Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÚN varði þremur árum íyfirgripsmikið nám ínáttúrulækningum íÞýskalandi; sótti aðnámi loknu sérstakt námskeið á vegum þýskra heilbrigð- isyfirvalda til að fá fullgildingu og starfsleyfi og bættist þar með í hóp tugþúsunda manna sem hafa fengið slíkar viðurkenningar í Þýskalandi. Hún kemur heim með þekkingu sína og þar getur hún ekki samkvæmt ís- lenskum lögum nýtt sér nám sitt til fulls. Hún má ekki sjúkdómsgreina, hún má ekki meðhöndla með spraut- um eða taka sýni. Samkvæmt lögum er henni líka meinað að auglýsa starfsemi sína og þarf að starfa við sitt fag því sem næst neðanjarðar. Konan er Matthildur Þorláksdótt- ir og hún segir að ekki sé við aðrar heilbrigðisstéttir að sakast eða land- læknisembættið heldur úrelta lög- gjöf. Samkvæmt henni flokkast óhefðbundnar lækningar undir skottulækningar. Hún hélt utan til náms til Hamborgar árið 1997. Nám- ið tók þrjú ár. Að því loknu tók við sex mánaða starfsþjálfun. Kennslu- vikur á ári voru 40, sem þýðir að námið er sambærilegt að lengd við fjögurra til fimm ára nám á háskóla- stigi hérlendis. Kennslustundirnar í náminu eru 3.000. Á þýsku kallast fagið Heilpraktiker. Íslenska heitið er náttúrulækningar en Matthildur má ekki samkvæmt íslenskum lögum kalla sig náttúrulækni. Enginn má kalla sig lækni nema hann sé mennt- aður á sviði hefðbundinna lækninga og hafi starfsleyfi frá heilbrigðisráð- herra. Opinber og viðurkennd starfsgrein í Þýskalandi frá 1939 Í náminu í Þýskalandi er, að sögn Matthildar, lögð mikil áhersla á að læra vel um líkamann. „Hvert lík- amskerfi og líffæri hefur sitt sérfag, þar sem kennd er líffæra-, lífeðlis- og sjúkdómafræði fyrir hvert líffæri fyrir sig. Þar fyrir utan eru kennd mörg önnur fög, t.d. efnafræði, sál- fræði, næringarfræði, samskipta- fræði og skólinn er jafnframt með rannsóknarstofu þar sem við lærum að gera rannsóknir á blóði og þvagi. Við lærum að meðhöndla með sprautum. Í Þýskalandi má Heil- praktiker sprauta í æð, vöðva og ég lærði líka að sprauta inn í liði. Ekk- ert af þessu má ég gera á Íslandi.“ Í Þýskalandi er Heilpraktiker op- inber og viðurkennd starfsgrein frá 17. febrúar 1939 en til þess að fá starfsleyfi verða útskrifaðir nemend- ur fyrst að taka próf á vegum hins opinbera. En áður en það er þreytt þarf að leggja inn ýmis gögn til þess að vera samþykktur í prófið. Fyrst Saknæmt að stunda óhefðbundnar lækningar Í læknalögum eru ákvæði frá árinu 1932 um að þeir sem stunda heilbrigðisþjón- ustu án leyfis frá ráðherra, eru í lagalegum skilningi skottulæknar. Guðjón Guð- mundsson ræddi við Matt- hildi Þorláksdóttur sem hef- ur stundað nám í óhefðbundnum lækningum í Þýskalandi sl. þrjú ár og fengið opinbera viðurkenn- ingu og starfsleyfi þar í landi. Hér starfar hún „neðanjarðar“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Matthildur Þorláksdóttir segir vanta skýran lagagrundvöll vegna óhefðbundinna lækninga. HAUKUR Valdimarsson, aðstoð- arlandlæknir, segir að nauðsynlegt sé að móta skýrari reglur um starf- semi í tengslum við óhefðbundnar lækningar. „Miðað við núgildandi lög getum við ekki leyft slíka starf- semi. Grasa- og smáskammtalækn- ar hafa haft samband við embættið og vilja fá leyfi hjá landlækni til að stunda sín fræði en við höfum ekki lagagrundvöll til þess að veita nokkurt leyfi,“ segir Haukur. Hann segir að hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar geti að einhverju leyti átt samleið. Áður fyrr hafi verið veggur þarna á milli og sjúklingar jafnvel ekki þorað að skýra lækni sínum frá því að þeir hefðu leitað óhefðbundinna lækn- inga. „Við höfum hvatt fólk til þess að skýra frá þessu og ekki er endi- lega víst að allir læknar taki því með neikvæðum hætti. Sjálfsagt geta þeir sem stunda óhefð- bundnar lækningar oft gert gagn og bætt líðan manna. Ef við vitum að það er gagn af slíkri meðferð og hún skaðar alls ekki er mjög erfitt að setja sig upp á móti henni,“ segir Haukur. Ný heildstæð lög fyrir heilbrigðisstéttir í undirbúningi Sérlög gilda um flestar heilbrigðis- stéttir í landinu en nú er verið að vinna að smíði frumvarps um ein lög fyrir allar heilbrigðisstéttir. Í læknalögum er t.a.m. kveðið á um að rétt til að stunda lækn- ingar og kalla sig lækni hefur sá einn sem hefur feng- ið leyfi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og í öðru lagi sá sem fengið hefur staðfestingu ráðherra á lækningaleyfi í landi sem aðili er að samningnum um evrópska efna- hagssvæðið. Heilbrigðisstéttir á Ís- landi eru yfir 30 talsins, en þær sem ekki eru til sérstök lög um falla undir læknalög og lög um heilbrigðisþjónustu. Þeir sem stunda heilbrigðis- þjónustu án þess að hafa til þess leyfi frá ráðherra eru í lagaleg- um skilningi skilgreindir sem skottulæknar. Haukur telur að ný lög um heilbrigðisstéttir og úttekt á stöðu óhefð- bundinna lækninga hér á landi, í samræmi við þingsályktunartillögu þar um sem liggur fyrir þingi, geti hreyft við og breytt þeirri stöðu sem þessi mál eru í núna. Læknalög tóku gildi árið 1998 en ákvæði í þeim um skottulækningar eru frá árinu 1932. Fram að þeim tíma voru smáskammtalæknar nán- ast viðurkenndir með lögum en ekki eftir setningu laganna 1932. Haukur segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þessi lög voru sett og margir aðilar bankað á dyr og viljað stunda heilbrigðisþjónustu án þess að hafa til þess starfsleyfi. Tugur alvarlegra mála kemur upp á hverju ári „Landlæknir á að hafa eftirlit með heilbrigðismálum. Við höfum sinnt ábendingum, en það væri að æra óstöðugan ef við eltumst við allar ábendingarnar. Við veljum úr þær ábendingar sem snúast um al- varlegri hluti. Við bregðumst við af alvöru ef við vitum af einhverjum sem villir á sér heimildir, gefur sig t.d. út fyrir að vera læknir án þess að vera það, og sömuleiðis ef skaði getur hlotist af meðferð. Í þriðja lagi lítum við alvarlegum augum á það haldi sá sem stundar óhefð- bundnar lækningar sjúklingi frá hefðbundnum meðferðum með því að ráðleggja honum að leita ekki til læknis eða hætta að taka lyf. Sömuleiðis bregðumst við hart við því sé augljóslega einungis verið að hafa fólk að féþúfu,“ segir Haukur. Hann segir að mörg svona tilvik komi upp á hverju ári og tugur al- varlegra mála fái opinbera meðferð í kerfinu. Til eru dæmi um að heilsu manna hafi stafað hætta af óhefð- bundnum lækningameðferðum og slík dæmi komi alltaf öðru hvoru upp. Sækja má þann sem stundar óhefðbundnar lækningar til saka. Haukur segir að ekki sé beinlínis andstaða innan embættisins í garð óhefðbundinna lækninga en full ástæða sé til að endurskoða þessi mál. „Það verður að viðurkennast að þeir sem hafa stundað nám erlendis eiga lítinn rétt því aðferðirnar sem þeir hafa lært eru fæstar viður- kenndar hérna ennþá. Það er að mínu mati full ástæða til að staldra við og skoða þessi mál vel. Ég er ekki hlynntur algjöru frelsi á þessu sviði en með því að setja um starf- semi af þessu tagi skýrari reglur verður auðveldara að halda uppi eftirliti.“ Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir Þarf að móta skýrar reglur Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.