Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARS 2002 33 - - n ð ð í a g á f í r r ð r á - ð r a ú a - g á á a - - a t ð a - i r - a á - - a - g i - - i i t a m - r r i s ð a ð i ð ð i a t - - m - - - - r - a - - - ð g ð ð í á ð ð r - ugt og fjölbreytt framboð af því sem líklega myndi víðast hvar teljast munaðarvara, svo sem litchi, stjörnuávexti, blæjuber, ramboutan og kumquats, svo nokkur dæmi séu tekin. Framboð á svo framandi vöru gefur neytendum til kynna að vöruúrvalið sé mikið, jafnvel þótt þeir kaupi hana ekki sjálfir nema í undantekningartilfellum, en kílóverðið er iðulega á bilinu 12–15 hundruð krónur. Sú tilfinning er þó langt frá því að vera rétt því þótt vöruúrval á grænmeti og ávöxtum hafi aukist til muna á undanförnum árum er það langt hreint ekki til fyrirmyndar að öllu leyti. Til marks um það má nefna að grænmetisborð- in hér eru ákaflega áþekk útlits allan ársins hring, en það er mjög ólíkt því sem fólk á að venj- ast erlendis þar sem grænmetisborðin draga alla jafna dám af uppskeru hvers árstíma fyrir sig. Hér eru t.d. vínber, jarðarber og bláber í boði nánast allt árið, og jafnvel nektarínur, ferskjur og plómur, en annars staðar sést þessi vara ein- ungis í hverfandi magni nema á þeim árstíma sem uppskerutími hverrar tegundar fyrir sig gengur yfir. Það sama á við um margvíslegt grænmeti, svo sem spergil, ætiþistil, vorlauk, plómutómata, kaffifífilblöð, jólasalat, grasker og baunir. Á meginlandi Evrópu er vorboðinn til að mynda í hugum margra tengdur fyrstu sending- unum af spergli sem sjást á mörkuðunum um páskaleytið. Til að byrja með er hann nokkuð dýr en eftir því sem framboðið eykst hrapar verðið svo að allir njóta góðs af. Undir lok uppskerutím- ans minnka gæðin síðan verulega og verðið lækk- ar enn meir þar til spergillinn hverfur af borðum og sést ekki á ný fyrr en næsta ár. Sama ferli á við um ætiþistil og vorlauk sem birtist stuttu seinna, jarðarberin sem koma í búðir í sumar- byrjun, nektarínur og ferskjur sem koma um mitt sumar, plómur og mírabellur sem koma á haustin, graskerstegundirnar og rótarávextina sem fylgja vetrinum, og þannig mætti lengi telja. Að sjálfsögðu hafa þessi árstíðabundnu um- skipti raskast lítillega með greiðari verslun landa á milli á síðustu árum sem hefur orðið til þess að lengja tímabil hverrar tegundar fyrir sig. Sú þró- un hefur þó ekki orðið til þess að erlendir neyt- endur láti bjóða sér það uppsprengda verð sem við sjáum hér á landi fyrir grænmeti sem flutt er inn utan uppskerutímans á nálægum svæðum – það velur einfaldlega eitthvað annað í staðinn. Þegar á heildina er litið má því segja að almennir neytendur þar séu með þessum hætti í beinum tengslum við náttúruna, njóti ferskleika og holl- ustu vörunnar þegar hún er sem mest, og hafi að auki tilfinningu fyrir hvaða verð er sanngjarnt að borga á hverjum árstíma fyrir sig. Fjölbreytileiki í mataræði er því mun meiri í þessum löndum en við þekkjum hér og matarsiðir fólks eru jafn- framt mun árstíðabundnari en við eigum að venj- ast, einkum hvað varðar neyslu á grænmeti og ávöxtum. Ódýrt miðað við fisk eða kjöt Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan við, er grænmeti og ávextir hverrar árs- tíðar langódýrasta ferska matvara sem völ er á, og ef kílóverð á grænmeti er miðað við verð á fiski eða kjöti er munurinn mikill, ólíkt því sem gerist hér. Einungis kornvara eða pasta er ódýr- ara af því sem mest er keypt inn til daglegrar matreiðslu heimilanna. Hér á landi kannast eflaust margir sem áhuga hafa á matargerð við þá staðreynd að það græn- meti sem þeir þurfa í uppskrift úr erlendri mat- reiðslubók er oft á tíðum það sem kostar mest, þrátt fyrir að í bókinni sé einmitt tekið fram að hráefnið sé hentugt af því það sé svo ódýrt. Á þeim árstímum sem grænmeti hefur verið hvað dýrast hér á landi hefur hráefni í vandað salat sem einungis á að nota sem meðlæti, oft á tíðum slagað upp í verð á lambalæri. Kílóverð á ein- stökum grænmetistegundum svo sem kúrbít og sætum kartöflum, sem þó eru ekkert sérstaklega vandmeðfarnar, hefur einnig iðulega nálgast kílóverð á kjöti, en þeir tímar ættu þó að vera liðnir nú þegar hvorki er magn- né verðtollum fyrir að fara, nema á þeim tiltölulega fáu teg- undum sem koma úr útiræktun hér á landi, og þá einungis á þeim tíma sem framboð á þeim er fyrir hendi. Það háa verðlag sem Íslendingar hafa búið við á grænmeti og sumum ávöxtum hefur í rauninni orðið til þess að tilfinning hins almenna neytanda fyrir því hvað sé sanngjarnt verð fyrir þessa vöru er hverfandi. Fólk ýmist sniðgengur þetta fersk- meti til að spara eða vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa það, eða lætur sig hafa að borga það sem upp er sett á því sem það vill síst vera án og einstaka sinnum á öðru til hátíðabrigða. Efling neyt- endavitundar Segja má að með þeirri niðurfellingu á magn- og verðtollum sem hér hefur verið reifuð hafi skapast raunverulegar forsendur til þess að breyta neysluvenjum landsmanna til hins betra og færa almenning nær þeim lífsgæðum er nágrannaþjóðir okkar búa við hvað mataræði varðar. Til þess að svo megi verða þurfa þó marg- ir að vinna saman og einna mikilvægast er að efla aðhald og áhuga neytenda sjálfra. Eins og áður sagði er magntollur nú einungis lagður á þrjár tegundir grænmetis og það verður því fróðlegt að fylgjast með verðþróun á öllu öðru innfluttu grænmeti á þeim vormánuðum sem nú fara í hönd. Fram að þeim tíma er útiræktað innlent græn- meti kemur á markað virðast allar forsendur vera til þess að við getum notið sama vöruúrvals í grænmetisborðum og nágrannaþjóðir okkar og ef innflutningi til landsins er stýrt af hugmynda- flugi og skynsemi er engin ástæða til að við njót- um ekki góðs af markaðsaðstæðum ytra þar sem verðið mótast af árstíðabundnu framboði og eftirspurn tegunda. Undanfarin ár hafa t.d. innflutt jarðarber, sem eru tollalaus eins og aðrir ávextir, orðið mjög ódýr um tíma hér á landi þegar framboðið er mest og neyslan hefur að sama skapi aukist. Í samræmi við það gætum við því á næstu vikum átt von á vorboðanum, sperglum, á viðráðanlegu verði og síðan koll af kolli þeim grænmetisteg- undum sem fylgja árstíðabundið í kjölfarið, allt að þeim tíma er íslenskt útiræktað grænmeti kemur á markað – og jafnvel þá á öllum þeim teg- undum sem ekki eru ræktaðar hér. Afar áríðandi er að verðkönnunum verði nú beitt markvisst til að almenningur fái tilfinningu fyrir sanngjarnri verðmyndun. Helst þurfa kannanirnar að sýna okkur hvar við stöndum í samanburði við nágrannalöndin og hvort verð- myndunin er með líkum hætti eða hvort við erum að borga margfalt verð eins og raunin var t.d ný- verið með vínber hér. Ef fjölbreytni í neysluvenjum á að ná fram að ganga, ekki síst með tilliti til þess að það græn- meti sem ekki er í samkeppni við innlenda fram- leiðslu er ekki lengur tollað, er sérstaklega mikil- vægt að kanna vel verð á þeim tegundum sem við höfum ekki enn tileinkað okkur mikla neyslu á en er ódýrt og vinsælt annars staðar. Ef það lækkar í verði er það auðvitað fyrsta forsenda þess að fólk leyfi sér að njóta nýbreytninnar og aukið framboð á viðráðanlegu verði kallar væntanlega á meiri neyslu. ASÍ hefur áður komið að verðkönnunum hér á landi til að tryggja hag hins almenna neytanda og hér væri sannarlega verðugt verkefni á ferð- inni sem aukið gæti lífsgæði fólksins í landinu til muna. Morgunblaðið/RAX Þjóðvegaakstur Nú gefst kjörið tækifæri fyrir neyt- endur til að prófa sig áfram með nýjar tegundir – að sjálf- sögðu að því til- skildu að innflytj- endur, heildsalar og smásalar láti ávinn- inginn af niðurfell- ingu þessara tolla renna til neytenda en hirði ekki mis- muninn í sinni eigin álagningu. Ljóst er að á þeim hvílir mik- il ábyrgð hvað það varðar. Laugardagur 9. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.