca 7,7 m., gr.byrði ca 40 þ. á mán. V. 8,9 m. (4852) Halldóra tekur vel á móti ykkur. Vorum að fá mjög góða 2ja her- bergja 64 fm íbúð. Rúmgóð stofa, parket á gólfi. Blokkin og sam- eign í góðu standi. V. 8,5 m. Vorum að fá í sölu mjög fallega 136 fm „penthouse“ íbúð á tveimur hæðum. Vandaðar kirsu- berja-viðarinnréttingar í íbúðinni. Parket og flísar á gólfum. Virki- lega skemmtilegt skipulag. Eign sem er öll í góðu ástandi. Áhv. 7,0 m. V. 16,9 m. (3491) WWW.EIGNAVAL.IS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 BRJÁNSSTAÐIR OPIÐ Á LUNDI Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Höfum fengið til sölu þetta glæsilega hótel og ferðamannasetur á Brjánsstöðum, Skeiðum, Árnessýslu, rétt austan við Selfoss. Um er að ræða allt að 50 herbergja gistiaðstöðu ásamt veitinga- og ráðstefnusölum. Þess utan er þarna gott íbúðarhúsnæði, 12 ha lands og heitt vatn úr eigin borholu. Möguleikar á nýtingu eignar- innar eru óteljandi og hagstæð langtímalán eru áhvílandi. BÍ ályktar vegna brott- reksturs heimildarmanns STJÓRN Blaðamannafélags Ís- lands hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Stjórn Blaðamannafélags Ís- lands lýsir undrun sinni og von- brigðum með framkomu Lands- síma Íslands hf. gagnvart starfsmanni sem komið hefur fram að var heimildarmaður að frétt sem DV birti um greiðslur Símans til fyrirtækis stjórnarformanns Símans án vitundar stjórnar fé- lagsins. Það er ófyrirgefanlegt að segja upp starfsmanni fyrir þær sakir einar að koma á framfæri upplýsingum sem almenningur átti tvímælalausa kröfu til að fram kæmu, ekki síst þegar um fyrir- tæki í almannaeigu er að ræða, og óskiljanlegt að stjórnendur Símans skuli bregðast þannig við upplýs- ingagjöf sem stjórn félagsins og al- menningi bar að hafa vitneskju um. Tjáningarfrelsið er hornsteinn í lýðræðissamfélagi nútímans og hvarvetna á Vesturlöndum er þess freistað að tryggja það í sessi. Þar er bæði horft til formlegra og efn- islegra skilyrða þess að það fái not- ið sín vegna mikilvægis þess fyrir almannahag. Fjölmiðlar gegna lyk- ilhlutverki í lýðræðissamfélaginu og heimildir og heimildarmenn þeirra eru einn mikilvægasti þátt- urinn í því að þeir fái sinnt því að- haldshlutverki sem opin og lýðræð- isleg umræða hefur í samfélaginu. Þess vegna er það ein æðsta skylda hvers blaða- og fréttamanns að vernda heimildir og heimildarmenn sína. Það dugar því miður ekki allt- af til eins og dæmin sanna og því hlýtur að þurfa að koma til vernd löggjafans þegar heimildirnar varða mikilsverðar upplýsingar í almannaþágu. Það er í anda þess sem gert hefur verið víða á Vest- urlöndum. Það má ekki verða svo að þögnin þjóni hagsmunum þeirra sem hafi eitthvað að fela. Mikilsverðar réttarúrbætur hafa verið gerðar á undanförnum árum og er þar skemmst að minnast setningar upplýsingalaga á síðasta áratug, sem reynst hafa öflugt tæki í lýðræðislegri umræðu í sam- félaginu. Þau þarf hins vegar að styrkja og efla, fækka þeim und- anþágum sem þar er að finna og víkka gildissvið þeirra. Full þörf er á aðhaldi bæði í starfsemi hins opinbera og einka- rekstri. Löggjafar er vant sem ger- ir að almennri reglu að bannað sé að leita uppi heimildarmenn blaða- og fréttamanna og að bannað sé að beita þá viðurlögum. Blaðamanna- félagið hefur ákveðið að láta vinna ítarlega úttekt á því hvernig laga- vernd þessari er háttað í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum. Þeirri úttekt verður hraðað eins og kost- ur er og þegar niðurstaða liggur fyrir verður henni komið á fram- færi við stjórnvöld og tillögur gerð- ar til úrbóta á þessu sviði. Ályktun þessi er samin í ljósi samþykktar á Pressukvöldi Blaða- mannafélags Íslands miðviku- daginn 27. febrúar sl. um vernd heimildarmanna blaða- og frétta- manna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.