Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skráning er í síma 565-9500 Síðustu hraðlestrarnámskeiðin.. Viltu margfalda afköst í námi? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Síðustu hraðlestrarnámskeið vetrarins hefjast þriðjudaginn 5. mars og fimmtudaginn 7. mars. Skráðu þig strax. HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s FYRIR leikmann er fróðlegtað fylgjast með deilummanna vestan hafs um hip-hop, hvort það sé tónlist eða lífsstíll og þá hvort það sé bara lífs- stíll fyrir lita; bleiknefjar hafi ekki forsendur til að skilja líf blökku- manna og erfiðleika þá sem þeir glíma við dags daglega og því geti þeir ekki skilið það sem felst í tón- listinni sem verður til í því umhverfi. Á aðra hönd eru tónlistarmenn úr ýmsum áttum, flestir hvítir, sem segja að hiphop sé tónlistarform fyrst og fremst og allir geti tileinkað sér þá tónlist, ekki síst þegar menn hafa alist upp í tónlistinni að meira eða minna leyti. Á hinn bóginn er mislitur hópur tónlistar- og tísku- vina sem leggja áherslu á að hafa allt sem upprunalegast, „keeping it real“. Enginn skilur neinn Ekki er rétt að hætta sér í deilur um skilning milli menningarkima, enda skilur enginn neinn hvort eð er, en rétt að spá aðeins í það hvort hvítir séu að leggja undir sig hip- hopið vestan hafs. Ekki er því að leyna að um margt af því sem skemmtilegast hefur heyrst að vest- an undanfarna mánuði hafa hvítir menn vélað og ekki bara það að þeir hafi fengist við takkana heldur hafa þeir haldið á hljóðnema með svo góðum árangri að eftir er tekið. Ekki er hér átt við Eminem, eins skemmtilegur og hann er, enda flokkast hann frekar undir það að vera skemmtikraftur en tónlist- armaður. Á Vesturströnd Banda- ríkjanna, og austur í New York líka, eru á ferð listamenn eins og Anti- con-flokkurinn, sem áður hefur ver- ið getið á þessum stað, Aesop Rock, Sixtoo, Mike Ladd og gengið sem skipaði eitt sinn Company Flow. Fyrir fimm árum sendu þremenn- ingarnir í Company Flow, El-P, Bigg Jus og DJ Mr. Len, frá sér framúrskarandi skemmtilega skífu sem kallaðist Funcrusher Plus. Platan sú var ekki síst skemmtileg fyrir það hve hún stakk í stúf við það sem hæst bar á þessum tíma, popp- rapp og bófabull, heldur áttu nokkr- ir gestir stjörnuleik á henni. Þegar hér var komið sögu áttu þeir félagar að baki nokkra sögu sem rapparar og tónlistarsmiðir og ekki leið á löngu að þeir voru farnir að vinna fyrir óteljandi listamenn aðra sem hefur eðlilega sett feril Company Flow í uppnám. Þrátt fyrir það kom annar Company Flow-diskur út 1999, og vakti meðal annars athygli fyrir það að á honum er ekkert rapp, bara óhreint hiphop. Á síðasta ári kom svo út stuttplata þar sem þeir félagar fá til liðs við sig efnilegasta rappara vestan hafs um þessar mundir, Aesop Rock, og hiphop- sveitina mögnuðu Cannibal Ox. Kemur ekki á óvart að Cannibal Ox sé með í för, því El P vélaði um plötuna frábæru The Cold Vein sem kom út á síðasta ári. Hann hefur og meira fyrir stafni því hann stofnaði útgáfuna Def Jux, er sem stendur að leggja lokahönd á fyrstu sólóskífu Zack de la Rocha úr Rage Against the Machine og gefur út sína aðra sólóskífu í sumar. Gróskan ævinlega neðanjarðar Gróskan í rappinu er ævinlega neðanjarðar og oftar en ekki hefur nánast verið ógerningur fyrir lista- menn að ná í gegn; til þess hefur þurft blöndu af heppni og ósvífni en Netið hefur breytt því. Grúi vef- setra er helgaður hiphop og fjölgar sífellt þeim setrum þar sem hægt er að lesa um tónlistarmenn, komast yfir viðtöl við þá og sækja sér lög. „Grái markaðurinn“ er líka stór þar sem menn skiptast á tónleika- upptökum eða hreinræktuðum sjó- ræningjaútgáfum. Aesop Rock hef- ur notið góðs af þessu, en fleiri listamenn hafa líka nýtt sér Netið, til að mynda Sixtoo, sem á lagið magnaða Shooting Angels, þar sem hann rappar „ég skaut engil rétt í þessu / hann var það fegursta sem ég hef séð“. Aseop Rock, sem heitir Ian Bav- itz, hefur sent sent frá sér tvær stuttskífur á eigin vegum, Music for Earthworms og Appleseed, en það var ekki fyrr en með Float, sem Mush Records gaf út 2000, að hann komst á mála hjá útgáfufyrirtæki. Float er frábær plata, enda fer Ae- sop Rock á kostum í mjög lykluðum og snúnum rímum. Tónlistin er að mestu úr smiðju Blockhead sem hef- ur venju fremur mikið undir, skeytir inn blúsfrösum, reggí og nútíma- klassík ef því er að skipta. Gestir á skífunni eru ekki margir, Slug, Vast Aire úr Cannibal Ox og Doseone. (Mush er reyndar mjög for- vitnilegt fyrirtæki og á vefsetri sem tengist Mush, http://dirtyloop.com/, er til að mynda hægt að komast yfir 10" sex goðsagnakenndu sem cLO- UDDEAD gaf út, hægt að kaupa Float Aesop Rock, merkilegt sam- starf Boom Bip og Doseone, plan9 … meat your hynotis með odd nos- dam og svo má telja.) Á síðasta ári kom svo út önnur plata Aesop Rock, Labour Days, en yrkisefnið á henni er ólíkar hliðar vinnunnar. Def Jux gefur þá plötu út og þótt erfitt sé að komast yfir hana hér á landi hefur Grétar í Þrumunni lumað á Aesop Rock- skífum. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Marglitir rímnavinir Er hiphop bara lífsstíll litra? spyr Árni Matthíasson og segir frá Company Flow-félögum og Aesop Rock, fremsta rímnamanni Bandaríkjanna að hans mati. Sixtoo Aesop Rock, sá efnilegasti. FYRSTA plata Boards of Canada, Music has the Right to Children, kom út árið 1998. Þrátt fyrir að koma út á merkj- um hins tilraunagl- aða fyrirtækis Warp og bera með sér torkennilegt yfirbragð vakti hún verðskuldaða athygli – og þá langt út fyrir raðir þeirra sem venjulega bera sig eftir þess háttar tónlist. Líkt og Port- ishead, Air og Moby sló sveitintóna sem bæði djúpt sokknir tónlistar- áhugamenn og hinn almenni hlust- andi gátu auðveldlega tengt sig við. Melódísk og ljúf raftónlist; með þægilega litlu áreiti án þess nokk- urn tímann að detta ofan í pott með- almennsku eða froðusnakks. Á nýju plötunni er stefnunni haldið nokkurn veginn stöðugri frá því sem var. Kannski sveigt ögn út á brúnina en á heildina litið eru menn við sama heygarðshornið. Þó er alls ekki um hugmyndasnauða endur- tekningu að ræða, menn eru miklu frekar að kanna möguleika þeirrar leiðar sem valin var í upphafi. Bo- ards of Canada hafa markað sér eigin hljóm sem er auðþekkjanlegur og þeir félagar, Eoin og Sandison, vinna með hann af stakri smekkvísi. Metnaðarfull plata sem svalar vel þeim væntingum sem til hennar voru gerðar.  Tónlist Traust tölvutónlist Boards of Canada Geogaddi Warp Önnur plata skoska tölvudúettsins. Fjög- urra ára biðin var þess virði. Arnar Eggert Thoroddsen VIÐ LIFUM á nýjum tímum. Ís- lenskir rapphundar fá skelfingu lostna foreldra til að hlaupa með börn sín í áfallahjálp vegna óheflaðs orð- bragðs. Listamenn gera verk sem fela í sér ýmiss konar óhugnað og ganga jafnvel svo langt að nota eigin vessa í gjörninga sína. Rithöfundar skrifa bækur um heimska pabba sem eru fullar af subbuskap og hneykslanlegri lífssýn. Kvikmyndir snúast í síaukn- um mæli um hið ljóta í lífinu og hefur það gengið svo langt að jafnvel er far- ið að glitta í kynfæri á tjaldinu öðru hvoru. Það er forkastanlegt að menn skuli ekki vera óhultir fyrir svona óskunda þegar þeir vilja bjóða fjöl- skyldunni á meinlausa ofbeldisræmu með silikonvöðvum og vatnsblóði. Heimur versnandi fer. Málið er bara að svona sér og túlk- ar ný og upprennandi kynslóð heim- inn í dag. Listsköpun hlýtur að draga dám af því umhverfi sem hún sprettur úr og viðmið um hvað sé leyfilegt og hvað ekki breytist. Það liggur líka í hlutarins eðli að eldri kynslóðir reyni að spyrna við þessari þróun til að standa vörð um þau gildi sem þær sjálfar hafa skapað sér. Það er upp úr þessu umhverfi sem Daniel Clowes spinnur sögur sínar. Hann lætur þó vera að ögra siðgæði lesandans með opinskáum lýsingum á ofbeldi og erótík. Þvert á móti leitar hann inn á við og skoðar þær huglægu takmarkanir sem við setjum okkur. Ritvöllur hans helgast af okkar eigin sálarlífi og söguefnið snýst iðulega um einangrun og firringu einstak- lingsins í samfélagi við aðra menn. Hann bregður upp kaldhæðinni stúd- íu af því hvernig við skynjum heim- inn. Þær persónur sem hann skapar eiga það yfirleitt sameiginlegt að van- treysta náunganum og líta heiminn efasemdaraugum. Það er óhætt að segja að ekki séu margir hamingju- samir einstaklingar sem birtast í bók- um hans. Eightball, númer 22, er hans nýjasta afurð en áður hefur hann getið sér gott orð fyrir bækurn- ar, Like A Velvet Glove Cast In Iron, David Boring og Ghost World og bera þær allar höfundarstíl hans skýr merki. Í þessari nýjustu bók fjallar hann um íbúa þunglyndasta bæjar í heimi, Ice Haven, og skyggnist inn í hugarheim þeirra. Bókin byggist á 29 smásögum sem eru frá einni og upp í nokkrar blaðsíður að lengd og tengj- ast allar í eina heild þegar upp er staðið. Við fylgjumst með draumum fólks hrynja vegna þeirrar merkingar sem það leggjur á orð annarra og gjörðir. Í staðinn fyrir að reyna að komast að því við hvað er átt í raun og veru láta íbúarnir höft sín stýra túlk- uninni, sem hefur í för með sér enda- lausan misskilning. Þessi misskilning- ur leiðir til þess að menn finna tilfinningum sínum útrás sem oftar en ekki yrði talin fremur óheilsusamleg. Clowes sér fyrir sér að á meðan við búum við þennan þrönga tilfinninga- lega kost verði mannleg einangrun réttur dagsins, alla daga. Bókin er í heild sinni einstaklega áleitin og oft og tíðum óþægileg lesn- ing þótt fáránleiki aðstæðnanna geri hana fyndna frekar en sorglega. Þeir sem séð hafa kvikmyndina Happines eftir Tod Solmonz skilja við hvað er átt. Þess má reyndar geta að Clowes teiknaði auglýsingaplakatið fyrir þá mynd og má því segja að samanburð- urinn sé nærtækari en ætla mætti. Clowes sýnir að ekki þarf upphróp- anir og ólæti til að gagnrýna þann doða sem honum finnst við búa við í dag. Í raun er Eightball jafn hættu- legt verk og mörg önnur sem menn fórna höndum yfir, nema hvað hann kýs að læðast að lesandanum á meðan aðrir stökkva. Okkur ber að þakka fyrir frelsi okkar til að lesa, sjá og hlusta á það sem okkur líkar, frekar en að reyna að koma á það böndum. Listin endurspeglar samfélagið og það eitt má aldrei breytast. MYNDASAGA VIKUNNAR Innri og ytri höft Myndasaga vikunnar er Eightball númer 22 eftir Daniel Clowes. Gefin út af Fanta- graphics Books, 2001. Blaðið fæst í myndasöguversluninni Nexus. Heimir Snorrason heimirs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.