Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 43

Morgunblaðið - 03.03.2002, Page 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 43 GRENSÁSVEGUR IÐNAÐARHÚSNÆÐI Til sölu er 365 fm húsnæði á jarðhæð við Grensásveg. Húsnæðið hentar vel sem iðnaðar- eða geymsluhúsnæði. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, símar 551 2600 og 552 1750. FRAMNESVEGUR JÖRFABAKKI 28 - 3. HÆÐ Opið hús frá kl. 14-17 í dag, sunnudag HVERFISGATA 74 Laus strax - Opið hús frá kl. 14-16 STELKSHÓLAR 12 Laus strax - Opið hús frá kl. 14-16 Glæsileg 4ra herb. ca. 100 fm íb. á jarðhæð. Stór parketlögð stofa. 3 góð svefnherb. Íbúðin hefur töluvert verið standsett. Sérgarður með hellulagðri verönd. Áhv. 5 m. húsb. V. 11,2 m. (3208) Sigurður tekur vel á móti ykkur. Vorum að fá mjög snyrtilega 79 fm nýstandsetta 4ra herb. íbúð á 3. hæð í góðu steinhúsi. Þrjú góð svefnherb., stofa með s-svölum. Flísar og parket á gólfi. Áhv. ca 7,7 m., gr.byrði ca 40 þ. á mán. V. 8,9 m. (4852) Halldóra tekur vel á móti ykkur. Vorum að fá mjög góða 2ja her- bergja 64 fm íbúð. Rúmgóð stofa, parket á gólfi. Blokkin og sam- eign í góðu standi. V. 8,5 m. Vorum að fá í sölu mjög fallega 136 fm „penthouse“ íbúð á tveimur hæðum. Vandaðar kirsu- berja-viðarinnréttingar í íbúðinni. Parket og flísar á gólfum. Virki- lega skemmtilegt skipulag. Eign sem er öll í góðu ástandi. Áhv. 7,0 m. V. 16,9 m. (3491) WWW.EIGNAVAL.IS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 BRJÁNSSTAÐIR OPIÐ Á LUNDI Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Höfum fengið til sölu þetta glæsilega hótel og ferðamannasetur á Brjánsstöðum, Skeiðum, Árnessýslu, rétt austan við Selfoss. Um er að ræða allt að 50 herbergja gistiaðstöðu ásamt veitinga- og ráðstefnusölum. Þess utan er þarna gott íbúðarhúsnæði, 12 ha lands og heitt vatn úr eigin borholu. Möguleikar á nýtingu eignar- innar eru óteljandi og hagstæð langtímalán eru áhvílandi. BÍ ályktar vegna brott- reksturs heimildarmanns STJÓRN Blaðamannafélags Ís- lands hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Stjórn Blaðamannafélags Ís- lands lýsir undrun sinni og von- brigðum með framkomu Lands- síma Íslands hf. gagnvart starfsmanni sem komið hefur fram að var heimildarmaður að frétt sem DV birti um greiðslur Símans til fyrirtækis stjórnarformanns Símans án vitundar stjórnar fé- lagsins. Það er ófyrirgefanlegt að segja upp starfsmanni fyrir þær sakir einar að koma á framfæri upplýsingum sem almenningur átti tvímælalausa kröfu til að fram kæmu, ekki síst þegar um fyrir- tæki í almannaeigu er að ræða, og óskiljanlegt að stjórnendur Símans skuli bregðast þannig við upplýs- ingagjöf sem stjórn félagsins og al- menningi bar að hafa vitneskju um. Tjáningarfrelsið er hornsteinn í lýðræðissamfélagi nútímans og hvarvetna á Vesturlöndum er þess freistað að tryggja það í sessi. Þar er bæði horft til formlegra og efn- islegra skilyrða þess að það fái not- ið sín vegna mikilvægis þess fyrir almannahag. Fjölmiðlar gegna lyk- ilhlutverki í lýðræðissamfélaginu og heimildir og heimildarmenn þeirra eru einn mikilvægasti þátt- urinn í því að þeir fái sinnt því að- haldshlutverki sem opin og lýðræð- isleg umræða hefur í samfélaginu. Þess vegna er það ein æðsta skylda hvers blaða- og fréttamanns að vernda heimildir og heimildarmenn sína. Það dugar því miður ekki allt- af til eins og dæmin sanna og því hlýtur að þurfa að koma til vernd löggjafans þegar heimildirnar varða mikilsverðar upplýsingar í almannaþágu. Það er í anda þess sem gert hefur verið víða á Vest- urlöndum. Það má ekki verða svo að þögnin þjóni hagsmunum þeirra sem hafi eitthvað að fela. Mikilsverðar réttarúrbætur hafa verið gerðar á undanförnum árum og er þar skemmst að minnast setningar upplýsingalaga á síðasta áratug, sem reynst hafa öflugt tæki í lýðræðislegri umræðu í sam- félaginu. Þau þarf hins vegar að styrkja og efla, fækka þeim und- anþágum sem þar er að finna og víkka gildissvið þeirra. Full þörf er á aðhaldi bæði í starfsemi hins opinbera og einka- rekstri. Löggjafar er vant sem ger- ir að almennri reglu að bannað sé að leita uppi heimildarmenn blaða- og fréttamanna og að bannað sé að beita þá viðurlögum. Blaðamanna- félagið hefur ákveðið að láta vinna ítarlega úttekt á því hvernig laga- vernd þessari er háttað í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum. Þeirri úttekt verður hraðað eins og kost- ur er og þegar niðurstaða liggur fyrir verður henni komið á fram- færi við stjórnvöld og tillögur gerð- ar til úrbóta á þessu sviði. Ályktun þessi er samin í ljósi samþykktar á Pressukvöldi Blaða- mannafélags Íslands miðviku- daginn 27. febrúar sl. um vernd heimildarmanna blaða- og frétta- manna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.