Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 17
Aðgöngumiðar, atkvæða -
seðlar og fundargögn
verða afhent í hlutabréfa -
deild Flugleiða, 1.hæð á
aðal skrifstofu félagsins á
Reykjavíkurflugvelli,
dagana 7.– 8. mars frá
kl. 09.00 til 17.00 og á
fundardag til kl. 12.00
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv.
55. gr. laga nr. 2/1995.
3. Önnur mál, löglega borin upp.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á aðalfundi, skulu vera
komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir
aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir
aðalfund.
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn mánudaginn 11. mars árið
2002 í efri þingsölum Hótels Loftleiða og hefst fundurinn kl.14:00.
Stjórn Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða
Stjórnmál: Hlutfall kvenna í stjórn-
málum – ríkisstjórnum og alþjóðleg-
um stofnunum – endurspeglar alls
ekki hlutfall kvenna í heiminum,
þrátt fyrir ýmsa áberandi kvenleið-
toga eins og t.d. Gloriu Macapagal
Arroyo, forseta Filippseyja, og öld-
ungadeildarþingmanninn Hillary
Clinton. Í Sameinuðu þjóðunum voru
konur 21% af framkvæmdastjórn-
inni árið 1999 og í níu ríkjum ein-
göngu var hlutfall kvenna á þingi
30% eða hærra. Á miðju ári 2001
voru alls sjö þjóðir – Djibúti, Jórd-
anía, Kúvaít, Palau, Tonga, Tuvalu
og Vanuatu – þar sem engin kona
átti sæti í löggjafarvaldinu.
Verkefnin óendanleg
Það væri hægt að hafa þessa upp-
talningu á staðreyndum um stöðu
kvenna mun lengri. Miðað við þær
virðast verkefnin sem blasa við til að
rétta stöðu kvenna, óendanleg. Það
bendir hins vegar ýmislegt til þess
að síðastnefndi þátturinn, stjórnmál,
geti haft veruleg áhrif á breytingar á
stöðu kvenna.
„Það eru til ótal sannanir fyrir því
að þegar konur komast til valda í
stjórnmálum, fái mál sem varða þær,
fjölskyldur þeirra og börn, aukið
vægi,“ segir Danielle Nierenberg,
sem vinnur við rannsóknir hjá
Worldwatch-stofnuninni. Hún segir
jafnframt að það geti verið árangurs-
ríkara að mennta stúlkubörn til að
lækka dánartíðni barna, fremur en
að auka hreinlæti, útvega þeim vinnu
og hærri tekjur. Upplýsingar frá
Sameinuðu þjóðunum sýni að fylgni
er á milli aukinnar skólagöngu
stúlkna í löndum Afríku sunnan
Sahara og minnkandi barnadauða.
„Þær umbætur sem gerðar eru í
þágu kvenna reynast því öllum vel.
En við eigum enn langt í land áður en
við sjáum konur njóta sama réttar og
karlmenn í þessum heimi,“ segir
Nierenberg.
Morgunblaðið/Þorkell
Konur um allan heim sjá að langmestu leyti um þá ósýnilegu vinnu sem heldur
fjölskyldum gangandi frá degi til dags, eins og heimilishald, barnauppeldi,
vatnsburð og söfnun eldiviðar.
Morgunblaðið/RAX
Fleiri konur en karlar eru fórnarlömb eyðni. Í Afríku sunnan Sahara þar sem út-
breiðsla eyðni er hröðust í heiminum eru konur 55% allra nýsmitaðra.