Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ FAENZA-tvíæringurinn er einn sá virtasti á sviði leirlistar í heiminum og stendur hann jafnan frá maí til desember annað hvert ár. Bærinn Faenza í Ravenna-héraði á Norður- Ítalíu er frægur fyrir aldagamla leir- listarhefð og er tvíæringurinn hald- inn á vegum alþjóðlega leirlistar- safnsins í borginni, sem þekkt er fyrir safneign sína á leirlistaverkum frá öllum skeiðum listasögunnar. Kristín Garðarsdóttir var meðal þeirra listamanna sem valdir voru úr hópi tæplega þúsund umsækjenda frá 59 löndum um þátttöku á sýning- unni. Á hátíðina voru valin 130 verk og var Kristínu boðið að sýna tvö verka sinna. „Þátttakan í sýningunni var mikil viðurkenning fyrir mig enda um mjög virta hátíð að ræða,“ segir Kristín. „Í verkunum tveimur sem ég sýndi tefldi ég saman andstæðum í listsköpun minni. Ég sýndi annars vegar tólf þunna, létta postulínsbolla og hins vegar þykkan, þungan bakka, sem ég kenni við ferhyrning. Bollarnir eru unnir út frá veltiformi sem ég hef verið að vinna með í ýms- um myndum en í bakkanum vinn ég með samspil pósitífs og negatífs forms.“ Kristín segir hátíðina hafa verið mjög glæsilega í ár, en hún fór til Ítalíu til að vera viðstödd opnunina. „Það var upplifun út af fyrir sig að fá að sjá svo mikið af ólíkum og spenn- andi leirverkum. Þá er það ekki síður spennandi fyrir leirlistamann að koma á þessar slóðir, og notaði ég tækifærið til að skoða hið fræga keramiksafn borgarinnar og ferðast um héraðið. Ég skoðaði m.a. Bologna og Ravenna, sem er fræg fyrir mós- aíkskreytingar. Ég var reyndar ein á ferð og þurfti aðallega að bjarga mér á fingramáli þar sem fáir skildu ensku og ég enga ítölsku. Oft urðu þessi tjáskipti að sprenghlægilegum uppákomum. Eftir ferðina hef ég hins vegar smitast af Ítalíuveikinni alræmdu!“ segir Kristín hlæjandi og bætir því við að boð sem hún hlaut ásamt nokkrum íslenskum lista- mönnum um að sýna verk sín á sér- stakri opnunarsýningu við vígslu menningar- og fræðaseturs í bænum Asti á Ítalíu í júní síðastliðnum hafi verið einstaklega kærkomið í því samhengi. Viðburðaríkt ár Kristín Garðarsdóttir er ein tíu listamanna sem reka Meistara Jak- ob, listhús við Skólavörðustíg, en þar sýna listamennirnir og selja verk sín og veita viðskiptavinum faglega ráð- gjöf. Kristín segir undanfarið ár hafa verið mjög viðburðaríkt og hafi sex mánaða laun úr launasjóði lista- manna gert henni kleift að einbeita sér að listsköpuninni og undirbúa sýningar. „Ég hélt einkasýningu í Galleríi Ófeigs á árinu og sýndi í vor á borðbúnaðarsýningu sem samtök- in Handverk og hönnun stóðu fyrir. Þá höfum við sem stöndum að Meist- ara Jakob tekið þátt í ýmsum sýn- ingarverkefnum og var sýningin í Asti þeirra á meðal, auk sýningar í Listasafni ASÍ sem haldin var í kjöl- farið. Hópurinn sem um ræðir sam- anstendur af tíu listamönnum sem starfa ýmist á sviði leirlistar, veflist- ar, grafíkur eða listmálunar. Nú stendur hópurinn fyrir lítilli sýningu í Listhúsi Ófeigs og sýni ég þar gler- glös sem eru í beinu framhaldi af því sem ég var með á Faenza-tvíæringn- um.“ Að undanförnu hefur Kristín verið að standsetja nýja vinnustofu í Hamraborg 1 í Kópavogi og er því rétt að byrja að vinna aftur þessa dagana. En hvað er á döfinni? „Framundan hjá mér þessa dag- ana er þátttaka í tveimur sýningum, annars vegar í Voss í Noregi, þar sem hópurinn úr Meistara Jakob sýnir saman, m.a. með norska lista- manninum Egil Røed. Hin sýningin verður í Stokkhólmi, opnuð 6. febr- úar, og er haldin í tengslum við stóra húsgagnahönnunarsýningu. Yfir- skrift sýningarinnar sem ég tek þátt í er 5X5 og verða þar sýnd verk eftir fimm hönnuði frá hverju Norður- landanna. Ég mun sýna gler og ker- amík, en auk mín sýna Vala Torfa- dóttir og Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum, Hannes Lár- usson, Erla Sólveig Óskarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir.“ Kristín segist að lokum vera bjartsýn á framtíðina á sínu sviði, þar sem tals- verð vakning hafi átt sér stað gagn- vart sérstæðum og persónulegum nytjahlutum til daglegra nota. „Það verður spennandi að taka þátt í sam- vinnuverkefnum á borð við það sem er að hefjast núna úti í Stokkhólmi. Ég held að ástæða sé til að hafa mikla trú á kynningu íslenskrar nytjalistar og hönnunar á erlendum vettvangi, enda er mikið að gerast í þessari grein,“ segir Kristín að lok- um. Leirlist heima og heiman Nýlega lauk 52. alþjóðlega leirlistartvíæringnum í Faenza á Ítalíu. Meðal þátttakenda var Kristín Sigfríður Garðarsdóttir leirlistakona og ræddi Heiða Jóhannsdóttir við hana af því tilefni. Meðal verka sem Kristín sýndi á alþjóðlega leirlistartvíæringnum í Faenza er bakkinn „Ferhyrningur“ þar sem unnið er með samspil pósitífra og negatífra forma. Morgunblaðið/Sverrir Kristín Sigríður Garðarsdóttir leirlistakona á vinnustofu sinni. heida@mbl.is TUMI Magnússon, myndlistarmaður og prófessor, heldur fyrirlestur í LHÍ í Laugarnesi kl. 12.30 á mánu- dag. Tumi fjallar um tímahugtakið, hvernig það snýr að honum sjálfum og nokkrum öðrum myndlistarmönn- um og hvernig tíminn hefur tilhneig- ingu til að laumast inn í verk þeirra. Fyrirlestraröð um íslenska hönn- unarsögu (1860–1960) hefst 11. mars. Tímabilið hefst með brautryðjenda- starfi Sigurðar Guðmundssonar (1833–1874) og síðan verður þátttaka Íslendinga í heimssýningum reifuð, lýkur með umfjöllun um hönnunartil- raunir sjötta áratugarins. Kennari Arndís S. Árnadóttir. Námskeið Tölvunámskeið, Illustrator, hefst nk. föstudag. Þar verður kennd let- urnotkun og munsturgerð og settir upp litlir bæklingar eða myndverk. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á photoshop. Kenn- ari er Höskuldur Harri Gylfason, myndlistarmaður og grafískur hönn- uður. Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ VIÐ athöfn í Lista- safni Íslands á föstudag tók Mar- grét Blöndal mynd- listarmaður við styrk úr sjóði Rich- ards Serra en hann er veittur annað hvert ár. Margrét fæddist 1970 og að loknu námi við Mennta- skólann í Reykjavík og Handíða- og myndlistaskóla Ís- lands stundaði hún framhaldsnám í myndlist við Rutgers University í Bandaríkjunum. Í ávarpi við athöfnina sagði dr. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, að list Margrétar hefði hún sjálf kallað „jarðfræði heimilisins“. Margrét er þekkt víða um heim fyrir samstarf sitt við bandarísku lista- konuna Roni Horn. Styrkurinn nemur 400.000 kr. og er því ein af veglegustu viðurkenn- ingum sem veittar eru hérlendis á lista- og menningarsviðinu. Sam- kvæmt reglugerð sjóðsins er til- gangur hans að efla höggmyndalist á Íslandi með því að styrkja og hvetja myndhöggvara. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 að tilhlutan bandaríska myndhöggv- arns Richard Serra í tilefni þess að verk hans „Áfangar“ var reist í Viðey. Serra ákvað að gefa íslensku þjóðinni andvirði þess verks en Listahátíð í Reykjavík, Reykjavík- urborg og Lista- safn Íslands tóku að sér að reisa það og stofna fyrrgreindan sjóð sem ber nafn hans. Eftir að Listahátíð lauk 1990 varð að samkomulagi að Reykjavíkurborg hefði umsjón með verki Serra í Viðey en Listasafn Ís- lands umsjón með sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins sem unnin var í samvinnu við sam- tök listamanna er stjórnin skipuð þremur mönnum: einum frá Sam- bandi íslenskra listamanna, öðrum frá Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og hinum þriðja frá Lista- safni Íslands, sem jafnframt er for- maður stjórnar. Veita skal styrki úr sjóðnum annað hvert ár og er ekki veitt samkvæmt umsóknum. Fjórir listamenn hafa áður fengið styrki úr sjóðnum, Ólafur Sveinn Gíslason, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Halldór Ásgeirsson. Margrét Blöndal hlýtur styrk Ólafur Kvaran, forstöðumað- ur Listasafns Íslands, og verð- launahafinn, Margrét Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.