Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 19 20% afsláttur af allri KarinHerzog línunni - alla þessa viku - í öllum apótekum Lyfju Kynningar og ráðgjöf: Lyfja Kringlunni mánud. 4. mars kl. 14-18 Lyfja Spönginni mánud. 4. mars kl. 14-18 Lyfja Smáratorgi þriðjud. 5. mars kl. 14-18 Lyfja Lágmúla fimmtud. 7. mars kl. 14-18 Lyfja Setbergi fimmtud. 7. mars kl. 14-18 Lyfja Laugavegi föstud. 8. mars kl. 14-18 Lyfja Lágmúla föstud. 8. mars kl. 14-18 Apótekið Iðufelli föstud. 8. mars kl. 14-18 Apótekið Akureyri föstud. 8. mars kl. 14-18 Lyfja Smáralind sunnud. 10. mars kl. 13-17 ...fegurð & ferskleiki... Súrefnisvörur Karin Herzog Borgarnes Sími 437 1040 Ísafjörður Sími 456 5111 Akureyri Sími 460 0600 Selfoss Sími 482 1666 Vestmannaeyjar Sími 481 1450 Keflavík Sími 420 6000 Egilsstaðir Sími 471 2000 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • 200 Kópavogur • Sími 535 2100 • Fax 535 2110 Umbo›smenn Plúsfer›a um allt land www.plusferdir.is Ód‡rastir í sólina um páskana Fríkortstilbo› Flugsæti til Alicante Sumarhúsaeigendur... fia› er einfallt a› n‡ta sér punktana... 29.900 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára. Föst aukagjöld, 3.730 kr. fyrir fullorðinn og 2.955 kr. f.börn, eru ekki innifalin í verðinu. Ef 2 ferðast saman: 33.900 kr. á mann auk flugvallarskatta, 3.730 kr. 2. apríl - 24. október Kanarí Portúgal 61.900 kr. 3. e›a 6. apríl - 20. apríl á mann miðað við 2 fullorðna á Aloe. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld: 3.730 kr. fyrir fullorðinn. Tvöfalt verðgildi fríkortspunkta. 61.800 kr. 3. e›a 6. apríl - 20. apríl á mann miðað við 2 fullorðna á Sol Dorio. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld: 4.455 kr. fyrir fullorðinn. Tvöfalt verðgildi fríkortspunkta. ...til Portúgals ...til Dublin ...til Benidorm 53.900kr. ...til Kanarí 58.800kr. 27. mars 12 dagar 44.900kr. 28. mars - 1. apríl 22. mars 11 dagar á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Tropic Mar. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld, 3.730 kr. fyrir fullorðinn og 2.955 kr. fyrir börn, eru ekki innifalin í verðinu. Ef 2 ferðast saman: 68.500 kr. á mann auk flugvallarskatta, 3.730 kr. 75.855kr. 16. mars - 3. apríl á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Montemar. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld, 3.730 kr. fyrir fullorðinn og 2.955 kr. fyrir börn, eru ekki innifalin í verðinu. Ef 2 ferðast saman: 81.885 kr. á mann auk flugvallarskatta, 3.730 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, á Sol Dorio. Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Föst aukagjöld, 4.455 kr. fyrir fullorðinn og 3.680 kr. fyrir börn, eru ekki innifalin verðinu. Ef 2 ferðast saman: 73.900 kr. á mann auk flugvallarskatta, 4.455 kr. á mann í tvíbýli á Bewleys hótelinu með morgunverði. Flugvallarskattar, 3.945 kr., eru ekki innifaldir í verðinu. Pásk aPlúsa r er haldið skriflegt próf og standist umsækjandi það þreytir hann munn- legt próf. Matthildur segir að mikið fall sé jafnan í þessu opinbera prófi en þeir sem standast það fá starfs- leyfi frá hinu opinbera. Árið 1990 voru starfandi 12.300 Heilpraktiker í Þýskalandi en síðan hefur fjölgað mikið í stéttinni. Mörg lyfjafyrirtæki í landinu framleiða einvörðungu náttúrulyf og mikið er um ráðstefnur og aðra starfsemi tengda faginu. Læknir meðal sjúklinga í starfsþjálfuninni Námið fór fram í skóla sem er í eigu félags þeirra sem stunda óhefð- bundnar lækningar í Þýskalandi og segir Matthildur skólana reyndar vera mjög misjafna eftir sam- bandslöndum. Af þessum sökum meðal annars hefur hið opinbera sett upp síu sem eru hin opinberu próf. Í bekk með Matthildi voru sjúkra- þjálfarar, hjúkrunarkonur, kennarar og aðrir sem menntaðir eru á upp- eldis- og heilbrigðissviði. Sjálf er hún þroskaþjálfari að mennt. „Það komu stundum líka læknanemar og sátu í tímum. Þeir voru að sækjast eftir þekkingu í þeirri meðferðarfræði sem við lærðum. Í Þýskalandi eru læknar farnir að nota í meiri mæli náttúrulegar aðferðir en gert er hér- lendis og algengt er að læknar hafi auk síns hefðbundna náms þekkingu í náttúrulegum lækningum. Meðal minna sjúklinga í starfsþjálfun minni í Þýskalandi var læknir,“ segir Matt- hildur. Yfirleitt eru þeir sem hafa fengið starfsleyfi sem náttúrulæknar með sína eigin stofu í Þýskalandi. Þó eru einnig margir í starfi hjá heilsustofn- unum sem eru fjölmargar í Þýska- landi. Matthildur segir að þegar nátt- úrulæknir fái til sín sjúkling byrji hann á því að taka við hann nákvæmt viðtal. Hann styðst við vissar aðferð- ir til þess að greina líðan og heilsu sjúklinga. „Við lesum í augu, þ.e.a.s. með lithimnugreiningu, við skoðum tungu nákvæmlega og athugum púls. Í Þýskalandi tökum við blóð-, þvag- og saursýni sem eru send í rannsókn til greiningar. Meðferðin hefst síðan í framhaldi af niðurstöðum úr grein- ingunni,“ segir Matthildur. Vantar skýrar reglur um starfsemina „Ég má ekki sjúkdómsgreina hérna þótt ég megi það í Þýskalandi. Ef sjúklingar koma ekki til mín með sjúkdómsgreiningu frá lækni styðst ég við lithimnugreiningu, en ég bið fólk jafnframt um að fá sjúkdóms- greiningu hjá lækni áður en meðferð hefst. Ég get t.a.m. ekki byrjað nuddmeðferð ef minnsti grunur leik- ur á því að viðkomandi sé með blóð- tappa eða æðabólgur. Fyrst þarf að útiloka þetta en þess vegna er mjög mikilvægt að þekkja hvað hin ýmsu einkenni geta þýtt,“ segir Matthild- ur. Hún segir að þetta sé ekki ákjós- anleg staða og það sem vanti á Ís- landi séu skýrar reglur um starfsemi af þessu tagi. „Í Þýskalandi er þetta alveg skýrt. Þar megum við ekki meðhöndla smit- eða kynsjúkdóma og við meg- um ekki nota lyfseðilsskyld lyf. Við megum ekki bólusetja eða kveða upp dánarúrskurð. Við megum ekki gegna fæðingarhjálp sem fagmenn og ekki ganga inn á svið tannlækna. Þetta er á sviði læknanna,“ segir Matthildur. Hún segir að lagaramminn hér- lendis setji sér miklar skorður með tilliti til menntunar sinnar. „Ég veit bara það að Þjóðverjar sækja mjög mikið í óhefðbundnar lækningar, enda er þetta opinber- lega viðurkennd starfstétt þar í landi og þeir vita að gerðar eru miklar kröfur um þekkingu og menntun,“ segir Matthildur. Hún segir að sambúðin við lækna sé til fyrirmyndar í Þýskalandi og þeir séu sjálfir margir farnir að nota sumar þessara aðferða, eins og t.d. smáskammtalækningar. Í sumum tilvikum sé jafnvel samvinna þarna á milli. Hún verður ekki heldur vör við andstöðu lækna hérlendis við starf hennar. En hvernig fær Matthildur til sín sjúklinga ef hún má ekki auglýsa starfsemina? „Þetta spyrst út. Þeir sem þekkja mig benda á mig en það er bannað að auglýsa. Mér finnst líka starfsemin í raun og veru vera þess eðlis að mað- ur eigi helst ekki að auglýsa. Ég er þó ekki sátt við að nám mitt sé ekki meira viðurkennt hér. Mér finnst stundum eins og við séum huldufólk. Mér finnst að það hljóti að vera krafa mín og annarra sem lagt hafa á sig viðamikla menntun á þessu sviði að fá hana viðurkennda. Ég til að mynda kem heim með menntun sem er opinberlega viðurkennd í landi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það er von mín og trú að almenn- ingur á Íslandi fái að nýta sér nátt- úrulækningar á borð við aðrar þjóð- ir. Ef ekki mætti líkja því við það að Íslendingum einum væri bannað að nota netið,“ segir Matthildur. Þess má geta að lokum að banda- ríski læknirinn Wayne B. Jonas, sem flutti erindi hérlendis á læknadögum í janúar sl., sagði mjög misjafnt eftir löndum í hversu miklum mæli fólk leitaði óhefðbundinna lækninga. Á Írlandi væru það aðeins um 6% sjúk- linga en allt upp í 65% t.d. í Þýska- landi. Í Bandaríkjunum er hlutfallið um 49%. Hann sagði að auknir möguleikar upplýsingasamfélagsins hefðu leitt til þess að almenningur leitaði víðar fanga í lækningaskyni. gugu@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.