Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM 150 íbúar úr öllum hverfum Kópavogs tóku þátt í íbúaþingi, sem haldið var á síðasta ári. Umhverfisráð Kópavogs stóð fyrir þinginu í tengslum við markmiðssetningu vegna vinnu við Staðardagskrá 21 en sú vinna hafði þá staðið í tvö ár og stendur enn. Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogs, sat íbúa- þingið og var hann beðinn um að rifja upp það helsta, sem þar fór fram og hvað hefði áunnist á árinu. Á íbúaþinginu kom meðal annars fram ábending frá íbúunum um að skipulag bæjarins yrði í framtíðinni unnið í samræmi við hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og að þess yrði gætt við uppbyggingu nýrra hverfa að framboð og þjónusta héldist í hendur við þróun íbúabyggðarinnar. Jafnframt var lagt til að einkenni bæjarins yrðu „hreinn sjór, hreint vatn, hreinir lækir og hreinar fjörur.“ Dregið verði úr umferð Umferðarmál voru mikið rædd og bent á nauðsyn þess að draga úr hraðakstri og umferðarþunga. Á fræðslu- og menningarsviði var rætt um að unnið yrði markvisst að því að varðveita og miðla sögu bæjarins, menningu og málfar og að bærinn yrði bær listanna. Hér er aðeins tæpt á örfáum málum, sem fjallað var um á íbúaþinginu en hvað hefur gerst á þessu ári, sem liðið er? Birgir sagði að áhersla hefði verið lögð á vinnu við stöðumat innan mála- flokkanna. „Helstu embættismenn bæjarins voru kallaðir saman í hverj- um málaflokki fyrir sig og þeir beðnir um stutta lýsingu á stöðunni og hvaða leiðir væru færar til að ná settum markmiðum,“ sagði hann. „Með þessa vinnu í höndunum og nið- urstöður íbúaþingsins, var enn leitað til embættismannanna og hafist handa við mótun Staðardagskrár 21, þar sem öll þessi mál hafa verið rædd á ný og markmið og leiðir skil- greindar enda eru embættismenn Tiltekt í málaflokkum Morgunblaðið/Golli Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, segir aðferðafræðina hjálpa bæj- aryfirvöldum að átta sig á væntingum íbúanna. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega gagn- legar fyrir embætt- ismennina og einnig fyrir stjórnmála- menn til að átta sig á hvar þunginn liggur í stjórnun bæjar- félagsins. ÞAÐ ER pólitísk ákvörðunyfirvalda, oftast sveitarfé-laga, að leita eftir samráðivið íbúana,“ sagði Sigur-borg Kr. Hannesdóttir. „Ástæður geta verið mismunandi eftir aðstæðum en íbúaþing er kjör- inn vettvangur ef menn vilja aukin samráð og fá fram sjónarmið íbú- anna um margvísleg málefni, sér- staklega þar sem ólík sjónarmið tog- ast á, og ná þannig sáttum um ágreiningsmál. Í skipulagsmálum á það sérstaklega vel við þegar ágrein- ingur rís um hvernig á að nýta ákveðin svæði.“ Sigurborg sagði að eftir að ákvörðun um íbúaþing hefði verið tekin tæki við ferli, þar sem markmið stjórnvalda væru skilgreind. Ákvörðun væri tekin um vinnuhópa þingsins að höfðu samráði við ýmsa hagsmunaaðila og fulltrúa félaga- samtaka og væri miðað við að fá sem flesta að ferlinu áður en vinnan hæf- ist á sjálfu þinginu. „Þannig myndast strax gott bakland og vitneskja fæst um hvað það er sem helst brennur á hagsmunaaðil- um,“ sagði hún. „Og þeir fá í raun betra tækifæri til að koma sjónar- miðum sínum á framfæri í stað þess að koma beint að íbúunum. Við vinnum til dæmis alltaf með börnum og unglingum og leitum eftir fram- tíðarhugmyndum hjá þeim, því þeirra er framtíðin í viðkomandi sveit- arfélagi. Það er mjög skemmtilegt að fá þeirra inn- legg í umræðuna jafnvel þótt það taki tíma að fá þau til að trúa því að eitt- hvert mark verði tekið á þeirra sjón- armiðum.“ Þátttakendur í vinnuhópunum á íbúaþinginu fá (gula) miða, þar sem þeir skrifa niður hver eru helstu vandamálin að þeirra mati, hvaða óskir eða jafnvel drauma þeir vilja sjá rætast og hvernig þeir vildu sjá að leyst yrði úr vandanum. „Út úr þessu kemur mjög mikið af fjölbreyttum upplýsingum og um leið hvað það er sem helst brennur á íbúunum,“ sagði Sigurborg. „Ef við berum þetta ferli til dæmis saman við hefðbundna skipulagsvinnu er munurinn sá að í stað þess að fagfólk leggi fyrst fram sínar hugmyndir og kynni þær íbúunum hefjumst við handa með autt blað. Fagmenn vinna strax úr hugmyndunum sem fram koma á þinginu og niðurstöður eru síðan kynntar íbúum þremur dögum eftir þingið. Síðan tekur við áfram- haldandi vinna fagmanna og lög- formlegt ferli. Þetta er geysilega Morgunblaðið/Kristinn Varla var auðan blett að finna í áhorfendabrekkunni á lokadegi landsmótsins. Íbúaþing kjörinn vettvangur fyrir samráð Íbúalýðræði, íbúaþing og Staðardagskrá 21 eru að verða þekkt hugtök þegar sveitarstjórnir leita eftir samráði við íbúana um mál- efni sveitarfélagsins. En hvað felst í íbúalýðræði og hefur það skilað árangri? Kristín Gunnarsdóttir ræddi við Sigurborgu Kr. Hannesdóttur, verkefn- isstjóra hjá Alta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Alta, segir íbúalýðræði pólitíska stefnumótun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.