Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Staður: Hótel Loftleiðir í höfuðborg Íslands. Eigandi hótels: Stórt og vel rekið fyrirtæki, Flug- leiðir. Persónur: Mið- aldra, sænsk hjón, hún læknir, hann formaður stórra samtaka í sínu heimalandi. Stund: Hjónin nýkomin utan af landi, eftir stutta viðkynningu við íslenska náttúru, heita potta, svarta sanda og heillandi smábæi á Suður- landinu. Komin inn á hótelherbergið eftir vel heppnaða gönguferð um Reykjavík. Dagurinn fyrir brottför heim og fyrsti dagurinn í höfuðborg- inni. Þau kveikja á sjónvarpinu til að sjá upplýsingaræmu um hótelið. Þið vitið, hvað er á staðnum, hvernig er veitingastaðurinn, barinn, sundlaug- in, hvenær morgunverður er og klukkan hvað á að skila herberginu á brottfarardegi. Hugarástand: Hrifning af landi og þjóð, ánægja með vel heppnaða ferð. Þetta eru ekki leikpersónur, held- ur vinir mannsins míns og mín. Þess vegna veit ég viðbrögð þeirra við því sem svo kom næst. Þegar hótelinu hafði verið lýst var farið stuttlega yfir menningarlíf Reykjavíkur. Sex-bars, sex-bars, sex-barir. Svo var sagt frá fáeinum áhugaverðum stöðum til viðbótar, og svo var vídeóið bara búið. Welcome to Iceland. Svo þetta var þá líka svona á Ís- landi. Gleðin yfir vel heppnuðum degi var allt í einu farin. Eitthvað annað, þungt, vont, komið í staðinn. Nógu þungt til að það var með í lýs- ingunni sem við fengum að heyra á annars stórgóðum degi tveggja er- lendra ferðamanna í Reykjavík. Til að reka gott flugfélag og góða súlustaði þarf gott starfsfólk. Til að reka gott flugfélag þarf starfsfólk af báðum kynjum og til að reka súlustaði þarf aðallega kven- kyns starfsmenn. Til að reka gott flugfélag þarf starfsfólk á ýmsum aldri og til að reka góða súlustaði þarf aðallega ungmenni. Má ég spyrja að einu eða tvennu? Eru þessar stúlkur ekki flestar frá fátækum löndum? Hafa þær nokkuð verið plataðar/ vélaðar út í þennan bransa? Gæti verið að þegar þær fyrir svona 10 árum, þá 9-12 ára, hafi sagt við vinkonur sínar sem ætluðu að verða hjúkrunarkonur eða búðar- konur að þær ætluðu hins vegar að verða dansarar, vinna naktar og búa einangraðar í útlandinu í litlum kytr- um? Er ekki svona vinna síðasti áfangastaður á undan hreinu og kláru vændi? Og vita ekki flestir að fólk sem stundar vændi deyfir ógeð- ið og sársaukann með eiturlyfjum, og endar oftar en aðrar starfsstéttir líf sitt með sjálfsvígi? Mér þykir vænt um landið mitt. Mér þykir líka vænt um þessar út- lensku stúlkur, þótt ég þekki þær ekki. Þær eru eins skapaðar og dótt- ir mín, bara óheppnari með vinnu. Viljum við virkilega notfæra okk- ur neyð ungmenna (stúlkna í þessu tilviki) og halda úti súlustöðum í landinu okkar? Viljum við virkilega auglýsa landið okkar eins og nú er gert? Eða erum við bara sofandi á verð- inum? RÆS, það er komið útkall. Finnst fleirum það en bara mér? Með vinsemd og virðingu, HERDÍS HALLVARÐSDÓTTIR, tónlistarmaður og þýðandi. Um stúlkur í neyð og roggna Íslendinga Frá Herdísi Hallvarðsdóttur: Herdís Hallvarðsdóttir SÚ FRÉTT að embætti skattrann- sóknarstjóra hafi gert aðför að höf- uðstöðvum Norðurljósa, hirt þar gögn í þeim sérstaka tilgangi að rann- saka skattamál Jóns Ólafssonar hefur vakið óskipta athygli. Ekki varð hjá því komist að fréttin kæmist í fjöl- miðla, enda var einn stærsti fjölmiðill landsins, Stöð 2, á staðnum þar sem aðförin var gerð. Hitt hefur einnig vakið athygli að tekið var fram að rannsóknin beindist einkum að Jóni Ólafssyni sjálfum. Sú frétt getur ekki hafa komið neins staðar að nema frá embætti skatt- rannsóknarstjóra, enda fylgdi með að embættið væri í sambandi við erlend skattayfirvöld í málinu. Þetta vekur þá spurningu hvort op- inber rannsóknarembætti eigi að gefa út yfirlýsingar um að verið sé að rannsaka skattamál tiltekinna ein- staklinga. Ég minnist þess ekki að hafa séð svona frétt frá skattrann- sóknarstjóra áður. Samt tekur emb- ættið fyrir um 100 mál á ári, skv. op- inberum skýrslum um starfsemi þess. Er ekki verið að koma þarna höggi á þekktan og umdeildan fjármála- mann án alls dóms og laga? Aðalregla íslenskrar réttvísi á að vera að sér- hver skuli saklaus talinn þar til hann er sekur fundinn. Með því að auglýsa slíka skattrannsókn í fjölmiðlum er skattrannsóknarstjóri að nýta sér fjölmiðla til að sakfella mann áður en rannsókn fer fram. Nú þekki ég Jón Ólafsson ekki neitt, er ekki tengdur honum á nokk- urn hátt. En hann á rétt á því, burtséð frá umdeildum fjármálum hans, að farið sé með hans mál án þess að op- inbert embætti kasti á hann rýrð í fjölmiðlum. Þetta er sami réttur og smæsti smælingi samfélagsins á. Framámaður í viðskiptaheiminum á ekki minni rétt. BJÖRN MATTHÍASSON, hagfræðingur. Að nota fjölmiðla sem dómstóla Frá Birni Matthíassyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.