Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er allt á fullu í bún-ingsherbergjum í Íþrótta-húsinu Fram þar sem Ís-landsmeistarakeppniTónabæjar í frjálsum dönsum er í þann mund að hefjast. „Hvar er glimmer-spreyið?“ heyrist kallað og uppábúin stúlka þeysist framhjá. „Er einhver með hár- busta?“ kallar önnur og „já!“ heyrist svarað úr öðrum enda búningsher- bergisins. Mér finnst skyndilega eins og ég sé numin fimmtán ár aftur í tímann og minnist keppninnar í gamla Tónabæ við Skaftahlíð. Keppninni var sjónvarpað að mig minnir fyrstu árin, en þegar því var hætt var skyldumæting á keppnina, þ.e.a.s. ef maður vildi geta tjáð sig um aðal- umræðefnið dagana þar á eftir. Í gamla Tónabæ var þröng á þingi. Húsið var ávallt troðfullt og and- rúmsloftið var þrungið spennu, hita og svita. Þá þurfti reglulega að rýma dansgólfið sem minnkaði með hverjum hálftímanum. Margir fyrr- verandi keppendur eru nú þekktir í þjóðfélaginu og oft fyrir allt annað en dans. Áhuginn á þessari árlegu dans- keppni, sem haldin var um síðustu helgi í 21. sinn, virðist ekkert hafa breyst og er alltaf jafn mikill. Um 150 stúlkur á aldrinum 13-17 ára hafa nú komið alls staðar af landinu til þess að keppa í Freestyle 2002. Akranes, Hellissandur, Vestmanna- eyjar, Bolungarvík, Keflavík, Sauð- árkrókur, höfuðborgarsvæðið og Hrísey eiga öll fulltrúa í keppninni. Ótrúlega gaman að dansa Það er ekki á hverjum degi sem kraftmiklir Hríseyingar taka þátt í þessari keppni svo fulltrúar þeirra í keppninni vöktu strax athygli blaða- manns. Þær eru fimm, á aldrinum 13-15 ára, og þar með er helmingur stúlkna frá Hrísey á þeim aldri kominn til að keppa. Þær segjast aldrei hafa lært að dansa en þeim finnist það svo gaman að þær hafi ákveðið að koma suður og keppa. „Við komum í bæinn í gær og fór- um beint í Kringluna að kaupa bún- inga. Við fórum í hverja einustu búð og fengum loks þessa boli. Við vor- um bara með 1.500 kall sem dugði skammt því allt var svo dýrt. Fólkið í búðinni gaf okkur hins vegar af- slátt af því að við vorum að fara að keppa í Freestyle, svo við fengum bolina á 1.500 kall í stað 2.400,“ segja þær Ólína, Huldís, Ásrún, Birna og Aldís hver ofan í aðra. Hvaðan fengu þær hugmyndina að dansinum? „Sko ... hvorki Popp- tíví né Skjár einn nást í Hrísey svo við notuðum hugmyndaflugið og sömdum sporin alveg sjálfar,“ segja þær og brosa út að eyrum. Þær ætla að hafa gaman af keppninni í kvöld, takmarkið er að vera með í þeirra huga fremur en að sigra og er ekki annað að sjá en þær skemmti sér mjög vel nú þegar. Æft ballett frá þriggja ára aldri Hópurinn Íquer frá Reykjavík verður næst á vegi okkar. Þær stöll- ur virðast ótrúlega rólegar og segj- ast ekki vera neitt stressaðar, jafn- vel þótt aðeins hálftími sé í að þær stígi á svið. Kemur kannski ekki á óvart, þegar við komumst að því að flestar hafa þær æft ballett frá þriggja ára aldri og stundi nú nám við Listdansskóla Íslands. Þær eru sem sagt ýmsu vanar. Nú styttist í að keppnin hefjist og keppendur leggja lokahönd á bún- ingana og æfa sporin í síðasta sinn áður en þeir stíga á sviðið. Salurinn er orðinn fullur af fólki á öllum aldri og stemmningin magnast upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stelpurnar í hópnum HANS taka á móti verðlaununum árið 1990. Þarna má meðal annars sjá Selmu Björnsdóttur söng- konu, en keppendur í Freestyle eru í dag þekktir fyrir ýmislegt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Búningar í Freestyle-keppninni hafa verið með ýmsum hætti og í gegnum árin hefur mátt greina ákveðna tísku. Hér dansa Íslands- meistararnir í hópnum Blitz sigurdansinn árið 1987. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópurinn Djásn sigraði í Íslandsmeistarakeppninni árið 1992. Þær voru úr Garðabæ og höfðu mikla reynslu í bransanum, en þær höfðu sigrað margoft í yngri keppninni, fyrir 10–12 ára. Morgunblaðið/Sverrir Hópurinn Aim frá Akranesi hreppti FRÆ-bikarinn í keppninni að þessu sinni, en hann er veittur keppendum sem koma frá landsbyggðinni. Þær urðu einnig í 3. sæti og geta því vel við unað, enda má sjá einbeitinguna skína úr hverju andliti. Glimmer og gleði í Tónabæ Í 21 ár hafa unglingar alls staðar af landinu streymt í Tónabæ til að taka þátt í árlegri Íslands- meistarakeppni í frjálsum dönsum. Í gegnum árin hefur verið lögð mikil vinna í að semja og æfa dansana og þar er engin breyting á í ár. Taugarnar fara að segja til sín þegar á hólminn er komið en flestir komast klakklaust frá sínu. Ragna Sara Jónsdóttir tók púlsinn á keppendum í keppninni sem haldin var fyrir viku og rifjar upp gamla tíma. Morgunblaðið/Sverrir Stelpurnar í hópnum Eldmóði komu, sáu og sigruðu í ár. Þær eru þó engir nýgræðingar á þessu sviði því þær hafa sigrað þrisvar í yngri keppninni, fyrir 10–12 ára. Þær stunda allar dansnám í Dansskóla Birnu Björnsdóttur. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.isMEISTARINN.IS Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Auðbrekku 14, Kópavogi. Sími 544 5560 og 864 1445. Netfang: yoga@yogastudio.is Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst þriðjudaginn 5. mars – Þri. og fim. kl. 20.00 Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á sinni eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Traust námskeið frá árinu 1994 – byggt á reynslu. Ásmundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.