Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
3. marz 1992: „Samkvæmt til-
lögu til þingsályktunar um
vegaáætlun, sem nú liggur
fyrir Alþingi, verður fram-
kvæmdafé Vegagerðarinnar
til nýrra framkvæmda árið
1992 rétt rúmar 2.800 m.kr. Af
þessari heildarsummu, 2.800
m.kr., ganga trúlega 530–550
m.kr., til höfuðborgarsvæð-
isins. Svæði, sem spannar um
60 af hundraði íbúa og skatt-
borgara landsins, fær í sinn
hlut innan við 20 af hundraði
af þessu framkvæmdafé. Eng-
inn getur haldið því fram, að
landsbyggðin búi við skertan
hlut að þessu leyti.
Það gefur augaleið að mik-
ilvægt er að byggja upp greið-
ar samgöngur innan hvers
þróunarsvæðis á landsbyggð-
inni, sem og samgöngur milli
landshluta, til að styrkja at-
vinnulíf og byggð á viðkom-
andi svæðum og í landinu öllu.
Til þess liggja margs konar
þjóðfélagsleg rök. Og um þau
er ekki deilt.“
3. marz 1982: „„Samþykkt
miðstjórnar Alþýðubanda-
lagsins um Alusuisse-málið
ber þess vitni, að iðnaðar-
ráðherra er að draga athygl-
ina frá ásökunum sínum á
hendur Alusuisse fyrir hækk-
un í hafi á súrálsverði og
klaufalegri, fljótfærnislegri og
vítaverðri málsmeðferð sinni í
alla staði. Fyrst eru uppi hafð-
ar ásakanir um sviksamlegt
atferli og hrópað: „Þjófur,
þjófur,“ og hafðar uppi hót-
anir í kjölfar þess. Nú eru
þessar ásakanir aukaatriði en
komið sér upp nýrri hótun:
Þjóðnýtingu álversins.“ Þann-
ig komst Geir Hallgrímsson,
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, að orði í samtali við Morg-
unblaðið, sem birtist í gær.
Hér er réttilega vakin athygli
á því, að Alþýðubandalagið
þvælist úr einu víginu í annað
í því, sem það sjálft kallar
„stórsókn“ gegn Alusuisse.
Geir Hallgrímsson bendir á
það, að vissulega komi eign-
araðild Íslendinga í stóriðju-
fyrirtæki til greina eftir mati
hverju sinni, en þá í þeim til-
gangi að stækka álverið í
Straumsvík eða reisa ný og
auka þannig atvinnu og fram-
leiðslu í landinu. Undir þessi
sjónarmið hljóta allir að taka,
sem íhuga þessi mál án þess
að vera ofurseldir fordómum
kommúnista. Eins og málum
er nú háttað væri skyn-
samlegra fyrir Íslendinga að
verja fjármunum til að reisa
ný stóriðjufyrirtæki í stað
þess að kaupa gömul. Sú víg-
lína, sem Alþýðubandalagið
hefur kosið að draga fyrir sig í
átökunum við Alusuisse,
brestur fyrr en síðar, því að
flokkurinn fæst ekki til að
horfa raunsætt á málið.“
3. marz 1972: „Hækkun
landbúnaðarvaranna er tákn-
rænt og um leið geigvænlegt
dæmi verðlagsþróunarinnar í
landinu... Ef tekið er dæmi af
súpukjöti, hefur 1 kg hækkað
úr kr. 124,50 í kr. 165,50 frá
áramótum. Skyr hefur hækk-
að úr kr. 24,50 í kr. 41 og 45%
ostur úr kr. 142,50 í kr. 185,80.
Þótt þessi saga sé skýr, er hún
ekki öll sögð með þessu, þar
sem launþegarnir fá þessa
hækkun ekki borna upp í
gegnum vísitöluna nema að
litlu leyti.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÁTÖK Í TRYGGINGAMIÐSTÖÐ
YFIRLÝSING
OLÍUFÉLAGSINS HF.
Yfirlýsing sú sem stjórn Olíufé-lagsins hf. sendi frá sér í fyrra-kvöld vekur mikla athygli. Þar
segir m.a.: „Samkvæmt upplýsingum,
sem kynntar voru stjórn Olíufélagsins
hf. á fundi hennar í morgun og byggj-
ast á rannsókn þeirra gagna, sem
Samkeppnisstofnun lagði hald á 18.
desember, þá eru komnar fram vís-
bendingar um að ákveðnir þættir í
starfsemi Olíufélagsins hf. hafi á und-
anförnum árum að einhverju leyti
stangast á við ákvæði samkeppnis-
laga. Má þar m.a. nefna samreknar
benzínstöðvar, sameiginlegt eignar-
hald þjónustufyrirtækja og samstarf
um sölu eldsneytis til erlendra skipa.
Þessar upplýsingar komu stjórn fé-
lagsins á óvart og fól hún lögmanni fé-
lagsins að ganga til viðræðna og/eða
samstarfs við Samkeppnisstofnun um
að upplýsa meint brot félagsins á
samkeppnislögum.“
Þessi yfirlýsing stjórnar Olíufé-
lagsins veldur þáttaskilum í mála-
rekstri Samkeppnisstofnunar gagn-
vart fyrirtækinu. Í henni felst að
félagið tekur upp samvinnu við Sam-
keppnisstofnun um að upplýsa
ákveðna þætti í viðskiptaháttum þess.
Í stjórn Olíufélagsins sitja að ein-
hverju leyti sömu einstaklingar og
þar hafa setið allmörg undanfarin ár
og vekur óneitanlega athygli að þeir
telji sig ekki hafa haft vitneskju um
svo veigamikla þætti í rekstri þess.
Jafnframt fer ekki á milli mála að
markmið stjórnar félagsins er að
ljúka þessu máli sem fyrst þannig að
yfir starfsemi þess hvíli ekki í langan
tíma skuggi rannsóknar Samkeppnis-
stofnunar.
Öll olíufélögin reka nú hvert um sig
mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
sem snýr ekki að efni rannsóknarinn-
ar sem slíkrar heldur hvernig staðið
var að húsleit í höfuðstöðvum þeirra.
Það er jákvætt að fá niðurstöðu dóm-
stóla um þann þátt málsins og líklegt
til að skýra betur þau mörk sem op-
inberum eftirlitsstofnunum ber að
virða við framkvæmd húsleita og
Morgunblaðið hefur áður fjallað um.
Hverjar sem niðurstöður rannsókn-
ar Samkeppnisstofnunar verða og
hvort sem þær verða fengnar í sam-
vinnu við öll olíufélögin eða einungis
sum þeirra er ljóst að þær geta ekki
orðið til annars en hreinsa andrúms-
loftið gagnvart félögunum þremur.
Það er ekki oft sem sviptingar áhlutabréfamarkaði hafa grund-
vallarþýðingu fyrir framvindu mála á
vettvangi viðskiptalífsins. Þó fer ekki á
milli mála að kaup Landsbanka Íslands
hf. á hlutabréfum í Tryggingamiðstöð-
inni, sem tilkynnt var um í fyrradag og
Morgunblaðið sagði frá í gær, geta haft
og hafa slík úrslitaáhrif.
Tryggingamiðstöðin er gríðarlega
öflugt fyrirtæki sem hefur m.a. víðtæk
viðskipti við sjávarútvegsfyrirtækin.
Þar eru miklir fjármunir til staðar auk
þess sem félagið á umtalsverðan hlut í
Íslandsbanka hf.
Fjölskylda Sigurðar heitins Einars-
sonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyj-
um, hafði þar til á síðasta ári ráðandi
stöðu í fyrirtækinu. Þá varð sú breyt-
ing að dreifðri eignaraðild að öðrum
hlutabréfum var safnað á færri hendur
og með því urðu forráðamenn Baugs hf.
stórir eignaraðilar að fyrirtækinu og
meiri jafnstaða varð á milli hluthafa.
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í
gær keypti Landsbankinn þau hluta-
bréf sem úrslitum ráða fyrir fjölskyld-
una í Vestmannaeyjum og tengda aðila.
Þar með er ljóst hverjir hafa mest að
segja um ávöxtun fjármuna fyrirtæk-
isins og meðferð á eignarhaldi þess í
öðrum félögum. Sú niðurstaða hefur
víðtæk áhrif í fjármálakerfinu og við-
skiptalífinu almennt.
U
PPLJÓSTRARAR hafa
verið mikið til umræðu
undanfarið, bæði hér
heima vegna Landssíma-
málsins og erlendis í kjöl-
far hruns fyrirtækisins
Enron. Ef horft er yfir
söguna er ljóst að upp-
ljóstrarar hafa oft og tíðum gegnt mikilvægu
hlutverki við að koma upplýsingum á framfæri
við almenning. Það er hins vegar ekki einfalt með
hvaða hætti það er gert og samband uppljóstrara
og blaðamanns getur verið flókið og viðkvæmt.
Inn í það fléttast spurningar á borð við það
hvernig halda eigi nafni uppljóstrarans leyndu ef
það er á annað borð ætlan hans og hvers eðlis og
hvernig þær upplýsingar, sem hann hefur fram
að færa, eru fengnar og hvort eigi að birta þær,
svo eitthvað sé nefnt.
Tvö af þekktustu dæmunum um uppljóstrara
eru sennilega frá forsetatíð Richards Nixons.
Þar er annars vegar Watergate-málið þar sem
Carl Bernstein og Bob Woodward hjá dag-
blaðinu Washington Post þurftu að reiða sig
mjög á eina lykilheimild, sem hafði viðurnefnið
„Deep Throat“, en naut nafnleyndar allan þann
tíma, sem rannsókn málsins stóð yfir, og þótt
Leonard Garment hafi skrifað heila bók, „Leitina
að Deep Throat“, sem kom út árið 2000, þar sem
hann leiðir að því líkum að maður að nafni John
Sears hafi verið uppljóstrarinn, þykir málið enn
ekki til lykta leitt og verður að teljast langlífasta
leyndarmálið í Washington þar sem allt virðist þó
komast upp um síðir.
Pentagon-
skjölin koma á
borð The New
York Times
Hins vegar er birting
Pentagon-skjalanna
og þáttur Daniels
Ellsbergs í að koma
þeim á framfæri.
Pentagon-skjölin voru
mjög viðamikil, sagn-
fræðileg úttekt, sem Robert McNamara varnar-
málaráðherra hafði látið gera (án vitundar John-
sons forseta) um aðdragandann að Víetnamstríð-
inu og gang mála þar. Ellsberg hafði unnið hluta
þeirra. Richard Reeves lýsir því í bók sem nefnist
„Nixon forseti, einn í Hvíta húsinu“ hvernig það
gekk fyrir sig þegar skjölin birtust. Þar kemur
fram að Richard Nixon hafði í fyrstu ekki miklar
áhyggjur af þessum skjölum þar sem þau snerust
um ákvarðanir Johns F. Kennedys, Roberts
McNamaras og Lyndons B. Johnsons. „Við skul-
um tryggja að þau verði kölluð Kennedy-John-
son-skjölin,“ sagði hann við Haldeman þegar þau
birtust í dagblaðinu The New York Times. „En
við þurfum að forðast þennan greinaflokk Times.
Lykilatriði er að halda okkur fyrir utan þetta.“
Nixon var hins vegar lítið hrifinn af því að
þessum leyndarskjölum skyldi hafa verið lekið í
fjölmiðla. Hann taldi þetta glæpsamlegt og
sennilega myndi birtingin skaða stríðsreksturinn
í Víetnam þótt til lengi tíma myndi það koma sér
vel þar sem þar kæmi fram svart á hvítu að
demókratar hefðu dregið þjóðina inn í Víetnam.
Aðeins 15 eintök voru til af skjölunum og hélt
Nixon jafnvel að einhver í starfsliði Henrys Kiss-
ingers, öryggisráðgjafa hans, hefði lekið þeim
eða jafnvel „einhverjir gyðingar“. Kissinger hélt
hins vegar í fyrstu að um væri að ræða nokkrar
blaðsíður úr skjölunum og lekann mætti rekja til
Melvins Lairds varnarmálaráðherra, en þeir
tveir þóttu einhverjir helstu sérfræðingar Nixon-
stjórnarinnar í að lauma upplýsingum í umferð.
Þegar Laird sagði honum að um væri að ræða sjö
þúsund síður vissi Kissinger að aðeins gæti verið
um að ræða einn mann: Daniel Ellsberg. Kiss-
inger hafði kynnst Ellsberg þegar hann var dokt-
orsnemi í Harvard-háskóla. Ellsberg hafði verið
frábær nemandi. Hann gegndi herþjónustu í
Víetnam og þegar hann sneri þaðan varð hann
aðstoðarmaður Edwins Lansdales, herforingja
og athafnamanns á vegum bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA, sem var fyrirmynd Grahams
Greenes í bókinni „Þögli Bandaríkjamaðurinn“.
Hann vann stuttlega fyrir Kissinger, en 1969 var
hann kominn til RAND-stofnunarinnar og orð-
inn jafn andvígur stríðinu og hann var fylgjandi
því þegar hann gegndi herþjónustu. Tvö eintök
af skjölunum voru í hirslum RAND. Ellsberg
komst í skjölin og í nokkrar vikur var hann ásamt
vini sínum við ljósritunarvélina. Hann byrjaði á
því að vekja athygli þingmanna á skjölunum í
þeirri von að hann myndi njóta friðhelgi ef þingið
tengdist birtingunni. Meðal þeirra þingmanna,
sem hann sýndi skjölin, voru öldungadeildar-
þingmennirnir William Fulbright og George
McGovern. Í febrúar 1971 fór hann með skjölin
til Neils Sheehans, blaðamanns á New York Tim-
es, en þeir höfðu hist í Víetnam.
Kissinger sannfærði Nixon um að lekar af
þessu tagi sýndu að forsetinn væri veikur fyrir
og smátt og smátt græfu þeir undan stjórninni:
„Þetta gæti gert okkur ókleift að reka utanríkis-
stefnu okkar. Ef önnur forusturíki komast að
þeirri niðurstöðu að við getum ekki stjórnað lek-
um innan frá munu þau ekki vilja semja við okkur
á laun.“ Það þarf vart að taka fram að þarna var
Kissinger að vísa til Kína, en á þessum tíma var
hann að undirbúa leynilega heimsókn til Peking.
Stjórn Nixons
reynir að stöðva
birtingu
Fyrsta greinin í New
York Times birtist 13.
júní 1971. 15. júní
hringdi John Mitchell
dómsmálaráðherra í
blaðið, bað um að birt-
ingu skjalanna yrði hætt og bar við þjóðaröryggi.
Því var hafnað og þriðja greinin úr skjölunum
var birt. Nixon skipaði Haldeman að hætta öllum
samskiptum við New York Times og Max Frank-
el, fréttastjóra blaðsins í Washington: „Láttu þá
ekki fá neitt ... út af þessum fjárans gyðingi
Frankel sýknt og heilagt – hann er slæmur ...“
Sama dag skipaði dómsmálaráðuneytið sak-
sóknara í New York að gefa út skipun til The
New York Times um að hætta birtingu tíma-
bundið og féllst alríkisdómstóllinn á Manhattan á
að svo skyldi vera á meðan stjórnvöld könnuðu
hvort sækja bæri blaðið og heimildir þess til saka
fyrir njósnir. Ritsjórar blaðsins féllust að höfðu
samráði við lögfræðinga á að verða við þessu og
áttu vitnaleiðslur í málinu að hefjast 18. júní.
Reeves rekur samtal í Hvíta húsinu 17. júní
þar sem nafn Ellsbergs kemur upp og Kissinger
byrjar að sverta hann: „„Hann var alltaf í dálitlu
ójafnvægi ... eiturlyf ... kynlíf ... skaut á bændur í
Víetnam ... giftist auðugri stúlku.“ Nixon hlustaði
og sagði síðan: „Já, en við vitum ekki hver í fjár-
anum þetta er, kannski er það hann eða kannski
[Leslie] Gelb, annar þeirra, annar hvor er rót-
tæklingur. Það verður einhver að fara í fangelsi
fyrir þetta.““
Vitnaleiðslurnar áttu að hefjast 18. júní, en
þann daginn var athyglin ekki við réttarsalina.
Dagblaðið Washington Post hafði komist yfir
hluta skjalanna og birt frétt upp úr þeim. Daginn
eftir stal dómarinn í vitnaleiðslunum, Murray
Gurfein, senunni. Nixon hafði skipað Gurfein
dómara og í vitnaleiðslunum hafði hann vænt
blaðið um skort á föðurlandsást. Nú sagði hann
hins vegar að fyrirskipunin um að New York
Times skyldi halda að sér höndum væri dregin til
baka: „Öryggi þjóðarinnar er ekki aðeins við
virkisvegginn. Öryggið liggur líka í gildi hinna
frjálsu stofnana okkar. Þeir, sem eru við völd,
verða að þola erfiða fjölmiðla, þrjóska fjölmiðla,
fjölmiðla, sem eru alls staðar, til þess að vernda
hin jafnvel mikilvægari gildi tjáningarfrelsis og
réttar almennings til að vita ...“ Tilraunum til að
stöðva birtingu skjalanna í Washington Post var
líka hafnað á þeirri forsendu að stjórnvöld hefðu
ekki lagt fram neinar sannanir um að þjóðarör-
yggi væri stefnt í hættu með birtingu fréttanna.
Úrskurðinum í Washington var reyndar hnekkt
nokkrum tímum síðar, en þá hafði blaðið þegar
birt grein tvö um málið og sent öllum áskrif-
endum fréttaþjónustu sinnar, alls 345 blöðum.
Næst birti dagblaðið Boston Globe útdrátt úr
skjölunum og síðan fylgdi hvert blaðið á fætur
öðru; Los Angeles Times, The Philadelphia
Inquirer, Chicago Sun Times, Detroit Free
Press, Miami Herald og Christian Science Mon-
itor. Stjórnvöld höfðu ekki við að reyna að stöðva
fréttaflutninginn, en Ellsberg hafði séð við þeim
með því að ferðast á laun frá einni borg til ann-
arrar og koma efni úr skjölunum á framfæri. Al-
ríkislögreglan reyndi að hafa uppi á honum, en
gat það ekki, jafnvel þótt Ellsberg færi í viðtal
við Walter Cronkite í heila klukkustund á sjón-
varpsstöðinni CBS. Skömmu síðar gaf Ellsberg
sig hins vegar fram við yfirvöld í Boston og viður-
kenndi að hafa fengið New York Times og fleiri
dagblöðum skjölin.
Ellsberg var stefnt fyrir þetta, en í bók Reeves
kemur fram að Nixon treysti ekki dómstólum til
að fjalla um málið, ekki síst eftir að Hæstiréttur
Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu með
sex atkvæðum gegn þremur að aflétta ætti höml-
um á fjölmiðla í sambandi við birtingu á efni úr
skjölunum á þeirri forsendu að rétturinn hefði
efasemdir um að það stæðist stjórnarskrá að
setja slíkar hömlur áður en dómur væri fallinn og
því lægi rík byrði á stjórnvöldum að réttlæta það
að slíkum hömlum yrði framfylgt. Reeves rekur
samtal Nixons við Mitchell, Kissinger og
Haldeman um mál Ellsbergs þar sem hann líkir
honum við Alger Hiss, sem starfaði hjá utan-
ríkisráðuneytinu og var settur í fangelsi fyrir
meinsæri í kjölfar rannsóknar, sem Nixon stóð á
bak við í upphafi ferils síns á þingi: „„Ekki hafa
áhyggjur af þessum réttarhöldum,“ sagði forset-